Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 i iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Málefni kosninganna Á íslandi einsog annars staðar hefur kosningabarátta breyst úr langvinnu stríði í stuttan slag, þar sem höfuð- áherslan er lögð á örfá mál. Þó langt sé enn til kosninga er líklegt að í vor verði einkum tekist á um þrjú mál: gjafakvótann, hálendið og menntamál. Þjóðin er tætt af langvinnum deilum um kvótakerfi, þar sem örfáir sægreifar hafa einkarétt á því að nytja miðin. Inngróin réttlætiskennd þorra þjóðarinnar veldur því að hún getur ekki, og vill ekki, þola það djúpa rang- læti sem í þessu félst. Stjórnarflokkarnir hafa beitt sér fyrir óbreyttu kerfi. Obbi stjórnarandstöðunnar vill koma á einhvers konar veiðileyfagjaldi. Skoðanakannanir sýna að mikill og vaxandi meirihluti þjóðarinnar er sama sinnis. Um tíma leit út fyrir að stjórnarliðið hygðist breyta stefnu sinni. í dag virðist það ekki lengur uppi a teningnum. Væntingar, sem LÍÚ og ríkisstjórnin vöktu síðasta vetur um stefnubreytingu, hafa fjarað út. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þess að pólitískar burtreiðar um gjafakvótann munu einkenna þingkosningarnar í vor. Á tiltölulega skömmum tíma hafa málefni hálendisins sömuleiðis orðið að hitamáli meðal almennings. Tvennt veldur því einkum: í fyrsta lagi skýr stefna ríkisstjórnar- innar um að afhenda um 4% þjóðarinnar, sem býr í 40 fámennum sveitarfélögum, umráðarétt yfir hálendinu. Þetta útilokar stærsta hluta þjóðarinnar, meðal annars íbúa suðvesturhornsins, frá því að hafa raun- veruleg áhrif á mótun hálendisins. Þjóðinni, sem lítur svo á að hálendið sé sameign hennar, svíður eðlilega að hálendið eigi að taka frá henni með valdi líkt og miðin. í öðru lagi blasir við að hálendið er nú í miklu meiri hættu en áður vegna virkjunaráforma, sem eru orðin að einskonar maníu hjá tveimur ráðherrum Framsóknar- flokksins. Stóriðja, sem krefst mikilla fórna á hálendinu, virðist í huga þeirra orðin að ólæknandi þráhyggju. Virkunarmanían mætir nú sívaxandi andstöðu meðal þjóðarinnar. Hún speglast meðal annars í því að þungavigtarmenn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi gerðu björgun hálendisins úr greipum Framsóknarflokksins að sérstöku baráttumáli. Fyrir ríkisstjórnina væri skynsamlegast að hlusta á almenning, koma böndum á Landsvirkjun og vitinu fyrir utanríkis- og iðnaðarráðherra. Gerist það ekki mun almenningur sjálfkrafa gera vernd hálendisins að harkalegu átakamáli í kosningunum í vor. Öflugt menntakerfi er grundvöllur að hátækninni, sem í framtíðinni mun skera úr um samkeppnishæfni íslands. Alþjóðlegar kannanir sýna hins vegar að menntakerfi íslendinga hefur drabbast niður. Það nær ekki lengur máli í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er þjóðin smám saman að skilja. Hún vill að framtíðin færi börnum sínum velsæld. Kröfur um verulegar úrbætur á menntakerfinu, bæði hvað varðar launakjör kennara og innihald námsins, eru því líklegar til að setja rækilegt mark á kosningaslaginn. Hér á landi, einsog annars staðar á Vesturlöndum, eru stjórnmálin ekki jafnöfgakennd og áður. Flokksleg tryggð er á undanhaldi. í kosningum taka menn í ríkari mæli en áður afstöðu út frá málefnum. Kjósendur spyrja nú eftir réttlæti og raunverulegum lífsgæðum. Einokunarréttur sægreifanna á sameigninni er óþolandi ranglæti. Víðemi ósnortinnar náttúru eru hluti af lífsgæðum. Haldgóð menntun er lykill að velsæld. Um þessi málefni munu kosningarnar snúast. Össur Skarphéðinsson Evrópa á öllum dagskrám Þetta var merkileg vika í Evr- ópu. Viðræður hófust á milli ESB og sex ríkja um aðild þeirra að Evrópusambandinu; Schröder kanslari kom mönnum á óvart með þungum áherslum á enn aukinn pólitískan samruna í Evrópu í stefnuræðu sinni; fyrsti fundur vamarmálaráðherra Evr- ópusambandslanda var haldinn og menn voru minntir á að ein- ungis 50 dagar eru þar til 11 ríki taka upp sameiginlega mynt, evruna. Vandamál í Evrópusam- vinnu eru hins vegar svo flókin og erfið að framundan eru af- drifarík átök um framtíð Evr- ópu. Vilja menn stækkun? Þó flestir stjórnmálamenn í ríkjum Evrópusambandsins fagni opinberlega viðræðum um stækkun bandalagsins fylgir _________________ ekki hugur máli hjá öllum. Inn- ganga sex tiltölulegra fátækra ríkja, sem þar að auki eiga sum hver í viðkvæmum deilum við nágranna sina, mun krefjast verulegra breytinga á bandalaginu og umtalsverðra fórna nokkurra núverandi aðildar- ríkja. Margir þeirra sem vilja sem mestan samruna í Evrópu telja líka stækkun bandalagsins ótímabæra. Þeir vilja dýpka samvinnu rikja innan bandalagsins, ekki síst í utanríkis- og öryggismálum, og gera stjórn- kerfi sambandsins traustara og lýðræðislegra áður fleiri ríki verði tekin inn. Austur-Evrópu. Bæði málin eru afar viðkvæm í nokkrum af löndum ESB eins og íslendingar hafa orðið varir við vegna kröfu Spánverja um greiðslur EFTA-rikja í byggðasjóði ESB, en þar er þó um hreina smáaura að ræða í þessu samhengi. Sex eða ellefu? Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Nú er þrýst á Evrópusambandið um að bæta nokkrum ríkjum í hóp þeirra sex sem voru að hefja viðræður. Norður- löndin vilja að Lettland og jafnvel Lit- háen fái að vera með. Nýjar ríkisstjóm- ir í Slóvakíu og á Möltu hafa sýnt áhuga á að fljóta með og fátt virðist mæla frekar með Póllandi en þessum löndum. Tæplega yrði þá fært að skilja Rúmeníu og Búlgaríu eftir. Nokkrar þjóðir hafa líka sýnt umsókn Tyrklands skilning, þar á meðal Bretar. Evrópumál eru þungamiðja Þó vandræðin séu þannig ærin eins og raunar oftast áður í sögu Evrópusamrunans, þá má ekki gleyma hve gífurlega stór skref hafa þegar verið stigin í samrunaferlinu. Evrópumál hafa í mjög aukn- um mæli, og með ýmsum hætti, orðið að þungamiðju í stjórnmálum flestra Evrópulanda. Stjórnkerfi landa víðast í álfunni mótast sífellt meira af þessari sam- vinnu. Þó að íslendingar hafi staðið meira til hliðar í Evrópumálum en nær allar þjóðir Vestur-Evrópu, þá sjást merki um það í okkar stjórnkerfi að samruninn í Evrópu er farinn að hafa veruleg áhrif á flestum sviðum þjóðmála. Næstu skref Hvaða afstöðu sem hérlendir menn hafa til Evrópu- sambandsins er ljóst að nauðsynlegt er fyrir íslend- inga að fylgjast mjög grannt með næstu skrefum í þessum málum. Þar kemur til aukin samvinna að ut- anríkis- og varnarmálum á milli Evrópuríkja, áhrif samruna gjaldmiðla álfunnar og margvíslegar afleið- ingar þess að fyrir flestar þjóðir Evrópu er aðild, eða náið samstarf við ESB, þungamiðja í flestum greinum þjóðmála. Landbúnaður og byggðastefna ' Verulegar breytingar þarf lika að gerá á landbún- aðarstefnu sambandsins og eins á styrkjakerfi þess við fátækari landsvæði í með- limaríkjunum. Niður- greiðslur ESB til bænda kosta eins og tífaldar þjóð- artekjur íslendinga og þessi byrði yrði sýnu meiri eftir stækkun að óbreyttum regl- um. Eins er með byggða- stefnu sambandsins. Henni er óhugsandi að halda uppi með sama hætti úti um alla „Þó að íslendingar hafi staðið meira til hliðar í Evrópumálum en nær allar þjóð- ir Vestur-Evrópu, þá sjást merki um það f okkar stjórnkerfi að samruninn í Evr- ópu er farinn að hafa veruleg áhrif á flestum sviðum þjóðmála." Neitunarvald afnumið? Afnám neitunarvalds einstakra meðlimaríkja er líklega forsenda þess að Evrópusamvinnan þróist sæmilega áfram eftir að ESB stækkar enn. Fyrstu skref hafa þegar verið tekin í þessa átt en miklu meira þarf að koma til. Það má spyrja til að mynda, hvers konar utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusam- bandið geti þróað í framtíðinni ef Eystrasaltsríkin hafi hvert um sig neitunarvald um stefnuna gagnvart Rússlandi. Neitunarvald Grikkja gagnvart samstarfl við Tyrkland hefur þegar valdið æmum vandræðum en Grikkir hafa að auki hót- að að stöðva stækkun til austurs ef Kýpur verður ekki tekið inn í bandalagið, þrátt fyrir óleysta Kýpur- deilu. Ef aðildarríki banda- lagsins verða 25 í stað 15 innan tíu ára yrði neitunar- vald að vera bundið við stærstu ríki og samstiga hóp þriggja eða fjögurrra af hinum minnstu. roðanir annarra W Traustur og jákvæður „Ekki er annað að sjá en að Bob Livingston verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Ekki er jafnljóst hverjir taki að sér aðrar leiðtogastöður repúblikana. Tilfinning okkar er sú að Livingston verði ekki aö- eins traustari og jákvæðari leiðtigi heldur einnig miklu óárennilegri en ofmetinn fyrirrennari hans. Hann hefúr svo sannarlega tækifæri til þess.“ Úr forystugrein Washington Post 11. nóvember. Frelsi til að leika tónlist „Nú er meiri þörf en nokkru sinni á að gera tján- ingarfrelsi í tónlist hluta af baráttunni fyrir mann- réttindura og lýðræði, eins og gera á á alþjóöaráö- stefnunni (um tónlist og ritskoðun) í Kaupmanna- höfn í næstu viku. Baráttan fyrir tónlistarlegu tján- ingarfrelsi getur vel hafist á því að bjóða hina fjöl- mörgu landflótta tónlistarmenn velkomna til Dan- merkur með því aö laga þá að þjóðfélaginu og gera þá sýnilegri. Ritskoðun ógnar stööugt menningarlíf- inu. Tónlist er mannréttindi. Það er ofdirska að taka tjáningarfrelsið sem sjálfsagðan hlut. Baráttan fyrir tjáningarfrelsinu er ekki unnin og búin þótt svo virðist sem dauðadóminum yfir rithöfundinum Salman Rushdie hafi verið aflétt.“ Úr forystugrein Aktuelt 13. nóvember. Sprengjur á leiðinni „Sýndi Saddam Hussein þó ekki væri nema örlitla skynsemi væri hann ekki í þeirri stöðu á ný að eiga yfir höfði sér sprengjuárásir innan skamms. Ekki er hægt að skilja hroka Saddams á annan hátt en að hann leggi meiri áherslu á að halda hræðilegum rannsóknarstofum sínum en aö losna við eftirlits- mennina og fá tækifæri til að nota féð sem hann fær fyrir olíuna. Það yrði óneitanlega heppilegt, ekki síst fyrir írösku þjóöina sem er þjáð, yrðu hemaðarárás- irnar svo árangursríkar að þær kæmu Saddam á kné. Það er því miður ekki sennilegasta niðurstað- an.“ Úr forystugrein Politiken 10. nóvember. < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( i i i 4 i 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.