Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 UV 28 %tlgan/iðtal ' iii i i. ■■ —.. "W X • " . „Eg heyri mjög vel hvað fólk segir. Ég bregst kannski ekki við því þegar það segir eitthvað heldur hlusta ég á það og það fer inn á eitt- hvert innra segul- band. Þegar ég byrja að skrifa ýti ég á „play(( og þá kemur það. Sumt af því sem ég skrifa hef ég heyrt en ég set það auðvit- að í annan búning. Ef maður nœr til- finningu, hrynjandi eða orðalagi í því hvernig fólk tjáir sig þá kemur það. “ Hlín Agnarsdóttir hefur verið mjög áberandi í íslensku menning- arlífí síðustu árin og er án efa ötul- asti og vinsælasti kvenleikritahöf- undur þessa áratugar og þótt víðar væri farið í tíma. í fyrra sýndi Sjón- varpsleikhúsið leikritið Flökkuslím- húð, Fyrirtíðaspennu og Frjósemi, sem fjallaði um vinsælan kvensjúk- dómalækni og sjúklinga hans. Hlín átti líka leikritið Konur skelfa sem sýnt var lengi við góða aðsókn í Borgarleikhúsinu. Síðasta sunnudag hóf nýtt leikrit, Svannasöngur, eftir Hlín göngu sína í Sjónvarpsleikhúsinu. Líkt og í fyrra er karlmaður í aðalhlutverki og þrjár konur í spilinu. Leikstjór- inn er einnig sá sami, Viðar Vík- ingsson. Höfundurinn býr ekki í þakherbergi Er Svannasöngur frábrugðinn leikritinu um kvensjúkdómalækn- inn? „Já, þetta er allt annað. Það eina sem fólki gæti þótt svipað er að karlmaður er í aðalhlutverki og þrjár konur í kringum hann. í þessu verki koma miklu fleiri per- sónur við sögu. Uppbygging verks- ins, framvinda og úrvinnsla er allt önnur enda fengum við þó nokkuð frjálsari hendur en í fyrra. Við fengum að fara aðeins út fyrir þann ramma sem okkur var ætlað- „Mér hefur dottið í hug að ef ég væri nógu góð á tölvu gæti verið gaman að setjast fyrir framan hana og búa til mína eigin uppsetningu, t.d. á Heddu Gabler, með mínum eigin leikurum, leikmynd og öllu sem tiiheyrir og setja það á Net- ið. Þá þyrfti ekki allar þessar flækjur og snert af geðveiki sem eru óneitaniega hluti af leikhúsinu. Þar þarf að sam- ræma vilja allra og það er mikil togstreita." eigi að leggja þann draum á hill- una en þetta er grýttur vegur og það gerist ekkert einn tveir og þrír. Ég er búin að standa í þessu í meira en tuttugu ár og þetta er enn erfítt.“ Er nýliðun i leikskáldastétt? „Nýliðun í leikskáldastétt er nokkur en ekki nógu mikil því að það eru mjög fáir af þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor sem kom- ast eitthvað áleiðis. Við erum haldin þeirri bábilju að vonast alltaf eftir því að eitthvert séní spretti allt í einu upp alskapað. Það er alltaf eins og verið sé að bíða eftir nýjum Jökli sem kemur fram í sviðsljósið og slær í gegn. Ég er ekki trúuð á þessar pæling- ar. Ég held að það sé goðsögn að leikritahöfundurinn spretti al- skapaður fram. Hann verður að vera inni í þessu umhverfi og fá að prófa sig áfram, rétt eins og Jökull gerði hjá Leikfélagi Reykjavíkur um árabil. Þó að einhver þekki leikhúsið og sé leikari er þó ekki endilega vist að hann geti skrifað. Það eru auðvitað til leikarar sem geta skrifað og eru hæfileikarikir en stundum hefðu þeir mátt taka verkin og bera þau undir þjálfaðan höfund því að það að skrifa er margra ára þjálfun sem maður stekkur ekkert inn í. Maður þarf að ganga i gegnum ákveðinn hreinsunareld." Mannlegar tilfinningar og bókasafnsfræði Hvemig finnst Hlín staða kvenna innan leikhússins? „Skoðið leikhúsin. Hvaða ungu leikstjórar eða höfundar hafa feng- ið tækifæri undanfarin ár? Það er ekki fyrr en konur era komnar hátt á fimmtugsaldur að það er far- ið að bera virðingu fyrir þeim og viðurkenna hæfileika þeirra. Það er kannski þannig að konur blóm- stri seinna og lukka okkar sé meira sígandi. Það hefur meiri áhrif á frama kvenna að eignast böm og sinna fjölskyldu og heimili því að það er staðreynd að það lendir meira á þeim. Það er eitt- hvað í þessu skipulagi sem gengur ekki alveg upp.“ Oft er talað um að kvenhlutverk séu fá og rýr í roðinu. Hlín er ekki sammála því. „Það er ekki satt. Það eru marg- ar flottar konur í leikritum sem skrifuð eru á þessari öld. Tenn- essee WiUiams, Arthur Miller og margir þýskir og breskir höfundar hafa skrifað mjög fín kvenhlutverk sem eru oft konur sem eru að fást við það að vera konur. En hvað meinum við með því að það vanti konur. Vantar kvenskörunga upp ur sem við teljum af hinu góða. í fyrra var ætlast til þess að verk- in væru stúdíóverk unnin fyrir þrjár myndavélar sem við höfum til- tölulega ekkert kynnst í íslensku sjónvarpi.Þessi aðferð er ansi gam- aldags og þó að við sjáum hvað eftir annað sápuóperur unnar á þennan þátt er erfitt að halda sér innan formsins fái maður ekki tækifæri til að gera lengri þáttaröð, fá fleiri leik- ara og fjölbreyttari svið. Við fáum aðeins þrjá tuttugu mínútna þætti til umráða.“ Hlín segir að sjónvarp og leikhús séu gjörólíkir miðlar en líkt og í leikhúsi sé þáttur sjónvarpsleik- stjórans í verkinu mikill. „Leikstjórinn í sjónvarpinu hefur þó miklu meiri möguleika á mynd- rænni úrvinnslu á efninu. Þar fer öll tjáningin fram með myndum, klippingum og sjónarhorni, frekar en orðum. Þá skiptir það máli að höfundurinn geti skrifað myndir. Ég er ekki að segja að ég geti það en ég hef verið svo heppin að fá að vinna með manni sem heitir Viðar Vikingsson og er kvikmyndamaður. Við höfum unnið mjög náið saman að þessum sjónvarpsleikritum í fyrra og núna. Hann er algjör happafengur. Hann kemur með mjög góðar athugasemdir á handrit- ið og góðar leiðbeiningar. Hann þor- ir að koma með hugmyndir og brjóta upp efnið og það er mjög dýr- mætt fyrir höfunda að hafa svokall- aðan dramatúrg við hliðina á sér. Ég vil meina að Viðar eigi 50% af því sem við erum að gera því hann kemur líka inn í handritsvinnuna með mér. Hann leyfir mér líka að hafa skoðanir á því sem hann er að gera. Þetta er gagnvirkt vinnusam- band sem er gott og skemmtilegt. í leikhúsi er samvinna milli allra mjög nauðsynleg. Það getur ekkert frjótt átt sér stað ef fólk er nískt á hugmyndir og hrætt við að þiggja hugmyndir frá öðrum. Ég hef þegið heilu samtölin frá Viðari og ég er ekkert feimin við að segja það. Hann átti til dæmis orðið sem öll þjóðin var í krampakasti yfir í fyrra: Brundfyllisgremja. Það var hann sem kom með karlmannshlið- ina á fyrirtíðaspennunni en hann setur sig mjög inn í það sem hann gerir og rannsakar það ofan í kjöl- inn. Samstarf er lykilþáttur, leikrita- skrif eru ekki starf þar sem höfund- urinn heldur til uppi í einhverju þakherbergi eða á Landsbókasafn- inu og skrifar eitthvað sem er heil- agt og ekki má breyta. En það eru skiptar skoðanir um það.“ Erfiðara að vera kona Hlín segir að jafnskemmtilegt sé að skrifa fyrir leikhús og sjónvarp. „Ég er alltaf að skrifa fyrir leik- hús og held því áfram en bransinn er mjög erfiður. Það er erfitt að koma sér á framfæri og leggja verk sin fyrir þá sem ráða og fá þá til að trúa því að það sé eitthvað vit í því sem maður er að gera. Og ég ætla ekki að neita því að það er erfiðara að vera kona. Fyrir mig hefur þetta aldrei veriö auðvelt og ég hef þurft að stóla mikið á sjálf- an mig og standa með mér og rísa upp aftur og aftur. Ég er ekki að segja að ungt fólk sem langar til að skrifa fyrir leikhús og kvikmyndir á svið? Er verið að tala um það? Nei. Það eru ekki bara kvenskör- ungar sem eiga erindi á svið, síður en svo. Við erum á vissum villigöt- um þegar við tölum um þetta. Ég fékk gagnrýni á það i Konur skelfa að eina konan í verkinu sem er með háskólamenntun, bóka- safnsfræðingur, er mjög bamaleg tilfinningalega. Það fannst mörg- um skrýtið og kvenfjandsamlegt: Eina konan sem er menntuð og hún þarf að vera bamaleg. En er eitthvað sem segir að fólk sem fer í gegnum háskólanám sé betur í stakk búið til að takast á við til- finningar sínar, sambönd og sam- skipti við hitt kynið? Það er ekki svo einfalt. Það er kannski ekki kennt í bókasafnsfræði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.