Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Qrir 15 árum Clarence E. Glad guðfræðingur: Má ekki vera að því að verða prestur Fyrir fimmtán árum var Clarence E. Glad í fréttum DV vegna þess að hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði og BA-prófi í heimspeki með fomgrísku sem aukagrein á að- eins fjórum árum. Óneitanlega glæsilegur árangur og í ofanálag greindi Clarence frá því að hann ætti sér áhugamál, svo sem þau að leika á píanó og spila körfubolta. Okkur lék forvitni á að vita hvernig Clarence hefur reitt af, og hvert leið hans lá að loknu prófinu. „Það átti sér vitaskuld eðlilegar skýringar að ég var svo fljótur með námið,“ segir Clarence. „Ég var með BA-próf í guðfræði frá erlend- um háskóla þegar ég hóf nám við guðfræðideildina og fékk hluta af því námi metinn. Ég hafði líka áður farið til Jerúsalem til þess að læra hebresku og þaö flýtfi fyrir mér. En síðan tók ég einar ljörutíu ein- ingar á hverju ári og ætli megi ekki segja að mig hafi gripið almenn vinnugleði og því hafi mér gengið svo vel.“ Clarence lærði latínu og almenn málvísindi í Háskólanum veturinn 1983-1984 og fór síðan í framhalds- nám í Nýjatestamentisfræðum til Bandaríkjanna um haustið. Hann nam við Brown-háskólann í Rhode Island-ríki i Bandaríkjunum og út- skrifaðist með doktorspróf 1992. Þá lá leiðin til íslands á ný og Clarence hefur frá þeim tíma sinnt rannsóknum sem aðallega hafa verið styrktar af Rannsóknar- ráði íslands. „Fyrstu árin nýtti ég styrkina til þess að endurskoða doktorsrit- gerðina mína en hún kom síðan út árið 1995 hjá fræðibókaforlagi í Leiden í Hollandi sem heitir E. J. Brill. Bókin heitir upp á enska tungu Paul and Philodemus. Hún fjallar meðal annars um Pál post- ula og heimspeking sem hét Fílódemos og var Epíkúringur, fæddur á fyrstu öld fyrir Krists burð, en Páll postuli var sem kunnugt er fæddur á fyrstu öld eftir Krist.“ Clarence hélt áfram að grúska á svipuðum Clarence E. Glad guðfræðingur. „BESTA MEÐALIÐ AÐ SPILA Á PÍANÓIД —teglr Cl*r«nc* E, 6i»d, úl*krff«Aí*t fiuuwt 6r Hátkóta íslawb embaettitpróf í juöfmií og BA*próf ( bein»f*ki eftir a*«ítn fjötorr* ínttúm fimm breytingar slóðum og fyrr á þessu ári gaf hann út, í samstarfi við aðra fræði- menn, bók- ina Philodemus, On Frank Criticism. Fleiri rannsóknum hefur hann sinnt í samstarfi við alþjóð- lega fræði- menn og hef- ur verið tíður þátttakandi á erlendum ráðstefnum, bæði 1 Banda- ríkjunum á vegum hins bandaríska biblíufræðifé- lags og annars stað- ar. Hann var gisti- lektor við Kaup- mannahafnarháskóla 1997-1998 og kennir nú áfanga í Nýjatestamentisfræðum og grísku við guðfræðideild Háskóla íslands þar sem hann er stundakennari núna. Þegar DV tók hús á Clarence fyr- DV-mynd E.ÓI. ir fimmtán árum var hann í Fíla- delfíusöfnuðinum, en skráði sig í þjóðkirkjuna skömmu síðar og í henni er hann í dag. Hann hefur enn ekki tek- ið vígslu til prests, þó að hann hafi embættis- gengi eins og það er kallað, og hann segir enn óráðið hvort hann verði ein- hvern tíma prestur. „Það lá bein- ast við að fræðistörfín sætu fyrir og það má eiginlega segja að ég sé ekki orðinn prestur vegna þess að ég hef bara ekki mátt vera að því,“ segir Clarence. „Ef til vill er þó ekki loku fyrir það skotið að á sjö- tugsaldri fari ég að hugsa mér til hreyfings í þeim efnum. Hver veit?“ -þhs Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlann: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiðstööinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 489 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 489 áður. Auðvitað þarftu að fara úr fötunum! Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 487 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Ingibjörg I Grytubakk J Erlendsdóttir, Grýtubakka 16, 109 Reykjavík. Sunneva D. Jónsdóttlr, Sandbakka 10, 780 Höfn. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Louls de Bernléres: Captains Corelli's Mandolin. 2. Danlelle Steel: Ghost. 3. Kathy Relchs: Déjá Dead. 4. Andy McNab: Remote Control. 5. Bernard Cornwell: Excalibur. 6. Bernard Comwell: Excalibur. 7. Helen Fleldlng: Bridget Jones's Diary. 8. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 9. lan McEwan: Enduring Love. 10. Jackie Collins: Thríll! RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Frank Mulr: A Kentish Lad. 2. Bill Bryson: A Walk in the Woods. 3. Frank Mccourt: Angela's Ashes. 4. Dlckie Blrd: My Autobiography. 5. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Dava Sorbel: Longitude. 8. Lllian Too: The Little Book of Feng Shui. 9. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 10. Griff Rhys Jones: The Nation's Favourite Comic Poems. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patrlcla D. Cornwell: Point of Origin. 2. Maeve Blnchy: Tara Road. 3. lan McEwan: Amsterdam. 4. Tom Clancy: Rainbow Six. 5. Dick Francls: Field of Thirteen. 6. Robert Harrls: Archangel. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David Attenborough: The Life of Birds. 2. Lenny McLean: The Guv’nor. 3. Rlchard Branson: Losing My Virginity. 4. Francis Gay: The Friendship Book 1999. 5. Tony Adams & lan Rldley: Addicted. 6. Jeremy Paxman: The English. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Chris Bohjalin: Midwives. 2. Tom Clancy & Martln Greenberg: Tom Clancy's Power Plays: Ruthless.com. 3. Tonl Morrlson: Beloved. 4. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 5. James Patterson: Cat and Mouse. 6. Pearl Cleage: What Looks Like Crazy on an Ordinary Day. 7. Nora Roberts: The MacGregor Grooms. 8. Charles Frazler: Cold Mountain. 9. Anna Quindlen: One True Thing. 10. Nlcholas Sparks: The Notebook. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Gary Zukav: The Seat of the Soul. 3. Jack Canfield o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul II. 4. Rlchard Carison: Don't Sweat the Small Stuff... 5. Michael R. & Mary Dan Eaden: Protein Power. 6. lyanla Vanzant: One Day My Soul Just Opened. 7. Jack Canfleld o.fl.: A Second Chicken Soup for the Woman's Soul. 8. Jon Krakauer: Into Thin Air. 9. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 10. Browne & May: Adventures of a Psychic. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Robert Jordan: Path of Daggers. 2. Anne Rlce: The Vampire Armand. 3. James Patterson: When the Wind Blows. 4. Mary Higgins Clark: All Through the Night. 5. Ken Follett: Hammer of Eden. 6. Barbara Kingsolver: The Poisonwood Bibie. INNBUNDIN RIT ALM. EÐUS: 1. Mlchael Jordan: For the Love of the Game: My Story. 2. lyanla Vanzant: In the Meantime. 3. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Sarah Ban Breathnach: Something More. 5. Suze Orman: The Nine Steps to Financial Freedom. 6. Cherle Carter-Scott: If Life Is a Game, These Are the Rules. (Byggt á The Washington Post).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.