Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 * * ★ ÍK \fréttir 43 ára Reykvíkingur sakfelldur fyrir „illa fengnar“ 30 milljónir króna: 20 mánaða fangelsi fyrir að svíkja ekkju Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sigurð Kárason, 43 ára Reykvíking, í 20 mánaða fangelsi fyrir misneytingu með því að not- færa sér bágindi aldraðrar ekkju til að hafa af henni á fjórða tug millj- óna króna og fá hana til að breyta erfðaskrá til að tryggja eigin hags- muni. Hann var einnig dæmdur til að greiða fjárhaldsmanni konunnar rúmar 30 miiljónir króna. Stærsti ákæruliðurinn fólst í því að Sigurður fékk ekkjuna 19 sinnum til að taka út af sparireikningum hennar í Búnaðarbanka íslands, samtals 28,4 milljónir króna. Fénu ráðstafaði hann í eigin þágu. Dóm- urinn taldi einnig sannað að ákærði hefði notfært sér bágindi konunnar, sem þjáðist af alzheimer-heilarým- un, til að afhenda lánardrottni Sig- urðar 2,4 milljóna króna skuldabréf upp í skuld hans. í þriðja lagi var Sigurður sakfelldur fyrir að hafa fengið hina öldruðu konu, sem hef- ur verið svipt fjárræði að eigin ósk, til að breyta erfðaskrá sinni. Það var gert á þá leið að ef Sigurður skuldaði henni peninga við lát hennar myndi skuidin falla niður. Ákærði fullyrti alltaf að greiðsl- urnar hefðu verið lán sem konan veitti honum með fullri vitund á ár- unum 1995-’97. Hann hefði alltaf ætlað að endurgreiða henni. Um þetta segir dómurinn: „Er ljóst að ákærði hafði enga fjárhagslega burði til að endur- greiða konunni nema óverulegan hluta þess fjár sem hann veitti mót- töku. Einnig verður í þessu sam- bandi að hafa í huga aldur hennar og það að hann hafði ekki endur- greitt mikið fé frá árinu 1987. Dómurinn taldi að Sigurði hefðu mátt vera ljós bágindi konunnar vegna ellihrörnunar hennar og ein- feldni - kona sem ekki hafði þurft að hugsa um íjármál á langri ævi. Einnig var litið til þess að Sigurður hafði annast konuna og þess að hún hefði verið honum háð um ýmsa hluti. Með þessu taldist sönnun fram komin um að ákærði hefði nýtt sér bágindi hennar þar sem „gífurlegir fjármunir” voru annars vegar. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn i gær. -Ótt Jakob með mest fylgi Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, sem keppir að fyrsta sæti Framsóknarflokksins við alþingiskosningarnar í vor, hef- ur 55% fylgi samkvæmt skoðana- könnun sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir dagblaðið Dag. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður flokksins, hefur 35% fylgi samkvæmt sömu könnun. Svæðisútvarpið á Akureyri sagði frá. FBA-bréfin afar eftirsótt Margfóld eftirspum var eftir bréf- um í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins miðað við framboð. Um 11 þúsund manns gerðu tilboð í bréfin. Það þýð- ir að hæsti hlutur sem seldur verður er 360 þúsund krónur að nafnverði. Kristinn formaður Kristinn Guðnason, stórbóndi á Skarði í Landsveit, var óvænt kos- inn formaður Félags hrossabænda. Fyrri formaður, Bergur Pálsson, hætti við framboð þegar fyrir lá „hallarbylting” Kristins og stuðn- ingsmanna hans. Ríkisútvarpið sagði frá. Eldur kviknaði í bflhræjum á palli flutningabfls sem var á ferð á Reykjanesbrautinni, á móts við völl Hauka í Hafnar- firði, í gær. Slökkvilið var kvatt út og réð það fljótlega niðurlögum eldsins. DV-mynd E.ÓI. Nesjavellir: Vélarnar stóðust prófið „Þetta var ansi snarpur skjálfti, næstum fimm stig á Richter, sem reið hér yflr og menn voru auðvitað svolítið skelfdir vegna nýju jarð- gufuvirkjunarinnar, en það var ástæðulaus ótti. Hún er svo vel gerð. að það fannst varla fyrir kippnum sem var þó einn sá mesti sem hefur fundist um áratuga skeið,“ sagði Jó- hann Kristinsson hjá Hitaveitu Reykjavíkur þegar hann var spurð- ur hvernig virkjuninni hefði reitt af í jarðskjálfta morgunsins. „Ég er auðvitað himinlifandi og liggur við að menn hér hjá Heklu taki tappa úr kampavínsflösku,” sagði Sigfús Sigfússon hjá Heklu sem er með umboð fyrir Mitsubis- hi-verksmiðjumar í Japan, fram- leiöanda vélanna í nýju virkjun- inni. „Við sögðum að vélamar myndu þola sterkan jarðskjálfta og prófið kom svo að segja á fyrstu dögum virkjunarinnar. Það er því komin frábær reynsla á þær.“ Skólabörn f Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa drukkið lýsi alla þessa viku til að safna fé fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. í tilefni 60 ára afmælis Lýsis, gaf fyrirtækið lýsi í þessa sérstöku söfnun og hét að gefa 15 krónur í söfnunina fyrir hvern millflítra sem drukkinn var. Alls runnu 30 þúsund ml ofan í börnin, eða 30 lítrar. Söfnuðust þannig 450 þúsund krónur sem afhentar voru Neistanum í gær. Lýsi heitir á fleiri að safna fé á þennan hátt til góðgerðarmála og býðst af því tilefni til að gefa hinn heilnæma vökva. Fjárskaðar í Þistilfirði og á Vopnafirði: Féð hefur sligast undan snjónum í krapahríð og drepist DV, Akureyri: „Það er því miður ekki hægt að reikna með öðra en að aðeins örfáar af þeim kindum sem enn vantar séu lifandi, þetta er afar erfitt viðureignar og það er allt annað en skemmtilegt að standa í þessu,“ segir Marinó Jó- hannsson, bóndi í Tunguseli í Þistil- firði, en hann hefur orðið fyrir mikl- um fjárskaða að undanfórnu. Sömu sögu er að segja af fleiri bændum, bæði í Þistilfirði og Vopnafirði, en þó er greinilegt að tjón Marinós er mest. Snögg veðrabrigði í upphafi vetrar komu mönnum í opna skjöldu, snjó kyngdi skyndilega niður áður en tek- ist hafði að fara í þriðju leitir og vet- ur skall á eftir afar slakt sumar. Nokkuð var því enn af fé upp til heiða, sérstaklega í Tunguselsheiði, og er ljóst að stór hluti þess hefur drepist. En með geysilegri vinnu hef- ur engu að síður tekist að bjarga tals- verðum íjölda fjár og koma því til byggða þrátt fyrir að mikil ótíð hafi gert mönnum erfitt um vik. „Það vantar enn hjá mér um 70 kindur, sennilega eru þar af rúmlega 20 ær en hitt era lömb og því miður sé ég ekki að við finnum nema sáralítinn hluta þeirra lifandi úr þessu. Við höf- um farið nánast alla daga fram til heiða þegar viðrað hefur og hefur tek- ist að bjarga 40-50 kindum frá þremur bæjum. Einu farartækin sem hægt hefur verið að koma við eru vélsleðar og með heimasmíðaða „plastbáta” undir féð aftan í þeim hefur tekist að bjarga því sem bjargað hefur verið,“ segir Marinó. Hann segir líklegt að krapahríð hafi leitt til þess að blautur snjórinn hafi hlaðist á kindumar, þær margar hverjar sligast undan honum og drep- ist. Linnulaus ótíð hefur svo orðið til þess að mjög erfitt hefur verið að komast upp á heiðar til að bjarga þeim kindum sem bjarga hefði mátt. Bændur í Vopnafirði hafa einnig orðið fyrir fjárskaða og segir Karl Steingrímsson bóndi á Hróarsstöðum að þar á bæ vanti enn um 30 fjár sem að mestu leyti er í eigu bróður hans sem býr einnig á jörðinni. „Við höfum þó verið að finna talsvert af fé lifandi, það hefur þá verið illa á sig komið og í svelti en við höfum náð að koma því til byggða. Þetta er ansi erfitt ástand og ég reikna ekki með að við eigum eftir að finna meira fé lifandi,” segir Karl. -gk stuttar fréttir Nýr samningur Ríkisútvarpið greindi frá því að gerður hefði verið nýr nor- rænn samningur um sameigin- legan norrænan vinnumarkað fyrir starfsfólk í heilbrigðis- þjónustu og á dýraspítölum. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa helst nýtt sér samninga um sameiginlegan norrænan vinnumarkað og hafa flestir far- ið til starfa í Noregi. Laxinn rannsakaður Sjónvarpið greinir frá því að Össur Skarphéðinsson (JA) vilji að landbúnað- arráðuneytið hrindi í fram- kvæmd rann- sóknum á sjáv- arvist laxa. í þingsáiyktun- artillögu, sem Össur flytur______________ ásamt Gísla S. Einarssyni, segir að rannsóknin eigi að miða að því að kanna tengsl milli um- hverfisaðstæðna í hafi og vaxtar og endurheimta. Samþykkti tillögu Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur samþykkt tillögu að tilskipun um skyldu vinnuveitenda til að hafa samráð við starfsmenn og upplýsa þá um breytingar á rekstri. RÚV greindi frá. Fyrirgefning syndanna Fyrirgefning syndanna eftir Ölaf Jóhann Ólafsson er nú komin út í nýrri innbund- inni útgáfu í Þýskalandi hjá Steidl Verlag. Bókin kom fyrst út þar í landi árið 1995 hjá sama forlagi og hlaut lofsamlega dóma. Oiíu- og gasrannsóknir Starfshópur sem iðnaðarráð- herra skipaði haustið 1997 tfi að meta hvort rétt sé að heja rann- sóknir á því hvort olía eða gas fmnist á landgrunni íslands telur nokkrar likur á því að finna olíu- myndandi berg í setlögum á Norðurlandi. Fiugfélag áfrýjar Forsvarsmenn Flugfélags ís- | lands eru að íhuga að áfrýja til ! dómstóla skilyrði samkeppnisyf- irvalda um að félagið þurfi að láta Samkeppnisstofnun vita ef það ætlar að gera breytingar á flugáætlun innanlands. Bylgjan sagði frá. Nýr meirihluti Nýr bæjarstjórnanneirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Austur-Héraði hefur veriö myndaður og er nú verið að kynna hann á blaðamannafúndi á Egilsstöðum. Tveir préfastar Karl Sigurbjömsson, biskup ís- lands, mun næstkomandi sunnu- dag, 15. nóvem- ber setja tvo prófasta í emb- ætti. Þetta eru þau sr. Hall- dóra Þórðar- dóttir í Rangár- vallaprófasts- dæmi og sr. Haraldur M. Kristjánsson í Skaftafellsprófastsdæmi. Enn eitt fikniefnamáliö Lögreglan á Akureyri handtók karlmann sl. mánudag og reyndist hann hafa í fórum sínum 5 grömm af hassi og 10 grömm af am- fetamíni. Maöurinn var vistaður í fangahúsi og handtekinn í frarn- haldinu annar maður sem viður- kenndi að eiga helming efnisins. Við frekari rannsókn málsins kom í ljós að mennimir höfðu fengið efnin send frá Reykjavík. -gk/SJ/BOE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.