Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 m fm S IT ALIA N- Pakistanar hafa komið sér upp sínu fyrsta skíðasvæði og vonast til að það muni auka enn á ferða- mannastraum til landsins. Undir- búningur hófst fyrir tiu árum á svæði sem er í 320 kílómetra fjar- lægð frá Islamabad og voru Austur- ríkismenn fengnir til ráðgafar. Það má reikna með nægum snjó á þessu svæði á tímabilinu nóvem- ber til mars en svæðið verður opið útivistarfólki árið um kring. Straumur ferðamanna til Pakistans hefúr farið minnkandi síðustu misseri ekki síst eftir að landið varð uppvíst að kjamorkutilraun- um. Áramótin dýrn verði keypt Ferða- menn ættu að varast stórborg- imar Róm og New York um áramótin 1999-2000. Þetta kem- ur fram í g r e i n S u n d a y Times um áramótin sem allir bíða eftir. í blaðinu er því haldið fram að lík- legt sé að verðlag í Róm muni fara upp úr öllu valdi, auk þess sem gríðarlegur fjöldi pílagríma muni valda meiri háttar öngþveiti í borg- inni. Hvað New York varðar þá vita menn minna um verð á gist- ingu því svo virðist sem hótelhald- arar haldi að sér höndum enda ætli þeir að bíða og sjá hversu hátt þeir geti farið. Ferðafrömuðir spá þvi aö verðlag í New York muni hækka um allt að 300% um þamæstu ára- mót. Órólegum farþegum plgar Slæm hegðun flugfarþega hefur farið vaxandi síðustu ár og er svo komið að nokkur flugfélög hyggjast bregðast harkalega við. Franska flugfélagið Air France áætlar að flöldi atvika þar sem órólegir og erfiöir farþegar valda truflun í flugi hafi tvöfaldast á síðasta ári. Flugfe- lagið ætlar í samstarfi við British Airways og Virgin Atlantic að und- irbúa aðgerðir sem miða að því að styrkja flugfélögin á lagalegum grundvelli gegn slikum farþegum. Ofbeldishneigðir farþegar og þeir sem neita að lúta reykingabanni munu þvi verða lögsóttir í framtið- inni. Þá munu áhafnir flugfélag- anna fá sérstaka þjálfun í að með- höndla slíka farþega. ,V38 Ekki er allt sem sýnist Ferðamenn ættu alls ekki að HVER MÍNÚTA FRÁ KL. 8 TIL 19 Á DAGTAXTA Kanadískur haustlitasinfón f fjórum hlutum. um áttum. Ég hringsnerist með kik- inn í höndunum, því allt i kring lifn- aði skógurinn við: þarna voru kanadískir skógarþrestir, hettmneis- m-, bláskaðar, korrar, spætur, fugla- kóngar og smáspörvar. Allt í einu brá fyrir skugga af stónun fugli sem sagði „húúhúút". Þama var komin turnugla og góndi á okkur úr hæfi- legri fiarlægö. Peter tók að kalla í hana, og innan skamms var uglan komin svo nálægt að ég gat talið rák- irnar í kringum augun á henni með berum augum. Það var engu líkara en dýr merkur- innar hefðu loksins tekið okkur í sátt, því nú birtust þau hvert á fætur öðru: tvær tegundir íkoma, broddgeltir, snjóhéri í sumarklæðum, þvottabim- ir, jafhvel litil amrísk karta sem Peter tók upp til að sýna mér; í staðinn piss- aði hún í lófann á honum. Mörg þess- ara dýra hefði ég aldrei fundið hjálp- arlaust. Við höfðum gengið í u.þ.b. tvær klukkustundir meðal 500 ára harðvið- artrjáa þegar Peter rétti allt í einu upp höndina og benti þegjandi til hægri. í fimmtíu metra fiarlægð stóð virginiuhind og virti okkur fyrir sér, hofmóðug og þokkafúll. Önnur hind tölti upp að hlið hennar, án þess að gefa okkur gaum, enda stóð vindur ekki af okkur. Hér hljóp á snærið hjá íslenskum ferðalangi. í fimm mínútur fylgdist ég með hverri hreyfingu hind- anna, uns þær snem í okkur hvítum dindlunum og létu sig hverfa. Það kom mér verulega á óvart hve „villtur" þessi vel skipulagði þjóð- garður var, þökk sé þeirri steftiu sem þar er fylgt. Göngustígar em margir og vel merktir, en að öðm leyti fær náttúran að hafa sinn gang. Tré em ekki höggvin, dýr em ekki aflífuð, né heldur er gerð tilraun til að hafa sér- stakan hemil á rándýrunum: bjöm- um, skógarköttum, möröum, otrum ogúlfúm. Ég lofaði sjálfúm mér að koma aft- ur til Kejimikujik að sumarlagi, og varð um leið hugsað til þess sem ís- lendingar í innkaupaferðum til Hali- fax fara á mis við. Næst lá leiðin til þjóðgarðsins í Cape Breton að eltast við elg og skógarketti, en það er önn- ur saga. Aðalsteinn Ingólfsson gera ráð fyrir að einn vinsælasti drykkur allra tíma, kóka kóla, bragðist alls staðar eins. Vatnið er mismunandi og sums staðar í Suð- ur-Evrópu má til dæmis finna klór- bragð af gosdrykknum. Þá nota menn ekki alltaf sams konar sykur og hafa Pólverjar til dæmis lagt í vana sinn að nota sætt komsýróp í sinn kóka k ó 1 a - drykk. Fleira e r hverf- ult í heimin- um og má nefna þar til dæmis uppá- haldsmat bandarískra ferðalanga, McDonalds-hamborgara. Það er vist yfirlýst stefna fyrirtækisins að Stóri Mac eigi alltaf að bragðast eins, hvar í heimi sem menn era staddir. Það er þó ekki alls kostar rétt þvi í ísrael er hann matbúinn samkvæmt kosher-reglum strang- trúaðra gyðinga og í löndum þar sem hindúismi er ríkjandi hafa veitingahúsaeigendur fengið und- anþágu frá nautahakkinu og bera sína borgara fram úr lambaketi. Skíðasvæði í Pakistan ákveðið að sækja heim Nova Scotia um þetta leyti árs. Kejimikujik er hvorki stór þjóðgarður né fiöllóttur, um 400 ferkm, en rúmar ótrú- lega fiölbreytt- an gróður og dýralíf, sem gestir eru hvattir til að kynna sér með skipulegum hætti, gang- andi eða hjólandi. Auk þess er hægt að dóla þar dögum saman á kajökum. Þar sem sum- arvertíð var á enda og kajak- ar lágu við festar, fékk ég einkaíifnot af helsta leið- sogumanm garðsins, eða „interpreter" eins og þeir nefnast, Peter Hope, lágmælt- um og einlæg- um náttúru- unnanda af gamla skólan- um. Skúraleið- ingar höfðu gengið yfir garðinn fyrr um morgun- inn; þær höfðu magnað haust- litina til muna og þar sem ég gekk eftir gljúpri, skar- latsrauðri ábreiðunni sem lá eftir skógarstígun- mn og reyndi að átta mig á hinum mörgu blæbrigðum gullsins í lauf- unum sem enn voru uppi- Höfundur við Kejimikujik-vatn hangandi og mynduðu sérkennilegt mótvægi við gróskumiklar, silfraðar skeggskófir utan á trjábolunum, lá við að skyn- færin kortslúttuðu. Regnið hafði einnig leyst úr læðingi aðskiljan- lega ilman, og þar bar mest á daun- sætri angan af rotnandi burknum, sem eru þar i fleiri útgáfum en víð- ast annars staðar. Fyrsta verk Peters var að kenna mér að „lesa trén“, greina á milli mjúkviða og harðviða, milli hvít- fúru, þallar, hlyns, grenis og ann- arra tegunda. Þar næst kom skemmri skím í hagnýtri grasa- fræöi. Og þar sem ég hafði lýst yffr sérstökum áhuga á að kynnast dýra- lífinu á staðnum, fór hann að benda mér á ýmis ummerki um nærveru þeirra, teinunga sundumagaða af virginíuhjörtum og hríslur sem hjartartarfamir nota til að hreinsa (Ljósm. Peter Hope) á sér hornin. Hríslur sem lágu tvist og bast í kringum stærri trén vom matarleifar þvottabjarna. Og við vötn og læki höfðu bjórar skilið eft- ir sig trjáboli sem litu út eins og risavaxnir blýantar, nagaðir í ann- an endann. Á stuttvnn tíma lærði ég að greina á milli bjarnarskíts, sléttuúlfaskitu og dádýradrits og velti fyrir mér hvemig ég ætti að nýta þessa þekkingu í framtíöinni. Af dýrum merkurinnar En hvar var allt dýralífið? Peter nam staðar á bretti sem lá þvert yfir silungalæk, dró djúpt andann og gaf frá sér langdregið hviss. „Fuglum þykir þetta hljóð forvitnileg og koma til að rannsaka,“ sagði hann. Þetta reyndust orð að sönnu því nær sam- stundis var honum svarað úr ýms- Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur, 48 kr./mín. Ég hafði lent i Halifax kvöldið áður og ákveðið að halda strax út á land með gönguskó mína, bakpoka og annað hafurtask. Næstu fiórar klukkustundirnar ók ég því í niða- myrkri i vesturátt, fram hjá stöðum sem hétu í höfuðið á öðmm stöðum á meginlandi Evrópu, eða minntu á Mi’mac-indíánana sem einu sinni áttu þetta land. Ég hafði heyrt því fleygt að i Nova Scotia væm ein- hverjir áhugaverðustu og best reknu þjóðgarðar í Kanada og ein- sett mér að kanna hvað hæft væri i þeim frásögnum. Því var það sem ég reis upp af tví- breiðum beði með tjaldhimni, fyrstu hvílu þeirrar gerðar sem ég hafði nokkum tímann sofið á, í litlu gisti- húsi skammt fyrir utan Kejimiku- jik-þjóðgarðinn, fimmtudaginn 15. október og horfði hugfanginn á rauðagullssinfóníuna í trjánum fyr- ir utan gluggann. Það var ekki síst haustlitanna vegna sem ég hafði Haustlitasinfón í Nova Scotia - gönguferð um kanadískan þjóðgarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.