Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Þriggja sæta sófi verð kr. 158.516,- Verð miðast við mjög vandað ullaráklæði. Fjöldi áklæða og lita í boði. Þriggja ára ábyrgð á vinnu og grind. Einnig fáanlegur sem tveggja sæta sófi, stóll og hornsófi. a. ra epol Skeifunni 6 568*7733 HONNUÐUR FRIÐLEIFUR KRISTJANSSON ISLENSK FRAMLEIÐSLA FRA Útivist boðar til ferða á aðventu og um áramót: Sífellt meiri ásókn í vetrarferðir Svikahrappar í Mexíkó Utanríkisráðuneytið í Mexikó sá sig á dögunum knúið til að vara ferðamenn við nýjustu brellu óprúttinna glæpamanna þar í borg. Ferðamenn hafa alltaf þurft að vara sig á vasaþjófum og svindlurum í Mexíkó og í fyrra bárust sögur af mönnum sem rændu ferðamönnum og óku þeim í næsta banka þar sem viðkom- andi ferðamaður var neyddur til að taka út hámarksúttekt á kortið sitt. Nýjasta brellan er öllu alvar- legri en hún felst í þvi að svindiar- amir stöðva fólk á flugvöllum og biðja það að taka þátt í könnun. Meöal þess sem er spurt um er símanúmer nánustu ættingja heima fyrir. Þegar ferðamaðurinn er úr augsýn er rokið í simann og ættingjunum heima tjáö að ferða- manninum hafi verið rænt og verði ekki sleppt nema fyrir álit- lega upphæð. Flugmenn varaðir viðViagra Flugmenn eru nú varaðir við undralyfinu Viagra. Ástæðan er sú að Viagra getur valdið litblindu um stundarsak- ir og menn átt erfitt með að greina græna og bláa liti í sundur. Blár og grænn eru nefnilega höf- uðlitir þegar kemur að tækjabún- aði flugstjómarklefans og sömu litir era notaðir á flugbrautum. Það getur því beinlínis verið stór- hættulegt fyrir flugmenn að sinna starfi sínu ef þeir em enn undir áhrifum lyfsins. Að sögn lækna verða að liða að minnsta kosti sex stundir frá inntöku undralyfsins þar til flugmenn geta mætt í vinn- una. Vlagra (sMenaö atrate) ubHs tengslum við ára- mótaferðina. Við hugsum þessa ferð til þess að uppfylla þarfir þeirra sem kjósa erfiða vetrar- ferð. Það kemst eng- inn með nema með samþykki farar- stjórans enda getur ferðin reynt nokkuð á menn. Það verður gist á miðri leið en við eigum ágætis skála á hálsinum. Ef allt gengur að óskum þá koma skíðamenn í Bása um kaffileytið á gamlársdag og geta tekið þátt í hátíðar- höldunum með hópnum,“ segir Guðfinnur. Þótt skíðamenn ætli að erfiða fyrstu tvo dagana þá þarf fólk ekki að liggja í leti í Básum því boðið verður upp á dagsferðir alla dag- ana. „Það verða fjórir fararstjórar á svæðinu og við verðum með allt frá erfiðum fjallgöngum niður í léttar gönguferðir á láglendinu. Það er svo undir hverjum og einum komið hvernig hann vill eyða dögunum.“ Ferð fyrir börnin Önnur ferð hefur mikið sótt á hjá Útivist, er það aðventuferð í Bása sem farin er helgina 27. til 29. nóv- ember. Þetta er fjölskylduferð þar sem auk hefðbundinnar útivistar er Ferðafélag íslands og Útivist bjóða upp á ferðir í Þórsmörk um áramótin. Hér skartar Álfakirkjan vetr- arskrúða. sérstök dagskrá fyrir yngstu kyn- slóðina. Jólaföndrið verður tekið með og um kvöldið gæða menn sér á jólaglöggi og piparkökum. „Það eru margar fiölskyldur sem hafa komið aftur og aftur í þessa ferð og hún er farin að marka upphaf jóla- undirbúningsins á mörgum heimil- um,“ segir Guðfinnur og minnir á svipaða ferð sem Jeppadeildin ætlar að fara i helgina 5. til 6. desember. -aþ Þrátt fyrir að helgarferðir til út- landa hafi sjaldan eða aldrei notið jafnmikilla vinsælda og í vetur þá virðast fjallaferðir innanlands einnig njóta mikilla vinsælda. Hjá Útivist fengust þær upplýsingar að vetrarferðir væru sífellt að sækja á og æ fleiri sem uppgötvuðu að nátt- úruskoðun að vetri er skemmtileg- ur kostur. Vinsælasta ferð vetararins hjá Útivist er jafnan áramótaferðin og nú þegar hefur um helmingur gisti- rýma verið seldur. „Við tökum aldrei fleiri en 75 í þessa ferð þvi við viljum að það fari vel um fólk í skálunum okkar. Sú nýlunda var tekin upp í haust að hætta fyrir- frambókunum og nú verða menn að koma og greiða fyrir miðann sinn. Við vorum gjarna að vandræðast með nokkur hundruð bókanir, stundum með ársfyrirvara, án þess að fólki væri full alvara,“ segir Guð- finnur Pálsson hjá Útivist. Áramótaferð Útivistar er, eins og fyrri ár, heitið í Þórsmörk og er gist í Básum. Lagt verður upp miðviku- daginn 30. desember og komið heim 2. janúar. Erfið vetrarferð Fyrir ævintýragjama skíðagarpa verður sérstök skíðagönguferð sam- hliða hinni hefðbundnu áraótaferð. í stað þess að fara með hópnum beinustu leið í Bása verður skíða- mönnum ekið að Skógum þar sem þeir leggja upp í ferð sína yfir Fimmvörðuháls. „Við höfum farið nokkrum sinnum á skíðum yfir Fimmvörðuháls en þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum slíka ferð í Bættar samgöngur með tilkomu Hvalfjarðaganga: Aukin umferð á Snæfellsnesið DV, Vesturlandi: Umferð um Útnesveg á Snæfells- nesi að Amarstapa jókst mjög mikið síðastliðið sumar ef miðað er við sumarið 1997 og er greinilegt að fólk er farið að sýna Snæfellsnesinu og þeim nátt- úruperlum sem þar er að sjá meiri áhuga. Með til- komu Hval- fjarðarganga hafa samgöng- ur við svæðið batnað mikið og vissulega hefur það sitt að segja. Sam- kvæmt tölum frá Vegagerð- inni fóm 7.138 bílar um Út- nesveg í júní 1998 eða að meðaltali 238 bílar á dag en í júní 1997 fóru 5.670 bíl- ar um veginn eða að meðaltali 189 bílar á dag. í júlí 1998 fóru 10.766 bíl- ar um veginn eða 347 bílar á dag og þar sést best að Hvalfjaröargöng eru farin að segja til sín en mest var um- ferðin tvo síðustu daga sem gjaldfrítt var í göngunum eða 712 bílar annan daginn og 617 bílar hinn daginn. í júli 1997 fór 7.801 bíll um veginn eða 251 bíll að meðaltali á dag. í ágúst 1998 fóru 6.817 um veginn eða að meðaltali 220 bílar á dag, á sama tíma árið 1997 fóru 6.498 um veginn eða að meðaltali 209 bílar á dag. Þessar tölur hljóta að vera fagnað- arefni fyrir ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi sem hafa unnið að því að kynna Snæ- fellsnesið á undanförnum árum og mán- uðum og geta nú glaðst yfir árangrinum. „Þessar tölur eru mjög ánægjulegar fyrir okkur hér í Snæfellsbæ og sýna að ferða- þjónustuaðilar á svæðinu era nú að uppskera árangur sinn eftir mikla vinnu við að kynna svæðið. Ég er mjög bjartsýnn á næsta ár og á von á enn fleiri ferðamönnum á Snæfellsnesið þar sem tilkoma Hvaifiarðarganga hefúr stytt leiðina frá höfuöborgarsvæðinu verulega og nú tekur ekki nema u.þ.b. tvo tíma að koma til okkar,“ sagði Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sem er greinilega mjög ánægður með þessa þróun. -DVÓ Gestum á Arnarstapa á Snæfellsnesi hef- ur fjölgað tii muna eftir að Hvalfjarðar- göngin voru opnuð síðastliðið sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.