Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 50
■58 *J' tyndbönd LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MYNDBANDA GflGNRYNI The Newton Boys: Góðir glæpamenn ★★ Newton-bræðurnir voru einhverjir dug- legustu bankaræningjar sem sögur fara af í Bandaríkjunum en hlutu þó aldrei þá frægð sem ribbaldar eins og t.d. Bonnie and Clyde hlutu, kannski vegna þess að ferill Newton-bræðr- anna var ekki eins blóði drifinn og þeir enduðu ekki ævina í kúlna- hríð. Þeir rændu þó einhverja 80 banka eða svo og voru aldrei sak- felldir fyrir þá iðju en náðust eftir lestarrán. Með samningum við al- ríkislögregluna og góðri frammistöðu í réttarsalnum tókst þeim að sleppa við þunga dóma. Enginn þeirra sat inni lengur en í 5 ár og þeir lifðu allir til hárrar elli. Svo segir sagan samkvæmt þessari mynd alla vega en samkvæmt henni voru Newton-bræðurnir hin bestu skinn all- ir saman. Ekki er ég alveg viss um að ég vilji kokgleypa þá kenningu en þessi rómantíska útlagastemning virkar ágætlega í léttri afþrey- ingu sem þessari. Úrvinnslan er svo sem ekkert ýkja merkileg en ágætir leikarar gæða persónurnar lifi. Af bræðrunum er mestur feng- ur í Ethan Hawke og Vincent D’Onofrio en Dwight Yoakam er einnig mjög góður í veigamiklu aukahlutverki. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Richard Linklater. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Ethan Hawke, Skeet Ulrich, Vincent D'Onofrio, Dwight Yoakam og Julianna Margulies. Bandarísk, 1998. Lengd 94 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Going all the Way: Ungir menn í tilvistarkreppu ★★★ Gunner Casselman (Ben Affleck) og Sonny Burns (Jeremy Davies) hittast á leiðinni heim til Indiana eftir að hafa gegnt herþjónustu í Kóreu- stríðinu. Hlutverk þeirra voru þó ólík og endur- spegla fortíð þeirra. Gunner, aðaltöffarinn og íþróttahetjan úr menntaskólanum þeirra, fór til Asíu meðan skólanördinn Sonny yfirgaf aldrei Bandaríkin. Eftir kynni sín af ólíkri menningu tekur Gunner að draga í efa hin sjálfgefnu gildi bandarísks samfélags. Hann tekur að velta fyrir sér lífinu, ástinni og listinni og á því ekki lengur samleið með gömlu íþróttafélögunum. í gegnum Sonny, sem á bæði í tilfinningalegri tilvistarkreppu og býr yfir listrænum hæfileikum, eygir hann aftur á móti nýja, alvörur- eynslu. Hinn einmana Sonny tekur vináttu Gunners opnum örmum sem verður lausn frá trúarofstæki foreldra hans. Afileck og Davies tekst einkar vel upp í mótun þessarar trúverðugu og áhrifaríku vináttu. Vel er einnig skipað í aukahlutverk, ekki síst kvennanna (kærasta og mæðra) í lífi þeirra. Þá tekur myndin sig ekki of hátíðlega þrátt fyrir að vinna með alvöruþrungin þemu. Þetta er af- bragðsmynd hæfileikaríkra listamanna sem án efa eiga eftir að láta kveða enn frekar að sér í framtíðinni. Útgefandi Háskólabíó. Leikstjóri Mark Pellington. Aðalhlutverk: Ben Af- fleck, Sonny Burns, Amy Locane, Rachel Weisz og Rose McGowan. -bæn Bandarísk, 1997. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 12. Les Visiteurs II: m Farsakenndir tímaflakkarar ★★ Franska kvikmyndin Les Visiteurs var stór- skemmtileg tilbreyting frá þeim gamanmyndum er við eigmn að venjast í kvikmyndahúsum hérlendis. Framhaldið er ekki síður gróteskt og farsakennt en saknar auðvitað frumleika fyrri myndarinnar. Hér er meira af öllu en í fyrri myndinni en magn og gæði fara í þessu tilviki ekki saman. Þó má gera ráð fyrir því að aðdáendur Les Visiteurs hafi gaman af þessari viðbót sem er næstum því beint framhald. Aulabárðurinn Bemie (Christian Clavier) sendi afkomanda sinn, hóteleigandann Bernadin, til fortíðar- innar í stað þess að fara sjálfur. Ennfremur hélt Bernie eftir ýmsum dýrgripum sem húsbóndi hans Godefroy (Jean Reno) saknar sárlega því án þeirra getur hann ekki gifst unnustu sinni. Það er því ekki um annað að ræða en fara aftur til framtíðar og sækja þangað bæði Bernie og dýrgripina. Og framan af er þar heilmikið fjör en heldur fer myndin að endurtaka sig er á líður. Því held ég að það væri farsælast ef Frakk- amir létu nú staðar numið en ef marka má endi myndarinnar þarf ekki að blða þeirrar þriðju lengi. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Jean-Marie Poiré. Aðalhlutverk: Christian Clavier og Jean Reno. Frönsk, 1997. Lengd 122 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Gummo: Leiðindafólk ★ Ekki vildi ég búa í smábænum Xenia í Ohio sem er sögusvið þessarar myndar. Svo virðist sem eitthvað sé að nánast hverjum einasta ibúa þar. Myndin er frumraun Harmony Korine sem skrifaði handritið að Kids, mynd sem var ekki beinlínis góð, en nokkuð at- hyglisverð. Hann er hér á svipuðum nótum og nálgast smábæjarlífið nánast eins og um heimildarmynd sé að ræða. Það er enginn sögu- þráður sem slíkur heldur er fylgst með nokkrum íbúum bæjarins sem stundum tala beint til áhorfendans. Kids hafði alla vega sterkt þema sem batt myndina saman en slíku er ekki fyrir að fara í Gummo. Myndin virkar tilviljanakennd og hraðsoðin og hún hefur ekkert að segja. Persónurnar eru í besta falli skrýtnar en margar viðbjóðslegar og það virðist sem leikstjórinn sé að reyna að mála sem ógeðfelldasta mynd af bæjarlífinu, enda líður myndin hægt og þunglamalega áfram í leiðinlegum þunglyndispælingum. Það skásta við myndina er tónlistin sem er á stundum athyglisverð og tengist vel myndefninu. Sennilega gæti tilraunakenndur stíll Harmony Korine virkað ágætlega sem leik- stjóri tónlistarmyndbanda en mynd í fullri lengd? Ekki líst mér á það. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Harmony Korine. Aðahlutverk: Linda Manz, Max Perlich, Jacob Reynolds, Chloe Sevigny, Jacob Seweil og Nick Sutton. Bandarísk, 1997. Lengd 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Eðli og þróun kven- ímynda hvíta tjaldsins Kvik- myndagerðar- og fræðimað- urinn Laura Mulvey skrif- aði árið 1975 greinina Visu- al Pleasure and Narrative Cinema sem varð strax lykiltexti inn- an kvik- myndafræða. Þar hélt hún því fram að karlar stjórn- uðu atburða- rás kvik- mynda, með- an konur væru fyrst og fremst til upp- fyllingar. Og þar sem karl- arnir væru drifkraftur myndanna samsömuðu áhorfendur sér sjónar- horni þeirra. Áhorfendur horfa því með augum karlanna, en á konur. Þær verða því nokkurs konar sjónar- spil í þágu karla. Líkamar þeirra á hvíta tjaldinu fullnægja þannig gægjuþörf karlmanna sem sjá konur i formi kynferðislegra sýningar- gripa. Þótt þessi grein sé enn í há- vegum höfð hefur heildarsýn hennar að mestu verið hafnað. Ekki síst þar sem Mulvey leit svo á að hugmyndir hennar næðu yfir allar kvikmyndir. Það leikur lítill vafi á því að fjöldi mynda fellur undir skilgreiningar hennar en lesendur geta eflaust nefnt myndir er brjóta þær á bak aft- ur. Er gláp kvenna á Brad Pitt frá- brugðið glápi karla á Juliu Roberts? Það er þó kannski ekki ástæða til að vera of harðorður því kvenimyndir hafa um margt breyst frá þvi greinin var skrifuð. Hefðbundnar kvenímyndir Öll höfum við séð í kvikmyndum atriði þar sem ramminn gælir við kvenlikamann. Oft birtir hann ein- ungis hluta kvenlíkamans í fyrstu en bætir jafnt og þétt við (gerir áhorf- andann spenntan) þar til hann sést allur. Ýmsum brögðum er jafnvel beitt í von um að fanga kvenleikann. Fókusinn deyfður (sem og beiting að sýna undir- gefni kon- unnar. Þá eru helstu kven- stjömur sögunnar einnig kyn- tákn, sbr. kannski fatafellu- atriði Ritu Hayworth Klassísk myndbönd She s Gotta Have It ★★★★ Frumsmíð Spikes Lees Nola Darling (Tracy Camilla Johns) kann hvergi betur við sig en i rúminu enda duga henni ekkert minna en þrir kærastar. Atvinnu- leysinginn Mars Blackmon (Spike Lee) er mikill sprellikarl og heillar hana með bröndurum sínum. Vöðvabúntið Greer Childs (John Canada Terrell) er að „meika það“ í heimi hinna hvítu og vill flytja Nolu með sér frá Brooklyn. Hinn góðlát- legi Jamie Overstreet (Tommy Red- mond Hicks) fellur fyrir henni úti á götu og eltir hana uppi, fullviss um að hún sé hin eina rétta. Allir reyna þeir að sannfæra hana um að þeir séu besti kosturinn en hún getur hreinlega ekki valið á milli þeirra. Þessi frumsmíð Spike Lee var gerð fyrir einungis 175 þúsund doll- ara. ÁUir aðstandendur myndarinn- ar voru bandarískir blökkumenn og var myndin gerð sérstaklega fyrir þá. Engu að síður hrifust aðrir kvik- myndaunnendur og var það ekki síst þess vegna sem Lee fékk tæki- færi innan Hollywood. Hann skrif- aði sjálfur handritið, leikstýrði, framleiddi, klippti og fór á kostum í 5: • \t í Spike Lee. hlutverki Mars. Tónlist foður hans, Bills Lees, er einkar heillandi, sem og svart/hvítt útlit myndarinnar sem Lee leikur sér mikið með. Per- sónur tala stundum beint til linsunnar, kynningartextar birtast á milli atriða og sena i lit brýtur upp hina þokkafullu svart/hvítu heildarmynd. Þótt líkami Nolu sé í brennidepli í erótískum senum myndarinnar og karlpersónurnar berjist um yfirráð yfir henni (“glápi" hana jafnvel uppi) er vart hægt að telja hana óvirkan kynferðislegan sýningargrip (sjá umfjöllun annars staðar á opnu). Það er hún sem ræður för og vefur karl- mönnunum um fingur sér. Hún er eitt afbrigði nýju konunnar og neitar að gefa sig á vald einum manni. Þetta er hennar eigin likami og hún krefst fullra yfirráða yfir honum. Það er svo aftur á móti spurning hvemig beri að „skoða“ leikkonuna Tracy Camillu Johns í þessu samhengi, sem og fremsetningu Spi- kes Lees á henni. Það breytir þó engu um gæði þessarar vel útfærðu og áhrifaríku frumraunar. Fæst á Aðalvideoleigunni. Leik- stjóri: Spike Lee. Aðalhlutverk: Tracy Camilla Johns, Redmond Hicks, John Canada Terrell og Spi- ke Lee. Bandarísk, 1986. Bönnuð innan 16. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.