Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Reykjavík þurfti ekki annan kastala Hvernig verður staða kvenna inn- an leikhússins styrkt? „Ég veit það ekki. Kannski þurfa stjórnendur þessara stóru stofnana að vera tilbúnari að deila sínu valdi. Það er talað um menntað einveldi í kastalanum við Hverfisgötu. Það er ágætt út af fyrir sig en það mætti al- veg deila þessu valdi meira með leik- stjórum og höfundum og vinna meira með þeim sem hafa sterkar og frjóar hugmyndir, þekkingu og menntun. Eins er það uppi í Borgar- leikhúsi. Þetta eru gamaldags stjórn- arhættir. Ég er ekki trúuð á þessar stofnan- ir. Ég held að það hafi verið skyssa að byggja Borgarleikhúsið eins og það var byggt. Þegar teikningar af Borgarleikhúsi komu fram á sínum tima, árið 1975, var fullt af fram- sæknu fólki sem benti á að þegar leikhúsið væri komið upp liti leik- húslífið öðruvisi út. Kvikmyndir og sjónvarp myndu hafa meiri áhrif og vinna í þessari verksmiðju eru leik- húslistamenn og hafa fengið þjálfun í þvi að taka við skipunum og æfa hlutverk. Ég segi fyrir mig að mér finnst þetta ekki áhugavert. Mér finnst sjálfstæði skapandi lista- manna þröngur stakkur skorinn í leikhúsinu. Það er mjög dýrt að reka leikhús og ég öfunda ekki þá sem stjóma þessum stofnunum. Þetta getur ekki verið spennandi og gefandi til lengd- ar. Enda skilst mér að langflestir leikhússtjórar verði fyrr eða siðar hálfveikir af þessu. Þetta er svo mikil togstreita.“ Er leikhúsfólk sér nægilega með- vitandi um aðra miðla og þá sam- keppni sem leikhúsið er i? „Leikhúsfólk er dálítið snobbað. Því finnst sjónvarp ekki eins fint og leikhús. Það gegnir aðeins öðra máli með kvikmynd, það er aðeins listrænna. En sjónvarp er það lægsta, það er lágmenning. Það er sá stimpill sem fólk setur á sjón- varpið. Þröstur Helgason skrifaði í fyrra grein, sem átti að vera „En er eitthvaö sem segir að fólk sem fer í gegnum háskólanám sé betur í stakk búiö til aö takast á við tilfinningar sínar, sambönd og samskipti við hitt kyniö? Þaö er ekki svo einfalt. Það er kannski ekki kennt í bóka- safnsfrœöi. “ kröfumar myndu breytast. Við sjá- um það líka á rekstri þessara leik- húsa að Reykjavík þurfti ekki annan kastala. Enn höfum við ekki fengið þann „kassa“ sem við viljum og getum mótað eftir þeim leiksýningum sem við vinnum að hverju sinni. Það er allt niður njörvað í ákveðna sæta- skipan og hefðbunda hugmynd um það hvernig leiksýning eigi að fara fram. Þetta finnst mér tefja og hefta alla framþróun og sköpun í þessari grein.“ Era breytingar fyrirsjáanlegar? „Mér sýnist ekki. Stjórnendur hafa þá tilhneigingu að fara allir í sama farið. Stofnunin gleypir þá. Stofnunin stjómar þeim en þeir ekki stofnuninni nema innan þeirra marka sem eru leyfileg. Kannski komast þeir ekki út úr þessu. í Borgarleikhúsinu er það starf- semin versus byggingin því að bygg- ingin sem slík heftir að mörgu leyti þær hugmyndir sem fólk hefur um það að búa til leikhús. Það hafa ver- ið gerðar mjög góðar tiiraunir í Þjóð- leikhúsinu með því að opna ný svið eins og Smiðaverkstæðið en það þarf meira af slíku til að brjóta upp. Leikhús er fornaldarfyrirbrigði ögrandi, um hvað sjónvarpið væri vondur miðill til að flytja skáldskap. Það er rétt að vissu leyti en það er til skáldskapur í myndinni og Denn- is Potter er gott dæmi um höfund sem hefur verið mjög skapandi í sjónvarpi, tekið miðilinn til sín og unnið skapandi með hann. Þetta er allt spuming um hugmyndaauðgi og hugmyndafiug, ekkert annað.“ Á hæli vegna karlmennsku Er Hlín femínisti? „Já. Fólk er mjög hrætt við orðið femínisti. Það er jafnmikið skammaryrði og kommúnisti eða sálgreinandi. Þetta þrennt hefur þó mótað þessa öld; marxisminn, sál- greiningin og femínisminn era þær höfuðgreinar sem hafa skipt sköp- um fyrir okkur á þessari öld. Femínisminn er óskaplega sterkt afl í öllu sem við lesum í dag um bók- menntir og listir. Femínisminn er mjög stórt fag og það að vera femínisti táknar ekki bara að vera kvenréttindakona heldur að skoða heiminn út frá þessu kyni sem er konan og hefúr legið í þagnargildi. Mér finnst það rosalega spennandi." i leikhússins: Fyrirbrigði og stundum hef ég orðið mjög þreytt á öllum flækjunum í leikhúsinu. Það er svo margt sem þarf að koma saman til að búa til það sem maður vill sjá á sviðinu. Mér hefur dottið í hug að ef ég væri nógu góð á tölvu gæti verið gaman að setjast fyrir framan hana og búa til mina eigin uppsetningu, t.d. á Heddu Gabler, með mínum eigin leikurum, leik- mynd og öllu sem tilheyrir og setja það á Netið. Þá þyrfti ekki allar þessar flækjur og snert af geðveiki sem eru óneitanlega hluti af leik- húsinu. Þar þarf að samræma vilja allra og það er mikil togstreita. Allar ákvarðanir eru teknar uppi og síðan era þær leiddar niður. Leikstjórinn og leikhópurinn hafa ósköp lítið að segja um ákvarðana- ferlið. Að þessu leyti er leikhús eins og hver önnur verksmiðja. Þeir sem Leikritið Hellisbúinn er sýnt við mikla aðsókn þessa dagana. Er hægt að skrifa leikrit um Konu hell- isbúans? „Alveg örugglega. Eru konur ekki alltaf að gera það? Ég skrifaði leik- rit sem ekki hefur verið sett upp ennþá og heitir Eins konar sinna- skipti og ijallar um karlmenn sem eru allir á hæli vegna þess að þeir eru karlmenn. Þeir hafá veriö send- ir þangað af eiginkonum, mæðrum, systrum og dætrum til að endur- hæfa sig svo þeir komist aftur inn í samfélagið og verði hæfari til þess að vera karlmenn. Hælið er rekið af hjónum sem eru femínistar. Ég von- ast til þess að geta gert þetta á næst- unni. Þar fer ég inn í karlaheiminn en ég hef áður farið inn í kvenna- heiminn á kvennaklósettinu. (felgarviðtal ' „Ég er skeptísk á þær hugmyndir að konur geti ekki skrifað um karla. Þeir hafa alltaf skrifað um konur. Ef maður er hlynntur mennskunni hlýtur mað- ur að geta horft inn í sál allra. Við erum þegar allt kemur til alls öll byggð upp á sama hátt.“ Hvað býr í hjarta karlmanna? Hver eru tengsl verka Hlínar við raunveruleikann? „Ég hef ekki mikinn áhuga á því að búa til eftiröpun eða eftirlíkingu af raunveruleikanum í því sem ég er að gera. Hins vegar sæki ég mín- ar hugmyndir í raunveruleikann og flestallar mínar fyrirmyndir eru sóttar i fólk sem er til. Mér finnst óskaplega gaman að búa til eigin fantasíu og ég get nefnt áhrifavald í þeim efnum og það er m.a. hinn spænski Almodovar. Hann hefur klikkaðan og skemmtilegan húmor, sér raunveruleikann á geggjaðan hátt og ég finn eitthvað í honum sem heillar mig. Eins má nefna Woody Allen sem er oft að fjalla um sömu hlutina þótt hann sé mjög víð- feðmur. Hann er upptekinn af mannlegri hegðun og kynhegðun. Ég hef mjög mikinn áhuga á sam- skiptum og samskiptamynstri, ekki bara kynjanna heldur hvað fólk seg- ir og lætur sér detta í hug að gera og hvað manneskjan lifir í raun marg- fóldu og fóldu lífi. Hvað manneskjan er alltaf í feluleik með tilfmningar sínar og hvatir.“ Eru konur uppteknari af sam- bandi karla og kvenna en karlar hafa verið í sínum skrifum? „Já, ég held það. Karlmenn hcifa skrifað meira um innbyrðis sam- skipti sín, vináttu og sálarlíf, en þó ekki endilega í tengslum við breytta stöðu sína í kjölfar svokallaðs kven- frelsis. Dagurinn í dag heimtar að fá vitneskju um hvernig karlmaðurinn hafi það í þessu umróti sem hefur verið á undanfómum árum með konur og kvenfrelsi. Mér finnst næsta skref eigi að fjalla um hvað sé inni í hausnum eða hjartanu á körl- um. Ég er skeptísk á þær hugmynd- ir að konur geti ekki skrifað um karla. Þeir hafa alltaf skrifað um konur. Ef maður er hlynntur mennskunni hlýtur maður að geta horft inn í sál allra. Við erum þegar allt kemur til alls öll byggð upp á sama hátt.“ Fjarri átökunum Hlín Agnarsdóttir vinnur nú að fyrstu skáldsögu sinni. Hvernig reynsla er það fyrir leikritahöf- imd? „Það er mjög gott að ráða öllu. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég ræð öllu ein. En það kemur að því að ég þarf að láta einhvern lesa söguna og þá er spumingin hvort eitthvað standi eftir. Það sem er skemmtilegast við að skrifa er að þá er enginn að skipta sér af manni og maður þarf ekki að hafa samskipti við neinn eða vera í erf- iðum átökum við fólk. Það er átakavinna að vera í leikhúsi og ekki alltaf sem fólk nær saman. Ég hef reynslu af algjörum hryllingi að vinna með fólki og einnig al- gjörri dýrð. En á meðan ég skrifa er heimur- inn dásamlegur og það er rosalega gaman hjá mér.“ -sm „Ég er alltaf að skrifa fyrir leikhús og held því áfram en bransinn er mjög erfiður. Það er erfitt að koma sér á fram- færi og leggja verk sín fyrir þá sem ráða og fá þá til að trúa því að það sé eitthvað vit í því sem maður er að gera. Og ég ætla ekki að neita því að það er erfiðara að vera kona.“ DV-myndir E.ÓI A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.