Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 51
■ 3"\T LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Hefðbundin kvenímynd: Marilyn Monroe í Bus Stop. 1 Gildu besta dæmið um leikkonuna sem kynferðislegt sjónarspil. Karla- Qöldi hópast umhverfis hana og nýt- ur hverrar mínútu rétt eins og áhorf- endur. Sjálf sagði Hayworth að mennirnir í lífi hennar (þ.á m. Orson Welles) hefðu fallið fyrir Gildu en ekki henni sjálfri og samböndin því endað með ósköpum. Segir það margt um áhrif slíkrar ímyndasköp- unar. Nýstárlegar kvenhetjur Ef marka má sumar nýju kven- hetjumar í Hollywood er ljóst að kvennabaráttan hefur haft einhver áhrif á þá miklu karlastofnun. Per- sónan Ripley (Sigo- umey Weaver) í Alien (1979) er að mörgu leyti tímans tákn. Sterk kona sem fer fyrir öðrum í „hefðbundinni" hasarmynd þótt hún birtist vissulega einnig fáklædd í myndinni. Sumir ef- ast þó um gildi slikr- ar kvenhetju og sjá hana miklu frekar sem karl í grímu- búningi því hún hafi tapað hinum „kvenlegu gildum". Kvenhetja myndarinnar The Long Kiss Goodnight, Caine/Charly (Geena Davis), sameinar aftur á móti á end- anum bæði hina hefðbundnu konu og ofúrhetjuna. Það má því vera ljóst að heilmikil vinnsla á sér stað með ímynd og eðh hinnar nýju konu í Hollywood. Stóra spumingin er hvort Holiywood lagar sig að henni eða sé hreinlega að skapa hana. -bæn Kvenhetjumy ndir Alien-serían (1979-97) Ein almagnaðasta kvik- myndaröð allra tíma. Ekki síst merkileg fyrir þá ástæðu að ólíkir leikstjórar (Ridley Scott, James Cameron, David Fincher, Jean-Pi- erre Jeunet) leikstýrðu hverri mynd fyrir sig og má greina per- sónulegt handbragð þeima á myndunum. Er það ekki síst því að þakka að seríunni hefur tekist að viðhalda þokka sínum og krafti. Sameiginlegar eru þó myndunum geimskrímslin hans H.R. Gigers og baráttukvendið Ripley (Sigoumey Weaver) sem virðast tengjast sterkari böndum Sigourney Weaver í Alien Resur- rection. Hún hefur leikið í öllum Alien-myndunum. með hverri mynd. Alien Resur- rection vinnur t.d. af mikilli með- vitund með tengsl kvenleika og firringu (alienation), kvenímyndir, móðm'eðlið og konuna sem frik/dulbúning/geimveru. La Femme Nikita (1990) ★★★ Glæpakvendið Nikita fær uppgjöf saka, en er í staðinn þjálf- uð tii að gegna stöðu launmorð- ingja. Hún er látin skilja við sitt eldra lif og sína upprunalegu per- sónu. Þess í stað er sköpuð nær ný manneskja með nýjum per- sónueinkennum. Myndin lýsir því að mörgu leyti ólíkum kvennaí- myndum og þróun þeirra. Hún er að vissu leyti leit að „konunni". Árið 1993 var gerð bandarísk út- gáfa myndarinnar með Bridget Fonda í aðalhlutverki. Thelma and Louise (1991) ★★* Stöllurnar, er titill mynd- arinnar vísar til, fá nóg af hvers- dagslifmu (ekki síst körlunum sín- um) og ákveða að segja skilið við þaö. Þær drífa sig upp í bíl og keyra út í óvissuna (líkt og ófáir karlmenn hafa gert í gegnum tíð- ina). Heldur sígur á ógæfuhliðina þegar Louise drepur mann sem reynir að nauðga Thelmu. Þær leggja á flótta en lögreglan er sjaldnast langt undan. Líkt og ljóst má vera af umfjöllunarefni myndarinnar er það ekki af ástæðulausu að myndir Ridleys Scotts hafa orðið miðlægar í femískum kvikmyndafræðum. Árið 1997 bættist svo G.I.Jane í hóp kvennastúdía hans. The Lonp Kiss Goodnight (1996) ★★★★ Samantha Caine (Geena Davis) er hin „fullkomna" banda- ríska húsmóðir viö upphaf mynd- arinnar. En smátt og smátt ryöst fortíð hennar upp á yfirboröið, fortíð miskunnarlauss morðingja. í myndinni er síðan unnið jafnt og þétt að því að sætta þessar and- stæðu kvenímyndir. Samantha þarf hvað eftir annað að bjarga lífi karlhetju (Samuel L. Jackson) myndarinnar, og er það til marks um þann kynjaviðsnúning er myndin býr yfir. Geena Davis fer einnig með stórt hlutverk í mynd- inni A League of their Own (1992) sem vinnur sömuleiðis markvisst með femínisk viðfangsefni. -bæn myndbönd e* Myndbandalisti vikunnar SÆTI ,FYRRI J VIKA j iVIKUR ; jÁ LISTA J ) J TITILL ; ÚTGEF. ) j TEG. j 1 ‘ 2 i L ! 2 ! Deep Impact j CIC Myndbond j Spenna 2 j i 1 i ! 4 ! j m The Wedding Singer ) ) Myndform ) • ) j Gaman ..) 3 ! 3 ) 3 1 j á J Sphere J WamerMyndir j Spenna 4 j j 9 j 3 j J 1 2 1 U-Tum J ■; 1 Skífan ) ) j Spenna 5 j i 6 J 9 J j 2 j Hoodlum ) i WamerMyndir J j Spenna 6 ) ! 4 i vmm ) 3 1 OutToSea i j Skífan i J Gaman 7 1 5 J J ) 4 J Scream2 J Skífan J Spenna 8 ! NÝ t ) 1 1 i ‘ j 1 J j J The Patiiot ! Myndform ) ! Spenna ) 9 ! 8 ! 3 ! Gingerbread Man ! Háskólabíó J Spenna 10 ) { 7 j ! 4 ! i j Flubber ) ) Sam Myndbönd l. ) ,) Gaman 7 11 ! NÝ j i J j 1 j Martha, MáÉgKynna.... Háskólabíó J Gaman 12 j U B? j : 7 i Fallen ) J WamerMyndir ) J Spenna 13 I NÝ ! i ! Mimic ) Skrfan J ) Spenna 14 i ii i j ! 6 ! The Big Lebowski J ; - Háskólabíó J J Gaman 15 I 10 J J i 6 J Hard Rain J Skrfan J Spenna 16 ) J 13 ;j J 7 1 e i j i The Man In The Iron Mask ) j WamerMyndir :-.-J ,'W’, ' : ! Spenna ) 17 ! 14 ! * ; The Rainmaker J CIC Myndbönd ; Spenna 18 j ! 17 ! 7 i i j Mouse Hunt 1 ‘ CIC Myndbönd ) ) Gaman j 19 ! 16 ! ii ! AsGoodAsltGets J Skrfan ! Gaman 20 j 15 i j ! 5 ! MadCity ) WamerMyndir Jg :é | ; j Spenna Myndband vikunnar Armageddon ★★★ Rússinn bjargar öllu Af einhverjum ástæðum gerist það aftur og aftur að Hollywood sendir frá sér tvær myndir um sama efni á stuttum tíma, svo sem tvær myndir um Hróa hött, tvær Kólumbusarmyndir, tvær eldgosamyndir og nú tvær loft- steinamyndir. Armageddon er nú komin út á myndbandi, rétt á eftir Deep Impact. Við slik tæki- færi er hefðbundið fyrir gagn- rýnendur að bera seinni mynd- ina saman við þá fyrri og ég ætla ekki að gera neina undantekn- ingu á því. Alveg eins og I Deep Impact ógnar risastór loftsteinn öllu lífi á jörðu. Armageddongrjótið er öllu stærra og ekki hægt að fela sig neðanjarðar í nokkur ár eins og þeir ætluðu að gera í Deep Impact. Hér eru alvöru ragnarök í gangi og ekki einu sinni bakt- eríur myndu lifa þau af, sam- kvæmt sérfræðiáliti yfirmanns NASA í myndinni. Alveg eins og í Deep Impact er hópur geimfara sendur til að lenda á hnullungnum, bora á hann gat og sprengja í sund- ur með öflugri kjamorkusprengju. Deep Impact sendir alvöm geimfara meðan Armageddon hífir nokkra bláflibba af borpalli á þeim forsend- um að þeir þurfi bestu bormennina sem til er. Munur myndanna felst einmitt í því að Deep Impact snobbar fyrir menntaða fólkinu meðan Arma- geddon snobbar fyrir því ómennt- aða. Deep Impact reynir að vera gáfuleg og alvarlega þenkjandi með- an Armageddon reynir fyrst og fremst að skemmta fólki og mistekst ætlunarverk sitt ekki jafhherfilega og Deep Impact. sem sendur lagi skrýt- inn eftir 18 mánaða ein- Bruce Willis leikur leiðtoga olíuleitarmanna : er út í geiminn til bjargar jörðinni. . Si. Reyndar byrjar Armageddon ekk- ert aÚtof vel. Hún teygir lopann alltof mikið og sinnir ekki gríninu og hasarnum nógu vel. Löng peninga- brennsluatriði, þar sem smáir loft- steinar rústa fólki, farartækjum og fasteignum, eru ftott í smátíma en verða fljótt þreytandi. Góðir leikarar túlka persónur í teiknimyndasagna- stíl, nógu áhugaverðar til að halda áhorfandanum inni í myndinni en ekki alveg nógu áhugaverðar til að söguþráðurinn gleymist (sem er eigin- lega nauðsynlegt í jafii heimskulegri mynd sem þessari). Langlanglangbest- ur eru rússneski geimfarinn Lev An- dropov (Peter Stormare) sem þjáist af mikilmennskubrjálæði og er í meira veru 1 gerni- stöðinni Mir. Hann bjargar amerísku hetjunum hvað eftir annað og í raun myndinni sjálfri og gerir hana þess virði að sjá, nánast’ upp á eigin spýtur. Útgefandi: Sam myndbönd. Leik- stjóri: Michael Bay. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Ben Affleck, Billy Bob Thornton, Liv Tyler, Will Patton, Peter Stormare, Steve Buscemi og William Fichtner. Bandarísk, 1998. Lengd: 151 mín. Bönnuð innan 12 ára. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.