Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 \%igt fólk lúðar Stefán Freyr Einarsson, formaður Félags líffræðinema, er spurður að því hvort ímynd líffræðinemans hafi ekki breyst töluvert eftir að ís- lensk erfðagreining var stofnuð. Áður hafi hann verið lúðinn sem hljóp um allt í stígvélum og rann- sakaði kynfæri krabbadýra en nú sé hann vel launaður í flottum slopp. „Þetta hefur áreiðanlega breyst mikið síðan ÍE kom,“ segir Stefán. „Þar er sópað saman vel menntuðu fólki, frá útlöndum og íslandi, sem annars hefði ekki getað unnið hér launanna vegna. Nú hafa líffræðing- ar möguleika á því að verða há- launastétt." En höfðu fréttir af velgengni ís- lenskrar erfðagreiningar einhver áhrif á þá ákvörðun Stefáns að fara í líffræði? „Ef til vill að einhverju leyti, þó að ég hafi aldrei ætlað mér að starfa við líftækni. Ég veit líka um fólk sem hefur áhuga á líftækni og hefði fyrir daga íslenskrar erfðagreining- ar endað í láglaunastörfum inni á ríkisspítölunum. Starfið er mun meira spennandi þegar það er kom- ið inn í einkageirann og fleiri tæki- færi sem bíða fólks.“ En gagnagrunnsfrumvarpið? „Ég veit ekki hversu mikið ég á að tjá mig um það. Ég hef blendnar tilfinningar í garð þess en tel mig kannski ekki hafa nægilega mikið vit á málinu til þess að taka ákvörð- un um hvorum megin ég eigi að standa. Aðra stundina heyrir maður allt jákvætt og hina stundina er allt fundið því til foráttu. Ég fagna ís- lenskri erfðagreiningu og erfða- rannsóknum sem þar fara fram og að einhver skuli hafa vit á því að nýta menntun íslendinga. Þó að ég geri það er ég ekki endilega að hrópa húrra fyrir gagnagrunninum. Ég tel að það sé brýnt að aðskilja gagnagrunnsfrumvarpið frá um- ræðu um erfðarannsóknir," segir hann. Stefán Freyr Einarsson líffræðinemi hefur þungar áhyggjur af stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda. Hann segir líka að vel sé hægt að auka ferðamanna- þjónustu án þess að láta fólkið hlaupa eftirlitslaust eins og rollur út um allt hálendi. DV-mynd ÞÖK. Haldið upp á tilvist kræklingsins Stefán segir að starf formanns félags liffræðinema sé í raun ekk- ert frábrugðið annarra í stjórn. Fé- lagið heitir Hagsmunafélag lif- fræðinema og eins og nafnið gefur til kynna er hlutverk þess að gæta hagsmuna líffræðinema, bæði í leik og starfi. „Það sem er efst í huga okkar þessa dagana er að- stöðuleysi nemenda. Húsnæðið er af skomum skammti og tölvuað- staðan afspyrnu léleg. Þessa dag- ana stendur þó yfir tölvuátak Stúd- entaráðs og Hollvinasamtaka Há- skólans sem við bindum miklar vonir við. Stór hluti starfseminnar er einnig að skipuleggja félagslíf nemenda, svo sem visindaferðir, árshátið og fleira. Fyrir stuttu héldum við til dæmis kræklinga- kvöld sem er árlegur viðburður," segir Stefán. „Líffræðinemar hitt- ast, fara upp í Hvalfjörö og tína krækling. Um kvöldið er hann svo eldaður og borðaður. Við erum að halda upp á tilvist kræklingsins. Það fer lítið fyrir rannsóknum á honum þó að ekki sé loku fyrir það skotið að einhverjir geri það á meðan þeir borða,“ segir Stefán. Stefán segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara í líffræði og kannski meiri tilviljun að svo fór. „Ég hef áhuga á náttúruvísindum, líffræðin er opið fag og það er margt sem hægt er að fara í eftir að hafa stundað nám í henni, en það sem ég hef mestan áhuga á núna eru umhverfismál." Ekki bara gæsir sem verða hraktar á brott En af hverju hefur Stefán helst áhyggjur í umhverfismálunum? „í fyrsta lagi stóriðjustefnu og virkjanaframkvæmdum sem á að fara að ráðast í. Þar tel ég að mikil skammsýni sé á ferð hjá stjómvöld- um. Að sökkva friðlöndum og ómet- anlegum náttúruperlum er ákvörð- un sem bitnar á komandi kynslóð- um og skref sem verður ekki stigið til baka,“ segir Stefán. „Ég held líka að við áttum okkur ekki á hvað við erum með í höndunum. Norðmenn eiga annað stærsta ósnortna víðerni í Evrópu og i ferðaþjónustu gera þeir .sérstaklega út á það að vera númer tvö. íslendingar eru í fyrsta sæti og við gætum gert langtum meira við það heldur en við gerum. Það er hægt að auka ferðamanna- þjónustu án þess að láta ferðamenn- ina hlaupa eins og rollur út um allt eða byggja heilu hótelkeðjumar á hálendinu. Stóriðjuframkvæmdir munu einnig skaða ímynd fslands út á við.“ Stefán segir að í Noregi sé ná- kvæmlega skipulagt hvar ferða- menn megi fara. Fólk sé ekki í bandi í einhverri hcdarófu en svæð- in séu skýrt afmörkuð. Ef við lítum í kringum okkur þá eru nágrannar okkar í Evrópu oft mun meðvitaðri um umhverfi sitt en við íslendingar þó að við séum með mun meira i höndunum. „Það er ekki hægt að byggja vemd hálendisins eingöngu á því að þar séu blóm sem munu fara í kaf og gæsir sem munu hrekjast burt. Það verður að sýna fram á að hægt er að hagnast á hálendinu án þess að drekkja því. íslendingar verða að fara að líta á umhverfið sem hluta af okkar daglega lífi en ekki eitt- hvað aðskilið. Ég gæti því hugsað mér að starfa að umhverfismálum að loknu námi og jafnvel leggja stund á umhverfisstjómun sem er að hluta til hagfræði. Það er mikil- vægt að við íslendingar verðum meðvitaðri um það sem er að gerast í umhverfi okkar og brýnt að koma fólki í skilning um að telja eigi nátt- úraperlur til verðmæta," segir Stef- án Freyr að lokum. -þhs ... í prófíl Sara í Lhooq Fullt nafn: Sara Guðmunds- dóttir. Fæðingardagur og ár: 1. september 1978. Maki: Christian Potter. Böm: Hvar? Starf: Starfsmaður í Hafnar- fjarðarleikhúsinu og söng- kona í hljómsveitinni Lhooq. Skemmtilegast: Að keyra bílinn minn, fara út að dansa og mér finnst líka mjög gam- an að borða. Leiðinlegast: Hraðahindran- ir, troðningur og hnífapör - þau flækjast bara fyrir mér. Uppáhaldsmatur: Humar, lambakjöt, lasagna, sushi og bara allt. Uppáhaldsdrykkur: Malt og appelsín (ekki jólaöl). Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Mér er alveg sama hvað allir segja: Leonardo er ástin mín! Fallegasta röddin: Erykah Badu. Uppáhaldslíkamshluti: Hálsinn. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Ég er mjög víghlynnt ríkisstjóminni. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Jay Sherman - The Critic. Uppáhaldsleikari: Woody Allen. Uppáhaldstónlistarmaður: Erykah Badu. Sætasti stjóramálamaður- inn: Hann er ekki til. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends. Leiðinlegasta auglýsingin: Sobakawa pillow - Sjónvarps- markaðsauglýsingin. Hún er ógeð. Leiðinlegasta kvikmyndin: Girl 6. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Darri Gunnarsson í Kol- j krabbanum. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi Thomsen. Besta „pikköpp“-línan: „Come sit on my knee and we’ll talk about the first thing that pops up“. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Alveg eins og pabbi minn. Eitthvað að lokum? Smá kaffi væri fint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.