Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 22
kamál LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 T>V Knattspyrnuáhugamaðurínn Heinz og Theresa. í janúar 1987 setti tuttugu og sjö ára gömul kona, Theresa frá Lud- wigshafen í Þýskalandi, auglýsingu í einkamáladálk dagblaðs. Hún var meöal annars á þessa leið: „Ég óska eftir að kynnast ljúf- um, hlýlegum og kærleiksríkum manni.“ Nokkur svör bárust en það sem Theresu leist best á var frá Heinz Stein, þrjátíu og þriggja ára. Þau skrifuðust á um hrið en þar kom að þau ákváðu að hittast. Theresu leist strax afar vel á Heinz. Henni fannst hann dálítið töfrandi og einstaklega indæll. Þau hófu brátt sambúð og ári síðar gengu þau í hjónaband. Níu mánuð- um eftir það eignuðust þau son sem var gefið nafnið Simon. Hann var augasteinn móður sinnar en einnig dálítið annað. „Hann er erfingi sem getur haldið lífi í knattspymuhefð fjölskyldunnar," sagði Heinz stolt- ur. „Sá dagur kemur að hann verð- ur duglegur knattspymumaður og hugsanlega atvinnumaður í þokka- bót.“ Draumur sem rættist ekki Heinz hafði dreymt um það á sín- um tíma að verða frægur fótbolta- maður. „Ég var einu sinni mjög efnilegur," sagði hann síðar, „og hefði áreiðanlega orðið atvinnumað- ur í Múnchen eða Kaiserslautem hefðu meiðsli í hrygg ekki bundið enda á ferilinn. Ég var sextán ára þá og varð að hætta við það sem hafði verið mesta áhugamál mitt, fótbolti." í staðinn varð Heinz ákafur knatt- spyrnuáhugamaður og studdi Kaiserslautem. Hann fór á alla leiki liðsins og var þá klæddur í rautt og hvítt, en það em litir þess. í fyrstu fannst Theresu ágætt að maður hennar ætti sér dægradvöl. Þau hjón fengu sér aukasjónvarps- tæki og varð þannig komist hjá deil- um um á hvað skyldi horft. Heinz valdi að sjálfsögðu alltaf knatt- spymuna. Fyrst fór hann á leikina en svo sá hann þá í sjónvarpi á eft- ir. Afstaðan breytist Er frá leið fór hinn mikli áhugi Heinz á fótbolta að fara í taugamar á Theresu. Henni fannst hann ekki taka eftir sér þegar knattspyma var annars vegar og nú fór henni að skiijast hvers vegna þrjú fyrri hjónabönd hans höfðu öll endað í skilnaði. Líklega væri ekki hægt að kenna eiginkonum hans fyrrver- andi um hvemig farið hafði, þótt þær hefðu allar átt framkvæðið að hjúskaparslitunum. Árið 1974 hafði Heinz kvænst í fyrsta sinn. Þá var hann tvítugur og fyrsta kona hans hét Marianne. Þau eignuðist tvö böm, en eftir fjögur og háift ár hafði hún fengið nóg af knattspymuáhuga hans. Hún bað um skilnað og Heinz veitti hann fús- lega enda fannst honum sem enginn myndi geta haldið honum frá áhugamáli sínu þegar hann yrði orðinn einn. Tvö önnur hjónabönd Það leið hins vegar ekki á löngu þar til Heinz varð að viðurkenna að hann þyrfti eiginkonu til aö sjá um heimilishaldiö. Hann fór að svipast um eftir konuefni og nokkra síðar taldi hann sig hafa fundið þá réttu. Hann kvæntist aftur. Hún hét Karin og hún umbar hann fram til ársins 1984. Þá hafði hún fengið svo nóg af „fótboltabrjálæðinu" að hún bað um skilnað. Enn á ný var Heinz einn síns liðs, en það stóð aðeins fram á næsta ár. Þá kvæntist hann í þriðja sinn, en það leið ekki ár þar til nýr skilnað- ur var um garð genginn. Heinz sá í það sinn fyrir hvemig fara myndi og hugðist ráða bót á vandanum fyr- irfram. Þess vegna svaraði hann auglýsingu Theresu, en hún vissi ekkert um að maðurinn sem hún kynntist í ffamhaldi af því og leist svo vel á væri kvæntur. Þegar Heinz þóttist hafa gengið úr skugga um að Theresa væri sú sem hann vildi gera að fjórðu eiginkonu sinni fór hann fram á skilnað við þá þriðju. Allt eins og áður Þegar fiórða hjónabandið var orð- ið að veruleika hélt Heinz áfram að lifa eins og hans var vani. Hann gekk til vaktavinnu sinnar í efna- verksmiðjunni sem hann starfaði í en í frístundum sinnti hann áhuga- málinu, fótbolta. Hjónin eignuðust soninn Símon og Theresa gerði sitt besta til að fá Heinz til að sýna sér og syninum meiri athygli en hann gerði en bær- ist talið að því lauk því nær undan- tekningalaust með rifrildi. Og Heinz hélt áfram að sækja knattspyrnuleiki eða sitja fyrir framan sjónvarpið. Theresa reyndi stundum að lokka hann frá því með því að elda gómsæta rétti en hann hafði síðar þau orð um þá viðleitni hennar að hann hefði ekki einu sinni litið við þeim því hann hefði alls ekki verið svangur. Theresa varð stöðugt innhverfari. Hún leitaði til heimilislæknisins en pillurnar sem hann gaf henni léttu ekki af henni þunglyndinu. Loks komst hún að þeirri niðurstöðu að það væri ekki til neins að halda í hjónabandið. Hún leitaði því til lög- manns en þá hafði hún verið gift í sjö ár. Örlagaríkur dagur Þann 7. mars 1995 stóð fyrir dyr- um útileikur sem skipti Kaisers- lautern miklu. Heinz hafði keypt sér miða með sérlest fyrir stuðnings- menn liðsins. Hann fylgdi þvi í gegnum þykkt og þunnt með félög- um sínum. Theresa reyndi að hafa uppi mótmæli en þvi mætti Heinz með svo miklu offorsi að hún dró sig í hlé. Síðdegis ákvað Theresa að fara í bað með syni þeirra hjóna. Hún fyllti baðkarið og skömmu siðar var hún lögst í það með Símoni. Þá gekk Heinz hljóðlega inn í baðherbergið. í hendinni hélt hann á hárþurrku. Hann stakk tenglinum í innstungu nærri baðkerinu og kastaði þurrkunni síðan niður í baðvatnið. Kona og bam misstu þegar í stað meðvitund. Heinz tók nú tengilinn úr innstungunni. Síðan lyfti hann drengnum upp úr baðkerinu og bar hann inn á rúm. Þar kyrkti hann hann. Síðan fór hann eins að með konu sína. Nú gat Heinz farið á útUeikinn án þess að þurfa að hlusta á nokkur andmæli. Hann fór að heiman, hitti félaga sína og saman héldu þeir á leikinn. Mikill fagnaður Kaiserslautem vann þennan mik- ilvæga útUeik. Áhangendur félags- ins vora glaðir og kátir og nú skyldi sigrinum fagnað enda væri hann ærið tilefni tU að gera sér raunvera- legan dagamun. Strax í lestinni var farið skála og þar var ákveðið að halda veislu er heim væri komið. Af jámbrautarstöðinni var haldið rakleiðis i verslun þar sem keyptir voru nokkrir kassar af bjór en síðan var sest að drykkju og svo mikið var fagnaðarefnið að haldið var áfram klukkustundum saman og á meðan sá Heinz ekki ástæðu tU þess að gera neitt út af morðunum tveim- ur sem hann hafði framið. Daginn eftir var sigurvíman af þeim félögum og þá taldi Heinz ástæðu tU að ganga frá sínum mál- um. Hann fór heim og gerði lögregl- unni viðvart. Og nú kom í ljós hvernig hann hafði hugsað sér að komast undan refsingu. Skýringin Heinz beið komu lögreglunnar með þá sögu sem hann taldi að dygði sér. Hann sagði að Theresa hefði verið þunglynd og svipt sig og son sinn lífi. Glös með taugalyfium sem fundust á heimUinu við leit sem gerð var virtust staðfesta þá sögu Heinz að kona hans hefði ver- iö Ula haldin. Líklega hefði hún ver- ið að gugna í hjónabandinu og ekki séð aða leið úr vandanum en Heinz Hárþurrkan. hafði sagt að skýringin á því að kona hans hefði stytt syni þeirra aldur væri án vafa sú að hún hefði ekki vUjað að hann yrði móðurlaus. Enn frekari leit á heimUinu leiddi í ljós samanvafið blað. Á það hafði Theresa skrifað eigin hendi: „Hann fer stöðugt á fótboltaleiki - engin ást - brosir aldrei - skammar mig stöðugt - faðmar mig aldrei.“ Þessi lýsing varð tU þess að rann- sóknarlögreglumenn fóru þess á leit við réttarlækna að þeir huguðu vel að dánarorsök konu og barns. Nokkra síðar gátu þeir skýrt frá því að þau hefðu bæði verið kyrkt. Ein skýring enn Er þetta lá fyrir var Heinz tekinn tU yfirheyrslu þar sem honum var gerð grein fyrir því að böndin hefðu nú borist svo mjög að honum að best væri fyrir hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Eftir nokkra íhugun fannst honum það ráðlegast og kom þá með eftirfarandi skýr- ingu: „Ég gerði það af því hún bað mig um það. Hún vUdi gjaman deyja en treysti sér ekki tU að svipta þau lífi. Hún vUdi að Símon dæi líka svo hann yrði ekki án móð- ur í uppvextinum." Lögreglan vissi í fyrstu ekki hvort hún ætti að taka mark á þessari yfir- lýsingu. Gat verið að Heinz hefði faU- izt á slíka beiðni frá konu sinni? En sá vafi sem kominn var upp snerist í vissu um sekt Heinz þegar í leitimar kom bréf frá lögmanninum sem Theresa hafði snúið sér til með beiðnina um að hann sæi um skUnað hennar og manns hennar. Saksóknaraembættið var ekki lengi aö taka afstöðu. Lögð var fram kæra fyrir tvö morð af ásettu ráði. Heinz Stein var leiddur fyrir rétt þar sem hann var dæmdur í ævUangt fangelsi. Heinz mun því ekki framar taka sér sæti á knattspymuleikvangi. Við réttarhöldin kom ýmislegt fram sem ekki lá áður fyrir. Hjónaböndin þrjú höfðu gengið nærri fiárhag hans, reyndar svo að hann var skuldum vaf- inn. Fyrri eiginkonurnar þrjár fengu engar meðlagsgreiðslur frá honum og fiest á heimih hans hafði verið keypt með afborgunum. í raun mátti segja að það eina sem hann hefði staðgreitt í seinni tíð hefðu verið aðgöngumiðar á knattspyrnuleUd. Símon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.