Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Davíð Oddsson forsætisráðherra er hér ásamt Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, á leið til viðræðufundar þeirra í Bonn. Á ferð sinni til Þýskalands hefur Davíð einnig hitt Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, og fleiri stjórn- málamenn. Eftir fundinn með Schröder lá leiðin til Berlínar þar sem verið er að byggja hús yfir sendiráð íslands. Símamynd Reuter S L J Ó S A 'A P E R U R SYLVANIA Sjö veiktust af salmonellu Sjö farþegar sem ferðuðust með Samvinnuferðum-Landsýn til Keníu og komu heim fyrir viku fengu slæma salmonellusýkingu. Ekki er vitað ann- að en að þeir séu á batavegi. Þá fengu nokkrir illt í magann án þess að verða veikir. Kristján Gunnarsson, fjármála- stjóri SL, sagði við DV að Hollustu- vernd hefði fundið þrjár mismunandi sýkingar úr sýnum. Það benti til að þeir sem veiktust, sem voru í 400-500 manna hópi á vegum ferðaskrifstof- unnar, hefðu ekki veikst af mat á hót- elinu né af mat í flugvélinni á leiðinni heim. Ef svo hefði verið hefðu mun fleiri veikst. -hlh LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1998 Skjálftafræðingar spá 5,5 stiga skjálfta: Sprungur gætu mynd ast i húsum mikil spenna á Hellisheiðarsvæðinu „Við gætum átt von á skjálfta af stærðargráðunni 5,5 á Richter á næstunni. Ég myndi segja að slíkur skjálfti gæti valdið einhverjum sprungum í húsum í næsta nágrenni við upptök hans. Hann myndi ekki valda hruni eða slíku en þungir hlutir á stööum næst upptökum myndu færast meira til en í skjálft- anum í morgun (í gær) þar sem frek- ar léttir hlutir færðust til. Ég held að maður eigi að líta svo á að fólk eigi að vera á varðbergi - til dæmis að liggja ekki fyrir framan sjón- varpstæki sem gætu hreyfst úr stað. Við erum ekki að spá heldur vinna út frá því að skjálfti af þessari stærð geti komið á næstunni," sagði Ragn- ar Stefánsson jarðskjáiftafræðingur, aðspurður um horfur á öðrum og stærri skjálfta en þeim sem reið yfir Suðvesturland og víðar í gærmorg- un. Hann mældist rétt um 5 á Richt- er, að sögn Ragnars. Skjáiftinn í gær fannst austur að Vík í Mýrdal og vestur í Dali. En hvað er það sem segir jarð- skjátftafræðingum að von sé á skjálfta af styrkleikanum 5,5? „Frá Fremstadal í Hengli og suð- ur á móts við Hjallahverfi í Ölfusi er 10-15 kíiómetra löng sprunga,“ sagði Ragnar. „Orka í hluta af henni leystist úr læðingi í júní - sá skjálfti mældist 5,1. Syðsti hluti sprungunnar leystist síðan úr læð- ingi í morgun (1 gær) og hann mældist rétt um 5. Þarna á milli er 7-8 kílómetra svæði þar sem enn er mikil spenna. Haftið þarna á milli hefur lítið hreyfst enn þá. Þama getur orðið skjálfti á næstu dögum en þó jafnvel ekki fyrr en eftir eitt ár.“ Ragnar sagði að skjátftinn i gær hefði verið hraðari og harðari en skjálftinn í júni. „Sprungan sem þá hreyfðist var líklega nokkrir kílómetrar að lengd og náði lang- leiðina upp á yfirborðið. Sprungan núna var ekki nema 1-2 kílómetr- ar og kom ekki nálægt yfirborði," sagði Ragnar Stefánsson. -Ótt ffátindur ándegjunnar HVAÐ VILL ÞESSI .RICHTER UPPÁ DEKK?,1 -5° tJ*. „y—' /•.. -2 / Ve&urstofu íslands Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Léttskýjað um allt land Veðrið á mánudag: Hlýnandi veður og þurrt norðanlands A morgun, sunnudag, verður hæg breytileg átt og léttskýjað um nær allt land, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestan- lands undir kvöld. Gert er ráð fyrir tatsverðu frosti, einkum í innsveit- um. Á mánudag er gert ráð fyrir suðaustan-hvassviðri með rigningu eða slyddu sunnan- og suðvestanlands, mun hægari annars staðar. Veður fer hlýnandi og þurrt verður að mestu norðaustan tit. Veðrið í dag er á bls. 57. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.