Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 mtal að muna kannski einhverjir w_J eftir honum úr Spaugstof- unni, áramótaskaupum eða úr fjölmörgum leikritum og kvik- myndum. Hann fer með aðalhlutverk í farsanum Tveir tvöfaldir sem Þjóð- leikhúsið frumsýndi í gærkvöld, fóstudaginn þrettánda. Leikarinn er Örn nokkur Árnason sem hefur ásamt félögum sínum valdið þjóðinni magapínu af hlátri í ófá skipti á und- anfómum ámm. Og hann er hvergi nærri hættur. Auk Arnar eru Hilmir Snær Guðnason og Edda Heiðrún Backman í burðarhlutverkum. Þór H. Tulinius er leikstjóri en þýðandi er Ámi Ibsen. Þungur en ögrandi „Verkið Tveir tvöfaldir flallar um alþingismann, formann fjárveitinga- nefndar, sem gistir á hóteli með kon- unni sinni í nokkra daga vegna þess að það er verið að vinna í húsinu hans,“ segir Örn. „Hann ákveður að nota tækifærið og dúlla aðeins með hjákonunni á sama hóteli og biður að- stoðarmann sinn að bóka herbergi og koma þessu í kring. Það mistekst að- eins. Þetta er alvöru misskilningsfarsi. Mér finnst að Árna Ibsen hafi tekist einstaklega vel að þýða verkið. Það er ekki hlaupið að því að þýða svona verk, sérstaklega með tilliti til þess að Bretar eiga sér langa hefð í orðaleikj- um og slíku sem við eigum kannski ekki.“ Jón Kristjánsson er formaður fjár- laganefndar Alþingis en Örn segist ekki nota hann sem fyrirmynd þing- mannsins Orms Karlssonar. En styðst Örn við þingmann í persónusköpun sinni? „Ekki nema að þessi hefur ekki mikinn húmor. Ég segi kannski ekki að stjórnmálamenn séu gersneyddir húmor en þeir eru margir hverjir svo- lítið þungir. Ætli það séu ekki aðal- lega þessi þyngsli sem ég ákvað að leita uppi frekar en léttleikann. Þetta er frekar þungur maður. Hann er þungur en ögrandi." Örn er nú ekki beint þekktur fyrir að vera þungur. Hvernig er að leika þungan mann? „Jú, jú. Ég get alveg leikið þungan mann, það er ekkert erfitt," segir Örn hlæjandi en heldur svo áfram alvar- legri: „Það er svo skrýtið að það er ekkert erfitt að leika svona vegna þess að það er stutt milli hláturs og grát- urs. Þyngslin eru ekki slík að hann sé að „krepera" en hann er alvörugefmn. Hann tekur þetta mjög alvarlega og ætlar að halda framhjá. Það er ekkert sem breytir því.“ Gaman að vera alvar- legur Talandi um alvarlega menn. Hvað er langt síðan Öm lék alvarlegt hlut- verk? „Síðast lék ég alvarlegt hlutverk i f q h#>f ftiftdlð ÞVÍ flftír hpílt íijimðr cq ho-f ftkkíjft vrí iri að skPmmt^ komif* fraíTi óð ég f&i þörf til r>ð skommtíí Góð svörun nf (|ötf öóp fyrir loikam oq hún volrí ur ákveðirmi fi’kn OV mynd BG Örn Árnason leikur aðalhlutverkið í farsanum Tveir tvöfaldir sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld: Leigjandanum á Smíðaverkstæðinu. Það var þungur maður, alvörugefinn. Hann var lögregluþjónn sem leigði herbergi og konan sem leigði honum reyndist hafa verið gleðikona. Hún sagði honum ekki frá því og hann sagði henni heldur ekki að hann hefði verið lögga. Svo felldu þau hugi sam- an og sannleikurinn varð á endanum að koma í ljós í miklu uppgjöri. Það var mjög erfitt að leika það og mikil nálægð við áhorfandann." Er skemmtilegra að leika í alvarleg- um verkum en gamanleikjum? „Það fer alveg eftir eðli verksins. Þetta er svo fjölbreytt. Það getur ver- ið gaman að vera alvarlegur ef það má útlista það þannig," segir Örn. „Það er nú reyndar meira gaman að fást við gamanleik því að þar eru viðbrögð, maður fær svörunina strax. Það er svo gaman. Þá fær maður strax þá vissu hvort brandarinn virkar eða ekki. Það er öðruvísi svörun í drama- tíkinni. Maður finnur kannski fyrir spennu sem myndast í salnum - eða lægð. Svörunin kemur strax í gaman- leiknum." Góð svörun er dóp Örn hefur lengi staðið af sér 12 vindstiga hláturrok. Er hann orðinn háður hlátrinum? „Það getur vel verið. Ég fmn alveg fyrir því. Þegar ég er að skemmta sem skemmtikraftur þá finnst mér eitt- hvað vera að ef enginn hlær. „Virkar ekki helvítis brandarinn eða er það ég?“ En málið er að sumir hlæja inn í sig en aðrir hlæja út.“ Er fyndnin flkn? „Já. Ég hef fundið fyrir því eftir heilt sumar sem ég hef ekkert verið að skemmta eða koma fram að ég fæ þörf til að skemmta. Góð svörun er gott dóp fyrir leikara og hún veldur ákveð- inni flkn.“ Svörunin er ekki til staðar þegar Örn leikur í sjónvarpi. Hvernig fer hann að þá? „Þar verður maður að treysta á eig- ið innsæi. Að það sem maður er að gera sé almennt grin, almennt fynd. Maður verður að treysta því að það innsæi skili sér á skjánum sem mað- ur hefur náð sér í, þroskað og þróað með sér.“ Fíflalæti Það finnst öllum gaman að hlæja en engu að síður hefur oft verið lit- ið niður til gamanleikja og gaman- leikara. Fyndnin hefur orðið að synd. Slíkt og þvllíkt hefur oft ver- ið kallað lágmenning. Hvernig stendur á því? „Nú veit ég ekki. Kannski er þetta tengt við skemmtibransann sem fer oftast fram á öldurhúsum borgarinnar þegar menn eru í ann- arlegu ástandi. Það er litið á þetta sem flflalæti.“ En er þetta ekki misskilningur? „Það er það að sjálfsögðu. Ég myndi segja að það væri toppur listarinnar að fá fólk til að hlæja. Ég ímynda mér að það hljóti að vera tilgangur sem er einhvers virði. Annars er leikhúsið fjöl- breytt i eðli sínu. En af hverju gamanleikir og farsar eru í huga fólks óæðra listform en dramatík veit ég ekki. Ég veit ekki til annars en að gamanleikir hafi verið stund- aðir frá upphafi. Shakespeare var náttúrlega ekkert annað en gaman- leikjahöfundur. Það er mikill húmor í hans verkum og það var alþýðan sem sótti þau. Kannski er það vegna þess að það er alþýðan en ekki hástéttin sem sækir gam- anleiki. Hástéttin vill fá eitthvað fínt.“ Afi á sér engar skugga- hliðar Það er alltaf nóg að gera hjá Erni. Auk þess að leika í Tveimur tvöfóld- um ber hann einn uppi Gamansama harmleikinn og á næstunni verða væntanlega þrjár til íjórar sýningar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.