Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 I IV 20 ‘fréttaljós "★ ★ Næsti varaformaður Sjálfstæðisflokks: Geir óskakand ídatar Vinstri flokkarnir hafa sakað Sjálfstæðisflokkinn um að sinna illa jafhrétti í eigin ranni og benda því til staðfestingar á rýran hlut kvenna í trúnaðarstöðum í flokkn- um og á hans vegum. Sjálfstæðis- menn hafa ekki látið þessa umræðu raska ró sinni að marki. Þó fer um- ræöa um málin innan flokksins nú nokkuð vaxandi, ekki síst í kjölfar þess að kona hefur nú í fyrsta sinn boðið sig fram i fyrsta sæti í próf- kjöri flokksins f Reykjaneskjör- dæmi. Þá lýsti nýlegur fulltrúaráðs- fundur Landssambands sjálfstæð- iskvenna því yfir að sambandið vildi sjá Sólveigu Pétursdóttur al- þingismann í Reykjavík kjörinn næsta varaformann flokksins á landsfundi í mars á næsta ári. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að þessi áskorun kom fram á fúlltrúa- ráðsfúndi Landssambands sjálfstæð- iskvenna um að kona gæfi kost á sér í embætti varaformanns," segir Ellen Ingvadóttir, formaður lands- sambandsins, í samtali við DV. „í fyrsta lagi leikur enginn vafi á því að innan vébanda Sjálfstæðisflokks- ins er stór hópur kvenna sem við vildum gjaman sjá í framvarðar- sveit, bæði á þingi, í sveitarstjóm- um og síðast en ekki síst í framvarð- arsveit flokksins. Hlutdeild kvenna í henni hefur farið batnandi á und- anfomum áram. En þegar við hug- um nánar að málinu og útfærum hugtakið framvarðarsveit sjáum við að t.d. á Alþingi er hlutfall kvenna Björn Bjarnason. allt of lágt og einungis ein kona á sæti í ríkisstjóm. Þetta era meginástæður þess að við hjá Landssambandi sjálfstæð- iskvenna leggjum ríka áherslu á það aö konur gefi ekki einungis kost á sér til trúnaðarstarfa, heldur sýni samfylkingu og styðji við framboð kvenna. í því sambandi vil ég nota tækifærið til að benda á að í Reykja- neskjördæmi býður kona sig fram i fýrsta sæti í prófkjöri flokksins í fýrsta sinn, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður þingflokksins. Mér finnst mjög við hæfi að konur og að sjálfsögðu karlar einnig fýlki sér að baki henni. Sama er að segja um það ef Sólveig Pétursdóttir gefúr Handfrjáls búnaður fyrir GSM síma JABRA Hljóðnemi og hátalari í einu Báðar hendur á stýri Einstök hljóðgæði Púðin situr þéttur í eyranu og engin hætta á að hann særi hörundið. Vertu frjáls! Heildverslun Bildshofti 18 • Sími 587 6670 • Fax 587 6671 Hátækni - Radíómiðun - Símabær Umboðsmenn um land allt Geir H. Haarde. það áherslu i kosningabaráttunni í fyrir prófkjör flokksins í Reykjanes- kjördæmi sem fram fer í dag, að þetta sé í fyrsta sinn sem kona býð- ur sig fram í fyrsta sæti í Reykja- neskjördæmi á vegum flokksins. Sjálfstæðismenn era ekki á eitt sátt- ir um hversu sögulegan atburð sé um að ræða. Það sem mestu skipti sé að sé kona kjörin til æðstu met- orða þá sé hún sá skörungur að rísa undir ábyrgðinni og þeirri byröi sem vegtyllan er. Þá verði þær kon- ur sem sækjast eftir vegtyllum að skilja sjáifar sinn vitjunartíma. Björn eða Geir Maður sem hefúr gegnt og gegnir enn trúnaðarstöðum innan Sjálf- stæðisflokksins og á vegum hans segir að raunveruleg umræða um arftaka Friðriks Sophussonar í varaformannssæti flokksins snúist á þessari stundu um einungis tvo menn; þá Geir H. Haarde og Bjöm Bjamason. Björa hefúr sagt viö DV að hann telji ekki tímabært, meðan jafn langt er í landsfúnd og raunin er, að gefa yfirlýsingar um vilja sinn til stöðunnar. Flestir sjálfstæðismenn sem eru framarlega í flokknum eru þeirrar skoðunar að sá sem tekur við þessu embætti þarf að vera við því búinn, sem og þeir sem kjósa hann í emb- ættið, aö varaformaðurinn geti hvenær sem er þurft að taka við for- ystu flokksins. Þetta hefur sett að mönnum þær hugsanir að í raun og veru er verið að kjósa formann, en ekki einhvers konar millileik eða táknmynd um takmarkaðan tíma og með takmörkuðu valdsviði, - mann sem getur axlað ábyrgð formennsku í stærsta stjómmálaflokki landsins hverfi núverandi formaður á braut. Að sjálfsögðu verði því að vera um að ræða mann, karlkyns eða kvenkyns, sem sýnt hefúr af sér hæfileika og dug til að geta tekið við flokknum á ögurstundu. „Það er ekki verið að velta því fyrir sér hvort kandídatinn sé karl eða kona, örvhentur eða rétthentur, heldur er verið að kjósa ákveðna hæfileika og ákveðna sögu. Sá sem verður kos- inn verður að hafa sýnt þaö að hann hefúr burði til þess að taka við for- ystu ef á þarf að halda. Þá geta menn spurt sjáifa sig. Hver eða hverjir hafa sýnt sýnt þá burði? Þetta viðhorf kristallast í raun í dæmisögu sem landsfundarfulltrúi nokkur sagði á landsfundi fyrir nokkrum árum þegar rætt var um kynjakvóta. Hún var á þá leið að í Bandarikjunum í eina tíð þótti þaö mikið gæfumerki ef fiölskyldu tókst að næla sér í heimilislækni sem var gyðingur. Ástæðan var sú að menn vissu það að gyðingur sem var orð- inn læknir hafði þurft að berjast i gegn um skólakerfið og leggja meira á sig en aðrir og það var því nokk- uð víst að hann væri góður læknir. Nú þegar búið er að tryggja ýms- um þjóðfélagshópum í Bandaríkjun- um kvótabundin rétt- indi til þess að ná í hitt og þetta er hætta orðin á að einhver sem er orðinn læknir hafi sloppið í gegnum námið vegna þess að sá þjóðfélagshópur sem hann tilheyrir hafði átt rétt á að svo og svo margir úr hon- um kæmust i gegnum nálaraugað. Sama er að segja um kynbund- inn kvóta. Hann sé ávísun á það sem er al- mennt viðhorf í þess- um hópi, að atgervis- gengið fellur. Kröfur um fæmi og hæfni eru ekki lengur þær sömu og þegar menn urðu að berjast á sínum eig- in persónulegu for- sendum, hvort sem þeir eru karlar, konur, að norðan eða sunnan, svartir eða hvítir. Sólveig Pétursdóttir. kost á sér í embætti varaformanns: Mér fyndist mjög eðlilegt að konur sem vilja auka hlutdeild sína, styðji það framtak. Ég vil einnig benda á það að jöfnun hlutdeildar kynjanna í ákvarðanaferlinu er ekki einungis mál kvenna. Það er mál beggja kynja. Þess vegna finnst mér eðli- legt að höfða til beggja kynja þegar við óskum eftir stuðningi við konur til trúnaðarstarfa." Engan kvóta „Kona verður ekki varaformaður Sjálfstæðisflokksins fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Stundin til þess er einfaldlega ekki runnin upp. Sjálf- stæðismenn hafa aldrei verið til við- ræðu um það að sefia á einhvers konar kynjakvóta í trúnaðarstöður í og á vegum flokksins. Þeir velja fólk í þær á grundvelli veröleika þeirra, atorku og hæfni, en ekki eftir því hvort þeir búi yfir ákveðnum líf- fræðilegum eiginleikum, svo sem að þeir séu dökkhærðir, ljóshærði, örv- hentir eða karlkyns eða kvenkyns," segir karlkyns frammámaður í flokknum. „Við þurf- um einhver ár í við- bót til að tileinka okkur þessa kynja- kvótahugsun og fýrr verður kona varla varaformaður eða formaður út á það fýrst og fremst að vera kona. Ég efast þó um að sú hugsun verði nokkru sinni almenn innan flokksins þvi að hún gengur beinlínis gegn þeim hugsjón- um hans að fólk njóti ávaxta dugnað- ar og eljusemi. En þaö eru tískusveiflur í hugmyndum ekki síður en öðru,“ sagði þessi sami maður. Skörungar komast áfram Annar sjálfstæöis- maður tók í sama streng og sagði að það sem skipti höf- uðmáli sé að konur sem sækjast eftir áhrifum verði að vera skörungar. Hann sagði að vand- inn væri einfaldlega sá að flokkurinn heföi engum skörungum í kvenna- sveitinni á að skipa um þessar mundir sem á annað borð gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Fyrirsjáan- legt sé að enn verði nokkurra ára bið eftir að konur úr hinu rétta efni komi fram á sjónarsviðið þótt efni- viðurinn sé vissulega fyrir hendi. Sigríður Anna Þórðardóttir og stuðningsmenn hennar hafa lagt á Möguleikar Sólveigar í þessu ljósi eru möguleikar Sólveigar Pétursdóttur ekki sér- lega miklir á þessari stundu. Þess ber þó að minnast að enn eru rúmir þrír mánuðir til landsfundar. Sólveig á töluvert fylgi í Reykjavík en minna utan Reykjavíkurkjör- dæmis. Hún hefur hlotið þokkalega kosningu til þeirra trúnaðarstarfa sem henni hafa verið falin. En það vinnur gegn henni að hún hefúr veriö afar lítið áberandi á yfirstand- andi kjörtímabili, mun minna en á því síðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.