Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 JLÞ'\r Stjórnarkreppa yfirvofandi í Noregi: Bondevik á valdi andstæðinganna DV, Ósló: „Ég trúi ekki að flokkarnir til hægri svíki okkur. Það væri til þess að færa Verkamannaflokknum völd- in á silfurfati," segir séra Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og viðurkennir þar með fús- lega að það eru menn eins og Carl I. Hagen sem ákveða hvort og hve lengi hann situr að völdum. Án stuðnings Hagens verða engin fjár- lög samþykkt og stjómin verður að hrökklast frá. Tilraunir séra Kjefls Magne til að -afla fjárlagafrumvarpi sínu stuðn- ings hafa enga árangur borið síðustu vikur. Flokkarnir til hægri við stjórnina segja að skattar og aðrar álögur hækki of mikið. Flokkarnir til vinstri geta ekki samþykkt þá ný- breytni að foreldrar fái greitt beint heim til að gæta barna sinna. Þetta ákvæði varð til þess að Verka- mannaflokkurinn neitaði séra Kjell Magne um stuöning í fyrradag. Þar með situr allt fast og stjórnar- kreppa vofir yfir í Noregi. Séra Kjell Magne á aðeins vísan stuðning íjórð- ungs þingmanna og getur ekki setið áfram við völd ef fjárlagafrumvarpið verður fellt. Staðan i norsku stjórn- málunum versnar svo enn við að samkvæmt stjórnarskránni er ekki heimilt að rjúfa þing. Því er enginn möguleiki á að mynda nýja stjórn eins og skiptingin milli flokkanna á þingi er nú. í gærkvöld gaf séra Kjell Magne í skyn að eina lausnin væri að breyta fjárlagafrumvarpinu þannig að þingmenn á hægri vængn- um gætu samþykkt það. -GK Karl Bretaprins er fimmtugur í dag. í Sheffield var prinsinum gefin þessi blaðra í gær en þar heimsótti hann meðal annars athvarf fíkniefnaneytenda áður en hann hélt til Buckinghamhallar. Elísabet Englandsdrottning hélt honum veislu í höllinni og bauð 850 gestum til kampavínsdrykkju. í kvöld heldur ástkona Karls, Camilla Parker Bowles, veislu fyrir hann í Highgrovekastala. Er fjölmörgu kóngafólki í Evrópu boðið til veislunnar í kastalanum. Símamynd Reuter Bandaríkin telja ekki nauðsynlegt að Annan fari til íraks: Engin þörf á málamiðlun (útlönd stuttar fréttir Petersen burt Félagar Fólkaflokksins í ríkis- stjórn Færeyja þrýsta nú mjög á lögmann aö víkja John Petersen sjávarútvegsráðherra úr emb- ætti, að því er færeyska blaðið Dimmalætting segir. Peter, sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga 17 ára stúlku fyrir þrem- ur árum, er í leyfi þar til dæmt verður i málinu. Vöruðu Arafat við j Bandariska leyniþjónustan J CIA greindi Yasser Arafat, leið- toga Palestínu, frá ráðabruggi hryðjuverka- mannsins Abus Nidals um að myrða hann á átt- unda áratugn- um. Þá var Arafat sjálfur Iopinberlega stimplaður sem hryðjuverkamaður í Bandaríkj- unum. Bandarisk yfirvöld sömdu við Frelsissamtök Palest- ínu, PLO, 1974 um að fram- kvæma ekki hryðjuverk utan ísraels. í staðinn mótmæltu Bandaríkin ekki þátttöku Arafats á Allsherjarþingi SÞ það sama ár. Skotið á mótmælendur Fjórir námsmenn létu lífið þeg-ar lögregla skaut með gúmmíkúlum, táragasi og vatns- þrýstibyssum á þúsundir mót- mælenda í Jakarta í Indónesíu í gær. Mótmælendur krefjast þess að efnt verði til kosninga á ný. Gefa öllum tölvu Sveitarfélagið Farum í Dan- | mörku hefur ákveðið að gefa öll- um opinberum starfsmönnum : heimilistölvu með aðgangi að Netinu og litaprentara. Starfs- mennimir þurfa aðeins að j greiða sem svarar 7.500 íslenskra ■; króna. ; Skjót lausn nauðsynleg Viðskiptaráðherrar 18 APEC- ríkja lýstu í gær yfir nauðsyn þess að vinna hið fyrsta bug á :; efnahagskreppunni í Asíu. I PKK-leiðtogi handtekinn I ítalska lögreglan handtók á i fimmtudagskvöld Abdullah Öcalan, leið- toga Kúrdiska verkamanna- flokksins, PKK, á Fiucim- ino-flugvellin- um í Róm. Flokkurinn er bannaður í Tyrklandi og er Öcalan eftirlýst- ur af tyrkneskum yfirvöldum. Öcalan, sem var að koma frá Moskvu, var með falsaö vega- bréf. Skipt á gíslum Tveir Serbar voru látnir lausir í Kosovo í gær gegn frelsi sjö Kosovoalbana. Serbamir og Ál- banamir voru óbreyttir borgar- ar. Danskt landnám í Mexíkó: Danfoss í víking Danska fyrirtækið Danfoss hefur nýlega opnað verksmiðju í Mexíkó. í verksmiðjunni verða framleiddir varmastÚlar fyrir kæli- og frysti- skápa og frystikistur. Verksmiðjan er viðbót við starf- semi fyrirtækisins og liður í áform- um um að gera fyrirtækið að al- þjóðafyrirtæki á sviði varmastilla, að því er talsmaður fyrirtækisins segir við Jyllands-Posten. Nýja verksmiðjan er í Monterrey þar sem Danfoss rekur fyrir verk- smiðju sem framleiðir pressur í kælivélar. Þessa stundina starfa 30 manns í nýju verksmiðjunni. Ætl- unin er að auka framleiðsluna jafnt og þétt og í árslok 1999 verði starfs- menn orðnir 100 talsins og fram- leiði um þrjár mifljónir varmastilla á ári. -SÁ Bandarísk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau sæju enga þörf á að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, færi til íraks til að reyna að miðla málum eins og Rúss- ar hafa mælst til. ífebrúar síðast- liðnum tókst Annan að ná sam- komulagi við Saddam Hussein íraksforseta á síðustu stundu og koma þannig í veg fyrir loftárásir Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins í Wash- ington, Joe Lockhart, sagði í gær að Bandaríkin teldu að skilaboðin til Saddams væru þegar ljós. Tæki hann ekki upp samvinnu við vopna- eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna á ný ætti hann á hættu hernaðarað- gerðir gegn írak. Lockhart tjáði fréttamönnum að Bandaríkin óskuðu enn eftir frið- samlegri lausn á deilunni. Rússnesk yfirvöld kváðust í gær vera á móti því að hemaðaraðgerð- um yrði beitt gegn írak. Rússar vör- uðu hins vegar íraka við þvi að hættan á árásum væri yfirvofandi fyndist ekki skjót lausn á deflunni um vopnaeftirlit. Sérstakur sendimaður Rússlands í Miðausturlöndum, Viktor Posu- valjuk, sagði í gær að Rússar myndu styðja nýja ferð Annans til Bagdads. írakar yrðu þá að tryggja að slík ferð yrði árangursrík. Kennari Viktor- íu meintur barnaníðingur Bandaríska alríkislögreglan hefur fundiö hundruð barnaklámmynda á heimili virts prófessors við Yale-háskólann í Bandaríkjun- um. Viktoría Svíaprinsessa Ivar nemandi: prófessorsins, Antonios Lasaga, á jarð- fræðinámskeiði síðastliðið vor. Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur sem notaðar voru til | að geyma klámmyndir og prenta þær út. Prófessorinn hefur nú látið af störfum við háskólann. :• Lögreglan hefur ekki fundið ; neitt sem bendir til að hann hafi : tengst alþjóðabarnaklámhringn- um Wonderland. Týndi breski drengurinn ekki fundinn s Fyrir sjö árum hvarf 21 mán- í aðar gamall breskur drengur, Ben Needham, á grísku eyjunni 1 Kos þar sem fjölskylda hans var í sumarleyfi. Nú kveðst breskur i ferðalangur hafa séð ijóshærðan | dreng á eyjunni Rhodos sem t svipar til lýsingarinnar á Ben. ÍFerðalangurinn tók myndir af drengnum upp á myndband og tókst að ná lokki úr hári hans sem breska lögreglan hugðist gera á DNA-próf. Gríska lögreglan tilkynnti í gær að ljóshærði drengurinn væri ekki Ben eins og öll breska þjóðin var farin að vona. í yfir- lýsingu grísku lögreglunnar sagði að foreldrar drengsins 5 hefðu getað staðfest hver hann í væri og það hefði læknirinn, j sem tók á móti honum í heim- inn, einnig gert. Fjölskylda Bens hefur oft orðið vonbrigð- um eftir að vonir hennar um að j drengurmn væri kominn í leit- ; irnar hafa brugðist. Ástsjúkir þorskar trufla kafbáta Norski sjóherinn á við * óvenjulegt vandamál að glíma. j Ástsjúkir þorskar trufla hljóð- mælingar kafbátanna í sjónum. i Torfur af tilfinningaheitum þorskum gefa svo mikil hljóð frá j sér að sónarkerfi kafbátanna j geta ekki numið önnur hljóð. Eiga kafbátarnir því erfitt með ;; að sigla um Noregshaf. Þetta kemur fram í skýrslu rannsókn- arstofnunar norska hersms. Þorskamir gefa frá sér hljóð- in með jöfhu miflibili til þess að j laða að sér félaga af hinu kyn- inu. Borgarstjóri stefnir byssu- framleiðendum Borgarstjórmn í Chicago, Ric- hai’d Daley, krefst sem svarar 35 milljörðum íslenskra króna í j bætur frá framleiðendum og , seljendum skotvopna. Segir ■ borgarstjórnm þá bera ábyrgð á I ofbeldinu í þjóðfélaginu. ILögreglan leggur hald á þús- undir óleyfilegra skotvopna á hverjum degi. Þess vegna telja yfirvöld að vopnasalar fylgist ekki nógu vel með því að vopn- I in komist ekki í hendur glæpa- ; manna. Vopnasalamir vísa I ásökunum á bug og segja •• ákvöröun borgarstjórans vera j áróður fyrir borgarstjórnar- j kosnmgamar á næsta ári. Yfir- j völd í fleiri borgum íhuga máls- | höfðun gegn vopnaframleiðend- i um. Kauphallir og vöruverð erlendis New York London Frartkfurt 4639 Tokyo 160 150 4.4268,21 140 iOU 120^ i /, ■ ■ NiKkel mBm i í S 0 N | Hong Kong 20000 gg 15000 10000 j 5000 9997,89 ■■■ Benstn 95 okt. EB Bensín 98 okt. HangSong Á S 0 N Hráolia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.