Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 49
DV LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Samuel Becket. Einþátt- ungar sem sýndir veröa á morgun í lönó eru eftir hann. Þrír einþáttungar Á morgun verða sýndir þrír einþátt- ungar eftir nóbelskáldið Samuel Beckett í Iðnó. Það er langt síðan verk Becketts hafa sést á islensku leiksviði og sannar- lega kominn tími til að kynna skáldið fyrir íslenskum leikhúsgestum. Þessir þrír einþáttungar heita Eintal, Ohio impromptu og Vögguvísa. Þessi verk eru að einu eða öðru leyti tilbrigði við tím- ann og sviðsetning þeirra einkennist af því; hér er stigið aðeins út fyrir þær ná- kvæmu leiklýsingar sem Beckett lét fylgja verkum sínum. Eintalið er hljóðritun sem flutt var i Útvarpsleikhúsi Ríkisútvarpsins fyrir sjö árum af Róbert Arnfmnssyni leik- ara. Leikstjóri var Árni Ibsen. Þessi hljóðritun verksins verður endurtekin í Iðnó og Róbert leikur á ný Mælandann sem talar ekki lengur heldur situr og hlustar á sín eigin orð á segulbandi. Leikhús í Ohio impromptu eru tvær persón- ur, Lesarinn og Hlustandinn. í upp- færslunni í Iðnó er Hlustandinn horf- inn af sviðinu en er samt sem áður ná- lægur. Lesarinn situr einn eftir og les úr minningabók sinni. Það er Ásta Arn- ardóttir leikkona sem er í hlutverki Lesarans. í Vögguvísu situr kona i ruggustól og hlustar á hljóðritaða rödd sína, frásögn af lífi sínu sem eins og ruggar henni í svefn. Það er María Ellingsen leikkona sem er í hlutverki þessarar konu sem langar að komast burt úr lífinu. Sýning- in er kl. 20.30. Bjartskvöld Annað kvöld kl. 21 munu rithöfundar Bjarts ásamt hljómsveitinni Sigurrós stíga á Stokk í Kaffileikhúsinu. Meðal þeirra sem lesa upp úr verkum sínum eru Guðrún Eva Mínervudóttir, Huldar BreiðQörð, Haraldur Jónsson, Jón Karl Helgason, Sigfús Bjartmarsson og Þor- valdur Þorsteinsson. Besti vinur Ijóðsins Upplestur verður á vegum Besta vinar ljóðsins á Gráa kettinum við Hverfisgötu á morgun kl. 16. Þeir sem lesa úr verkum sín- um eru Guðrún Eva Mínervudóttir, Auður Jónsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Amaldur Indriðason. Finnsk kvikmynd í Norræna húsinu Á morgun kl. 14 verður finnska kvik- myndin Koiravarkaat eða Hundaþjófar sýnd i sal Norræna hússins. Þetta er leik- in mynd um þijá tólf ára drengi sem finna hund lokaðan inni í yfirgefnum bíl. Myndin er ætluð börnum og unglingum. Á morgun kl. 15 verður kvikmyndin Hin unga sveit sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10. Mynd þessi var gerð í Sovétríkj- unum árið 1948 og er leikstjóri Sergei Gerassimov. í myndinni er fjallað um at- burði sem gerðust á hemámssvæði Þjóð- verja í vesturhluta Sovétríkjanna 1943. Samkomur í tengslum við yfirlitssýninguna Ævi og list í Hafnarborg mun Aðalsteinn Ing- ólfsson flytja fyrirlestur um steinmyndir Sigurjóns Ólafssonar í Hafnarborg á morgun kl. 16. Ásgeir Bjömsson, sérfræðingur á rannsóknarstofu íslenskrar erfðagrein- ingar, mun halda erindi sem hann nefnir Hvemig stöðvast nýmyndun próteina? að Lynghálsi 1 í dag kl. 14 og að því loknu er opið hús. Nýtt starfsumhverfi þjóðkirkjunnar í fyrramálið kl. 10 verður fræðslumorg- un í Hallgrímskirkju. Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur mun fjalla um stööu, stjóm og starfshætti kirkjunnar. á Austfjörðum Hvasst Um 500 km suðvestur af Vest- mannaeyjum er 996 mb. lægð sem þokast austur og eyðist en við norð- austurströnd Grænlands er 1041 mb. hæð sem mjakast suður á bóginn. Veðrið í dag í dag dregur úr vindi um landið vestanvert en gengur í allhvassa norðanátt á Austfjörðum. Hiti verð- ur á bilinu 0 til 3 stig en kólnar víð- ast hvar niður undir frostmark seint í dag. Frost verður 0 til 5 stig á morgun, kaldast norðaustanlands. Á höfuborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi og létt- skýjað og vægt frost. Sólarlag í Reykjavík: 16.31 Sólarupprás á morgun: 9.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.39 Árdegisflóð á morgun: 4.13 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 1 Akurnes úrkoma í grennd 3 Bergsstaðir Bolungarvík skýjað 2 Egilsstaöir 1 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 1 Keflavíkurfl. skýjað 2 Raufarhöfn skýjaó 2 Reykjavík skýjaó 2 Stórhöfói skýjaó 4 Bergen skýjað 4 Kaupmhöfn skýjað 5 Algarve skýjað 18 Amsterdam alskýjað 9 Barcelona skýjað 17 Dublin léttskýjaö 7 Halifax léttskýjað 4 Frankfurt rigning 7 Hamborg þokumóöa 3 Jan Mayen snjóél á síó.kls. -1 London alskýjaö 9 Lúxemborg skýjað 5 Mallorca skýjað 17 Montreal léttskýjað -2 Nuuk alskýjað 3 París rigning 7 Róm heiöskírt 14 Vín þokumóða 3 Winnipeg heiðskírt 10 Stefán Hiimarsson og Guömundur Jonsson í góöum gfr. gáfudansleiks á Akureyri í kvöld, nánar tiltekið í Sjallanum. Heppn- ir gestir fá eintak af Gullna hlið- inu að gjöf. Gert hefur verið myndband við eitt nýju laganna, sem senn fer að sjást á sjónvarps- skjám landsmanna og mun það ásamt öðrum lögum hljóma í höf- uðvígi tónlistarinnar á Akureyri, Sjallanum í kvöld. Suðræn sveifla í Kaffileikhúsinu Vegna fjölda áskorana mun Jó- hanna Þórhallsdóttir söngkona ásamt hljómsveit sinni, Six-pack latino, laða gesti Kaffileikhússins fram á dansgólfið með blóðheitri salsa, rúmbu, sömbu, tangó, jive og cha-cha í kvöl. Six-pack latino steig fyrst á sviö í Kaffileikhúsinu í október síöastliðnum og komust færri að en vildu. Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari, Páll Torfi Ön- undarson gítarleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari, Þorbjörn Magnússon kóngaslagleikari og Þórdís Claessen slagverksleikari. Þetta eru síðustu tónleikar Six- pack latino í Kaffileikhúsinu á þessu ári og fólk hvatt til að nota tækifærið, taka fram rúmbuskóna og koma að dansa! Skemmtanir Sálin Hljómsveitin Sálin hans Jóns mins fagnar tíu ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni kom út í gær tvö- föld geislaplata, sem inniheldur öll þekktustu lög Sálarinnar á tíma- bilinu 1988-1998. Að auki eru ný lög á plötunni. Platan ber nafnið Gullna hliðið. Þar sem sveitin er er fyrst og fremst þekkt fyrir kraftmikil og dramatísk dansiböll hefur verið ákveðið að blása til út- Akureyri: í Sjallanum dagsönn Sigrún Eövalds- dóttir er ein margra tónlistar- manna sem koma fram á tónleikun- um í Kristskirkju. Styrktartónleikar Caritas ísland (hjálparstofnun kaþ- ólsku kirkjunnar) hefur ákveðið að verja sinni árlegu aðventusöfnun til að styrkja endurhæfmgima á Reykja- lundi. Áf því tilefni verður efnt til styrktartónleika í Kristskirkju á morg- un kl. 17. Á efnisskránni eru verk eft- ir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Bellini, Haydn, Hummel, Rachmanioff og fleiri. Tónlistarmennirnir sem sjá um flutninginn eru Áshildur Haralds- dóttir sem leikur á flautu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Einar Jó- hannesson á klarínettu, Helga Þórar- insdóttir á víólu, Richard Talkowsky á selló, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Sig- nin Hjálmtýsdóttir sópran og Ulrik Ólason á orgel. Trístan og Isolde Richard Wagner-félagið sýnir í dag kl. 13 óperuna Tristan og Isolde í Nor- ræna húsinu. Áður en sýningin hefst mun Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir, fjalla um óperuna í stuttu máli. Uppsetningin, sem sýnd verður, er frá Festspieljaus í Bayreuth frá ár- inu 1982. Hljómsveitarstjóri er Daniel Barenboim. í helstu hlutverkum eru René Kollo, Matti Salminen, Johanna Meier og Hermann Bect. Djass á Múlanum Annað kvöld munu Jazzpúkarnir halda tónleika á Múlanum, Sólon ís- landus. Leiknir verða ýmsir þekktir djassstandardar, blúsar og frumsamið efni. Hljómsveitin samanstendur af einvalaliði úr milljónamæringunum þeim Jóel Pálssyni, saxófónn, Ástvaldi Traustasyni, píanó, Guðmundi Stein- grímssyni trommur og Birgi Braga- syni bassi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tónleikar Létt sveifla á kvöldmessu Kvöldmessa með létrri sveiflu verð- ur í Neskirkju annað kvöld. Reynir Jónasson harmonikuleikari og org- anisti sér um tónlistarflutning ásamt hljómsveit og sönghóp. Hljómsveitina skipa Edwin Kaaber gítar, Ómar Ax- elsson bassi, Sveinn Óli Jónsson trommur og Reynir á harmóniku. Dag- skráin hefst kl. 20. Kammermúsíkklúbburinn Á tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30 verða flutt verk eftir Beethoven og Mozart. Flytjendur eru Guðrún Birgisdóttir á flauta, Auður Hafsteins- dóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á lágfiðlu, Bryndis Halla Gylfadóttir á knéfiðlu og Anna Guðný Guðmunds- dóttir á píanó. Útgáfutónleikar Rússíbananna Hljómsveitin Rússíbanar heldur tónleika í Islensku óperunni í kvöld kl. 20.30 í tilefni af útkomu annarrar geislaplötu sinnar, Elddansins, en á henni er að finna fjölbreytta tónlist, íjöruga salsa- og gyðingatónlist i bland við ungverska dansa og finnska slagara. Rússíbanar eru: Einar Krist- ján Einarsson, gítar/búsúk, Guðni Franzson, klarínetta, Jón Skuggi, kontrabassi, Kjartan Guðnason, trommur/slagverk og Tatu Kantomaa, harmðníka. Gengið Almennt gengi Ll 13. 11. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenqi Dollar 70,000 70,360 69,270 Pund 116,870 117,470 116,010 Kan. dollar 45,250 45,530 44,900 Dönsk kr. 10,9060 10,9640 11,0520 Norsk kr 9,3390 9,3910 9,3900 Sænsk kr. 8,6490 8,6970 8,8310 Fi. mark 13,6320 13,7120 13,8110 Fra. franki 12,3700 12,4400 12,5330 Belg. franki 2,0101 2,0221 2,0372 Sviss. franki 50,3700 50,6500 51,8100 Holl. gyllini 36,7800 37,0000 37,2600 Þýskt mark 41,4800 41,7000 42,0200 it. lira 0,041910 0,04217 0,042500 Aust. sch. 5,8940 5,9300 5,9760 Port. escudo 0,4050 0,4076 0,4100 Spá. peseti 0,4882 0,4912 0,4947 Jap. yen 0,571700 0,57510 0,590400 írskt pund 103,200 103,840 104,610 SDR 97,090000 97,67000 97,510000 ECU 81,6400 82,1300 82,7000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.