Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 15 Þegar ég var ráöinn ritstjóri DV þótti mörgum sem allir aðilar máls- ins tækju fullmikla áhættu. Hin íhaldssamari öfl töldu sig þrátt fyr- ir Jónas eiga pólitískan eignarrétt að blaðinu. Ýmsir þóttust líka greina djúpt samsæri þar sem eig- endur blaðsins hefðu ákveðið að beita DV leynt eða ljóst til stuðn- ings Reykjavíkurlistanum í borgar- stjómarkosningunum sem þá vora framundan. Á vinstri vængnum virtist einnig sem margir álitu blaðið í túnfæti Sjáifstæðisflokksins og ég legði sjálfan mig í hættu með því að gerast „framlenging á armi íhaldsins" einsog Mörður Árnason, ís- lenskufræðingur og vinur til margra ára, orðaði það við mig. Ráðningin var nægilega umdeild til að verða umræðu- efni í öðrum miðlum. Um hana var fjallað í þáttum ljósvakans og hún var harðlega for- dæmd í tímaritum, m.a. í kjarnyrtum leiðara eins þeirra. Morgunblaðið birti ritstjórnargrein þar sem staðhæft var að ekki væri hægt að treysta skoðana- könnunum DV um fylg- ið í Reykjavík útaf mægðum með miklum sóma. Það varð aldrei tilefni mikillar gagnrýni frá hægri. í aðdraganda borgarstjórnarkosn- inganna birtist á annan tug greina og bréfa í fjölmiðlum, þar á meðal DV, þar sem því var haldið fram að ég misbeitti ritstjóravaldi mínu til að hygla svilkonu minni, Ingibjörgu Sólrúnu, og Reykjavíkurlistanum. Árni Sigfússon, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gat þessa opin- berlega. Þegar hann sat fyrir svör- um DV í vikunni fyrir kosningam- ar var afstaða hans mildari. Af orðum h a n s mátti máli Hrannars B. Amarssonar og Helga Hjörvar. Á DV einsog alla aðra fjölmiðla barst stöðugur straumur af gögnum sem áttu að sýna fram á meint misferli af þeirra hálfu. í upphafi lutu þau gögn aðeins að fjárhagslegum erfiðleikum fyrirtæk- is sem þeir höfðu stofnað þegar þeir voru um tvítugt. Fyrirtækið hafði gert nauðasamninga og stóð í skil- um. Það var ritstjórnarleg ákvörð- un, sem ég átti meðal annars þátt í, að það eitt og sér verðskuldaði ekki sérstaka umfjöllun þó fyrirtæki á vegum tveggja ungra manna hefði lent í hremmingum sem þeir hefðu samið sig út úr með samþykki lánardrottna. Hún grundaðist á því viðhorfi að það sé ekki pólitísk misgjörð að hafa lent í fjárhags- legum þrengingum. Fyrirtæki annars frambjóðanda á vegum annars flokks í öðru sveitarfélagi hafði lent í svipuðum erfiðleikum. Það hafði einnig gert nauðasamn- inga og staðið í skilum. Því var sömuleiðis haldið að DV að skrifa um það mál. Það var ekki gert. Bæði málin fengu sömu meðhöndl- un. Sama virtust aðrir fjöl- miðlar gera. Tök DV á þessu máli ollu einnig harðri gagnrýni af hálfu ýmissa sem tengdust Reykjavíkurlistanum. Þau ollu líka vinslitum mínum og gamalla baráttufélaga, sem töldu blaðið mjög ósanngjarnt í garð þess- ara tveggja ungu manna, einkum þessu tilviki eru það lesendur DV. Ef blaði er misbeitt kemur það aug- ljóslega niður á gæðum þess sem vöru. Þeir sem sáu skrattann skrifa gegnum nýjan ritstjóra DV spáðu þessvegna fækkun lesenda blaðsins. í vikunni var birt fjölmiðlakönn- unin sem Félagsvísindastofnun gerði. Hún sýndi eftirfarandi: Á síð- ustu tólf mánuðum hefur lesendum DV fjölgað meðan lesendum Morg- unblaðsins hefur fækkað. Blaðið hefur aukið útbreiðslu sína með- al ungra lesenda, neytenda framtíðarinnar, meðan önnur blöð hafa tapað ungum lesend- um. í krafti klassískrar rök- fræði kemur fyrir að Hannes Hólmsteinn slampast á réttar niðurstöður á röngum forsend- um. En jafnvel hann gæti ekki haldið því fram andspænis þessum staðreyndum að póli- tísk misbeiting ritstjóra DV hafi fælt lesendur frá blaðinu. umbótastefna is vegar ekki að vera jafnaðarmaður þegar ég varð ritstjóri. Þær skoðanir sem ég birti í leiðurum DV eru mínar eigin skoð- anir og þ æ r grund- a s t mÍSjm . § - Makt miðlanna ritstjórans og borgarstjórans í Reykjavík. Sú staðhæfing var að sönnu dregin til baka, enda talaði blaðið sjálft fyrir nákvæmni sinni: Engin könnun var jafnnálægt úrslit- um kosninganna í Reykjavík og könmm DV. Pólitískar mægðir Ritstjóratign mín leiddi til að kunningi minn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem ég hef stundum kallað besta áróðursmann vinstri vængsins, fékk pólitískt þrá- hyggjukast sem hann er ekki kom- inn úr ennþá. Honum fannst það vont að þingmaður jafnaðarmanna skyldi allt í einu orðinn ritstjóri á blaði á borð við DV. Sýnu verra þótti honum þó að ritstjórinn væri giftur mágkonu borgarstjórans í Reykjavík, sem hann er líka með á heilanum. Sumstaðar telja menn ranglega að kynhneigð eigi að ráða hvort menn megi gegna vissum embættum. Hannes er hins vegar eini maðurinn sem telur að röng eiginkona útiloki menn frá mannréttindum á borð við atvinnufrelsi. í pólitískri umræðu helgar til- gangurinn oft meðalið. í þessu íra- fári horfðu gagnrýnendur frá hægri jafnan framhjá að ekki eru nema örfá ár síðan ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ritstjóri DV ráða að hann teldi ekki fréttaskrif blaðamanna seld undir þá sök, held- ur ritstjómargreinar blaðsins. Mörður sagði að skrif drengja- sveitar Hannesar hefðu bjargað pólitísku mannorði mínu. Meðan ég væri ásakaður um að stýra sigur- sælli kosningabaráttu Reykjavíkur- listans frá ritstjómarskrifstofu DV þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af að pólitísk þyngd mín á vinstri kantin- um færi þverrandi! Mál Hrannars Dæmin sem nefnd voru til að staðfesta þessa skoðun voru einkum tvö. Það var gagnrýnt að fyrirsögn á forsíðu sem vísaði á ofangreind svör Árna Sigfússonar hefði verið fremur neikvæð í hans garð. Hún hljóðaði svona: „Pólitísk framtíð undir.“ Á hinn bóginn hefði fyrir- sögnin á sams konar grein Ingi- bjargar Sólrúnar verið sterk fyrir hana: „Ófrægingarherferð Sjálf- stæðisflokks.“ Öðrum þótti dæmi helsti langsótt til að vera sönnun um stórfellt pólitískt samsæri gegn Sjálfstæðisflokknum. En hér réð auðvitað mat fréttastjóra þó formleg ábyrgð væri ritstjóra einsog á öllu sem í DV birtist. Sömuleiðis var það harðlega gagnrýnt af fylgismönnum Sjálf- stæðisflokksins hvemig DV tók á Össur Skarpháðinsson ritstjóri Þegar upplýsingar bárust um fleiri fyrirtæki sem tengdust um- ræddum frambjóðendum Reykjavík- urlistans og vora í erfiðleikum eða höfðu orðið gjaldþrota taldi DV að málið horfði ööruvisi við og tók málið tO umfjöllunar. Aðrir fjöl- miðlar, þar á meðal Morgunblaðið, voru á sama tíma mun varfæmari í skrifum um það. Hrannars. Á öllum stigum þessa máls voru hins vegar lagðar ná- kvæmlega sömu ritsfjómarlegu for- sendurnar til grundvallar umfjöllun blaðsins og það beitir á önnur skrif sín. Mér þykir að sönnu vænt um svilkonu mína borgarstjórann og monta mig stundum af því að hafa útvegað henni eiginmann. Það breytir því ekki að hún hefur ekki farið varhluta af bragðnum brandi DV. Nýlegar fréttir blaðsins af laun- um hennar fyrir fundarsetu í hafn- arnefnd og afskipti af vinveitinga- leyfi KR benda ekki til að mægðir séu skjól fyrir óvægnu aðhaldi af hálfu blaðsins. Dómarar Það er hins vegar eðlilegt álita- efni hvort menn sem eru virkir í stjórnmálum, svo sem aiþingis- menn, eigi að vera ritsfjórar blaða. Sú hætta er fyrir hendi að þeir mis- noti aðstöðu sina til að þjóna eigin pólitísku skoðunum. í þessu efni reynir ekki síst á dómgreind ein- staklingsins sem um ræðir. DV er ekki opinber stofnun held- ur einkafyrirtæki. Eigendurnir ráða sjálfir hvaða áhættu þeir taka með ráðningum ritstjóra. Einu dóm- ararnir sem máli skipta um ágæti þeirrar ákvörðunar era þeir sem kaupa vöruna sem þeir framleiða. I að sjálfsögðu af lífsviðhorfi mínu. Útgefendur blaðsins vissu allt um þær þegar þeir buðu mér starfið. Það kann jafhvel að vera að þeir hafi talið þær endurspegla viðhorf þess hóps sem daglega les blaðið. í leiðurum mínum hef ég aftur og aftur hamrað á nauðsyn veiði- leyfagjalds, talað fyrir Evrópusam- bandinu, reifað nauðsyn þess að er- lendu fiármagni verði hleypt í fisk- vinnsluna, boðað aukið frelsi í inn- flutningi á landbúnaðarvörum, ráð- ist gegn virkjunargleði stjórnvalda og skammað þau fyrir kolranga stefnu í málefnum hálendisins. Ég lít á mig sem frjálslyndan um- bótamann, sem vill auka frjálsræði á öllum sviðum þjóðlifsins samhliða því að viðhalda því velferðarneti sem hefur einkennt íslenskt samfé- lag síðustu áratugi. Þessi viðhorf má sameiginlega flokka sem frjáls- lynda umbótastefnu. Þau er að sönnu hægt að finna í stefnu ýmissa stjórnmálaflokka, ekki síst Álþýðu- flokksins. En eitt eiga þau sam- merkt: Þau hafa gengið einsog rauð- ur þráður í gegnum ritstjómarskrif DV frá upphafi. DV er frjálslynt um- bótablað sem beitir sérhvert stjóm- vald óvægnu aðhaldi. Ég geri ekki ráð fyrir að það breytist meðan núverandi eigendur era til staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.