Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Davíð Oddsson forsætisráðherra er hér ásamt Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, á leið til viðræðufundar þeirra í Bonn. Á ferð sinni til Þýskalands hefur Davíð einnig hitt Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, og fleiri stjórn- málamenn. Eftir fundinn með Schröder lá leiðin til Berlínar þar sem verið er að byggja hús yfir sendiráð íslands. Símamynd Reuter S L J Ó S A 'A P E R U R SYLVANIA Sjö veiktust af salmonellu Sjö farþegar sem ferðuðust með Samvinnuferðum-Landsýn til Keníu og komu heim fyrir viku fengu slæma salmonellusýkingu. Ekki er vitað ann- að en að þeir séu á batavegi. Þá fengu nokkrir illt í magann án þess að verða veikir. Kristján Gunnarsson, fjármála- stjóri SL, sagði við DV að Hollustu- vernd hefði fundið þrjár mismunandi sýkingar úr sýnum. Það benti til að þeir sem veiktust, sem voru í 400-500 manna hópi á vegum ferðaskrifstof- unnar, hefðu ekki veikst af mat á hót- elinu né af mat í flugvélinni á leiðinni heim. Ef svo hefði verið hefðu mun fleiri veikst. -hlh LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1998 Skjálftafræðingar spá 5,5 stiga skjálfta: Sprungur gætu mynd ast i húsum mikil spenna á Hellisheiðarsvæðinu „Við gætum átt von á skjálfta af stærðargráðunni 5,5 á Richter á næstunni. Ég myndi segja að slíkur skjálfti gæti valdið einhverjum sprungum í húsum í næsta nágrenni við upptök hans. Hann myndi ekki valda hruni eða slíku en þungir hlutir á stööum næst upptökum myndu færast meira til en í skjálft- anum í morgun (í gær) þar sem frek- ar léttir hlutir færðust til. Ég held að maður eigi að líta svo á að fólk eigi að vera á varðbergi - til dæmis að liggja ekki fyrir framan sjón- varpstæki sem gætu hreyfst úr stað. Við erum ekki að spá heldur vinna út frá því að skjálfti af þessari stærð geti komið á næstunni," sagði Ragn- ar Stefánsson jarðskjáiftafræðingur, aðspurður um horfur á öðrum og stærri skjálfta en þeim sem reið yfir Suðvesturland og víðar í gærmorg- un. Hann mældist rétt um 5 á Richt- er, að sögn Ragnars. Skjáiftinn í gær fannst austur að Vík í Mýrdal og vestur í Dali. En hvað er það sem segir jarð- skjátftafræðingum að von sé á skjálfta af styrkleikanum 5,5? „Frá Fremstadal í Hengli og suð- ur á móts við Hjallahverfi í Ölfusi er 10-15 kíiómetra löng sprunga,“ sagði Ragnar. „Orka í hluta af henni leystist úr læðingi í júní - sá skjálfti mældist 5,1. Syðsti hluti sprungunnar leystist síðan úr læð- ingi í morgun (1 gær) og hann mældist rétt um 5. Þarna á milli er 7-8 kílómetra svæði þar sem enn er mikil spenna. Haftið þarna á milli hefur lítið hreyfst enn þá. Þama getur orðið skjálfti á næstu dögum en þó jafnvel ekki fyrr en eftir eitt ár.“ Ragnar sagði að skjátftinn i gær hefði verið hraðari og harðari en skjálftinn í júni. „Sprungan sem þá hreyfðist var líklega nokkrir kílómetrar að lengd og náði lang- leiðina upp á yfirborðið. Sprungan núna var ekki nema 1-2 kílómetr- ar og kom ekki nálægt yfirborði," sagði Ragnar Stefánsson. -Ótt ffátindur ándegjunnar HVAÐ VILL ÞESSI .RICHTER UPPÁ DEKK?,1 -5° tJ*. „y—' /•.. -2 / Ve&urstofu íslands Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Léttskýjað um allt land Veðrið á mánudag: Hlýnandi veður og þurrt norðanlands A morgun, sunnudag, verður hæg breytileg átt og léttskýjað um nær allt land, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestan- lands undir kvöld. Gert er ráð fyrir tatsverðu frosti, einkum í innsveit- um. Á mánudag er gert ráð fyrir suðaustan-hvassviðri með rigningu eða slyddu sunnan- og suðvestanlands, mun hægari annars staðar. Veður fer hlýnandi og þurrt verður að mestu norðaustan tit. Veðrið í dag er á bls. 57. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.