Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 30>"W
kfréttfr____________________________________________
Vinstrihreyfingin - grænt framboð:
Grænt og rautt að
hætti Evrópuþjóða
Gjörbreytt flokkaflóra
Frjálslyndi lýðræðlsflokkurinn Stofnaöur 28. nóvember 1998, formaöur Báröur Halldórsson. Framboö óvisst.
Frjálslyndi flokkurinn LJ Stofnaöur 26. nóvember 1998, formaður Sverrir Hermannsson. Framboö um allt land.
Kristilegi lýðræðisflokkurinn Óformlega stofnaöur, leiötogi hans er Árni B. Guðjónsson. Ætlar aö bjóöa fram í Reykjavíkog á Reykjanesi.
Samfylkingin r 3 Óformlega stofnaöur 30. janúar, framboö um allt land, rætt um Jóhönnu eöa Margréti í forystusæti.
Vinstri hreyfingin/ grænt framboð 1 N m s
Stofnfundur var í gær og í dag,
framboð um allt land.
r»CT
Fimm nýir flokkar á 10 vikum
Fjórir kunnir alþingismenn
standa í brúnni í nýjum stjórnmála-
flokki, Vinstrihreyfingunni - grænu
framboöi, sem formlega var stofnað-
ur í gærkvöld í Rúgbrauðsgerðinni,
þeim víðkunna veislusal að Borgar-
túni 6. Þetta eru þau Kristín Hall-
dórsdóttir, sem kemur frá Kvenna-
lista; Ögmundur Jónasson, sem sit-
ur sem óháður á þingi en fór fram
með lista Alþýðubandalagsins; og
síðan eru tveir gamlir alþýðubanda-
lagsmenn: Hjörleifur Guttormsson
og Steingrímur J. Sigfússon. Sér til
halds og trausts fengu þeir línuna
frá sænska vinstriflokknum, öldn-
um flokki en róttækum.
Fréttaljós
Jón Birgir Pétursson
Menning og stjórnmál
Fundur var settur klukkan 17.45 en
að loknu setningarávarpi var Amar
Jónsson með upplestur. Ungliði, Drífa
Snædal, ávarpaði samkomuna, þá var
leikin tónlist, og loks kom ávarp
sænska Evrópuþingmannsins Jonasar
Sjöstedt, sem er fulltrúi Vanstreparti-
et, 82 ára gamals flokks, sem fékk 12%
atkvæðanna í Svíþjóð í fyrra og 43
þingsæti í Riksdagen. Eftir matarhlé
var síðan skipað í starfsnefndir, rætt
um lög flokksins, lögð fram drög að
stefnuskrá, stjómmálayfirlýsingu og
kosningaáherslum. í dag heldur vinn-
an áfram og hinn sænski gestur
flokksins mun flytja erindi og svara
fyrirspurnum. Flokkur hans er rót-
tækur, og flokksleiðtoginn, hin fimm-
tuga Gudmn Schyman, er ærið litrík
persóna og oft í fréttum sænskra fjöl-
miðla fyrir ýmis uppátæki. Að lokinni
umræðunni, kl. 14.30 í dag, er ætlunin
að ganga til stjómarkjörs og kjósa 9
manna stjórn.
Steingrímur J. Sigfússon sagði i
gær að nokkur hundruð manns hefðu
nú þegar komið til liðs við hina nýju
hreyfmgu. Þar á meðal væri margt
fólk sem ekki hefur áður skipt sér af
pólitík, en gefur nú kost á sér vegna
þeirrar áherslu sem lögð er á um-
hverflsmál hjá hinum nýja flokki.
Umhverfismál eru önnur meginstoð
hins nýja flokks - brennheit vinstri
stefna í pólitík hin. Ekki er búið að
ganga frá framboðum Vinstrihreyf-
ingarinnar, en alls staðar eru framboð
undirbúin.
Línur að skýrast í pólitík
Pólitískt umhverfi á íslandi er að
breytast. Sjálfstæðisflokkurinn að-
hyllist hægri stefnu, Framsóknar-
flokkur telst vera á miðju en hallast
mjög að samstarfsflokknum í hægri
hugsun. Lýðræðisflokkar Sverris Her-
mannssonar og Bárðar Halldórssonar
eru líka hægri flokkar í hugsun. Og
nú kemur róttækur vinstri flokkur
sem sækir hugmyndir til hins aldna
sænska vinstriflokks, sem hefur verið
flokkaður sem kommúnistaflokkur.
Samfylkingin er auðvitað stóri krata-
flokkurinn sem hlaut að fæðast á ís-
landi eins og í öðrum Evrópulöndum.
Kjósendur í vor þurfa að taka til í
hugarfylgsnum sínum, við þeim mun
blasa spánýtt pólitískt umhverfi.
Leiðin heim
Því hefur verið haldið fram að
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
eigi eftir að sækja í heimahagana á
ný.
„Það er spurning hver væri þá að
fara hvert. Mér finnst það merkilegt
að menn skuli umsvifalaust komnir
með vangaveltur um slíkt. Eigum við
ekki að leyfa þessum vetri að líða - og
kosningunum. Þá getum við í fram-
haldinu velt því fyrir okkur hvaða
skilaboð kjósendur séu að senda með
atkvæði sínu. Þarna er nýtt landslag í
íslenskri pólitik að myndast. Við skul-
um hlusta á raddir kjósendanna og
taka síðan mark á því sem þeir segja.
Ég hef trú á skynsemi kjósenda, þeir
reyna að ráðstafa atkvæðinu meðvit-
að,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Nýja framboðið mun stilla upp í öll-
um átta kjördæmunum.
-JBP
Nemendaleikhúsinu breytt í skjalasafn fyrir Hagstofuna:
Klúöur og frekja
- segir Egill Pálsson leiklistarnemi
Hagstofan mun á næstu dögum og
vikum hertaka Nemendaleikhúsið í
Lindarbæ á Lindargötu sem er
einnig notað sem æfmgahúsnæði
fyrir nemendur Leiklistarskóla ís-
lands. Húsið hefur veriö notað sem
leikhús í 36 ár og þar af í 20 ár sem
nemendaleikhús. Egill Pálsson leik-
listarnemi segir mikla óánægju
meðal leiklistarnema með þessi
endalok æfmgahúsnæðis leiklistar-
skólans. „Við sem erum á lokaárinu
okkar í skólanum erum núna að
gera sjónvarpsmynd í húsinu og eig-
um eftir að setja upp leikrit en
menn eru héma byrjaðir að vinna
að því að gera þetta að skjala-
geymslu,“ segir Egill. Hann segir að
búið hafi verið að lofa leiklistar-
nemum nýju sviði í kjallara hús-
næðis leiklistarskólans á Sölvhóls-
götu og langt sé í land með að það
verði klárað og Egill segir hringa-
vitleysuna vera endalausa. „Það er
byrjað að breyta þeirri aðstöðu sem
er baksviðs og við notuðum sem
kaffiaðstöðu og fyrir förðun o.fl. Það
er verið að vinna í húsnæðinu með-
an við emm að taka og m.a. er mál-
ari að koma svæðinu í lag fyrir Hag-
stofuna," segir hann. Hann segir að
nemendunum hafi verið boðið æf-
ingahúsnæði í Hafnarfirði í stað
þess sem er á Lindargötu en enginn
áhugi hafi verið fyrir því i hópi
nemenda að færa menninguna til
Hafnarfiarðar. „Þetta er dæmigert
klúður yfirvalda og frekja í hag-
stofustjóra. Þetta er yfirgangur og
skrýtið að fjármálaráðuneytið skuli
ætla að taka þetta af okkur þegar
menntamálaráðuneytið hefur ekki
útvegað okkur annað. Þetta er auk-
inn kostnaður fyrir ríkið ef eitthvað
er,“ segir Egill. Og það er ekkert far-
arsnið á leikurunum upprennandi:
„Við fómm ekki fet, það er alveg á
hreinu," sagði Egill sem leikur ljós-
myndarann Dússa í myndinni. -hb
Leiklistarnemarnir vilja ekki færa menninguna til Hafnarfjarðar.
DV-mynd Teitur
Tímafikt Mogga
Vísir.is var sem oftar fyrstur með
fréttimar þegar sagt var frá því að
enska knattspyrnufélagið Leicester
hefði keypt Arnar Gunnlaugsson
af Bolton. Fréttin var
• \ birt örfáum andartök-
um eftir að fyrst var
skýrt frá henni á sjón-
varpsstöðinni Sky.
DV- og Vísismenn
fylgdust grannt með
keppinautnum,
fréttavef Moggans.
Nokkrar mínútur liðu án þess að
fréttin um Amar birtist þar. Loks,
um 7 mínútum síðar, birtu Mogga-
menn fréttina. En viti menn, hún
var tímasett tveimur mínútum fyrr
j en frétt Vísis.is. Fréttastofa Ríkisút-
: varpsins gekk í gildruna í kvöld-
fréttatima sínum og vitnaði sam-
viskusamlega í frétt Moggavefsins.
Sama gerðist fyrr í vetur þegar Vís-
1 ir.is sagði frá falli Kristins Bjöms-
j sonar skíðakappa. Tveimur mínút-
: um síðar birtist fréttin á Moggavefn-
um en tímasett tveimur mínútum
áður en Kristinn datt. Menn spyrja
hvort Kringlan sé í öðra tímabelti en
aörir staðir á íslandi...
Stærri í útlöndum
I vikublaðinu Austurlandi var
frétt þar sem sagt var frá skrifum
sænska dagblaðsins Eskilstuna Kuri-
ren um Norðfjörð en Eskilstuna og
NorðQörður eru vina-
bæir.Kristinn V.
Jónsson, stjórnarfor-
maður Síldarvinnsl-
unnar, var helsti
heimildarmaður
sænska blaðsins við
vinnslu greinarinn-
ar. Eitthvað virðast
titlarnir hafa skolast til í kolli Krist-
ins. í greininni er vitnað til hans sem
forstjóra Síldarvinnslunnar. Einum
íbúa á Norðflrði varð þá að orði að
oft yrðu menn stærri í útlöndum...
Hulduher af stað?
í Suðurlandi, blaði sjálfstæðis-
manna sunnanlands, er rakin kosn-
ingasaga sjálfstæðismanna frá gull-
: aldaráram þeirra þegar Ingólfur á
Hellu leiddi flokkinn
til sigurs í tæpa tvo
áratugi. 1978 hafi sjálf-
stæðismenn goldið
mikið afhroð undir
forystu Eggerts
Haukdals og enn
meira árið eftir þeg-
ar Haukdal var í sér-
framboði. Mikil uppsveifla hafi hins
vegar orðið er Þorsteinn Pálsson
kom inn á listann 1983. Er endað á
:því að segja frá síðasta útspili Hauk-
dals sem hafi oröið til þess að krat-
inn Lúðvík Bergsveinsson komst á
þing. Þykir mönnum fróðlegt aö vita
hvað tíminn fram að kosningum ber
í skauti sér. Talið er að hinn stóri
stuðningsmannahópur Haukdals uni
því ekki að eingöngu verði Árnesing-
ar eða Vestmannaeyingar á listan-
um. í því sambandi minnast menn
þess ekki að hafa heyrt Eggert segja
að hann æfli ekki fram...
í kynlífið kafandi
Karlar og konur spá
mikið í undralyflð Vi-
agra og stinningar-
plásturinn. Auðberg-
ur Jónsson, heilsu-
gæslulæknir á Egils-
stöðum, setti þessa
limra saman:
1 Nú ýmsir í kynlífló kafandi
%þó að kannski sé vart yflr hafandi.
Þetta leitar á þá
isem að langar nú smá
þð að hengslist þeir lifshlaupiö lafandi.
) Nú má veró' eins og folarnir frýsandi,
gefafordœmió glœsilegt lýsandi.
I Settu plásturinn á,
taktu pillu og sjá:
Þinn mun manndómur mjögfara risandi.
Umsjón Haukur L. Haukssson
Netfang: sandkom @ff. is