Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 30
Það hefur ekki lítið gengið á með-
al æðstu manna í enska knatt-
spymusambandinu eftir að Glenn
Hoddle, landsliðsþjálfari þess, lét
þau orð falla í The Times að fatlað-
ir gætu sjálfum sér um kennt; þeir
hefðu í fyrri lífum gert eitthvað
hræðilegt sem væri orsök fötlunar
þeirra núna. Glenn hefur verið
mjög sérstakur í háttum i gegnum
tíðina og þá sérstaklega í þjálfun
sinni upp á síðkastið en hann hefur
meðal annars haft til taks sérstakan
heilara fyrir liðsmenn sína.
Glæstur ferill
Glenn Hoddle er fæddur árið 1957
í Hayes í Englandi. Hann byrjaði
mjög snemma í knattspyrnu og
strax árið 1974 var hann kominn til
Tottenham Hotspur. Ári síðar gerð-
ist hann atvinnumaður með liðinu.
Hjá Tottenham var hann þar til
seint á níunda áratugnum þegar
hann fór til Monaco þar sem hann
varð Frakklandsmeistari og afsann-
aði með góðu gengi sínu að enskir
leikmenn gætu ekki leikið með er-
lendum liðum.
Árið 1991 sneri hann aftur til
Englands og tók við liði Swindon
Town sem framkvæmdastjóri og
leikmaður og kom þeim upp í efstu
deild á tveimur árum. Hann fór síð-
an til Chelsea og kom þeim í úrslit
bikarkeppninnar árið 1994.
Þegar Terry Venables hætti sem
landsliðsþjálfari árið 1996 kom
Glenn í stað hans. Landsliðið byrj-
aði vel í undankeppni heimsmeist-
aramótsins i knattspymu árið 1998
og náði jafntefli gegn ítaliu í Róm.
Liðið féll hins vegar úr keppni í
annarri umferð úrslitakeppninnar
eftir vandræðagang hjá Paul
Gascoigne og misheppnaða víta-
spyrnu Davids Batty i leik gegn
Argentínu. Þá kom í ljós að liðið
hafði ekki æft vítaskot.
Skildi eftir 18 ár
Glenn Hoddle var giftur í 18 ár og
eignaðist með konu sinni, Anne,
þrjú böm: Zoe, 16 ára, Zöm, 13 ára,
og Jamie sem er sjö ára. Glenn
skildi við konu sína árið 1997 og
vegna þess sendi enska knatt-
Glenn Hoddle hefur ekki ástæðu til að brosa þessa dag-
ana. Tengsl hans við andaheiminn og trú á endurholdg-
un og refsingar mannsins urðu til þess að hann var rek-
inn úr starfi þjáifara enska landsliðsins í knattspyrnu.
„Þú uppskerð eins og þú sáir,“ sagði Glenn í Times.
Hann telur ástæðu fötlunar vera þá að manneskjan hafi
gert eitthvað af sér í fyrra lífi.
spyrnusambandið frá sér tilkynn-
ingu þess efnis að skilnaðurinn
hefði orðið vegna persónulegra
vandamála og hefði ekki áhrif á
skyldur hans sem þjálfara. Einnig
var undirstrikað að enginn annar
en þau hjónin hefðu komið við sögu.
Trúartilfinning Glenns
Sagt hefur verið um Glenn
Hoddle að hann sé endurborinn
kristinn maður. Enskar kirkjur
hafa þó ekki viljað viðurkenna
hann sem sannkristinn mann þegar
gengið er á forsvarsmenn þeirra.
Sjálfur hefur Hoddle sagt:
„Trú mín á guð, sem er mjög
sterk, hefur ekkert með kirkjur að
gera. Trú min er meira á sviði and-
ans. Mér finnst ég ekki tilheyra
Reykjavíkiirborg
Borgarverkfrœðingur
ÞROTTARSVÆÐI VIÐ HOLTAVEG
Tilboð óskast í byggingarrétt á Þróttarsvæði við
Holtaveg. Um er að ræða tvö aðskilin útboð.
A-hluti: Um er að ræða byggingarrétt á 4
einbýlishúsum og 10 íbúðum í parhúsum.
B-hluti: Um er að ræða byggingarrétt á tveggja
hæða fjölbýlishúsi með 18 íbúðum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð frá og með
mánudeginum 8. febrúar.
Tilboðum í A-hluta skal skila í síðasta lagi
miðvikudaginn 17. febrúar 1999 kl. 11.00 á
skrifstofu borgarverkfræðings og verða þau þá
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
Tilboðum í B-hluta skal skila í síðasta lagi
miðvikudaginn 10. mars 1999 kl. 11.00 á skrifstofu
borgarverkfræðings og verða þau þá opnuð að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
neinum sérstökum hópi. Trúar-
brögð snúa fólki frá guði.“
Trú Glenns kristaflast í þeirri
trúarreynslu sem hann varð fyrir
árið 1986 þegar hann, ásamt félög-
um sínum í enska landsliðinu,
heimsótti fæðingarstað Jesú í ísra-
el.
„Ég hefði getað gengið þaðan út
eins og hinir piltarnir og fundist
þetta hafa verið frábær reynsla en
það var eitthvað meira, einhver
sterk trúarleg tilfinning innra með
mér. Það var mjög spennandi. Þegar
ég kom aftur heim leitaði ég virki-
lega að sjálfum mér og þaulskoðaði
Biblíuna, austræn trúarbrögð og
allt.“
Eileen og Kristur
Talið er að Eileen Drewery, hús-
móðir í Berkshire og andaheilari
hans og lærimeistari í 24 ár, hafi
haft mikil áhrif á sjálfsskoðun
Glenns. Hún er nokkru eldri en
hann, eða 58 ára, og hefur samband
þeirra verið mjög sérstakt. Þegar
Glenn skildi við konu sína fór hann
til Eileen og bjó hjá henni. Samband
þeirra er þó einungis talið á andleg-
um nótum lærlings og lærimeistara,
ólíkt því sem gerðist í Hvíta húsinu.
Glenn sagði ævisögu sinni, og
vakti það mikla hneykslan, að Jesús
hafi verið venjulegur maður sem
hefði ekta náðargáfu - „alveg eins
og Eileen“.
Lokaðurhugur
Fyrir heimsmeistarakeppnina í
knattspymu í fyrra réð Glenn
Eileen sem einn af hjálparkokkum
sínum við þjálfun enska landsliðs-
ins og hjálpaði hún honum meðal
annars að velja í liðið með handayf-
irlagningu. í fyrirsögnum margra
enskra blaða var geðheilsa þjálfar-
ans vefengd en Hoddle svaraði fyrir
sig og sagði að enginn væri neyddur
til að leita til hennar. Meirihluti
leikmannanna hafði óneyddur leit-
að til hennar síðasta árið fyrir
keppnina, þar á meðal Paul
Gascoigne, Ian Wright, Paul Ince og
Robbie Fowler. Glenn sagði enn
fremur:
„Hvað gerist fjórum til fimm dög-
um eftir að maður sker sig? Sárið
grær. Það er vegna þess að líkam-
inn getur læknað sjálfan sig. Hún
getur komið þesu ferli af stað, svo
einfalt er það nú.“
Glenn sagði að aðferðir Eileen
hefðu bjargað ferli tveggja knatt-
spyrnumanna hjá Swindon og að
þeir sem gerðu gys að henni og ef-
uðust um hæfni hennar væru með
lokaðan huga og einstrengingslegir.
Hann ráðlagði þeim hinum sömu að
leita til hennar eftir aðstoð.
Orð Glenns Hoddle um fatlaða
var kornið sem fyllti mælinn. Tony
Blair forsætisráðherra gekk fram
fyrir skjöldu og fordæmdi orð
Glenns og það var ekki síst það sem
varð til þess að enska knattspyrnu-
forystan varð að láta hann taka pok-
ann sinn. Sumir vilja þó halda því
fram að ekki hefði átt að taka svo
hart á Glenn og að það hafi verið
þrýstingur frá nýjum styrktaraðila
landsliðsins sem varð til þess,
ásamt orðum forsætisráðherrans,
að hemn var látinn fara.
Eileen Drewery stendur þó með
sínum lærlingi í gegnum þykkt og
þunnt og segir að hann hafi rétt fyr-
ir sér með fatlaða.
„Þú uppskerð eins og þú sáir,“
segir Eileen. „Segjum sem svo að
maður lendi í átökum og hrygg-
brjóti annan. Maðurinn mun vænt-
anlega gjalda þess í næsta lífi. Ég
trúi á endurholdgun og hún er
Glenn einnig mjög hugleikin."
-sm
Byggt á The Times, Daily Telegraph og
Glenn leikur fimlega á leikmann Coventry þegar hann var upp á sitt besta.
Glenn Hoddle hlýtur, samkvæmt kenningum sínum, að hafa verið engill í
fyrra lífi, svo lipur er limaburður hans í þessu.