Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 28
Mikil umræða Eftir að hafa ráðist að Ludwig á hjólinu gekk Peter aftur til félaga sinna. Þeir fengu sér meiri bjór og tóku nú að ræða kynferðisafbrot gegn börnum og rifjuðu upp nokkur mál sem þeir töldu dæmigerð fyrir þá linkind sem lögreglan og önnur yfirvöld sýndu í slíkum málum. Eft- ir því sem síðar kom í ljós við rann- sókn málsins og yfirheyrslur yfir þeim sem voru á útiveitingahúsinu þennan dag töldu þeir sem þar voru allt of létt tekið á málum af þessu tagi. í raun hafði það orðið niður- staða umræðnanna að það væru fyrst og fremst fórnarlömbin og að- standendur þeirra sem fengju að þjást en afbrotamennirnir kæmust miklu betur frá öllu saman. í þessu sambandi tók einn við- „Hvað ertu að gera maður? Ertu genginn af vitinu? Ég hef hvorki níðst á börnum né drepið stúlku. Þú ert að rugla mér saman við ein- hvem annan.“ Þetta sagði Ludwig Strelau þar sem hann stóð eftir að hafa fengið nokkur höfuðhögg. Það blæddi úr sámnum sem hann hafði fengið. En hann hefði getað sparað sér ofangreind orð því hann talaði fyrir daufum eyrum. Og skyndilega sá hann blika á hníf í hendi manns- ins sem hafði ráðist á hann. Nokkrum sekúndum síðar fann hann hnífsblaðið ganga á hol í sig. Svo fann hann til mikils svima. Inni í skáp Ludwig Strelau var í lífshættu eft- ir hnífstunguna. Blóðmissirinn var mikill og fengi hann ekki aðstoð fljótlega myndi honum blæða út eft- ir þessa grimmilegu árás. En kærastan hans, sem hafði orðið vitni að atburðinum, hringdi strax á sjúkrabíi og lögreglu. Þegar lögreglan kom í íbúðina sem var vettvangur árásarinnar á Ludwig benti kærasta hans á stóran skáp í stofunni. Lögregluþjónamir opnuðu hann og sáu þá árás- armanninn, Peter Schatzhuber, þrjátíu og eins árs trésmið. Hans fyrstu orð eftir að hann fannst voru: „Tókst mér að drepa svínið?" „Nei,“ svömðu lögregluþjónarnir. „Hann er á leið á sjúkahús og sjúkraliðamir töldu að honum yrði bjargað, enda hefur hann engri stúlku gert mein.“ Misskilningur Með þessum orðum voru lög- regluþjónamir, sem kærasta Lud- wigs hafði í fáum orðum gert grein fyrir eðli málsins, að ieggja áherslu á að með því aö fara mannavillt í leit sinni að réttlæti án dóms og iaga hefði Peter nær tekið líf. Ástæðan til þess að hann réðst á Peter með þessum hætti var ekki sist atburður sem gerst hafði sextán árum áður. Árið 1982 hafði lík frænku Peters, hinnar fimmtán ára gömlu Hannelore Landgraf, fundist í almenningsgarði í Bayreuth, sunn- arlega í Þýskalandi. Hún hafði ver- ið myrt. Stúlkan hafði verið á skaut- um, en ekki komið heim á tilsettum tíma. Foreldrar hennar höfðu þá gert lögreglunni aðvart og skömmu á Ludwig var einmitt að hann taldi sig hafa fundið mann sem gerði bömum mein. Daginn sem árásin á Ludwig átti sér stað hafði Peter far- ið á krá í Bayreuth þar sem hann hafði drukkið bjór með nokkrum vina sinna. Reyndar var kráin í al- menningsgarðinum þar sem lík Hannelore hafði fundist. Meðan Peter og félagar hans sátu og drukku bjór hjólaði Ludwig fram hjá útiveitingahúsinu sem þeir voru á. „Þarna er hann, bamaníðingur- inn,“ sagði þá einn vina Peters. „Þetta er maðurinn sem réðst á Susi litlu.“ Mikið reiðikast Susi var dóttir eins nágranna Pet- ers. Hún var aðeins fimmtán ára en þótti þroskuð eftir aldri. Og skyndi- lega rifjaðist það upp fyrir Peter „að til einhvers ljóts atviks hefði komið milli Susi og einhvers manns“, svo notuð séu orð Peters sjálfs um það sem þarna kom fram í huga hans. „Móðir hennar hafði að minnsta kosti kvartað yfir því við nágranna sína að stúlkan hefði orðið fyrir áreiti en lögreglan brugðist í mál- inu.“ Peter skýrði frá því fyrir réttin- um að hann hefði skyndilega orðið „mjög reiður". Hann sagðist hafa hlaupið að manninum á reiðhjólinu, slegið hann tveimur höggum og sagt honum að fara til fjandans, ellegar hann myndi hafa verra af. Ludwig hjólaði burt eins hratt og hann gat. Hann hélt rakleiðis heim til kærustunnar sinnar þar sem hann hélt sig óhultan. En annað átti eftir að koma í ljós. Hannelore Landgraf. síðar hófst leit. Systir Hannelore, sem var tveimur árum eldri en hún, kom að líkinu. Skoðun réttarlækna leiddi í ljós að Hannelore hafði verið kyrkt, en síðan hafði morðinginn haft mök við líkið. Hann náðist nokkru síðar. Um var að ræða vélvirkja sem neit- aði í fyrstu öllum ásökunum. En svo fundu tæknimenn lögreglunnar hár af munaðarhóli stúlkunnar í fótum hans og þá voru örlög hans ráðin. Hann fékk ævilangan dóm. Sterkar tilfinningar Meðal þeirra sem fylgdust með réttarhöldunum í málinu var Peter Schatzhuber. „Ég gleymi þeim aldrei," sagði hann þegar hann kom fyrir rétt eftir árásina á Ludwig Strelau. „Og ég gleymdi heldur aldrei jarðarfor Hannelore. Öll fjöl- skyldan stóð við gröf hennar. Við grétum öll og þá hét ég því að ef ég kæmi nokkru sinni höndum á mann sem gerði börnum mein myndi ég ganga frá honum. Yfirvöld gera ekk- ert í svona málum.“ Og það sem olli því að Peter réðst Gabriele, systir Hannelore, með lítinn dreng sem hún á. Lýsing Peters á því sem gerðist er hann kom að íbúð- inni sem Ludwig hafði leitað skjóls í var að hluta á þessa leið: „Hann (það er Ludwig) fölnaði þegar hann opnaði eftir að ég peter Schatzhuber. hafði barið að dyr- um. Það var greinilegt að hann vissi að ég var kominn til að refsa hon- um. Hann reyndi að skella hurðinni á mig, en tókst það ekki. Ég hratt henni upp og sló hann tvívegis i höf- uðið. Hann fékk sár sem blæddi úr. Svo fór hann að æpa eins og stung- inn gris. Ég dró nú fram hnífmn og stakk hann. Hann hefði átt að drepast þar á staðnum, en það brást. Kærasta hans hafði rokið í símann og hringt á lögregluna án þess að ég gæti að nokkru sinni áreitt Susi. „Ég stend hins vegar við það sem ég gerði,“ sagði Peter. „Ef lögreglan getur ekki náð fram því sem fram þarf að ná er röðin komin að okkur borgurunum." Dómarinn var ekki sammála. Hann byggði dóm sinn á því að lög- in vísuðu veginn i þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Peter Schatzhuber fékk fimm ára fangels- isdóm fyrir sjálftekt og grófa lík- amsárás. staddra sem dæmi að hann hefði heyrt að morðingi Hannelore Land- graf, sem hafði á sinum tíma fengið lífstíðardóm, væri nú búinn að fá lausn og hefði reyndar fengið hana fyrir ári. „Hann föln- 3r"n aoi Sá rautt Peter þagnaði er hann heyrði fé- laga sinn segja að morðingi Hann- elore hefði fundið náð fyrir augum yflrvalda og væri nú frjáls maður. „Ég sá rautt,“ sagði Peter fyrir rétt- inum. Framburður félaga Peters bar með sér að hann hefði komist í mik- ið uppnám eftir þessa frétt. Reiður hefði hann verið eftir að hafa verið bent á manninn á reiðhjólinu, þann sem sagður var hafa áreitt Susi, dóttur nágranna hans, en nú hefði reiðin blossað upp í honum. Hann hefði spurst nánar fyrir um þennan mann og fengið að vita að hann ætti kærustu og verið sagt hvar hún byggi. Svo hefði hann staðið upp og farið. „Ég kvaddi félaga mina,“ sagði Peter. „Ég vissi hvar kærasta Lud- wigs Strelau bjó og var staðráðinn í að halda þangað og láta hann fá fyr- ir ferðina svo um munaði.“ Ludwig Strelau sýnir örið. gert og áður en ég gat lokið ætlun- arverki mínu heyrði ég hana koma. Þá faldi ég mig i skápnum." Lán í óláni Rannsókn leiddi í ljós að það varð Ludwig til lífs að hnífurinn lenti hvorki í viðkvæmu líffæri né olli því að honum blæddi út áður en sjúkraliðar gátu gripið í taumana, veitt honum nauðsynlega aðstoð og komið honum á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Og í sjálfu sér var það líka lán að Peter faldi sig í skápnum í stað þess að ráðast aftur á Ludwig eða á unn- ustu hans, þó það síðarnefnda hafi verið heldur ólíklegt af því honum hafði, að eigin sögn, gengið það eitt til að ná fram þvi réttlæti sem hann hafði talið yfirvöld ófær um að tryggja í máli Susi litlu og fleiri slíkum málum. Það vakti athygli í réttarsalnum að Peter Schatzhuber sýndi litil ef nokkur merki iðrunar þó honum hefði átt að vera ljóst að hann hafði haft mann fyrir rangri sök. Ekkert benti til þess að Ludwig hefði Ófullkomin röksemda- færsla Peter, hinn sterklegi þrjátíu og eins árs gamli trésmiður, var jafn- reiður þegar hann kom að íbúð kær- ustu Ludwigs og þegar hann yfirgaf félaga sína. Ef nokkuð var þá hafði reiði hans vaxið. Alla leiðina íhug- aði hann örlög barna, ekki síst stúlkubarna eða ungra stúlkna, sem urðu fórnardýr manna sem leituð- ust við að fá kynferðislega útrás með áreitni við böm eða jafnvel með því að nauðga þeim, að ekki væri minnst á þá sem svívirtu lík þeirra eftir að hafa myrt þau. Þessar hugleiðingar juku jafnt og þétt á löngun Peters til að koma fram þeirri hefnd sem hann taldi ígildi réttlætis. Fyr- ir utan að leiða ekki hugann að því að lögum sam- kvæmt hafði hann engan rétt til að gerast refsivöndur í svona málum gleymdist honum að íhuga hvort það væri hafið yfir all- an grun að Ludwig Strelau hefði gerst sekur um áreiti eða ofbeldi við Susi, dóttur nágrannans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.