Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 41
49 V
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
Drukkið í félagsskap
hákarla
Umsvifamenn í Las Vegas
verða seint vændir um hógværð
þegar kemur að hönnun hótel
og spilavíta þar í borg.
í byrjun mars verður opnað
enn eitt spilavítið sem að sjálf-
sögðu er ætlað að slá öllu öðru
við. Vítiö er engin smásmíði,
130 þúsund fermetrar, þannig
að ekki ætti aö þrengja að gest-
um.
Á aðalbarnum hefur verið
komið fyrir risafiskabúri sem
umlykur salinn og þar munu
hákarlar synda mnhverfis gest-
ina á meðan þeir gæða sér á
veigum hússins. Finni menn
hins vegar til svengdar verða
þeir að ganga í gegnum það sem
virðist vera gríðarstór eldvegg-
ur og mun sjálfsagt fara um
suma gestina við það.
Að loknum málsverði geta
menn svo kastað sér til sunds í
stöðuvatni sem hefur veriö búið
til fyrir utan spilavítið. Þar er
að finna vélbúnað sem sér tO
þess að ölduhæðin sé ekki lægri
en tveir metrar fyrir þá sem
hafa hug á að skella sér á brim-
bretti.
Mikil aðsókn í Uffizi
Uffizi-safnið í Flórens nýtur
j nú meiri vinsælda en nokkru
í sinni áður. Unnið hefur verið
hörðum höndum að því að þre-
É falda rými sýningargesta og
á þegar hafa þrjátíu herbergi ver-
í iö opnuö almenningi í fyrsta
sinn. Þar af eru herbergi sem
j urðu Ola úti í sprengjutOræði
l mafíunnar árið 1993.
í viðbótarrýminu er að finna
listmuni sem hafa verið í
{ geymslu um áratugaskeið, þar á
? meðal málverk eftir Cimabue,
: Giovanni BeOini og Andrea del
S Castagno.
? Kólumbus á stall
Kristófer Kólumbus er í þann
| mund að taka land í Puerto
Rico, en tO stendur aö reisa á
1 næstunni risavaxna styttu af
j kappanum.
Styttan verður reist á strönd-
í inni í borginni San Juan en tO
j þess að rýma fyrir henni þarf
að rífa fjölda íbúðarhúsa, við
j litla hrifningu þeirra sem þar
” búa.
Menn eru hins vegar stór-
l huga í Puerto Rico og strax var
i ákveðið að styttan skyldi ekki
minni en sjálf frelsisstyttan. Þá
j skarst Loftferðaeftirlit landsins
; í leikinn og krafðist þess að
hún yrði lækkuð úr 107 metrum
j niður í 90. Það kemur ekki að
j sök - hún verður samt stærri
1 en frelsisstyttan og innfæddir
! eru vissir um að hún muni laða
j að mikinn fjölda ferðamanna í
j framtíðinni.
hð pfi
Vetrarhátíðin í St. Paul í Minnesota:
Fagna kaldasta
tíma ársins
Tvíburaborgim-
ar á bökkum Miss-
issippi, Minneapol-
is og Saint Paul,
eru mörgum ís-
lendingum góö-
kunnar.
Þeir sem eru á
leið tO Minneapol-
is á næstunni ættu
að bregða sér yfir
á austurbakkann
tO St. Paul þar sem
borgarbúar fagna
því að nú er kald-
asti tími ársins.
Vetrarhátíðin er
nú haldin í 115.
sinn en tildrög
fyrstu hátíðarinnar
voru þau að blaða-
Fallegir ísskúlptúrar setja
sterkan svip á St. Paul á þess-
um árstíma.
ar. í lok hátíðarinnar
fjölmenna borgarbú-
ar í blysgöngu og
kveðja norðanvind-
inn formlega.
íshallirnar
of dýrar
Eins og hæfir vetrar-
rikinu St. Paul setja
ísskúlptúrar mikinn
svip á borgina á þess-
um tíma. Þá er venja
að búa tO einn skúlp-
túr úr alvöruís, þ.e. ís
sem hægt er að borða.
í ár verður sá skúlp-
túr eftirlíking af hin-
um fræga Rushmore-
maður New York Times móðgaði
borgarbúa í grein um borgina.
Hann líkti St. Paul við Síberíu og
sagði hana gjörsamlega óbyggOega
sökum kulda. Borgarbúar firrtust
við og ákváðu að sanna fyrir um-
heiminum að borgin væri lífleg og
skemmtOeg, líka yfir köldustu mán-
uðina.
Vetrarhátíðin í St. Paul er bæði
sú elsta og stærsta sem haldin er í
Bandarikjunum. Hápunktar hátíð-
arinnar eru tveir: annars vegar
dansleikur þar sem Boreas, konung-
ur norðanvindsins, er krýndur með
viðhöfn en hann er tákn hátíðarinn-
fjalli og mun vega rúm tvö tonn. A
árum áður tíðkaðist að byggja risa-
vaxnar íshaUir en undanfarin ár
hefur ekki fengist fjármagn tO þess.
Síðasta íshöU var búin tO árið 1992.
Hún var fimmtán hæða og var
skráð í heimsmetabók Guinness.
Hún kostaði skOdinginn, eða um
eina miUjón doUara og um tvær og
hálf miUjón manna gerðu sér ferð tO
að skoða hana i þá tólf daga sem
hún stóð uppi. Sjón er sögu rikari i
St. Paul á þessum árstíma og vert að
geta þess að mörg veitingahús
brydda upp á ýmsu skemmtOegu í
tOefni hátíðarinnar.
Holl og bragdgód jurtakœfa
prjár tiúffenqar
bragðtegundir!
Fæst í flestum
matvöruverslunum
Dreifing: Heilsa ehf.
S:5B3 3232
1500 cc vél, 9o hestöfl
5o7o afsláttur
af sjálfsfeiptingu
Hvíldjj
'i-ríldjKmi.
wcest jja áfrn, ijúfífeiptur:
Í.IÖÖ.OÖO
40.000
« I.I59.OOO
HYUnHHI
Ármúla 13 Sími 575 1200 Sðludeild 575 1220 www.bl.il
Þrjátíu ár liðin frá Woodstock:
Hátíðin
endurvakin
í Austurríki
- reiknað með 250 þúsund gestum
Þrjátíu ára afmælis Woodstock-
hátiðarinnar verður fagnað á þessu
ári. Austurríkismenn ætla að ríða á
vaðiö og efna tO þriggja daga tón-
listarhátiðar í borginni Wiener
Neustadt, sem er 40 kOómetra suð-
ur af Vínarborg.
Woodstock 1999 verður haldin
dagana 16. tO 18. júli og ef að líkum
lætur verður þetta stærsti tónlistar-
viðburður Evrópu í sumar. Austur-
rikismenn eru bjartsýnir á að hátíð-
in muni laða i kringum 250 þúsund
gesti til landsins og að Wiener
Neustadt verði næststærsta borg
landsins í þrjá daga.
Að sögn skipuleggjenda var Aust-
urríki valið vegna þess að það er í
hjarta Evrópu, mitt á mOli austurs
og vesturs.
Meðal hljómsveita sem þegar
hafa boðað komu sína eru MetaO-
ica, Iggy Pop, Zucchero, Skunk An-
ansie, Faithless auk þess sem
nokkrir tónlistarmenn frá uppruna-
legu Woodstock hátíðinni munu
láta sjá sig. í aOt verða hljómsveit-
irnar um eitt hundrað og munu tón-
leikamir standa í 70 klukkustundir.
Stjórnandi tónleikanna er Mark
nokkur Fisher en hann stjómaði
meðal annars tónleikafor Pink
Floyd, „The WaO“, auk nokkurra
tónleikaferöalaga RoOing Stones.
Tónleikarnir verða síðan endur-
teknir í heOd sinni í Bandaríkjun-
um viku síðar.
Á hátíðinni í sumar verða fimm
þúsund starfsmenn, þrjú þúsund
salemi, eldaðar verða 750 þúsund
máltíðir á dag, þar af 96 kOómetrar
af pylsum, yfir miOjón hamborgar-
ar og ein og hálf miOjón lítra öls
verður kneyfuð ef spár tónleika-
haldara ganga eftir. Reuter
Heillaskeyti Símans eru skemmtileg leið til að gleðja vini
eða skyldmenni á afmælisdögum eða öðrum merkisdögum.
Nú getur þú pantað sendingu heillaskeyta á Intemetinu.
Þú ferð einfaldlega inn á heimasíðu Símans, á slóðina
www.simi.is/ritsiminn, skrifar viðeigandi texta og velur
mynd sem þú vilt hafa á heillaskeytinu.
Síðan sér Síminn um að koma skeytinu til viðtakanda.
H
•r
-v
«: