Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 32 ★ viðtal DV, Denven_______________________ Ólafur Helgi Kjartansson, 45 ára sýslumaöur á ísafiröi, fékk uppfyllta sína villtustu drauma þegar hann hitti Rolling Stones á tónleikum í vikunni í Denver í Colorado. Sýslumaöurinn fékk aðgangspassa sem heiöursgestur og þaö geröi honum mögulegt að fylgjast meö hljómsveitinni bak- sviðs fyrir tónleika. Þá fékk hann sæti á besta stað meöan á tónleikunum stóö. DV slóst í för meö Ólafi Helga og Kristrúnu dóttur hans til Denver. „Þetta var auðvitað hápunktur- inn í þeim hluta lífs míns sem snýr að Rolling Stones. Það hefur alltaf verið draumurinn að komast svona nærri þeim,“ sagði Ólafur Helgi, sem er er vafalaust þekktasti aðdá- andi Rolling Stones á íslandi, eftir tónleikana í Denver. Mikil spenna var dagana fyrir tónleikana vegna þess að veikindi Jaggers urðu til þess að tvennum tónleikum í vikunni á undan var frestað. Hinum síðari þeirra var af- lýst aðeins einum og hálfum tíma áður en þeir áttu að hefjast. Það var því mörgum léttir þegar í ljós kom að Denver-tónleikamir stóðust. Þetta átti ekki síst við um sýslu- mann og blaðamann ofan af íslandi sem komu gagngert til að sjá Roll- ing Stones. Ólafur Helgi hefur um árabil leit- að uppi hljómleika með þeim í Evr- ópu og Ameríku þar sem hann hef- ur mætt með ærinni fyrirhöfn til að berja augum þessi goð sín. Sýslu- maður ísfirðinga veit flest það sem hægt er að vita um Rolling Stones. Hann getur þulið upp plötur þeirra , tónleikaraðir 1 áratugi með ártöl- um og dagsetningum, svo ekki sé talað um hvaða lög þeir hafa flutt á einstökum tónleikum og í hvaða röð. Þá veit hann hverjir hafa skip- að hljómsveitina í gegnum tíðina og ekki aðeins hinir opinbera meðlim- Mick Jagger og félaga á tónleikum. Hann var að fara til að sjá þá í ell- efta sinn en hún í fyrsta sinn. Þessi ein elsta starfandi rokk- grúppa heims hélt tónleikana á þriðjudagskvöldið í íþróttahöllinni McNichols Arenna Sports. Um var að ræða hluta af tónleikaröðinni No Security sem er flutt meðan hlé er á tónleikaröð þeirra, Bridges of Babylon. Bridges of Babylon hófst 1997 og lýkur í sumar, eftir að hafa staðið í rúm tvö ár. Uppselt var á tónleikana sem voru smáir í sniðum ef miðað er við Stones-tónleika, eða um 16 þúsund áheyrendur. Heiðursgestur Fyrir tilstilli örlaganna og Ragn- heiðar Hanson, sem stendur fyrr væntanlegum tónleikum á íslandi, varð sýslumaður einn heiðursgesta tónleikanna og fékk passa sem veitti honum frían aðgang að tón- leikunum og í bestu sæti. Þá mátti hann fara um allt bæði fyrir tón- leikana og meðan þeir stóðu yfir, aðgang baksviðs og um allt nema búningsherbergi sjálfra Rolling Sto- nes. Hann fékk því loksins eftir rúmlega 35 ára tryggð við Stones uppfyllta þá ósk sína að komast í návígi við goðin sjálf. „Þarna komst ég í fyrsta sinn að þeim og skiptist á orðum við þá. Ég hitti Keith Richards þegar hann kom inn í hljómleikahöllina. Það lá mjög vel á honum og hann gantaðist við fólk á báða bóga. Hann heilsaði mér, með sinni sérstöku rödd og framburði, spurði hvernig ég hefði það í dag. Richards var þama eng- um líkur frekar en fyrri daginn og eins og útilegumaður eða sígauni ef fmna á eitthvert lýsingarorð yfir hann,“ segir Ólafur Helgi. Hann sagði Mick Jagger hafa ver- ið frekar fáskiptinn baksviðs meðan þess var beðið að tónleikamir hæfust. Dóttir hans, Elizabeth Scar- lett, 15 ára, var með honum og þau voru mest afsíðis í tölvuleik. Jagger hefur verið mikið í fjölmiðum und- anfarið vegna ástarævintýris við á móti Ólafi Helga og bauð honum að borða með sér baksviðs. Þeir eru reyndar kunnugir síðan Berry kom til íslands að kíkja á aðstæður í Sundahöfn vegna tónleikanna fyrir- huguðu í sumar. Ólafur Helgi sagði það hafa verið merkilegt að sjá Rolling Stones koma á látlausum bílum til tónleik- anna á sama tíma og hluti tónleika- gesta kom á limmósínum sem stóðu í löngum röðum fyrir utan tónleika- höllina. „Það kemur mér þó ekki á óvart því mér skilst að þeir fari yflrleitt á milli á svona bifreiðum til að vekja ekki á sér athygli að óþörfu. Þeir láta alveg ógert að ferðast í limm- um. Það er bara ekki þeirra stíll,“ segir hann. Enn hefur ekki verið gefin út dag- setning vegna tónleika Stones í Reykjavík. Þess er að vænta að það skýrist á næstunni en búið er að setja tónleikana inn á vefsíðu þeirra ódagsetta en í júnímánuði. Ólafur Helgi ræddi baksviðs við Chuck Leavell, hljómborðsleikara Stones, sem spilað hefur með þeim á hljómleikum síðan 1982. Hann spurði hann að því hvort hann vissi hvenær tónleikarnir á íslandi yrðu haldnir. „Hann brosti bara og sagði að sig hefði lengi langað að koma til ís- lands. Við spjölluðum þarna saman um hljómsveitina og feril hennar en ég fékk ekkert upp úr honum um hljómleikana í Sundahöfn," segir hann. Sjöundu tónleikarnir Þetta voru sjöundu tónleikar Ólafs Helga á aðeins rúmlega árs tímabili. Á leiðinni frá Keflavík til Minneapolis skýrði Ólafur Helgi þennan áhuga sinn sem á 35 árum hefur vaxið frekar en dvínað. „Ég hef haldið tryggð við Rolling Stones allar götur síðan ég heyrði lögin I Wanna Be Your Man og Dont Fade away. Það var í janúar 1964 að ég gerði mér grein fyrir að þeir væru til og mjög góðir. Fram að þvi Mick Jagger fór á kostum á tónleikum í Denver sl. þriðjudag. Ekki var að merkja hefði slæm áhrif á röddlna. árum hafl hann hlotið viðumefni sem beinlínis hafi verið sprottið af áhuganum. „Ég var á þessum árum gjaman kallaður Óli Stones og það var auð- vitað við hæfl að þegar ég útskrifað- ist var ég teiknaður inn í plötu- umslag af Stones í Fánu,“ segir 31. ágúst 1989. Mér fannst þetta al- veg stórbrotið og trúði því varla að þetta væri loksins að gerast. Ég man enn að þegar þeir voru að spila lag númer þrjú, Shedent, af Some Girls, fór rafmagnið í lok lagsins. Það er í eina sinn sem ég hef heyrt 60 þúsund manns andvarpa," segir Úlafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og Rolling Stones-aðdáandi í 35 ár, ásami Hápunkturinn að h - segir Ólafur Helgi sem var einn heiðursgesta á tónleikunum og hitt ir heldur einnig bakraddasöngvarar og óopinberir meðlimir sveitarinn- ar. Hann er í raun sérfræðingur í Rolling Stones-fræðum. Eiginkona Ólafs Helga, Þórdís Jónsdóttir, hef- ur gjaman fylgt honum á tónleik- ana en nú eru bömin að koma inn með auknum þunga í aðdáendahóp- inn. Þegar Ólafur Helgi ákvað að fara á tónleikana til Denver var af- ráðið að konan sæti heima með yngstu bömin en elsta dóttirin, Kristrún, 18 ára, færi með að sjá brasilíska fyrirsætu og yfirvofandi skilnaðar við Jerry Hall. Reyndar tileinkaði Jagger „sinni fyrrver- andi“ lagið Some girls á tónleikun- um. Það lag samdi hann um Jerry Hall á sínum tíma. „Jagger var ber- sýnilega í flnu formi og það vakti at- hygli mína hversu léttur hann var á sér. Þá hafði ég gaman af því að sjá Ronnie Wood sem þarna kom ásamt dóttur sinni sem söng bakraddir með hljómsveitinni," segir hann. Jake Berry, sviðstjóri Stones, tók hafði ég ekki gert mikinn greinar- mun á þessum bresku hljómsveit- um, svo sem Bítlunum, Swinging Blue Jeans, Kinks og Shadows, en svo opnuðust augu mín fyrir því að Stones era auðvitað bestir,“ segir Ólafur Helgi. Til stuðnings því að aðdáun sín á sjöunda áratugnum hafi verið ósvikin segir Ólafur Helgi að félag- ar hans í Menntaskólanum í Reykjavík hafi verið með þetta áhugamál hans á hreinu. Á þeim hann og bætir við að Þórdís kona hans hafl ekki verið sérstakur að- dándi Stones þegar þau hittust fyrst en það hafi síðan breyst til batnað- ar. „Konan mín hefur smám saman meðtekið þennan áhuga. Hún rifjaði upp á dögunum að í fyrsta sinn sem við hittumst hefði ég einmitt verið að hlusta á Rolling Stones segir hann og hlær. „í fyrsta sinn sem ég sá þá var þegar þeir hófu Stell Wheels-ferðina Ólafur Helgi. Á tónleikunum i Denver var hús- fyllir. Mikið f]ör var fyrir utan, svo sem að vanda þegar Rolling Stones eiga í hlut. Sölutjöld vora víða og viðskipti með vörur, tengdar hljóm- sveitinni, blómstruðu. Uppselt var á tónleikana og nokkrir voru í örviln- an að leita að miðum. Þeir voru til en kostuðu allt að 200 dollurum. Út- varpsstöð var með beina útsendingu og bauð örfáa miða í getraun. Liðið sem mætt var á staðinn var æði skrautlegt og á öHum aldri. Þétt- vaxnir, síðhærðir og skuggalegir en brosandi náungar, þambandi bjór, voru áberandi. Ekkert aldurstak- mark var og ekkert kynslóðabH. AU- ir voru jafnir og eina skHyrðið var ósvikin aðdáun á Stones. Ólafur Helgi, sýslumaður ofan af íslandi, hitti þama fjölda sálubræðra og systra sem öU áttu sameiginlegt áhugamál, The RoUing Stones. Mórcdlinn var eins og á sveitabaUi uppi á íslandi þar sem aUir þekkja aUa, en munurinn var sá að fólk skiptist á upplýsingum um hljóm- sveitina en ekki um aflabrögð eða heyskaparhorfur. Það vakti óskipta athygli fólks að „sheriff‘ ofan af ís- landi ætti að baki slíkan fjölda tón- leika. Brian Adams hitaði upp fyrir Sto- nes og byrjaði tónleikana með trukki á laginu Summer of 69. Hann uppskar fagnaðarlæti sem voru þó aöeins svipur hjá sjón miðað við lætin þegar RoUing Stones byrjuðu á laginu Jumpin Jack Flash. Lang- flestir risu þá úr sætum og hass- reykur gaus upp um aUan sal. Sto- nes héldu síðan sömu keyrslu í tveggja tíma prógrammi og ekki var Sýslumaður á Stones (Ámsterdam 1, Júll 1998, BtB. Mjög góðlr, enda tvö lög á tónleikaplötunni No Security. (Ámsterdam 6. Júlí 1998, BtB. Mjög góðir, enda 2 lög á No Security. Þeir bestu í Amsterdam, 22 lög? (Ámsterdam 2. Júlí 1998, BtB. Mjóg góðir en hljömburöur oft betri en kom ekki að sök „niðri á gólfi^ G Denver, 15. september 1994, Voodoo Lounge Góöir og leitað lengra aftur meö lagaval, t.d. . Not Fade Away frá 1964. Amsterdam 5. júlí 1998, BtB. Mjög góöir, enda 2 lög á No Security. Denver 2. febrúar 1999, No Security, innan húss í Noröur Ameríku. Frábærir, einfaldari og hrárrri en Bridges to Babylon. Gefa til kynna aö BtB á kom- andi sumri veröi enn betri en fyrr. Newcastle 18. Júlí 1990. Urban Jungle. Eftirminnilegir vegna fyrirhafnarinnar og góöir, fámennir, 30 þúsund áheyrendur. Ekkert kynslóðabilv Phlladelphla, 12. október 1997, Bridges to Babylon. Fyrstu tónleikarnir í sæti niöri á vellinum. Nýtt form, litla sviöiö komiö og þrjú lög í einfaldari og hrárri flutningi. 5 plús. Phlladelphla, 31. ágúst 1989. Þeir fyrstu fyrir almenning f 7 ár. Frábærir, aidrei fleiri lög. London, 15. Júlí 1995, Voodoo Lounge í heimaborginni á laugar- dagskvöldi. Frábærir á heimavelli og áheyrendur þeir bestu, enda meö á nótunum. 5 plús. Mannhelm 12. september 1998. Þeir fjölsóttustu, 85.900 áheyrendur. Hljómsveitin samhent, góöir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.