Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 JLlV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105
RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds.
Klifrað yfir girdingar
í fagurprentuðum áróðursbæklingum frambjóðenda
Samfylkingar jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi má
sjá sömu nöfn meðmælenda með ýmsum frambjóðend-
um í ýmsum flokkum. Það er eins og eina og sama vott-
unarstofan sé að gæðastimpla margs konar vöru.
í flokksbundnu prófkjöri framsóknarmanna í Reykja-
vík fyrir skömmu var smalað nokkur hundruð manns,
sem annað hvort voru utan flokka eða í öðrum stjórn-
málaflokkum. Menn virtust ekki hafa neinar áhyggjur af
að vera í mörgum flokkum samtímis.
í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra
ætla að fjölmenna framsóknarmenn úr Vestur-Húna-
byggð til ná því fram, sem þeim mistókst innan eigin
flokks, að ná frambjóðanda úr sveitarfélaginu í öruggt
sæti á framboðslista í kosningunum í vor.
Smölim af slíku tagi er gamalkunn hér á landi. Félags-
mönnum íþróttafélaga er smalað á prófkjörstað til að
styðja einhvern, sem er í félaginu eða talinn hlynntur
því. í kosningunum sjálfum nýtast þessi atkvæði ekki,
því að þau eru einnota fyrirbæri í prófkjörsslag.
Með stækkun kjördæma hefur svæðisbundin smölun í
prófkjörum orðið algengasta og fyrirferðarmesta greinin
á þessum meiði. Menn sameinast þá þversum gegnum
flokka til að styðja frambjóðendur, sem eru af svæðinu
eða taldir fulltrúar þess af öðrum ástæðum.
í mörgum þessarar tilvika eru menn að styðja ein-
hvern í prófkjöri, sem þeir ætla alls ekki að styðja í
kosningum. Þeir hafa óeðlileg afskipti af skipun fram-
boðslista, sem þeir hafa ekki í hyggju að kjósa. Þeir eru
haldnir hreinum og klárum siðferðisbresti.
Annað einkenni þessa klifurs yfir girðingar er, að
stjórnmálaflokkar eru almennt ekki hjartkær fyrirbæri í
hugum fólks. Menn skipta um þá eins og föt, ef það þjón-
ar öðrum hagsmunum. Menn geta jafnvel hugsað sér að
vera í öllum stj órnmálaflokkunum samtímis.
Sumpart stafar þetta af kunningskap við einstaklinga,
en oftar þó af hagsmunum. Sumir telja henta sér per-
sónulega að hafa gott veður á ýmsum stöðum í pólitík-
inni, af því að íslenzka kerfið er enn svo frumstætt og
valdaþjappað, að pólitísk sambönd skipta miklu.
Oftar er þó um svæðisbundna hagsmuni að ræða.
Menn líta á pólitískt kjörna fulltrúa sem tæki til að
skaffa peninga, í flugvöll, höfn, veg, álver, varnargarð,
kvóta, niðurgreiðslu, menningarhús og svo framvegis.
Sveitarfélag án þingmanns er sigrað sveitarfélag.
Þessi svæðisbundna spiHing stafar af sömu forsendu
og persónulega spiHingin. Kjósendur telja, að stjórnmál
snúist um aðgang að jötunni, en ekki um framfarir og
framgang þjóðarinnar. Þeir hafa rétt fyrir sér, af því að
íslenzka kerfið er frumstætt og valdaþjappað.
Það er alþjóðlega viðurkennd hagfræði, að pólitísk
spiUing skaðar þjóðir efnahagslega. Hún beinir straum-
um fjármagns og fyrirhafnar úr eðlHegum farvegum.
Þess vegna er reynt á Vesturlöndum að opna þjóðfélög,
svo að straumar geti runnið eðlHega.
ísland er svo afskekkt land, að stjórnmálamenn hafa
talið sér kleift að stinga við fótum og reyna að varðveita
ýmiss konar hindranir og skömmtun, sem freista
manna. Þess vegna telja svona margir kjósendur á ís-
landi, að stjórnmál snúist um aðgang að jötunni.
Stuðningur fólks við prófkjörsframbjóðanda, sem þeir
ætla síðan ekki að styðja sem kosningaframbjóðanda, er
einfalt dæmi um frumstætt og siðlítið þjóðfélag.
Jónas Kristjánsson
Valdabarátta í Kreml
Á kaldastríðstímanum var háum
fjárhæöum varið til rannsókna á
sviði svokallaðra Kremlarfræða. Þar
sem áreiðanlegar upplýsingar um
stjórnmála-, efnahags- og þjóðfélags-
þróun í Sovétríkjunum lágu ekki fyr-
ir lék vestrænum valdahópum hugur
á að vita hvað færi þar fram bak við
tjöldin. Þessi fræði fóru úr tísku eft-
ir hrun Sovétríkjanna, enda höfðu
Kremlarsérfræðingar gerst sekir um
þá höfuðsynd að sofna á verðinum
þegar til kastanna kom og sjá ekki
fyrir lok kommúnismans. Nú er hins
vegar óhætt að spá blómlegri tíð hjá
þeim og jafnvel endurvakningu fræð-
anna: Valdabaráttan í Moskvu er
orðin svo reyfarakennd, að hún er
farin að minna ískyggilega á Sovét-
timann. Afsagnir lykilembættis-
manna og dulbúnar hótanir um
fjöldahandtökur vegna spillingar
tengjast valdabaráttu, sem enginn sér
fyrir endann á.
Atlaga gegn spillingu
Jevgení Prímakov forsætisráðherra hefur nú verið
við völd í hálft ár. Fram að þessu hefur honum tekist
að halda við pólitískum stöðugleika í djúpri efnahag-
skreppu með því að reiða sig á stuðning almennings,
kommúnista í rússneska þinginu og óvinsældir
Jeltsíns. Prímakov hefur reynt að sigla milli skers og
báru án þess þó að glata trausti stuðningsmanna sinna
eða styggja vestræn ríki og lánastofnanir Nú virðist
Prímakov aftur á móti vera farinn að óttast um póli-
tíska framtíð sína, enda er ekkert sem bendir til þess
að efnahagsástandið batni á næstunni. Hann hefur
hleypt af stokkunum herferð gegn efnahagsglæpum og
spillingu sem þegar hefur haft pólitísk áhrif. Helsti
ríkissaksóknari Rússlands hefur sagt af sér af heilsu-
farsástæðum," eins og það var nefnt og fyrrverandi
dómsmálaráðherra landsins hefur verið handtekinn
fyrir mútuþægni. Og nú er röðin komin að auöjöfrin-
um Boris Berezovsky sem um tíma var einn valda-
mesti maður landsins. Hann gegndi lykilhlutverki í fá-
mennisklíkunni svokölluðu sem réð lögum og
lofum í efnahagslíflnu fram að gengisfelling-
unni í ágúst og fjármagnaði að hluta kosn-
ingabaráttu Jeltsíns árið 1996. í vikunni sá
Prímakov til þess að sérstakar öryggis-
sveitir fengju heimild til að brjótast inn
í tvö fyrirtæki undir stjórn Berezov-
skys vegna gruns um ólöglega
starfsemi, þar á meðal njósn-
ir um helstu ráðamenn
Rússlands, meðal ann-
ars Jeltsín. Það sem
Prímakov gengur
augljóslega til er
að eyða pólitísk-
um áhrifum auð-
jöfursins og
sýslumenn. Þessi glannalega yfirlýs-
ing hefur vafalaust minnt Kremlar-
sérfræðinga á gamla tíma. Það verð-
ur þó að skoða hana í ljósi þeirrar
valdabaráttu sem nú á sér stað i
Moskvu.
í nafni þjóðarsáttar
Prímakov hefur ávallt neitað því að
hugur hans stæði til forsetaembættis-
ins en næstu forsetakosningar fara
fram á næsta ári. Að undanfórnu hef-
ur hann hins vegar kerfisbundið
komið pólitískmn stuðningsmönnum,
m.a. gömlum leyniþjónustumönnum,
í lykilstöður í fjölmiðlum. Og það er
forsenda þess að unnt sé að heyja ár-
angursríka kosningabaráttu í Rúss-
landi. Til að reka smiðshöggið á verk-
ið hefur hann lagt fram viðamikla til-
lögu um pólitískar sættir í þjóðfélag-
inu. Samkvæmt henni mundi Dúman
láta málshöfðun á hendur Jeltsín nið-
ur falla og skuldbinda sig til að leggja
ekki fram vantrauststillögu á hendur stjórninni. I stað-
inn héti forsetinn því að leysa ekki upp þingið og efna
til kosninga. Með öðrum orðum er Prímakov að mæl-
ast til þess, að forseti og þing afsali sér tímabundið
stjórnarskrárbundnum völdum.
Leiðtogi kommúnista, Gennadí Sjúgano, er stuðn-
ingsmaður Prímakovs og hefur séð til þess að fjárlög
stjórnarinnar muni sigla gegnum þingið. En meira að
segja kommúnistum finnst að Prímakov hafl gengið of
langt í þetta sinn og hafa tekið dræmt í tillögu hans.
Þeir vilja ekki skrifa undir neina samninga um þjóð-
arsátt. Að þeirra dómi er forsenda pólitísks stöðug-
leika sú að ná samkomulagi um lausn efnahagsvand-
ans. Þjóðarframleiðsla dróst saman um 4,6% á síðasta
ári og hið raunverulega atvinnuleysi í
Rússlandi er nú talið 17%.
Vandamálið er að það er engin sátt
um leiðir í efnahagsmálum. Nú
skírskota stjórnmálamenn óspart
til rússneskrar þjóðemishyggju í
efnahagskreppunni. Vitaskuld
verða Rússar sjálfir að marka
stefnu í efnahagsmálum en stað-
reyndin er sú að vestræn
ríki hafa úrslitavald
um efnahagsþróun
í Rússlandi.
Prímakov hefur
ekki tekist að ná
samkomulagi við
alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn um að
endurfjármagna
meginhluta
þeirra 17,5 millj-
arða dollara, sem
Rússar eiga að
greiða í afborg-
anir af lánum á
árinu. Það er
ekki nóg að fang-
elsa efnahags-
glæpamenn eða
fara frjálslega
með stjórnar-
skrána i nafni
pólitísks stöðug-
leika. Valdastaða
Prímakovs mun
ráðast af því
hvort tekst að
koma Rússlandi
út úr efnahag-
skreppunni.
veikja enn frekar
fámennisklikuna.
Áður hafði for-
sætisráðherrann
gert sér lítið fyrir
og lýst yfir því að
með þvi að veita
94.000 föngum
sakaruppgjöf
mundi skapast
nægilegt fangels-
isrými fyrir Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, hefur undanfarið reynt
„efnahagsglæp- að styrkja valdastöðu sína með herferð gegn fjármálaspillingu og tillög-
menn“, eins og um um þjóðarsátt sem sniðganga stjórnarskrárbundin völd forseta og
spillta embættis- þings. Pólitísk framtíð Prímakovs ræðst þó af því hvort tekst að vinna
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
menn og kaup- bug á efnahagskreppunni í Rússlandi.
Qioðanir annarra
Áhyggjur af ólgu
„Þar sem hægt hefur á hagvextinum í Kína hafa
leiðtogar kommúnistaflokksins áhyggjur af því að
; vaxandi óróa kunni að gæta hjá þeim milljónum fá-
j tæklinga sem enn eru í sveitum og borgum. Undan-
fama mánuði hafa brotist út einstöku mótmæli,
! stundum harkaleg, meðal verkamanna og bænda
i sem eru reiðir yfir því að fá ekki launin sín greidd,
\ yfir háum sköttum og spillingu embættismanna. í
: stað þess aö bregðast við með kúgunaraðgerðum
I ætti ríkisstjómin að fylgja fordæmi hugrakkra leið-
i toga eins bæjarfélags sem gripu til lýðræðisins til
: að gefa borgurunum aukin tækifæri til að stjóma
; eigin lífi.“
Úr forystugrein New York Times 2. febrúar.
Um hvað á að semja?
„Þó svo að Serbar hafi haft einhvern sögulegan
: rétt til Kosovo hafa áratugalöng kúgun Milosevics á
Íalbanska þjóðarbrotinu og kynþáttahreinsun hans á
þessu ári fyrirgert honum. Þess vegna veldur krafa
NATO um friðarviðræður milli Milosevics og
Kosovbúa áhyggjum. Um hvað er hægt að semja?
NATO ætti að neyöa serbneskar hersveitir til að
hörfa og veita Kosovobúum 3 til 5 ára tíma til að
jafna sig á gripdeildum Milosevics og endurreisa
lýðræðisstofnanimar sem hann hefúr eyðilagt. Á
meðan ættu Bandaríkin og bandamenn þeirra að
efla tilraunir sínar til að koma á lýðræði í Serbíu
sjálfri. Eftir það gætu viðræður haft einhverja þýö-
ingu og borið árangur.
Úr forystugrein Washington Post 1. febrúar.
Kóngafólk er heilsuspillandi
„í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna var hætt við
að sýna sögulegar myndir af Karli Bretaprinsi og
Camillu Parker Bowles ef ske kynni að leifturljósa-
blossarnir fyrir utan Ritz hótelið yllu flogaköstum
meðal áhorfenda. Tími er til kominn að fjölmiðlar
viðurkenni sannleikann og gefi út viðvaranir í ætt
við þær sem viðgangast hjá tóbaksframieiðendum:
Það getur verið skaðlegt heilsunni að lesa og horfa
á fréttir af kóngafólki."
Úr forystugrein Independent 31. janúar.