Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 9
DV LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 fréttir Þjáist þú af offitu? Faraldur næstu aldar - þú veröur að taka á málunum sjálf(ur) „Það er tcilað um ofíituna víða um heiminn sem faraldur næstu aldar. Hér á landi sýnist okkur að ofiita sé vaxandi vandamál. Vandinn er að koma í veg fyrir að þetta byrji að þróast. Að fólk lifi þannig að það fitni ekki. En auðvitað er það þrautin þyngri og nútíminn með alla sína streitu kallar á að fólk sé síborðandi og hreyfi sig allt of lítið. Þegar fólk er komið í offituástand er oftast erfitt að komast út úr því,“ sagði Þorkell Guðbrandsson, lyflæknir og hjartasérfræðingur, í samtali við DV í gær. Þorkell segir að offitan sé því vaxandi áhyggjuefni. Heilsufars- lega fylgi fitunni mikið af íeiÐ Þorkell Guðbrandsson hjartalæknir varar við að fólk leyfi sér að fitna. Það verður að taka af m festu á málunum strax í upphafi. sjúkdómum, til dæmis fullorðins- sykursýki, og meiri til- hneiging til hjarta- og æðasjúk- dóma. Menn hafi því miklar áhyggjur af ástandinu, ekki síst í Bandaríkjunum og í Bretlandi, en einnig hér á landi. Á mánudaginn kl. 17.15 er Þor- kell með fyrirlestur um offit- una, grafalvarlegt vandamál nútímans. Þar veitir Anna Elísabet Ólafsdóttir mat- væla- og næringarfræð- ingur praktískar og hnitmiðaðar ráðlegg- ingar í baráttunni við aukakílóin. Fundur- inn er fyrst og fremst fyrir þá sem stunda Offita. Hrikalegt dæmi um hvernig líkam- inn getur af- myndast. Reiknaöu út sjálfur Ertu of feitur? Hvað er offita? í fréttabréfi HL- stöðvarinnar segir svo um offit- una: Læknisfræðilega skýrgrein- ingin segir það vera þegar líkams- þyngdarstuðull sem reiknaður er út frá hæð og þyngd er meiri en 30. Við margföldum hæðina með sjálfri sér. Til dæmis 1,72 x 1,72 sentimetrar = 2,96. Síðan deilum við þeirri tölu upp í þyngdina. Til dæmis 100 kíló/2,96 = 33,8. Útkoman 33,8 segir að viðkom- andi hafi offitu. Önnur leið og ef til vill einfaldari til að átta sig á hvort um verulega offitu sé að ræða er að mæla ummál kviðar- ins. Þá er mælt með málbandi í hlutlausri stöðu öndunar yfir miðjan beíginn. Ef ummáhð er 102 sentímetrar eða meira hjá karlmönnum eða 94 sentímetrar eða meira hjá konum þá er um offitu að ræða og aukna áhættu sem því er samfara. Offita telst sjúkdómur og er því miður langvinnt ástand með mörgum fylgikvillum og verulega aukinni áhættu á hjarta- og æða- sjúkdómum. Það er því full þörf á að sýna þessum áhættuþætti at- hygli, reyna að stöðva óheillaþró- un og færa þyngdina niður í átt að kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðull er þá minna en 25). Það munar oft heUmikið um fáein kíló í þessari baráttu og smásigramir eru kær- komnir. -JBP þjálfun í HL-stöðinni, en allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. HL-stöðin er stofnun sem er allt of litið þekkt þótt senn sé 10 ára orðin og hafi unnið góða vinnu. Stöðin sinnir uppbygg- ingu og endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga. Þar sækja margir þrek og þrótt með góðri íþróttaiðkan og hörkuleikfimi, lyftingum og hjólreiðum. Engu að síður hættir mörgum til að leita í sama farið og fitna óhæfi- lega eftir að sjúkdómsbaslinu lýkur. Gegn þessu vill HL-stöðin vinna og erindi Þorkels og Önnu Elísabetar eiga því erindi til þess fólks og margra annarra sem þjást af offitu. HL-stöðin er til húsa í íþrótta- húsi fatlaðra í Hátúni 14. -JBP I Tónahúðinni Revkiavík Vikuna 8.-13. feb. Rauðarárstíg 1B, sími 552 4515 ÍUimBÚÐIN CUBASE forrit E-mu samplerar. Otrúleg, freistandi tilbaðl V* ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi • Hátt og lágt drif — byggður á grind $SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.