Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 JÖ'V' #ieygarðshornið „Því verr þykja mér gefast heimskra manna ráð sem þeir koma fleiri saman,“ þótti speki á söguöld. Svo mjög raunar að orð- tækið kemur bæði fyrir í Laxdælu og Heimskringlu Snorra, enda vandséð að konungshugsjón mið- alda verði betur eða hnyttilegar orðuð; best að einn sjái bara um þetta - best að hætta þessu hund- leiðinlega þingþvargi. Þessi setning gæti sem best ver- ið einkunnarorð Sjálfstæðisflokks- ins fyrir næstu kosningar því sú stofnun hefur komist að þeirri nið- urstöðu að prófkjör í Reykjavík sé óþarft - of kostnaðarsamt, of þungt í vöfum, of sundrandi, of mikið hættuspil. Prófkjör er sagt óþarft vegna þess að nú þegar liggi prýði- leg niðurstaða fyrir, allir ætli að halda áfram og engin ástæða til að leggja í dóm kjósenda flokks- ins hvem- ig sitj- andi þing- mönnum hafl tekist til, hvort ástæða sé til að skipta út. „Því verr þykja mér...“ Sjálfstæðismenn innleiddu próf- kjör hér á landi. Það hefur alltaf verið stolt þeirra. Það hefur þegar best hefúr látið sýnt flokkinn sem sannkallaða fjöldahreyfingu - það hefur veitt flokknum þetta tilkall til „fólksins" sem svo erfitt hefur verið fyrir vinstri flokkana að eiga við. Þetta var á sínum tíma djörf aðgerð hjá sjálfstæðismönnum, al- ger nýlunda á evrópska vísu. En hvernig skyldi þetta hafa verið hugsað? Veir hugmyndin sú að þetta ætti að vera lýðræðislegt fyr- irkomulag? Sé svo þá sýnir afnám prófkjörs í Reykjavík merkilegan þankagang: ræði er gott og göfugt vissulega - en hentar bara ekki alltaf. Lýðræði er samkvæmt þessum hugsunar- hætti ekki skilyrðislaus regla sem alltaf skal höfð í heiðri, heldur er það tæki til að ná fram markmið- um, og notast einvörðungu þegar sýnt er að það valdi ekki truflun- um og óróa. Það er nefnilega alltaf erfltt fyr- ir valdstjómendur að una lýðræði: það er þungt í vöfum, því fylgir endalaust blaður þar sem hver étur upp vitleysuna eftir öðmm og iðulega getur verið undir hælinn lagt hvort það leiðir til réttrar nið- urstöðu. Þeirrar prýðilegu niður- stöðu sem nú þegar liggur fyrir. „Því verr þykja mér gefast..." ****** Margt virðist mæla á móti próf- kjöri í fljótu bragði. Þar vegur ef til vill þyngst það sem Formað- ur Sjálfstæðis- flokksins hef- ur gefið í skyn að hafi ráðið ákvörðun- inni um aö sleppa próf- kjöri í Reykjavík að þessu sinni: peningar. í neyslu- og markaðs- samfélagi þar sem reynt er að mæla hvaðeina í aurum er hætt Guðmundur Andri Thorsson við að kjörþokki frambjóðenda brenglist með hjálp þeirra mál- efnalegu málaliða sem hafa það starf með höndum að selja mann og annan. Það væri hægt að ímynda sér að einhver ímyndaður einstaklingur sem gersneyddur væri verðleikum - en hefði fullar hendur fjár - gæti með öflugri áróðursherferð hreinlega keypt sér þingsæti. Það er að visu fróðlegt að heyra slíkar áhyggjur frá formanni Sjálf- stæðisflokksins, en sá flokkur hef- ur löngum haft það orð á sér að fá feykilegar fúlgur í sjóði sína frá ýmsum af öflugustu fyrirtækjum landsins enda verji hann þá hags- muni þessara fyrirtækja þegar til valda sé komist. Ekki er hægt að sannreyna þetta þvi að bókhald flokksins virðist vera nokkurs konar ríkisleyndarmál. Hitt væri kannski hægt að rann- saka: hvort fylgist að á marktækan hátt gengi í prófkjörum og öðrum persónukosningum og fjárútlát. í síðustu forsetakosningum fékk sá minnst fylgi sem mestum pening- um eyddi. Ekki skal gert litið úr drottingarmyndinni af Jóhönnu sem við kjósendur fengum senda heim en ég er samt ekki viss um að sú mynd hafl gert útslagið um stuðning kjósenda við hana. í því prófkjöri var Mörður Ámason með kosningaskrifstofu sína í svartri tösku. Kosningastjóri hans var eiginkona hans, sjálfur var hann sendill framboðsins. Hann hélt nokkra fundi þar sem hann ræddi um pólitík og á bóndadag hélt hann svolitla veislu þar sem hann fékk kunningja sína úr rit- höfundastétt til að gera grín að sér. Hann útbjó nokkur bókamerki sem bæði voru falleg og spaugileg og komu manni í gott skap, og hann var duglegur að skrifa grein- ar í blöð. Með þessari aðhalds- sömu kosningabaráttu náði hann miklu betri árangri en ýmsir aðrir sem hagnýttu sér aðferðir málefna- málaliðanna. Og mórall sögunnar? Annaðhvort líst fólki vel á þig sem þingmann eða ekki - peningar til og frá breyta því ekki: þótt þeir séu vissulega nauðsynlegir í ein- hverjum mæli þá er það sennilega þjóðlygi að framhjóðendur þurfl á auglýsingastofum að halda til að hanna sig. ****** Og svo er þessi skemmtilega staða komin upp. Annars vegar standa ellefu þúsund fjögur hund- rað sjötíu og átta manns að ákvörðun um skipan lista Sam- fylkingarinnar - hins vegar stend- ur einn maður að ákvörðun um skipan lista Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Samfylkingarinnar i Reykjavík var að vísu ekki fylli- lega lýðræðislegt eins og það verð- ur á Reykjarnesi - þar sem kvennalistakonur munu eflaust koma miklu betur út. Prófkjörið um síðustu helgi endurspeglaði kjördæmakerfið okkar, enda að- hyllast íslendingar sennilega ekki algjört lýðræði - heldur líka sann- gimi. iir K Fyrsti dagur Magnúsar L. Sveinssonar á Alþingi: Sérstök lífsreynsla Vissulega var þriðjudagurinn 2. febrúar sérstakur í lifi mínu. Þann dag tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Ég er fyrsti varamaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavik og tók sæti Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra sem er í opinberri heim- sókn í Mexíkó. Ég neita því ekki að þegar ég vaknaði um morguninn fann ég fyrir vissri spennu vegna væntan- legrar setu á Alþingi síðar þennan dag. Ég lauk mínum skyldustörf- um heima um morguninn áður en ég fór til vinnu eins og venjulega og fór út með hundinn minn, Trygg. Við viðraðum okkur sam- an og tókum veðurhæðina eins og jafnan áður. Ég gat ekki merkt að Tryggur hefði neinar áhyggur af því hvort ég tæki sæti á Alþingi eða ekki. Það eina sem ég fann að hann hafði áhyggur af var að ég yrði ekki heima hjá honum frekar en svo oft áður. Drengskaparheit undirrituð Fyrir hádegi átti ég fund með mínum nánustu samstarfsmönn- um á skrifstofu VR, Pétri A. Maack, varaformanni, Guðmundi B. Ólafssyni, lögmanni og for- stöðumanni kjaramálasviðs, og Gunnari Páli Pálssyni, fjármála- stjóra og forstöðumanni hag- fræðisviðs VR. Við fórum yfir helstu málin sem era í vinnslu þessa dagana hjá VR, m.a. undir- búning aðalfundar félagsins sem verður í marsmánuði. Kl. 12 var boðaður fundur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þar var mér vel tekið og ég boðinn velkominn af formanni þingflokks- ins, Sigríði Önnu Þórðardóttur. Á fundinum voru kynnt ýmis mál sem hafa verið í vinnslu og leitað var samþykkis þingflokksins fyrir framlagningu þeirra. Þessi fundur stóð til kl. 13.30, eða þar til þing- fundur hófst. Þegar ég kom að dyrum þingsal- arins var þar fyrir starfsmaður þingsins sem vísaði mér til sætis. Þingfundur hófst með því að for- seti Alþingis minntist látins fyrr- verandi alþingismanns, Bjarna Guðbjörnssonar. Því næst til- kynnti forseti komu mína til þingsins og þar sem ég hefði ekki setið áður á Alþingi myndi ég und- irrita drengskaparheit að stjórnar- skránni. Hvað er gamaldags? Þá hófúst umræður utan dag- skrár. Guðmundur Árni Stefáns- son gerði alvarlegar athugasemdir við þá hugmynd að sameina Sól- vang, St. Jósepsspítala og heilsu- gæslustöðina í Hafnar- firði og sagði að Hafn- arfjörður væri í upp- námi vegna þessa! Ingi- björg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra svaraði fullum hálsi og sagði heilsugæsluna í Hafn- arfirði til fyrirmyndar. Fleiri tóku til máls og sögðu upphlaup Guð- mundar Árna vera hluta af prófkjörs- skjálfta hans. Þá voru einnig umræður utan dagskrár um fjárhags- vanda sveitarfélaga. Að þeim loknum hófust umræður samkvæmt dagskrá. M.a. urðu allsnarpar umræður um þingsályktunartil- lögu nokkurra þing- manna stjómarandstöð- unnar um brottför hers- ins og yfirtöku íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra taldi þess tillögu fráleita og sagði að málflutningur tillögumanna væri „gamaldags". Tillögumenn brugðust mjög hart við þessum ummælum og Steingrímur Sigfússon sagði að þessi ummæli Halldórs væra álíka fráleit og hann segði að Halldór væri með gamaldags hálsbindi af því að það væri grátt! Þrjú mál af fjórtán rædd Eins og menn sjá geta umræður á Alþingi spannað vítt svið, hvort sem menn telja þær alltaf vera á háu plani eða ekki. Ef ég man rétt líkti Davíð Oddsson umræðunum á Alþingi, þegar hann var nýsest- ur á þing, við umræður í mál- fúndafélagi gagnfræðaskóla. Umræður á Alþingi stóðu til klukkan að ganga átta um kvöldið og þá höfðu aðeins þrjú af fjórtán dagskrármálum verið rædd. Má því búast við löngum fundum á þeim fáu dögum sem eftir eru af þessu þingi. Ég fór heim reynslunni ríkari og hafði lifað einn dag á Alþingi, sem vissulega er sérstök lífs- reynsla sem miklu færri fá að njóta en vilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.