Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
viðtal43
I algerrí óvissu um hvað er list
- segir Bernard Marcadá, iistfræðingur, gagnrýnandi og sýningarstjóri
Bernard Marcadé: „Ég á stöðugt erfiðara með að skilgreina hugtakið list af því að ég er í sífeilt meiri óvissu um hvað
er list. Ég get hins vegar talað um ákveðna listamenn."
DV-mynd MEÓ
DV. Paris:_____________________
Bemard Marcadé varð frægur í
frönsku listalífi þegar hann setti
upp sýninguna Masculin-féminin, le
sexe de l’art (Karlkyn-kvenkyn, kyn-
ferði listarinnar) í Centre George
Pompidou haustið 1995. Þá hafði
hann unnið í tengslum við myndlist
í tvo áratugi, bæði sem sýningar-
stjóri og gagnrýnandi. Það er áfram
hans aðalstarf og þessa dagana er
hann meðal annars að undirbúa
sýningu í CRAC i Bordeaux þar sem
hann er búsettur. „Það er ágætt að
vera i Bordeaux en ég gæti ekki
hugsað mér að setjast þar að fyrir
lífstíð," segir hann um fæðingarbæ
sinn. Hann heldur líka áfram að
koma til Parísar í hverri viku til að
sinna kennslu við Listaskólann í
Cérgy-Pontoise. Þar kynntist hann
Sigimði Árna Sigurðssyni sem varð
fyrsti íslendingurinn til að stunda
nám í þessum þekkta skóla, á und-
an Gústaf Bollasyni, Þorbjörgu Þor-
valdsdóttur og Helgu Þórsdóttur.
Undanfarna mánuði hefur sameig-
inleg vinkona Sigurðar Árna og
Bemards Marcadé, Noelle Tissier,
unnið með Guðbjörgu Kristjánsdótt-
ur að því að skipuleggja sameigin-
lega sýningu í Centre Régional
d’Art Contemporain í Sete (fyrir-
huguð í október) og í Gerðarsafni í
Kópavogi (í júní) á verkum ís-
lenskra og franskra listamanna.
Marcadé hefur fengið það verkefni
að skrifa um íslensku listamennina
í sýningarskrá og vonast því til að
fá fljótlega langþráð tækifæri til að
heimsækja ísland.
Kennslan heldur már
vakandi
Þekkiróu eitthvaö til íslenskrar
myndlistar?
„Ég hef auðvitað fengið tækifæri
til að kynnast henni aðeins í gegn-
um Sigurð Árna. Ég var þó ekki al-
veg ókunnur henni áður. Ég man til
dæmis vel eftir opnun George
Pompidou-menningarmiðstöðvar-
innar árið 1977. Pontus Hulten, þá-
verandi forstöðumaður, hafði skipu-
lagt tvær sýningar. Önnur var stór
yfírlitssýning á verkum Marcels
Duchamp en hin var sýning á verk-
um þriggja íslenskra konseptlista-
manna - Guðmundssonar og Frið-
finnssonar. Ég man að mér þóttu
verk þeirra sérstök, sérstaklega
vöktu ljósmyndir Sigurðar Guð-
mundssonar athygli mína.“
Ég veit að þig langaöi til aó veröa
listamaöur. Hvers vegna léstu ekki
verða af því?
„Það er rétt að það freistaði mín
að verða myndlistarmaður. Én ég
komst snemma að því að ég átti ekk-
ert erindi í það. Það hafði aldrei
hvarflað að mér að verða gagnrýn-
andi. Ég leiddist út í það og þykir
það hreint ekki slæmt.“
í hverju felst þitt gagnrýnanda-
starf?
„Það felst fyrst og fremst í því að
skrifa greinar og bækur og skipu-
leggja sýningar. Starfið gerir mér
kleift að umgangast listamenn en
það er nokkuð sem mér finnst mjög
skemmtilegt."
Hvaö um kennsluna, tengist hún
starfi gagnrýnandans?
„Fyrir mér er kennslan afar mik-
ilvæg. Umgengi við nemendur gerir
mig meðvitaðan um hver ný kyn-
slóðaskipti. Þeir halda mér því við
efnið og koma í veg fyrir að ég sofni
á verðinum, hætti að fylgjast með.“
Gagnkvæmur skilningur
Hvaöa merkingu leggur þú í oröió
gagnrýnandi og þá um leió starf þitt
sem 'slíkur?
“Það sem skiptir mestu máli er
gagnkvæmur skilningur milli mín
og listamannsins. Umgengni við
listamenn og vinnan með þeim er
höfuðatriði. Ég lít á sjálfan mig sem
vitorðsmann myndlistarmannsins.
Ég er því ekki gagnrýnandi í þeirri
neikvæðu merkingu sem oft er lögð
í orðið.
Neikvæð gagnrýni er frekar hlut-
verk blaðamannsins, að minnsta
kosti hér í Frakklandi. Þeir virðast
stundum vera í andstöðu við lista-
menn og það gefur starfi þeirra nei-
kvætt yfirbragð. Sjálfur hef ég meiri
áhuga á að vera þátttakandi í ævin-
týrinu. Vera vitni að atburðunum.
Sá skilningur sem ég legg í starf
gagnrýnandans er miklu nær upp-
runalegri merkingu orðsins krinein
sem kemur úr grísku og merkir að
skoða frá öllum hliðum. Mínum
sýningum og greinum er ætlað að
styðja verk myndlistarmannsins.
Þær eiga að vinna með honum, ekki
á móti.
Ég er þvi ekki dagblaðagagnrýn-
andi, enda gersamlega ófær um að
stunda blaðamennsku. Ég veit það
af því ég hef aðeins fengist við slíkt
í útvarpi."
Hvar er svona erfitt vió blaöa-
mennskuna?
„Blaðamenn þurfa að dreifa
starfsorkunni í allar áttir og hafa
áhuga á öllu mögulegu. Ég hef meiri
áhuga á að fylgjast náið með
ákveðnum listamönnum og skipu-
leggja með þeim verkefni. Ég hef
engan áhuga á að hlaupa á eftir öllu
því sem er í gangi, vera úti um allt
og geta talað um allt eins og blaða-
menn verða að gera. Ég get ekki
hugsað mér að binda mig á þann
hátt. Blaðamaður sem er gagnrýn-
andi verður líka að taka afstöðu,
það er að segja hann þarf að hafa
skoðun. Afstaða blaðamannsins er
þó tvíræð af því hann bindur sig
hvergi þó hann lýsi yfir skoðun
sinni. Ég vil ekki sífellt þurfa að
taka afstöðu til þess á þennan hátt
hvað er list.“
Hvað áttu vió? Aó þú takir fyrst og
fremst afstöðu meö tilteknum mynd-
listarmönnum?
„Ég á stöðugt erfiðara með að
skilgreina hugtakið list af því ég er
í sífellt meiri óvissu um hvað er list.
Ég get hins vegar talað um ákveðna
listamenn.
Hver listamaður hefur ákveðna
hugmynd um hvað hann telur vera
list, einfaldlega vegna þess að hann
hefur ákveðnar hugmyndir um
heiminn. Hann býr yfir ákveðinni
heimssýn sem hann setur fram í
verkum sinum. Verkin endurspegla
síðan hvað þessi ákveðni listamað-
ur telur að sé myndlist. Ég hef
áhuga á myndlistarmönnum vegna
þess að þeir búa til ákveðna list.“
Heimskan og gáfurnar
Ég býst ekki viö aó þú hafir mik-
inn áhuga á þeirri umrœöu sem ver-
iö hefur í gangi í Frakklandi aó und-
anförnu og snýst um þaó hvort listin
sé í kreppu. En hún er einmitt sögö
vera í kreppu af því aö menn skynja
myndlist samtímans ekki sem lista-
verk og/eóa efast um aö þau séu þaó
vegna þess aó þau ná ekki til al-
mennings.
„Ég get ekki verið sammála því
að listin sé í kreppu vegna þess sem
ég sagði hér að framan. Ég get ekki
tekið þátt í þessari umræðu sem er
ekki aðeins innilega frönsk heldur
nær hún út fyrir landamæri Frakk-
lands.“
Hvernig útskýriröu þaó aó þessi
umrœóa skuli kvikna einmitt hér í
Frakklandi?
„Þessi umræða er dæmigerð fyrir
ákveðinn skort Frakka á örlæti.
Þeim er svo mikið í mun að vera
taldir gáfaðir að þeir eru stöðugt á
varðbergi, hræddir um að vera
hafðir að fíflum. Sjálfur hef ég eng-
an sérstakan áhuga á gáfum. Menn
þurfa til dæmis ekkert endilega að
vera mjög gáfaðir til að geta verið
góðir listamenn. Heimskan getur
komið að jafn góðum notum.
En það er líka talað um kreppu af
því franskir listaverkasafnarar hafa
ekki áhuga á samtímalist. Það er
rétt að þeir eru ekki ýkja margir en
þeir sækjast aðallega eftir fornmun-
um og gömlum málverkum sem telj-
ast örugg verðmæti. Þeir eru
hræddir við að gera sig að fifli með
því að kaupa verðlaus verk eftir
óþekkta listamenn. Listaverkasafn-
arar verða að þora að hrífast og
verða ástfangnir af listaverkum í
stað þess að vera alltaf með áhyggj-
ur af því að verið sé að plata þá. Það
er nú einu sinni hlutverk lista-
mannsins að plata fólk - svo það er
varla hægt að komast hjá því að
verða plataður hvort eð er.“
Sjóndepurð heimspek-
inga
Er þaö vegna þess að þeir eru
hrœddir um aó veröa haföir aö jifl-
um sem sumir tala um krísu?
„Menn eru hræddir við að koma
illa út. Þeir eru samanherptir, rétt
eins og franskt menningarlíf. í það
minnsta myndlistarheimurinn.
Hann er svolítið þröngsýnn.
Það má þó ekki skilja orð mín svo
að ekki sé neitt gott til í franskri
menningu. En allt sem snertir
frjálslyndi, einkaframtak og áhættu
er utangarðs. Ég held að það sé
raunverulega ástæðan fyrir deilun-
um.
Hjá okkur er hefð fyrir þvi að hið
opinbera sjái um að kaupa lista-
verkin og þess vegna leikur hið op-
inbera stærra hlutverk hér en í
flestum öðrum löndum. Ég er ekki
að gera lítið úr þeim sem vinna fyr-
ir ríkið, enda eru opinber listasöfn
Frakka yfirleitt mjög góð, ég er að-
eins að reyna að útskýra þessar
deilur.
Þátttakendur í þessum umræðum
eru líka aðallega menntamenn sem
eiga að teljast vel upplýstir og eru
það. Vandinn er aðeins sá að þeir
hafa yfirleitt engan áhuga á mynd-
list. Þetta á við um heimspekingana
sem stýra þessari umræðu. En það
líka vel þekkt staðreynd að jafnvel
færustu heimspekingar sýna yfir-
leitt aðeins vondum listamönnum
áhuga. Þar nægir að nefna Sartre,
Derrida, Foucault og Lyotard. Þess-
ir menn eru mjög virðingarverðir
heimspekingar en þeir eru slæmir í
augunum."
Kanntu skýringu á þessari sjón-
depurö heimspekinga?
„Nei. Ég veit aðeins að listin er
ekki eins og hver annar hlutur. Hún
er fær um að breyta grundvallarat-
riðum heimspekinnar, ekki ósvipað
raunvísindunum. Margir heimspek-
ingar eiga hins vegar erfitt með að
viðurkenna þessa staðreynd, þeir
vilja ekki samþykkja að vísindi
þeirra geti tekið breytingum þegar
þau komast i snertingu við lista-
verk og því er varla von á góðu þeg-
ar þessir sömu menn fara að fást
við myndlist. Það gerist ekki nema í
einstaka undantekningartilfellum
að heimspekingar leyfi listaverkum
að hafa áhrif á grundvallarhugtök
heimspekinnar. Ég get aðeins nefnt
örfáa, menn eins og Arthur Danto
og Giorgio Agamben, en líka á viss-
an hátt Gilles Deleuze.“
Hvernig skýriröu tortryggni heim-
spekinga í garö myndlistarinnar?
„Mín skýring er sú að þar sem
listamaðurinn er á sama yfirráða-
svæði og heimspekingurinn, þótt
hann noti sömu tæki til að tjá sig,
ríki á milli þeirra ákveðin sam-
keppni. Heimspekingurinn vill helst
ráða yfir listamanninum og tala um
verk hans með því að búa til orð-
ræðu i kringum þau. En með þvi að
bæta hugsun sinni ofan á verkið af-
hjúpar heimspekingurinn sjálfan
sig. Það vill því myndast togstreita
milli heimspekingsins og lista-
mannsins.
Þeir myndlistarmenn sem sam-
þykkja að talað sé um verk þeirra
og þeim stjómað af tungumálinu
eru á hinn bóginn ósjaldan, en ekki
alltaf, vondir listamenn. Þeir
treysta um of á útskýringar og hug-
tök.“
Ég trúi á tilviljanir
Hvernig velur þú listamenn á þær
sýningar sem þú setur upp?
„Ég fer ekki eftir neinum hernað-
aráætlunum. Lifið sér um að velja
fyrir mig.“
Ekki lœturðu stjórnast af tilviljun-
um?
„Ég trúi auðvitað á tilviljanir en
ég held líka að tilviljanir séu aldrei
alveg óháðar óskum manns sjálfs.
Ef maður viU kynnast einhverjum
gerir maður það. Það er aldrei um
beinar tUviljanir að ræða. Tilviljan-
irnar í mínu lífi ráðast af dagleg lífi,
hverjum ég hrífst af og hvern mér
þykir vænt um. Kunningsskapurinn
kemur því á undan fræðunum, enda
verða kenningarnar ekki til nema í
gegnum kynni.“
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Ein af myndum Slgurðar Guðmundssonar.