Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 37
DV LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 %ðta! 45 Reinhold er vel giftur á Islandi. Kona hans, Gyða Örnólfsdóttir, hlustaði ekki á raddir sem vöruðu hana við Þjóðverj- anum fyrir tæpum fimmtíu árum og hefur aiið honum fimm syni. DV-myndir Teitur. vorum auðvitað alls staðar hataðir og fólkið sat um að kasta í okkur grjóti, spýtum og því sem til féll. Við vorum keyrðir út á akur þar sem við vorum látnir dúsa í rign- ingu á annan mánuð. Það var ekk- ert sagt við okkur og engan mat fengum við, nema stöku sinnum var fleygt til okkar kexkökum. Við gróf- um okkur niður í jörðina og reynd- um að sofa en þegar vatnið flæddi inn i holurnar vöknuðum við og settumst upp. Þarna voru engin hús, engin tjöld og engin teppi. Bara frakkinn og fötin sem við stóðum í.“ Reinhold segir að þarna hafi geis- að pestir og margir félaga hans dáið. Alltaf var verið að flytja lík burt. Var hann ekki hræddur við dauðann? „Ég hélt að vísu að stefnan'væri að útrýma okkur alveg en hvað varðaði sjáifan mig fannst mér að ég hlyti að lifa þetta af eins og allt hitt. Við vorum yfirheyrðir í sífellu og það átti að láta okkur segja frá. Segja frá hverju vissum við ekki. Við vorum bara strákar sem voru fegnir að stríðið var búið.“ Fyrir Reinholt og félögum hans sem eftir lifðu var þó ekki allt búið. Þetta var sumarið 1945 og friður að komast á í Evrópu en ungu þýsku hermennirnir voru sendir til Yorks- hire á Englandi þar sem átti að „venja þá af nasismanum" og kenna þeim lýðræðislega hugsun. Þar dvöldu þeir í tvö ár. „Þetta batnaði mikið þegar við komum til Englands," segir Rein- hold. „Þar byggðum við okkur bragga og okkur var kennd enska og pólitik í þrjá tíma á degi hverj- um. Við vorum líka látnir vinna við vélar. En við vorum fangar og tald- ir til stríðsglæpamanna. Það átti að kenna okkur eitthvað annað en nas- ismann. Síðasta hálfa árið máttum við fara í bíó með fylgd en við vor- um merktir sem fangar í bak og fyr- ir: POW (Prisoner of War = stríðs- fangi).“ Menn voru bara einkennisbúningar Það örlar á reiði þegar Reinhold riijar upp þennan tíma - þegar hann hugsar um æsku sem var eyðilögð. „Fyrst var reynt að hafa austan- tjaldsmenn til þess að vakta okkur en hatrið var svo gríðarlegt að skipt var yfir á enska vaktmenn. Svæðið var merkt með gaddavír og þeir voru um- svifalaust skotnir sem voru einn metra fyrir innan varnarlínu. Það gerðu Bretar aldrei.“ Reinhold horfði á likin hanga dög- um saman í girðingunni til þess að vera þeim viðvörun sem létu það hvarfla að sér að flýja. Er hægt að lýsa því hvernig það er að vera í stríði? „Nei,“ segir Reinhold ákveðinn. „Því get ég ekki lýst. Fyrst og fremst er maður óvelkominn í því landi þar sem maður er. Það eru allir á móti manni og það er enginn sem kærir sig um að vita hvernig manni líður. Mað- ur er óboðinn gestur og það verður að muna. Hvort sem er i Hollandi, Ítalíu, Afríku eða Rússlandi. Byssan er ein- asta lífsvonin." Þurftirðu að nota hana? „Auðvitað þurfti ég að nota hana hvort sem mér líkaði betur eða verr og í fyrstu var það svolítið skrýtið. En þegar ég sá að mér var ekki hlíft þá gerði ég það án þess að hika. Rússarn- ir sögðu ekki „þetta er góður strákur, ég læt hann lifa“ og ef ég hefði látið vorkunnina ná tökum á mér og leyft óvininum að lifa þá hefði hann skotið mig í bakið þegar ég hefði snúið mér frá honum. Ég þekkti heldur ekki þetta fólk. Þegar maður hefur verið nokkra mánuði í stríði eru óvinirnir ekki menn heldur einkennisbúning- ar.“ Reinhold segir að engin HoOywood- kvikmynd geti lýst hryllingi stríðsins. Stríð lifi með fólki árum saman eftir að því lýkur þó að allur vilji sé til þess að gleyma því. Hann segist þó reyna að hafa minningarnar á bak við sig og hafi gert lítið að því að ræða þær. r Ar getur maður haldið út hjá sjálfum djöffinum! „Ég kom heim í september 1947. Þýskaland var einn ruslahaugur eft- ir stríðið þó að mikið hefði verið hreinsað. Ég fór strax að leita mér að vinnu við rennismíði, mitt fag, en aftur 1948 var atvinnuleysi í Þýskalandi. Ég vildi komast burt og langaði til Ameríku en greip tæki- færið þegar ég sá á ráðningarstofu að óskað var eftir þýskum körlum og konum í sveitavinnu á íslandi." Reinhold kom með togaranum Bjarna riddara til Hafnarijarðar og réð sig vinnumann í Andakíls- hreppi. Hann segist ekkert hafa vit- að um ísland annað en það sem hann las í Nonnabókunum sem bam. Hann ætlaði að vera ár. „Ár getur maður haldið út hjá sjálfum djöflinum, hugsaði ég. En mér líkaði illa í sveitinni. Landbún- aðarvinna var ekkert fyrir mig, ég hélt ekki út allt árið og fór til Reykjavíkur, þar sem ég ætlaði að reyna að komast á bát, en góðu heilli fékk ég vinnu við mitt fag, sem rennismiður. Þá hafði ég kynnst konu minni, Gyðu Ömólfs- dóttur, sem ég hef nú verið giftur í tæp 50 ár og átt með henni fimm syni og tíu barnaböm. Einhverjir vöruðu Gyðu mina við að giftast Þjóðverja. En hún hélt sínu striki og íslendingar komu alltaf tiltölu- lega vel fram við mig,“ segir Rein- hold. Það var ýmislegt sem kom í Ijós eftir stríðið sem margir vissu ekki meðan á því stóð. Til dæmis má nefna skipulega útrýmingarherferð nasista á hendur gyðingum og öðr- um „óvinum" ríkisins og sérstakar útrýmingarbúðir til þess fallnar. Hvenær heyrði Reinhold fyrst um þetta? „Strax eftir stríðið sýndu banda- menn okkur myndir úr útrýming- arbúðunum Auschwitz og Bergen- Belsen. Þetta voru hræðilegar myndir af nöktu, skinhoruðu fólki og fjöldagröfum. Við trúðum ekki að þetta gæti verið satt og héldum að þetta væri bara liður í því að reyna að brjóta okkur niður. Þeir sýndu okkur myndirnar á hverj- um degi þar til við báðumst undan þvi. Okkur fannst þetta ótrúlegt en við þurftum að trúa því að end- ingu.“ í gegnum tíðina hefur Reinhold mikið heyrt talað um Þýskaland, Hitler, nasismann og allt það. Hvernig hljómar það í eyrum hans? Hvernig kemur það til dæm- is við hann að vera kallaður nas- isti? „Ég hef verið kallaður nasisti en það kemur ekki við mig. Ég hef aldrei verið nasisti. Ekki hér,“ seg- ir Reinhold og bendir sér í hjarta- stað. „Ég er bara Þjóðverji. Þýskur strákur sem var sendur í stríð.“ -þhs Nýleg, notuð verkfæri til sölu Stykki Rockwell Dnisaw plötaborðsög með plötulandi. Stærð á borði 70x95 cml Innkanpsv. Sfsláttnr Sölnv. án vsk. 457.000 50% 183.531 De Walt radial bótsög á bjólasteUi. Borðstærð 40x100 cm. 1 107.000 60% 34.377 OMS. Lista-bótsðg, mesta sögunarbreidd 90 mm. 1 79.680 50‘/. 31.999 Tiac. Gmv. 50-30 ioftpressa 400,1, tveggja silendra. 1 69.100 50% 27.751 Compakt loftpressa 1201. 1 27.700 50% 11.124 Duo-Fast Loftnaglabyssa, naglastsrð 2“-4“, passar fyrir ísl. nagla. 2 132.165 60% 42.462 Bei loftheftibyssa, 10/60 hefti. 1 36.400 65% 10.400 BeS loftheftibyssa, 97/25 hefti. 1 26.900 60% 8.800 BeS loftheftibyssa, 95/14 hefti. 1 18.700 60% 6.000 Holz-Her 750 w. Nr. 2711, gipsskrúfvél + Maggasin 3301,25-45 mm. 1 29.840 30% 16.800 Bosch gipsskrnvél 600W. 2 22.600 60% 4.800 Bosch höggborvél 600W, 0-700/0-2100 á mín. 1 19.600 60% 6.400 Bosch pikksög 520 W, 500-3100 á mín. 1 27.121 70% 5.600 Metabo borvél 500W, 600-1600 á mín. 1 16.000 60% 5.200 LameUo Top köknfræsari 1 34.665 30% 16.000 HUti TE 14 (TE15C) höggborvél. 1 67.600 50% 27.200 Járnklippnr fyrir kamstál, 8-18 mm. 1 19.500 50% 7.800 JárnkUppnr fyrir kamstál, 12-22mm 1 24.500 50% 9.839 Ljéskastarar 2000W, - með stand á þrífæti. 3 20.000 50% 8.032 Glerberar fyrir stérar róðnr. 2 11.500 30% 6.465 Sogblöðknr þriggja hansa 3 6.400 20% 4.112 Seheppach borðhjólsög, borð 75x60 cm 1 55.860 40% 26.920 Tanco, litiU afréttari, borð 20x110 cm 1 86.000 60% 27.630 Handklippnr fyrir kambstál, 0-13mm 1 13.075 50% 5.250 Hetabo bjðlsög, 1100 w e 190 mm 1 36.800 60% 11.823 Ghibli, ryksuga. 1 49.600 50% 20.240 Boscb, handhefill. 1 17.324 50% 6.957 Reinhold rifjar upp sárar minningar við arineldinn. Hann segir ómögulegt að lýsa því hvernig er að vera í stríði. Upplýsingar í síma 587 0677,588 6944 og 852 0310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.