Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
20
FJÓRHJÚLADRIFSBÍLAR
Á GÓÐU VERDI
Honda Accord Lsi, 2.0L '96
Ek. 52 þ. km. Vínrauður,
sjálfsk. Abs, topplúga,
álfelgur ofl.
Verð: 1.650.000.
Tilboð: 1.450.000.
Hyundai Elantra St. 1.6L
'97 Ek. 35 þ. km. Rauður,
sjálfskiptur, álfelgur, spoiler,
toppbogar ofl.
Verð: 1.400.000.
Tilboð: 1.190.000.
MMC L-300 2.4L 4x4 '91
Ek. 108 þ. km. Hvítur, 5 gíra,
5 manna fallegur bíll.
Verð: 850.000.
Tilboð: 690.000.
Musso E-23 2.3L Bensín
'98 Ek. 24 þ. km. Silfurgrár,
sjálfsk. álfelgur, 31 ” dekk,
upph ofl.
Verð: 2.850.000.
Tilboð: 2.590.000.
Musso EL602 TDI 2.9L '97
Ek. 38 þ. km. Grænn/silfur,
5 glra, álfelgur, 33” dekk,
upph. ofl.
Verð: 2.650.000.
Tilboð: 2.470.000.
Opel Astra ST. 1.6L '97
Ek. 37 þ. km. Vínrauður,
sjálfsk. samlæsing,
dráttarkrókur.
Verð: 1.280.000.
Tilboð: 1.150.000.
Subaru Legacy 2.0L '92
Ek. 63 þ. km. Vínrauður,
sjálfsk. dráttarkrókur,
geislaspilari ofl.
Verð: 1.070.000.
Tilboð: 930.000.
Toyota Hilux D/C Bensín
2.4L '92 Ek. 159 þ. km.
Grænn, 5 gíra, 35” dekk,
lengdur milli hjóla, plasthús,
brettakantar ofl.
Verð: 1.400.000.
Tilboð: 1.190.000.
%éttir
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi:
barátta
Prófkjör Samfylkingarinnar í
Reykjaneskjördæmi fer fram um
helgina. Fólk er spennt að vita hver
þátttaka i því verður enda hún talin
mælikvarði á það hvort til sé að
verða ný stór stjómmálahreyfmg eins
og þátttakan í prófkjörinu I Reykja-
vík virtist benda til. Mikil þátttaka á
Reykjanesi mun vafalítið verða túlk-
uð á þann veg. Dræm þátttaka yrði
hins vegar til að sá amsúgur sem
vinstrimenn töldu sig greina í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
daprast.
Vinstra- og félagshyggjufólk horfir
mjög til þess að það takist að skapa
trausta breiðfylkingu, upphaf nýs
stjómmálaflokks sem geti af meiri
þunga en tvístmð stjómarandstaða
hefur gert á kjörtímabilinu tekist á
við stjórnmálaöfl sem hafa aukið bil
milli ríkra og fátækra. Félagshyggju-
fólk telur að nýleg úttekt Þjóðhags-
stofnunar sem staðfesti þetta verði
þeim vopn í komandi kosningum. Til
þessara verka telja þeir nauðsynlegt
að mannval á væntanlegum listum
verði traust, ekki síst á Reykjanesi og
í Reykjavík.
Úrslita prófkjörsins er því ekki síð-
ur beðið með spenningi með tilliti til
þessa. í Reykjanesi takast margir rót-
grónir og þekktir stjórnmálamenn á
við fólk úr sveitarstjórnum og félags-
málum sem bankar á dyr Alþingis.
Samanlagt höfðu flokkamir sem að
Samfylkingunni standa fimm þing-
sæti eftir síðustu kosningar og sam-
fylkingarsinnar vilja fá fram vænleg-
an lista sem er liklegur til að halda
þeim og helst vinna eitt til tvö til við-
bótar. Ýmsir telja ekki útilokað að
vinna í það minnsta eitt sæti til við-
bótar vegna þess að nú er boðið fram
í einu lagi og dauð atkvæði því færri.
Óvæntra úrslita vænst
Úrslitin í Reykjavík urðu vissulega
óvænt og þeir sem DV ræddi við í
gær töldu að úrslit á Reykjanesi væru
heldur ekki gefin fyrir fram. Það
mætti búast við óvæntum úrslitum í
efstu sætunum og einhverjum sær-
indum þegar úrslit verða ljós á
sunnudagskvöldið. Ekkert sé gefið
fyrir fram um það hvemig skipast á
listann. í þessum bollaleggingum
koma helst upp nöfn Rannveigar Guð-
mundsdóttur, Guðmundar Árna Stef-
ánssonar, Ágústs Einarssonar, Þór-
unnar Sveinbjamardóttur og Kristín-
ar Á. Guðmundsdóttur. Prófkjörið er
opið á þann hátt að kosið er run alla
frambjóðendurna í einu hólfi í stað
þriggja flokkahólfa eins og gert var í
Reykjavík. Það þýðir að kjósendur
geta stillt upp óskaframbjóðendum
sínum úr hverjum flokkanna þriggja
en em ekki bundnir af frambjóðend-
um hvers flokks fyrir sig. Girðing er
hins vegar við fjórða sætið sem þýðir
það að hvert framboðsaflanna þriggja
fær að minnsta kosti einn mann í eitt
af fjórum efstu sætunum. Það þýðir
að Kvennalistinn fær a.m.k. eitt af
þessum fjórum sætum, Alþýðubanda-
lagið eitt og Alþýðuflokkurinn eitt.
Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar
verið sterkastur flokkanna þriggja í
kjördæminu þannig að líklegt er talið
að hann fái tvö af sætunum fjórum.
Óvissuþættirnir
Eitt þess óvænta sem stjórnmála-
hugsuðir velta fyrir sér er tengt
Kvennalistanum. Þeir telja líklegt að
frambjóðendur Kvennalistans, ekki
síst Þórunn Sveinbjarnardóttir, muni
koma á óvart á annan og jákvæðari
veg en kom í ljós í sambandi við fylgi
Kvennalistans í prófkjörinu í Reykja-
vík. Fylgi kvennalistaframbjóðenda
muni verða hlutfallslega meira á
Reykjanesi en í ljós kom í Reykjavík.
Gestur Páll
Reynlsson.
Guðmundur Arni
Stefánsson.
Jón Gunnarsson.
Kristín A.
Guðmundsdóttir.
Lúðvík Geirsson.
Magnús Jón
Árnason.
Magnús M.
Norðdahl.
Ragna B.
Björnsdóttir.
Valdimar Leó
Friðriksson.
Valþór
Hlöðversson.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir.
Ágúst Einarsson.
J-itl.----- T»V 7 .
, 11-
Birna
Sigurjónsdóttir.
framboð Samfylkingunnar í Reykja-
nesi kemur fram að þeir telja Þór-
unni traustan og efnilegan stjóm-
málamann með markmið og stefnu í
anda lýðræðislegrar jafnaðar-
mennsku. Með hana í forystu
Kvennalistans sé Kvennalistinn ekki
líklegur til þess að fá „Reykjavíkur-
niðurstöðu."
Alþýðuflokkur sterkastur
Flestir viðmælenda reikna með því
að alþýðuflokksmenn muni hreppa
efsta sætið. Það gerir raunar oddviti
Alþýðubandalagsins, Sigríður Jó-
hannesdóttir alþingismaður, einnig
því hún hefur lýst yfir að hún sækist
eftir öðru sætinu. Samkvæmt þessu
er nærtækt að draga þá ályktun að
þau Rannveig Guðmundsdóttir al-
þingsmaður og Guðmundur Árni
Stefánsson alþingismaður berjist um
fyrsta sætið en í þann reikning kann
að koma strik.
Ágúst Einarsson alþingismaður,
að undanförnu og
telja sumir að
haldi sú stigandi
áfram, sem verið
hefur hjá honum í
kosningabarátt-
unni, þá kunni
hann að skáka
Guðmundi Árna
rækilega, jafnvel
svo að hann nái
öðru sætinu. Al-
þýðubandalags-
menn telja það
hins vegar ekki líklegt og spá einum
sinna frambjóðenda því, helst þó Sig-
ríði Jóhannesdóttur. Vera kann að
stuðningsmenn Guðmundar Árna
hafl fundið til
Dóra Hlín
Ingólfsdóttir.
Innlent
fréttaljós
Stefán Ásgrímsson
góðs gengis -
Ágústs í barátt-
unni því að þeir
hafa hert róður-
inn fyrir hans
hönd nú undir
það síðasta,
jafnvel svo að
reglur próf-
kjörsins um
auglýsingabann á vegum einstakra
frambjóðenda hafi verið sveigðar.
Þannig hafa auglýsingar um Guð-
mund Árna sést í stórverslunum í
Hafnarfirði og Kópavogi.
Guðmundur Árni hefur átt í
nokkrum erfiðleikum sem forystu-
maður krata í Hafnarfirði undanfar-
ið. Kratar klofnuðu í afstöðu til sam-
fylkingarframboðs í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum og hann snerist á
fylgi miðað við það sem kratar hafa
fengið í Firðinum. Þá hlýtur það að
vera honum nokkurt áfall að hinn vel
metni Hafnarfjarðarkrati, Hörður
Zóphaníasson og þungavigtarmaður
úr baklandi Guðmundar Áma, lýsti
yfir stuðningi við Kópavogsbúann
Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta
sætið i Morgunblaðsgrein í gær.
Byggðabandalag
Hjá Alþýðubandalaginu er einnig
óvissa. Þar eru auk Sigríðar Jóhann-
esdóttur Valþór Hlöðversson, fyrrver-
andi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Magn-
ús Jón Árnason, fyrrum bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, bæj-
arfulltrúi í Hafnarfirði, og Kristín Á.
Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra-
liðafélags íslands. Athyglisvert er að
alþýðuflokksmaðurinn Guðmundur
Oddsson skólastjóri hefur lýst stuðn-
ingi við Valþór Hlöðversson alþýðu-
bandalagsmann i annað sætið og
Rannveigu í fyrsta sætið. Svipað
mynstur kemur fram hjá Flosa Ei-
ríkssyni, alþýðubandalagsmanni í
Kópavogi, en hann mælir með Rann-
veigu í fyrsta sætið í Morgunblaðinu
í gær.
Þetta hugnast ýmsum viðmælend-
um DV ekki vel og telja að þarna sé
verið að mynda byggðablokk. Suður-
nesjamenn eru þó hvað síst hrifnir og
telja að verið sé að reyna að þurrka
sína menn út af listanum. Allra hörð-
ustu samsæriskenningasmiðir segja
að þarna liggi djúphugsað plott að
baki, sem sé það að reyna að fá Kópa-
vogskrata upp á móti Rannveigu og
að þeir kjósi Ágúst Einarsson eða
Guðmund Árna Stefánsson í staðinn í
fyrsta sætið. Ekki verður hér fullyrt
neitt um ágæti eða sannleiksgildi
þessarar kenningar en hún aðeins lát-
in fljóta með til að sýna að það er
þung undiralda í prófkjörinu og það
má vissulega reikna með óvæntum
úrslitum.
Hér að framan hafa verið nefndir
til sögu þeir sem líklegastir eru til að
berjast um toppsætin. En fleiri koma
að sjálfsögðu við sögu og margir eiga
sér trausta bakhjarla. Þar má nefna
lögfræðingana Skúla Thoroddsen al-
þýðubandalagsmann og Magnús M.
Norðdahl, Gest Pál Reynisson, for-
mann ungra jafnaðarmanna í Reykja-
nesbæ. Gestur Páll hefur þá sérstöðu
í kosningabaráttunni að hafa einn
frambjóðenda minnst yfirleitt á aðild
íslands að Atlantshafsbandalaginu
sem enn er á vissan hátt feimnismál
innan Samfylkingarinnar, kannski af
tillitssemi við eldri alþýðubandalags-
menn.
Þeir sem samfylkingarfólk í
Reykjaneskjördæmi kýs um nú um
helgina eru þessir: Gestur Páll Reyn-
isson, Guðmundur Árni Stefánsson,
Jón Gunnarsson, Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magn-
ús Jón Ámason, Magnús M. Norð-
dahl, Ragna B.
Björnsdóttir,
Rannveig Guð-
mundsdóttir, Sig-
ríður Jóhannes-
dóttir, Skúli
Thoroddsen,
Trausti Baldurs-
son, Valdimar Leó
Friðriksson, Val-
þór Hlöðversson,
Þórunn Sveinbjamardóttir, Ágúst
Einarsson, Álfheiður Jónsdóttir,
Bima Sigurjónsdóttir og Dóra Hlín
Ingólfsdóttir.
Þar sem kjördæmið er talsvert víð-
feðmt auk þess að vera fjölmennt
verða kjörstaðir víða, eða i Keflavík,
Sandgerði, Grindavík, Vogum, Hafn-
arfirði, Garðabæ, á tveimur stöðum í
Kópavogi, á Seltjamarnesi og í Mos-
fellsbæ.