Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 64
pl-HÍ 2 LO < 2 00 o FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Ingvar JrgfjjL Helgason hf. =. Sœvarlinföa 2 -rr—3 :- Shni 525 HOÖ0 www.ih.is Fólk hefur ekki efni á .. að leita sér lækninga - segir formaöur Verkalýðsfélags Húsavíkur DV, Akureyri: „Ég sé í hverri viku fólk sem hef- ur ekki efni á því aö leita sér lækn- inga til Reykjavíkur eða að fólkið hefur farið suður og fær svo synjun frá Tryggingastofnun um greiðslu á ferða- og dvalarkostnaöi," segir Að- alsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Hann segir að greiðslur Tryggingastofn- unar vegna þessa hafi lækkað um 16 milljónir á síðustu árum, þvert ofan í viljayfírlýsingu ríkisstjómarinnar ■VUP'frá 1995. Aðalsteinn nefnir tvö dæmi máli sínu til stuðnings. „Ég er með mál konu sem þurfti að leita sérfræði- þjónustu í Reykjavík og aðgerðar á auga fyrir þremur árum. Þá fékk hún allan kostnað greiddan. Nú þurfti hún aftur í sams konar að- gerð á hinu auganu en þá ber svo við að hún fær ekk- ert greitt. Hitt dæmið er um mann sem þurfti að leita sér- fræðiþjónustu í Reykjavík þar sem sú þjónusta er ekki fyrir hendi á Húsa- vík eða Akureyri. í kjölfarið þurfti maðurinn í endurhæfingu og á heilsuhæli í Hveragerði. Kostnaður þessa manns er hátt á annað hund- rað þúsund krónur og hann fær ná- kvæmlega ekkert greitt. Ég kærði þessa- málsmeðferð til Trygginga- ráðs en fékk þar synjun á þeim for- sendum að aðgerðin sem maðurinn gekk i gegn um hafi verið lítils hátt- ar,“ segir Aðalsteinn. Hann segist hafa skrifað heilbrigðisráðherra og landlækni vegna þessa máls og mál- ið sé nú í höndum Alþýðusambands íslands. Aðalsteinn segir að þessir hlutir ýti m.a. undir fólksflóttann af lands- byggðinni. „Auðvitað flytur fólk þangað sem þjónustan er fyrir hendi, þegar svona er tekið á mál- um, og það sem hefur verið að ger- ast síðustu árin er að kostnaðurinn við heilbrigðisþjónustu við fólk á landsbyggðinni hefur verið að flytj- ast frá ríkinu til fólksins sjálfs. Svo eru menn hissa á fólksflóttanum sem aldrei hefur verið meiri og lausnin á að vera sú að byggja menningarmiðstöðvar. Ég held að mönnum væri nær að taka það upp í kosningabaráttu sinni að hækka laun fólks á landsbyggðinni þó ekki væri til annars en að jafna þau laun við það sem gerist í höfuðhorginni þar sem öll þjónustan er til staðar," segir Aðalsteinn. -gk m Aðalsteinn Baldursson. Veöriö á morgun: Veðriö á mánudag: Snjókoma og slydda Léttir til víðast hvar Á morgun, sunnudag, gengur í suðvestankalda eða stinningskalda með Á mánudag verður norðlæg átt, gola eða kaldi, og él norðaustanlands snjókomu eða slyddu um allt land. Snýst síðdegis í norðvestankalda með en léttir til víða annars staðar. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. éljum. Hiti verður viða nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 65. Stofnfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs var í gær. Á fjórða hundrað manns mætti. Á myndinni takast þeir í hendur Steingrímur J. Sig- fússon og Ögmundur Jónasson. Fundurinn héit áfram í morgun og forysta verður kosin í dag. Sjá nánar á bls. 4. DV-mynd Teitur Kosovo-albanski leikskólaleiðbeinandinn: Sótti um fyrir eigmmaitmnn Sabrije „Sonja" Zogaj, Kosovo-al- banski leikskólaleiðbeinandinn á Marbakka í Kópavogi sem Serbar misþyrmdu í síðustu viku ytra, fór á fund Útlendingaeftirlitsins hér heima og sótti um dvalarleyfi fyrir Samidin, eiginmann sinn í gær- morgun. Eins og DV greindi fram í gær er Samidin enn ytra. Serbar beittu Sonju ofbeldi auk þess að hafa í hót- unum við hana og samferðafólk hennar í 7 klukkustundir. Sonju var hótað lifláti. Hún var þá nýbúin að aö á næstmni 1» lendingaeftirlitinu. Kosovo-Albanir með dvalarleyfl á íslandi eru nú á bilinu 70-80, flest fólk með stórar fjölskyldur. -Ótt Sýningartíkin í Mosfellsbæ: Tína týnd í mánuð tir'" Mánudagur Kristín sagði að vonandi væri tíkin í Mosfellsbænum. Hins vegar hefðu ýmsar vísbendingar borist, t.a.m. frá Vatnsenda. Þar hefði komið á daginn að um aðra terri- er-tík hefði verið að ræða. Hún sagði að í siðustu viku hefði íbúi í Mosfeflsbæ talið sig hafa séð tík- ina koma hlaupandi eins og and- skotinn væri á eftir henni yfir lóð- ina hjá sér. „Bara flmm mínútum siðar kom ég og eigandi tíkurinnar gangandi yfir sömu lóð. Það er eins og tíkin sé að forðast okkur,“ sagði Kristín Erla. -Ótt Slösuðust alvarlega Tvennt slasaðist alvarlega í hörð- um árekstri fólksbíls og smárútu á brú í Önundarfirði um kl. 16 í gær. Mikil hálka var á veginum. í fólks- bílnum voru karl og kona og slösuð- ust þau mikið. Konan var meðvit- undarlaus. Klippa þurfti fólkið úr bíiflakinu. Lögreglan á ísafirði gat ekki gefið DV nánari upplýsingar á níunda tímanum þegar blaðið fór í prentun. - rt/íbk Y orkshir e-terr ier-sýningartíkin Tina er ófundin. Hún sást síðast, að því er talið er, aðfaranótt fostu- dagsins í síðustu viku þegar hjúkr- unarkona á Reykjalundi sá til lít- ils brúnleits hunds í tættri kápu á lóðinni fyrir utan endurhæfingar- stöðina. „Það er orðin langur tími frá því að tíkin sást síðast. En þetta er þolinmæðisverk," sagði Kristín Erla Karlsdóttir, íbúi í Ásbúð i Mosfeflsbæ, þaðan sem tíkin strauk þann 5. janúar. iiSUBARU ALLT ER WENT SEM VEL ER GRÆNT! 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.