Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 * 48 '1 Aurskriða og jarðvegshrun hafa lokað einu landleiðinni að Machu Picchu í Perú. Machu f Picchu eru án efa frægustu minj- ar um Inka í Perú og staöurinn jafnframt sá vinsælasti af ferða- mönnum. Það er talið að Machu Picchu hafi verið einn helgasti staður Inka á 15. og 16. öld. Ferðamenn eiga þess þó kost að heimsækja rústimar, sem eru hátt í Andesfjöllum, en slík ferð | kostar um þrisvar sinnum meira Ien lestarferð. Jafnan er farið frá borginni Cusco, sem er í 200 kíló- metra íjarlægð frá höfuðborginni Líma, en þaðan hefur lestarferð- um verið aflýst í að minnsta kosti 20 daga. Þetta er talsvert áfaU fyrir ferðaþjónustu á svæð- inu því um þúsund ferðamenn leggja að jafnaði leið sína að Machu Picchu á degi hverjum. Vilja fimm ár í viðbót írar hyggjast nú hvetja Evr- ópusambandið tU þess að fresta fyrirhuguðu afnámi tollfrjálsra verslana um fimm ár. í mars munu ráðherrar ES-landanna fimmtán hittast tU þess að ræða | afnámið og hugsanleg áhrif þess á atvinnulíf aðildarlandanna. Samkvæmt ákvörðun Evrópu- sambandsins verður fríhafnar- verslun með öllu aflögð þann 30. júní næstkomandi. Ekki mun auðsótt að fá frekari frest því ráðherramir aUir verða að sam- þykkja slíka ákvörðun. Landleiðin lokuð Nepalir banna glerflöskur Frá því á ágúst hefur sala bjórs og gosdrykkja í glerflösk- um verið bönnuð í Nepal. Bann- ið var sett til þess að spoma við flöskubrot- um sem lágu eins og hráviði um fjallshlíð- amar. Það mun segin saga að þótt fjall- göngu- menn séu dug- legir að bera drykkjarföng upp Himalayjafjöll- in em þeir ekki jafnáfiáðir í að bera tóm ílátin aftur niður. Á hverju ári heimsækja um 30 þús- und manns Himalayafiöllin og var talið að ekki færri en 200 þúsund flöskur lægju eftir þessa ferðalanga. Glerbrotin sköpuöu bæði innfæddum og ferðamönn- um hættu en með nýja banninu segjast stjómvöld vonast til að halda landi sínu hreinu í fram- í tíðinni. Kínverjar á faraldsfæti Ár kanínunnar rennur brátt upp í Kína og þá leggja hundrað manna land undir fót og fara til síns heima til þess að fagna nýju ári með fiölskyldunni. Hvergi munu meiri fólksflutningar eiga sér stað á sama tíma en í Kina þegar nýja árið nálgast. Hátíðar- höldin í Kína munu standa frá 14. til 22. febrúar næstkomandi. Vegakerfi landsins verður undir miklu álagi enda eiga æ fleiri Kínverjar nú bíla. Þá er talið að tæpar tvö hundrað milljónir manna muni ferðast með lest og sex milljónir með flugi. Lestar- ferðum verður fiölgað til muna og í fyrsta sinn geta Kínverjar : sér farmiða á Netinu. Vetrarferðir innanlands era vax- andi þáttur ferðaþjónustunnar. Þessar ferðir hafa þó helst höfðað til erlendra ferðamanna undanfarin ár. Það er i raun synd því þegar betur er að gáð eru margar spennandi vetrarferðir i boði. Ferðasíða DV heimsótti ferðaþjónustufyrirtækið íslandsflakkara á dögunum og kann- aði vetrarvertíðina sem er að hefiast um þessar mundir. „Meginstarfsemi íslandsflakkara hefur undanfarin ár falist í ýmis- legri afþreyingu fyrir erlenda hvata- ferðahópa. Við viljum gjarna fá fleiri íslendinga í ferðirnar en þeim fari smám saman fiölgandi. Við sér- sníðum ferðirnar að þörfum hvers hóps þannig að engar tvær ferðir eru alveg eins,“ segir Sigríður Jón- asdóttir hjá íslandsflökkurum. íslandsflakkarar leggja mikla áherslu á ferðalög að vetri og gera til dæmis út sex Land Rover bíla sem era sérstaklega úbúnir til fialla- ferða við erfiðustu aðstæður. Snjó- sleðar eru einnig vinsæll farkostur þegar komið er á fiöll og farnar eru hefðbundnar snjósleðaferðir. Óþarfi að fá hroll Þeir eru vafalaust ekki margir Hjá Islandsf lökkurum er hægt að fara í margs konar snjóaf þreyingu, alit frá þvf að ganga á skíðum og upp í að renna sér á dekkjaslöngu niður snævi þakta fjallshlíð. J Nýstárlegar vetrarferðir með íslandsflökkurum: Ogleymanleg nætur- dvöl í snjóhúsi - skíðaferðir utan alfaraleiða, snjó"rafting", slöngubrun og margt fleira A- ■ -* H Samstilltur hópur á leið í ævintýraferð á Hengilssvæðinu. sem hafa prófað að sofa í snjóhúsi hérlendis. Sumir fá væntanlega hroll við tilhugsunina en að sögn Sigríðar er það algjör óþarfi. „Snjó- húsagistingin hefur vakið mikla hrifningu hjá okkur. Við bjóðum þessa gistingu aðeins fyrir hópa enda er mikil vinna að búa snjóhús- in til. Það tekur til dæmis þrjá starfsmenn tólf tíma að búa til tvö hús og kamar fyrir fimmtán manna hóp. Ferðatilhögunin er oftast þannig að farþegamir verja degin- um í ýmis konar snjóafþreyingu og koma svo í snjóhúsin að kvöldi. Þá eram við búin að moka þau og gera allt tilbúið. Við höldum gjarnan grillveislu og síðan leggjast menn saddir og sælir til svefns í jökla- svefnpokum sem þola 40 gráða frost. Það á engum að verða kalt en nauð- synlegt er að sofa með húfu á höfð- inu. Að öðru leyti dugar að vera klæddur góðum ullarnærfötum. Næturdvöl í snjóhúsi er flestum ógleymanleg," segir Sigríður. Rafbátar á fjöllum Snjóafþreying er samheiti hjá ís- landsflökkurum yfir ýmsa skemmt- un sem farþegum býðst að njóta að vetri til. Snjóleysi háði fyrirtækinu talsvert síðasta vetur en Sigríður segist vongóð um að veturinn nú verði snjóþyngri. „í snjóafþreyingu bjóðum við til dæmis snjóbrettaiðkun. Við kenn- um undirstöðuatriðin en kosturinn við snjóbrettin er sá hversu fljótt flestir eru að ná tökum á þessu. Snjó“rafting“ og slöngubrun er líka vinsælt en þá eru stórar dekkja- slöngur eða rafbátar notaðir til þess að renna sér niður snævilagðar brekkur. Þá má ekki gleyma göngu- skíðunum sem eiga vaxandi fylgi að fagna,“ segir Sigríður. Snjóbílaskíðamennska er annað fyrirbæri sem íslandsflakkarar standa fyrir. Farþegum gefst kostur á að ferðast með snjótroðara upp á fiallstoppa og renna sér niður á skíð- um eða snjóbrettum. „Þetta getur verið óskaplega skemmtilegt og kjörið fyrir þá sem vilja prófa skíða- mennsku utan alfaraleiða. Þessi teg- und skíðamennsku er fremur ný af nálinni hérlendis en þetta hefur lengi verið vinsælt sport í Kanada. Við höfum meðal annars farið á Tindfiallajökul, Heklu, Botnsúlur og Geitlandsjökul í þessum ferðum." Bjórinn falinn Meðal annarra vetrarferða má svo nefna skriðjöklaferðir þar sem ferðalangar ganga um völundarhús jökla vopnaðir mannbroddum og ísöxum. Þessar ferðir eru ekki ein- skorðaðar við vana fiallamenn held- Margir farþega íslandsflakkara prófa snjóbrettin. Hægt er að fá kennslu í undirstöðuatriðunum en flestir eru fljótir að ná tökum á brettunum. ur eiga allflestir að ráða við göng- una. Þeir sem hafa svo gaman af annars konar útivist geta reynt sig við ísklifur og fengið kennslu í und- irstöðuatriðum áður en lagt er upp ísveggina. „Vetrarferðirnar era jafnt ætlaðar einstaklingum sem hópum. Það er algengt að stcirfsmannafélög og við- skiptavinir fyrirtækja komi í þessar ferðir en við bjóðum eins og fyrr segir hvataferðir eða ferðir sem eiga að hrista ákveðinn hóp saman. Þá era gjarnan lagðar ýmsar þrautir fyrir fólk. Að vetrinum felum við 'nluti í snjónum, bjór eða annað sem hópurinn óskar eftir, og síðan leita menn að þessu með snjóflóðaýlum og GPS staðsetningartækjum. Þetta hefur mælst vel fyrir og er ávallt vinsælt," segir Sigríður Jónasdóttir hjá íslandsflökkurum. -aþ Þyrla með skíðamenn innanborðs býr sig undir að lenda á Botnssúlum. Þyrl- ur eru talsvert notaðar í dag til þess að ferja skíðamenn upp á fjallstoppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.