Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 I Guðmundsson Sigurjón Guömundson, bóndi á Eiríksstöðum II í Jökuldal á Norð- ur-Héraði, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurjón fæddist í Sænautaseli á Jökuldalsheiði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf til fjórtán ára aldurs. Hann lauk barnaskólanámi sem þá var allt í formi farkennslu. Sigurjón hefur alla tíð stundað sveitastörf. Hann vann fyrst hjá öðr- um en hefur verið sjálfseignarbóndi frá 1958, fyrst í Hnefilsdal á Jökul- dal en flutti í Eiríksstaði II 1962 og hefur stundað þar búskap síðan á eigin jörð. Sigurjón er mikill áhugamaður um sauðfjárræktun. Hann hefur lít- ið gefið sig að félags- málum en hefur þó set- ið í ýmsum nefndum á vegum Búnaðarfélags- ins og hreppsins. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 26.8. 1959 Ágústu Ósk Jónsdóttur, f. 18.1. 1940, bónda. Hún er dóttir Jóns Ágústs Ármanns- sonar og Önnu Bjargar Pétursdóttur, bænda á Hrærekslæk í Hróars- tungu. Börn Sigurjóns og Ágústu eru Jón Ágúst, f. 15.5. 1959, bóndi á Stapa í Homafirði, en sambýliskona hans er Hulda Stein- unn Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni, Sig- urð Óskar og Björn Ár- mann; Guðrún Sælín, f. 12.7. 1971, fiskverka- kona á Reyðarfirði en sambýlismaður hennar er Jónas Líndal Jóns- son frá Kleif í Skefils- staðahreppi í Skaga- firði og eiga þau einn son, Sigurjón Andrés. Alsystkini Sigurjóns: Eyþór Guðmundur, f. 1931, starfsmaður Landssímans á Akureyri; Ástdís Halldóra, f. 1934, húsmóðir á Akureyri; Skúli, f. 1936, bifvélavirki í Reykjavík. Hálfsystkini Sigurjóns, sam- mæðra, Lárusarbörn: Ingólfur, f. 1914, lengst af bóndi í Gröf í Eyja- firði, nú búsettur á Akureyri; Eirík- ur, f. 1916, d. 1988, bílstjóri í Reykja- vík; Sigþór, f. 1920, íþróttakennari í Reykjavík; Lára, f. 1924, húsmóðir á Akureyri, Hálfbróðir Sigurjóns, samfeðra, var Pétur, f. 1912, látinn fyrir nokkrum árum, póstmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigurjóns voru Þórður Guðmundur Guðmundsson, f. 16.9. 1892, d. 8.8. 1958, bóndi í Sænauta- seli, og Guðrún Halldóra Eiríksdótt- ir, f. 16.10. 1893, d. 1967, húsfreyja. Sigurjón er að heiman. Sigurjón Guðmundsson. Gunnar Sigurjónsson Gunnar Sigurjónsson rafvirki, Sólvöllum 9, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Haunkoti í Grímsneshreppi og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs er hann flutti á Selfoss. Hann lauk bamaskólaprófi í bamaskóla í Grímsnesi, stundaði kvöldskóla við Iðnskóla Selfoss, lærði rafvirkjun og lauk sveinsprófi 1959. Gunnar starfaði á rafmagnsverk- stæði Kaupfélags Árnesinga til 1976 en hóf þá störf hjá Landsvirkjun. Hann starfaði fyrst við virkjunar- framkvæmdir í Sigöldu, síðan við Sogsvirkjanimar frá 1980 og til 1998 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gunnar var í mörg ár í Karlakór Selfoss. Hann hefur starfað í hesta- mannafélaginu Sleipni, er stofnfé- lagi í Félagi hjartasjúklinga á Suð- urlandi og hefur setið í stjórn félags- ins. Fjölskylda Gunnar kvæntist 4.11. 1950 Ingi- björgu Kristjánsdóttur, f. 12.6. 1932, móttökuritara á Heilsustofnuninni á Selfossi. Hún er dóttir Kristjáns F. Friðfinnssonar, klæðskera og skó- smiðs á Vopnafirði og síðar í Reykjavík, og Jakobínu Gunnlaugs- dóttur húsmóður. Börn Gunnars og Ingibjargar eru Tryggvi, f. 1950, líffræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Keldnaholti, kvæntur Eygló Súsönnu Halldórsdóttur, f. 1954, lög- fræðingi og ritstjóra Lögbirtingar- blaðsins/Stjórnartíðinda en börn þeirra em Sara Magnea, f. 1984, Silja Guðbjörg, f. 1992 og Eyþór Snær, f. 1994; Jakob, f. 1951, viðskiptafræðing- ur hjá Seðlabanka ís- lands, kvæntur Önnu Maríellu Sigurðardótt- ur, f. 1959, ráðgjafa hjá Landsbréfum og era tvíburasynir þeirra Davíð og Daniel, f. 1984; Agnes, f. 1955, ritari hjá sveitarfélaginu Árborg, gift Leifi Eyjólfi Leifs- syni, f. 1955, rafvirkja- meistarávið Sogsvirkj- un, og eru böm þeirra Ingunn Svala, f. 1976, nemi við HÍ en sambýlismaður hennar er Einar Gunnar Sigurðsson, f. 1971, verslun- arstjóri, og er sonur hans Andri, f. 1991, Leifur Öm, f. 1982 og Aron Valur, f. 1991; Gunnar Ingi, f. 1966, kerfisfræðingur hjá Forritun/AKS, kvæntur Sigrúnu Agnarsdóttur, f. 1968, dagmóður, og era börn þeirra Agnar Freyr, f. 1985, og Embla Rún, f. 1993. Systkini Gunnars eru Einar, f. 1917, kvæntur Kristinu Helgadóttur; Ingibjörg, f. 1919, gift Bimi Krist- jánssyni; Sigurlaug, f. 1926, gift Bjarna Þórð- arsyni; Guðmundur, f. 1929, tvíburabróðir Gunnars, kvæntur El- ínu Sæmundsdóttur. Gunnar er sonur Sigurjóns Ein- arssonar, f. 1893, d. 1975, bónda í Hraunkoti og síðar verkamanns á Selfossi, og k.h., Guðný Magnea Pét- ursdóttm-, f. 1893, d. 1978, húsfreyju. Gunnar er að heiman. Gunnar Sigurjónsson. Rós Óskarsdóttir Rós Óskarsdóttir, bóndi, húsfreyja og skólab ilstj óri, Vatnshóli í Austur-Landeyjum, er fimmtug í dag. Starfsferill Rós fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Rós vann á Prjóna- stofu Önnu Þorberg, starfaði við bókhald hjá ísafoldarprentsmiðju 1967-72, flutti að Vatns- hóli 1975 og hefur átt þar heima síðan og verið þar bóndi. Þá hefur hún verið ræsti- tæknir við Grunnskóla Austur-Landeyja í nokk- ur ár og skólabifreiða- rstjóri frá 1994. Fjölskylda Sambýhsmaður Rósar frá 1970 er Helgi Helga- son, skóla- og hópferða- bifreiðarstjóri. Hann er sonur Helga Jóhanns- sonar, Hafliðasonar, bif- vélavirkja og jámsmiðs frá Görðum á Snæfells- nesi, og Sigurbjargar Jónsdóttur, frá Hauganesi i Flóa. Dætur Rósar eru Súsanna Ósk Sims, f. 27.10. 1966, flokkstjóri, og á hún tvær dætur, Maríu Helgadóttur, f. 17.11. 1985, og Ýr Lárusdóttur, f. 28.4. 1989; Unnur María Sævarsdóttir, f. 22.6. 1968, bókari en sambýlismaður hennar er Einar Jónsson og eiga þau tvö böm, Kristrós Dögg, f. 8.9.1990, og Bjartmann Styrmi, f. 3.12.1993. Börn Rósar og Helga era Hlynur Hafliði, f. 5.1. 1973, vélamaður; Dagur Eyjar, f. 31.5. 1977, nemi og vélamað- ur; Sólrún Dröfn, f. 4.6. 1979, nemi; Daði Hafþór, f. 26.1.1982. Systkini Rósar eru Öm Óskarsson, f. 12.10. 1942, verkfræðingur; Ásdís Óskarsdóttir, f. 5.9.1952, kennari; Æv- ar Óskarsson, f. 25.12.1956, blikksmið- ur; Steinunn Björk Valdimarsdóttir, f. 13.7.1963, tölvukennari og reikimeist- ari; Kjartan Valdimarsson, f. 29.9. 1964, blikksmiður; Brynjar Óskarsson, f. 30.12.1967, atvinnurekandi. Foreldrar Rósar eru Óskar Sólberg, f. 13.7. 1909, d. 8.1. 1985, feldskeri frá Reykjavík, og Sólveig Guðmundsdótt- ir, f. 11.12. 1922, saumakona, verka- kona og húsmóðir, frá Vík í Mýrdal, búsett í Kópavogi. Rós Óskarsdóttir. Margrét Þórarinsdóttir Margrét Þórarinsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona, Eyrargötu 7, Suð- ureyri, er fertug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Skógum í Öxar- firði en ólst upp í Akurseli og í Sandfellshaga i Öxarfirði. Hún gekk í Barna- og unglingaskólann í Lundi í Öxarfirði og i Skúlagerði í Keldu- hverfi og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 1977. Margrét var búsett í Sandfells- haga til 1983 en flutti til Suðureyrar 1984. Þá var hún búsett á Siglufirði á áranum 1987-90 er hún flutti aftur til Suðureyrar. Margrét hefur stundað ýmis störf um dagana, s.s. landbúnaðarstörf í Sandfellshaga, starfaði hjá Kaupfé- lagi Norður-Þingeyinga í Ásbyrgi 1979-83 og hefur stundað fisk- vinnslustörf á Kópaskeri, Raufar- höfn, Húsavík, Siglufirði og á Suð- ureyri. Margrét hefur setið í stjóm Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á Suðureyri frá 1994, er rit- ari félagsins frá 1998 og trúnaðar- maður hjá Básafelli á Suðureyri. Fjölskylda Dóttir Margrétar er Erna Stefáns- dóttir, f. 26.7. 1976, búsett í Sand- fellshaga en sambýlismaður hennar er Hafsteinn Hjálmarsson, f. 10.11. 1976, vaktmaður við fiskeldi og er sonur þeirra Brynjar Freyr Haf- steinsson, f. 2.7. 1998. Faðir Ernu er Stefán Þóroddsson, f. 9.5. 1954, sjó- maður á Kópaskeri, en hann er son- ur Þórodds Stefánssonar, fyrrv. bónda að Syðri-Bakka í Keldu- hverfi, og k.h., Kristínar Hannes- dóttur húsfreyju sem er látin. Margrét var í sambúð á árunum 1985-94 með Benedikt Jónssyni Sverrissyni Cummings, f. 14.12. 1959, verka- manni í Reykjavík. Hann er sonur Poul Cummings sem búsett- ur er í Bandaríkjunum, og Ásmundar Sigrún Benediktsdóttir sem nú er látin. Kjörforeldrar Bene- dikts vora Sverrir Sverrisson, leigubif- reiðarstjóri í Reykja- vik, og f.k.h., Arndís Þórðardóttir, fyrrv. húsfreyja í Bessatungu í Dalasýslu. Fósturfaðir Benedikts var Eysteinn Þórðarson, bóndi í Bessatungu. Margrét og Bendedikt slitu samvist- um. Dætur Margrétar og Benedikts era Hrafnhildur Ýr, f. 26.7. 1986; Þórdís Ösp, f. 5.1. 1989, og Aníta Þula, f. 16.10. 1992. Systkini Margrétar eru Sigurrós, f. 18.5. 1957, sjúkraliði á Húsa- vík; Ólöf, f. 8.4. 1960, verkakona á Kópa- skeri; Björn Hólm, f. 20.3. 1961, togarasjó- maður á Akureyri; Anna Jóhanna, f. 17.6. 1962, ræstitæknir á Húsvík; Sigþór, f. 29.5. 1964, verkstjóri á Rauf- arhöfn; Rúnar, f. 17.4. 1966, skrifstofustjóri og oddviti í Öxarfirði. Foreldrar Margrétar eru Þórar- inn Björnsson, f. 24.9. 1933, bóndi og fyrrv. hreppstjóri í Sandfellshaga, og Erla Dýrfjörð, f. 19.3. 1939, hús- freyja í Sandfellshaga. Margrét verður að heiman á af- mælisdaginn. Margrét Þórarinsdóttir. Til hamingju með afmælið 6. febrúar 90 ára Sólveig D. Jóhannesdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavik. 80 ára Guðrún V. Jónsdóttir, Lagarási 17, Egilsstöðum. 75 ára Hjörtur Guðmundsson, Löngubrekku 47, Kópavogi. Högni Þórðarson, Urðarvegi 2, ísafirði. Kristjana N. Jónsdóttir, Rauðumýri 7, Akureyri. Ruth Vita Gunnlaugsdóttir, Móavegi 11, Njarðvík. 70 ára Guðmundur Sigurjónsson, Vesturbergi 38, Reykjavík. Hann er að heiman. Pétur Ágústsson, Fannafold 129 A, Reykjavík. 60 ára Reynir Einarsson, Gufunesvegi 3, Reykjavík. Sigurður Halldór Ólafsson, Unufelli 31, Reykjavík. Sigurður Rúnar Jónasson, Erluhrauni 3, Hafnarfirði. Öm Gíslason, Hafnarbraut 6, Bíldudal. 50 ára Ásdís Anna Johnsen, Heiðarholti 14 H, Keflavík. Halldór Sigurðsson, Háholti 8, Garðabæ. Margrét Helgadóttir, Skipholti 45, Reykjavík. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Hálsaseli 4, Reykjavík. Sigrún Franzdóttir, Staðarbakka 1, Akureyri. Unnur Hauksdóttir, Langholtsvegi 108 C, Reykjavík. 40 ára Birgir Sveinsson, Laugateigi 17, Reykjavík. Davíð Ölver Jónsson, Frostafold 159, Reykjavík. Guðni Vignir Sveinsson, Suðurvöllum 20, Keflavík. Guðrún Þórisdóttir, Eyrarholti 3, Hafnarfirði. Hallfríður Þórarinsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík. Hjalti Aðalsteinn Júlíusson, Brún, Hvammstanga. Lárus Jóhann Guðjónsson, Brekkubraut 19, Akranesi. Magnea Kristjana Guðmundsdóttir, Drafnargötu 14, Flateyri. Magni Björn Sveinsson, Ásgarði 3, Neskaupstað. Ólafur Guðnason, Völvufelli 30, Reykjavík. Trausti G. Björgvinsson, Grundargötu 21, Grandarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.