Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Þið getið hætt að strita, hamingjan er ekki til sölu „Can’t Buy Me Love,“ sungu Bítl- amir forðum. Svo virðist vera að þeir hafi tekið réttan pól í hæðina með þessum orðum því amerískir vísindamenn hafa eftir margar og ítrekaðar rannsóknir komist að því að hamingjan sé ekki til sölu. Frá Michael Jackson er svakalega ríkur og ekki sérlega hamingjusamur. Þó hefur hann efni á því að sofa í súr- efnisgeymi. þessu er greint í Intemational Her- ald Tribune fyrr í vikunni. í nútímaþjóðfélagi, hvað þá í nú- tíma íslensku þjóðfélagi, er þó auð- velt að gleyma því að veraldleg gæði séu ekki allt. En það er sama hve miklu maður safnar inn á bók og hve mörg rafmagnstæki maður kaupir, niðurstaðan er alltaf sú sama: hamingjan er ekki til sölu. Sparið sparnaðinn Ekki er það einungis svo að pen- ingar geti ekki veitt manni ham- ingju heldur virðast þeir heldur koma í veg fyrir það en hitt. Fólk sem gengst upp í því að sanka að sér fé virðist samkvæmt rannsóknum þjást af mikilli streitu, kvíða og þunglyndi, auk þess að líða yfirleitt frekar illa. Ef fólk er upptekið af því að græða sem mest og spara sem mest þá getur farið svo að það glati hamingjunni. Þeim sem þrá frægð og frama farnast heldur ekki eins vel andlega og þeim sem láta sér duga að mynda sterk tilfinningatengsl, eru meðvit- aðri um sjálfa sig eða gefa sig alla í störf fyrir samfélagið. Fegurð, frægð, fé - og fýla Þessi voru búin að safna lengi fyrir almennilegu höfuðfati þegar þau upp- götvuðu að hamingjan fælist ekki í því. Þess í stað auka þau sitt yndi með ferðum á söfn. Skyldi Beta vera hamingjusöm? Hún virðist ekki vera það, blessunin, þrátt fyrir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum. Kannski hún hafi bara áhyggjur af öðru i staðinn. Eldri rannsóknir hafa sýnt að engin fylgni sé milli fegurðar og vellíðunar. Nýrri rannsóknir sýna meira en það. Það er óæskilegt að vera fagur, frægur og ijáður. Fólk sem er mjög upptekið af því að vera fagurt, frægt og fjáð er ekki einung- is þunglyndara en annað fólk held- ur á það frekar við hegðunarvanda og líkamlega kvilla að stríða en þeir sem lausir eru við f-in þrjú. Samkvæmt rannsóknunum gildir þetta um alla þjóðflokka og hvaða aldur sem er. Einnig virtist litlu máli skipta hve mikið fólk fékk í laun. Auðæfi, sem slík, hafa ekki mannskemmandi áhrif heldur það að vera alltaf að hugsa um þessi sömu auðæfi. Þessi er upptekinn af peningum og kann það ekki góðri lukku að stýra: Hamingjan hverfur. Heilræði dagsins eru því að hætta að hugsa um peningana. Kannski er þó betra að klára að telja fram svo skatturinn verði ekki reiður en eft- ir það er móttóið: ekki hugsa um peningana, jafnvel þótt maður þurfi kæruleysissprautu um mánaðamót- in. -sm Bubbi Morthens hélt hljómleika á Fógetanum á miðvikudagskvöldið. Áhorfendur fengu að heyra ýmsar perlur af hans fjölmörgu plötum en af nógu er að taka. Bubbi hyggur á ferðalög um landið á næstunni og mun meðal annars heimsækja Vestmannaeyjar, Akureyri, ísafjörð, Dalvík og Sauðárkrók. Auk þess ætlar Bubbi að halda tónleika í fjöl- mörgum skólum landsins. DV-myndir Teitur Bubbi stingur á fjölmörgum kýlum í þjóðfélaginu. Þá er ekki við hæfi að vera að brosa mikið. Stúlkan sem starir á hafið? Nei, hún er bara að hlusta á Bubba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.