Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 29 %éttir Camilla kunni að veiða refi og leggja snörur fyrir álitlega pilta: Enginn stóðst kynferðis- legt aðdráttarafl hennar Camilla sem þá hét Shand fór ekki fram hjá neinum þar sem hún þaut um stiga og ganga Queen’s Gate skólans i Lundúnum í den. Núna heitir hún Parker Bowles og vekur ekki siður athygli hvar sem hún fer, ástkona Karls Bretaprins. „Milla hafði mikla útgeislun," segir Lynn Ripley, gömul vinkona hennar sem var ári á eftir henni í Queen’s Gate, í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror. „Allir dáðust að henni. Maður tók ailtaf eftir henni.“ Camilla þótti vel gefrn en hún var engin afburðanámsmanneskja. Og í skólanum var hún talin svalasta pí- an, þótt ekki hafi sá stimpill verið settur á hana formlega. Já, það var eitthvað við Camillu, þessa bláeygu og þrýstnu sveita- stúlku, sem varð til þess að hún skar sig úr hópnum. Skólasystur hennar dáðu hana og dýrkuðu og það hefur kannski ekki spillt fyrir að MUla fékk snemma áhuga á strákum. „Camilla var mjög þægileg í allri umgengni. Hún fékk áhuga á strák- um miklu fyrr en jafnöldrur henn- ar. Hún var dálítill ofurhugi í sér, hún varð alltaf fyrri til,“ segir ann- ar gamall vinur, Broderick Munro- Wilson. Hinn eini sanni „Hún hefur alltaf vitað hvað hún vill og sóst eftir því. Strákarnir sem hún leitaði í voru alltaf af réttu gerðinni," segir Munro-Wilson enn fremur. Og sjálfsagt enginn réttari en Karl ríkisarfi. Hann hefur sagt um Camillu að hún sé eina konan sem skilji hann í raun og veru. Ekki eru taldar líkur á að þau Karl og Camilla fái nokkum tíma að eigast. Nýlegar kannanir benda til að meirihluti bresku þjóðarinnar sé því andvígur. Það er synd því þeir sem til þekkja segja að þau séu bók- staflega gerð hvort fyrir annað. „Þegar maður er með þeim einum fer ekki hjá því að manni finnist gott að vera návistum við þau,“ seg- ir sjónvarpsmaðurinn Jonathan Dimbleby sem á sínum tíma fékk Karl tii að játa í sjónvarpsviðtali að hafa haldið fram hjá Díönu sálugu prinsessu með Camillu. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af því að vera nálægt Camillu og Karli. „Þau eru svo háð hvort öðru að manni verður bókstaflega flökurt. Þegar þau eru ekki saman verða þau að talast við í síma sex eða sjö sinnum á dag,“ segir þessi maður sem þekkir til skötuhjúanna. Þeir sem þekktu til Millu Shand forðum daga lýsa henni gjarnan sem jarðbundinni ungri konu, skemmtilegri og rómantískri. Eða þá þeir segja hana hafa verið fína með sig, daðurdrós og pínulítið upp- reisnargjarna. Uppreisnareðli ungu stúlkunnar birtist ekki aðeins í strákaflangsi hennar heldur tók hún lika upp á þeim ósið að fara að reykja. í þá daga reyktu dætur fína fólksins ekki og litið var á reykingar þeirra svipuðum augum og fíkniefnaneysla er litin í dag. Camilla reykti í 35 ár en hætti af ótta við að verða bein- þynningu að bráð, rétt eins og móð- ir hennar og amma. Camilla fæddist á Kings College sjúkrcihúsinu í Lundúnum þann 17. júli 1947. Munro-Wilson telur að hún sæki hugrekki sitt og sjálfs- traust til fóður síns. Hann hét Bruce Shand og var ríkur vínkaupmaður. Hann vann fyrir drottninguna í sextán ár og var staðráðinn í að börnin hans þrjú, Camilla, yngri systirin Annabel og bróðirinn Mark, ælust upp við betri aðstæður en hann sjálfur. Faðir hans var f]ór- kvæntur og samband þeirra var vægast sagt mjög undarlegt. Móðir Camillu hét Rosalind. Hún átti rætur að rekja til skoskra aðals- manna og var af hinni auðugu Cubitt ætt sem byggði Belgravia hverfið í Lundúnum og gerði her- togana af Westminster að auðkýf- ingum. Liðtæk partístúlka Camilla var send í skóla í Sviss í eitt ár eftir að hún lauk námi við Queen’s Gate skólann. Hún var þá á átjánda árinu og skömmu fyrir af- mælið var hún tekin formlega inn í samkvæmislíf fína fólksins. Svo virðist sem hún hafi gert fátt annað en að skemmta sér milli þess sem hún var tekin í samkvæmis- hópinn og þar til hún gekk að eiga Andrew Parker Bowles, major í her- sveitum hennar hátignar sem hafði Erlent frétta- eitt sinn átt vingott við Önnu prinsessu. Þau Camilla og Karl ríkisarfi hitt- ust fyrst árið 1972. Þá hafði hún ver- ið með Andrew í sex ár en hann sinnti henni kannski ekki sem skyldi. Sú er meðal annars talin ástæðan fyrir fífldjarfri áskorun hennar þegar hún hitti prinsinn í Camilla Parker Bowles hefur gaman af furðuhöttum eins og aðrar konur í breskri aðlsmannastétt. fyrsta sinn: „Langamma mín og langalangafi þinn voru elskendur. Hvað segirðu um að við gerum eins?“ sagði Camilla. Skömmu síðar hittust þau aftur á næturklúbbi, dönsuðu saman alla nóttina og fóru síðan heim til henn- ar þar sem þau sváfu saman í fyrsta sinn. En sambandið varði stutt í þetta sinn. Karl var sendur á sjóinn Camilla og Karl létu mynda sig saman í fyrsta skiptl i siðustu viku þegar þau yfirgafu fimmtugsafmæli systur henn- ar á glæsihóteli í Lundúnum. Ljósm\ í níu mánuði, auk þess sem hann hafði verið með fullt af öðrum stelp- um á þessum tíma. En svo virðist sem hann hafi ver- ið Camillu ótrúlega trúr eftir að þau voru saman þessa fyrstu nótt. Neistar flugu um leið „Þegar maður hittir stóru ást lífs- ins hefúr maður ekki áhuga á nein- um öðrum,“ segir vinurinn Munro- Jones. Hann ólst upp ekki langt frá heimili Camillu og stjúpi fyrrver- andi eiginkonu hans var góðvinur föður Camillu Hann telur að strax við fyrstu kynni hafi verið mikið kynferðis- legt neistaflug milli Camillu og larar þóttust hafa komist í feitt. Karls. Ekki hvað síst vegna þess hve prinsinn dáðist að því hve jarð- bundin og sexí hún var í vextinum. „Hún er með fallegar axlir og fal- legan barm sem prinsinn er mjög hrifinn af,“ segir Mimro-Wilson. Kunnugir segja að Camilla og Karl hafí ekki átt í líkamlegu sam- bandi aftur fyrr en eftir að Camilla átti dóttur sina árið 1979. Þá hafði hún áttað sig á því að eiginmaður- inn hafði ekki hætt kvennafarinu eftir að þau giftu sig. Samband þeirra varð æ nánara en innan hirðarinnar var Camilla litin homauga, talað um hana sem notaðan varning. Og Elísabet Eng- landsdrottning vill enn ekkert hafa saman við hana að sælda. Svo fór aö Karl gekk að eiga Díönu Spencer. Camilla var þó aldrei fjarri og sagt er að hann hafi verið með mynd af henni í veskinu í sjálfri brúðkaupsferðinni. Díönu var lítið um þessa konu gefið, kon- una sem hún kallaði þriðja aðilann í hjónabandinu. Eitt sinn hittust þær í veislu hjá systur Camillu. Díana vatt sér þá að ástkonunni fyrrverandi og sagði við hana: „Af hverju læturðu manninn ekki í friði?“ Camilla yppti bara öxlum og lét vísa Díönu á dyr. Byggt á Sunday Mirror. Mörkinni 6, sími 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.