Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 DV %ðta! Tara Þöll og Breki að læra. Mamma hjálpar til. DV-myndir Teitur „Það er ekki hægt að spyrja hvernig börnin séu núna heldur verður fyrst að átta sig á því hvern- ig þau voru áður en atferlismeðferð- in hófst. Fólk sem aðeins veit hvernig þau eru núna segir gjarnan: Þetta barn hefur nú ekki verið mik- ið einhverft. Það er útilokað að það hafi breyst svona mikið.“ Þetta segir Jóna Imsland, móðir Töru Þallar Danielsen, fimm ára einhverfrar stúlku sem hefur verið þátttakandi í rannsóknarverkefni kenndu við atferlismeðferð í um eitt og hálft ár. Sigrún Árnadóttir á einnig barn í meðferðinni, Þórarin Emil Magnússon. Fyrir tveimur árum talaði hann ekkert og gat ekki gert sig skiljanlegan á nokkurn hátt. Nú er hann fimm ára og hefur tekið þátt í atferlismeðferðinni ásamt Töru Þöll og fjórum öðrum börnum. Hann talar þó nokkuð í dag. „Fyrst gekk meðferðin út á að kenna honum að tala, áður gaf hann bara frá sér hljóð. Fyrst fékk hann umbun fyrir að segja bara eitthvert hljóð. Síðan hljóð sem við sögðum, síðan tvö hljóð og svo koll af kolli þar til komin voru orð og heilar setningar og nú er þetta allt að koma,“ segir Sigrún. Meðferðin gengur út á það að kenna einhverfum bömum að herma eftir öðmm, sem er jú undir- staða þess að börnin geti lært af um- hverfinu. Og þetta er gert í mjög litl- um skrefum til þess að möguleik- arnir aukist á því að þau læri. Fyr- ir hvert unnið skref fá þau síðan ríkulega umbun, til dæmis sælgæt- isbita, kitl, hrós, uppáhaldsleikfang eða bara eitthvað sem þeim finnst spennandi. Aðferðin miðast við það að umb- una barninu fyrir það sem það ger- ir rétt en hundsa það sem það gerir rangt eða ekki. Barnið lærir þá að það er eftirsóknarvert að gera rétt. „Þetta er gífurlega vinna. Barnið er í þjálfun í leikskóla í 35-40 tíma á viku og fimm til tíu tíma heima fyrir utan það. Það er mjög lítið um frí af nokkru tagi og allt heimilislíf- ið snýst í kringum meðferð ein- hverfa barnsins meðan á atferlis- meðferðinni stendur. Það er þó á sig leggjandi og mín skoðun er sú að meðferðin sé ekkert meira en þegar fólk er að byggja hús. Það eyðir öllum sínum tíma í húsið en það er þess virði þegar maður sér árangur erfiðisins á hverjum degi. Við erum að byggja upp barn,“ segir Sigrún. Það er mjög misjafnt hvað bömin sýna miklar framfarir. Áður en meðferðinhefst fara foreldrar og þ álfarar á námskeið til þess að læra aðferðirnar við að þjálfa börnin þannig að allir séu að gera hlutina á sama hátt. Vel er gætt að öllu. Það er ekki sett samasemmerki milli þess að barnið fari í atferlis- meðferð og að barnið verði heil- brigt. Einhverfa er fótlun sem manneskjan stríðir við ævilangt en þetta er að okkar áliti langbesta meðferðin sem hægt er að fá og sú meðferð sem skilar árangri," segja Sigrún og Jóna. Það er hægt að draga mikið úr einhverfueinkenn- unum og jafnvel þannig að ekki sjá- ist. Breki sonur Jónu er átta ára og greindur með asperger-heilkenni, sem er fótlun skyld einhverfu. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir for- eldrana að uppgötva að börnin þyrftu bæði á aðstoð að halda. „Auðvitað var áfall að fá að vita að börnin manns væru fótluð. í raun var áfallið þó minna þegar við fengum að vita að Tara Þöll væri einhverf því frá fyrsta degi vissu allir að eitthvað var að henni því hún var gífurlega virk og hegðaði sér ekki eins og börn gera flest. En ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Tara væri klár stelpa, jafnvel þótt hún kæmi ekki frá sér því sem hún vissi. Hún ætti mikið til, þó svo að hún sýndi það ekki. Hún var farin að segja orð sjö mán- aða en hætti svo að tala um eins og hálfs árs aldur eins og algengt er að einhverf börn geri. Hún rumdi ef hana vantaði eitt- hvað, gat aldrei verið kyrr og hún þoldi ekki að vera snert. Með þrot- lausri vinnu höfum við fengið hana til að tala og reyndar að gera ýmis- legt annað. Það var áður en við viss- um að hún væri einhverf. Við höfð- um nefnilega verið byrjuð sjálf á einhvers komar atferlismeðferð til að ná tökum á ofvirkninni í henn, án þess að við vissum af því. Núna er hún byrjuð að læra að lesa. Framfarirnar eru stórkostlegar. Maður hrekkur oft við þegar Tara Þöll gerir eitthvað sem önnur böm gera án þess að nokkrum finnist það merkilegt, til dæmis þegar hún spyr mann að einhverju. Það gerði hún aldrei en þetta er búið að kenna henni. Og nú er t.d. verið að þjálfa hana í samtalshæfni, kenna henni að spyrja og sýna áhuga á því sem aðrir segja og gera,“ segir Jóna.“ En hvernig er tilfmningin að ná allt í einu miklu meira og betra sambandi við börnin sín en áður hefur verið unnt? „Það er ólýsanlegt," segja Sigrún og Jóna. „Maður er ofboðslega upp- veðraður yfir einhverju agnarlitlu sem gerist og aðrir taka jafnvel ekki eftir.“ „Sonur minn söng skyndilega lag heima um daginn," segir Sigrún. „Það var einstök upplifun þó að hann væri orðinn fimm ára. Það er líka stutt síðan hann fór að kalla á mig. Fór að kalla mamma. Hann gerði það aldrei en önnur börn gera það bara ósjálfrátt. Eins þegar mað- ur kallar á þau. Að segja „já“ við kalli. Það var ekki sjálfsagt áður.“ Jóna og Sigrún eru bjartsýnar. Tara Þöll og Þórarinn eru að fara í skóla í haust og verið er að vinna í því að taka á móti þeim í þeirra heimaskóla þar sem starfsfólk verð- ur þjálfað til þess að veita þeim áframhaldandi meðferð. „Hafnar- flarðarbær hefur staðið sig mjög vel í því að styðja við bakið á okkur þar sem ábyrgð ríkisins sleppir. Að okk- ar mati er það forsjálni bæjaryfir- valda að taka þátt í þessu verkefni því að það er gífurlega dýrt að vista bam á stofnun. En því miður hefur Reykjavíkurborg ekki viljað taka þátt í rannsóknarverkefninu. Það er misjafnt hversu lengi börnin þurfa aðstoð. Mörg þeirra geta plumað sig vel í sínum heimaskóla, inni í bekk með öðrum bömum. Við viljum kynna atferlismeðferð fyrir fólki sem ekki þekkir hana því það er algengt að fólk viti hreinlega ekki hvað er í boði. Ef við hefðum ekki frétt af henni fyrir tilviljun værum við í þeirra hópi. Greiningarstöðin hefur sent tvo starfsmenn til Noregs í starfsþjálfun í atferlismeðferð og það er frábær byrjun." Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Umsjónarfélags einhverfra á fimmtudag og föstudag. Þar halda erlendir sérfræðingar fyrirlestra um atferlismeðferð. Á miðvikudagskvöld verður hald- inn fundur i Gerðubergi, þar sem Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðing- ur mun fjalla í stuttu máli um at- ferlismeðferð fyrir börn. Sigríður Lóa hefur stýrt rannsókninni hér á íslandi. Hún mun kynna fyrstu nið- urstöður rannsóknarverkefnisins og auðvitað eru allir gífurlega spenntir. -þhs Tara Þöll og Breki eiga bæði við fötlun að stríða. Hún er einhverf og hann hefur asperger-heilkenni. Þórarinn, mamma og Laufey að spila. Þórarinn talaði ekkert fyrir tveimur árum en nú getur hann vel gert sig skiljanlegan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.