Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
11
4-
' >
Loksins er farið að rofa til í póli-
tíkinni, sem hefur verið fremur
leiðinleg og bragðdauf síðustu
misseri og mánuði. Sá vandræða-
gangur sem einkennt hefur sam-
einingarferli vinstri manna, a.m.k.
þeirra sem vilja sitja saman við
borð, virðist að mestu að baki.
Mikil þátttaka í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og glæsi-
legur sigur Jóhönnu Sigurðardótt-
ur getur orðið upphafstónn harðr-
ar kosningabaráttu. Að visu setti
Guðný Guðbjörnsdóttir strik í
reikninginn með hringlandahætti
og ístöðuleysi stjórnmálamanns
sem ekki getur tekið ákvörðun.
Hún er hætt við að hætta, enda
„fjölmargir" hvatt hana til að
halda áfram.
Ég hef alltaf undrast stjórnmála-
menn, sem þurfa að réttlæta
ákvarðanir með því að benda á
aðra - yfirleitt andlitslausan hóp,
sem enginn þekkir. Guðný er ekk-
ert einsdæmi. Að sögn, hafa marg-
ir skorað á Sturlu Böðvarsson og
Sigríði Önnu Þórðardóttur, að
bjóða sig fram til embættis vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Það er alltaf til fólk sem heitir á
aðra í tíma og ótíma að gefa kost á
sér í hitt og þetta, en fráleitt er fyr-
ir stjórnmálamenn að byggja fram-
tíð sína á slíkum áskorunum.
„En fólkið hefur
tekið völdin"
Eitt af því sem einkennir stjóm-
málaumræður hér á landi eru inn-
antóm slagorð og yflrlýsingar, sem
lítið sem ekkert er á bak við. Slíkt
hentar oft ágætlega i yflrborðsleg-
um umræðum fjölmiðlanna. Jó-
hanna Sigurðardóttir, ókrýndur
leiðtogi Samfylkingarinnar, dettur
oftar en margir aðrir í pytt slag-
orðanna. Eftir að úrslit prófkjörs-
ins lágu fyrir, byrjaði Jóhanna að
tala um að fólkið hefði fellt sinn
dóm. í sigurvímu stóð Jóhanna í
miðjum slagaorðapyttinum og í yf-
irheyrslu hér í DV liðinn þriðju-
dag voru svörin einfóld: „En
fólkið hefur tekið völd-
in.“
Hér er Jóhanna
auðvitað að vísa til
þess hve góð þátt-
takan var í próf-
kjörinu - fór
raunar fram úr
björtustu von-
um. En getur
ókrýndur leið-
togi stjórnmála-
hreyfmgar gripið
til fullyrðinga af
þessu tagi - fullyrð-
inga sem minna frem-
ur á upphrópanir gamalla
byltingarmanna? í þessu
sambandi er áhugavert að
skoða nokkrar stað-
reyndir og setja þær
í samhengi.
í siðustu al-
þingiskosningum
árið 1995 fengu
samfylkingar-
flokkarnir, (Al-
þýðuflokkur,
A 1 þ ý ð u -
bandalag,
Kvenna-
listi og
Þjóð-
vaki), samtals liðlega 27 þúsund at-
kvæði og níu þingmenn í Reykja-
vík. Aðeins munaði rúmum fjögur
hundruð atkvæðum á þeim og
Sjálfstæðisflokknum. í prófkjöri
Samfylkingarinnar um síðustu
helgi greiddu nær 11.300 atkvæði
eða 41,3% af samanlögðum at-
kvæðafjölda 1995. Ef miðað er við
kjörskrá fyrir sveitarstjómarkosn-
ingar á liðnu ári tóku liðlega 14%
kjósenda þátt í prófkjörinu. Eng-
inn getur haldið öðru fram en
þetta sé góður árangur nýrrar
hreyfingar. En þátttakan er ekkert
einsdæmi.
í prófkjöri sjálfstæðismanna á
Reykjanesi síðasta haust, kusu
rúmlega 12.200 eða 74% sé miðað
við fjölda atkvæða Sjálfstæðis-
flokksins í alþingiskosningunum
1995. Flokkurinn fékk þá rúm
16.400 atkvæði og fimm menn
kjöma. Sé miðað við kjörskrá í
liðnum sveitarstjórnarkosningum
tóku nær 24% at-
kvæðisbærra
Reyknesinga þátt i
prófkjörinu.
Laugardagspistill
Óli Bjöm Kárason
ritstjóri
Reyknesing-
ar sáttari?
Nú kemur aftur
að fullyrðingu Jó-
hönnu um fólkið
og völdin. Mikla
þátttöku í próf-
kjöri Samfylking-
arinnar segir hún
sýna að almenn-
ingur krefjist
meiri jöfnunar og
réttlætis: „Þetta er
gamla fólkið, ör-
yrkjar, einstæðar
mæður og líka
unga fólkið. Þetta
eru hópar sem
hafa verið skildir
eftir og ég held að
þeir séu að refsa
ríkisstjórninni
m e ð
Kosningar 1995
- fylgi í %
37,7
37,1
Atkvæði á þingmann 1995
2.708
Samfylking
Samfylking * Sjálfstæðis-
flokkurinn
Samfylkingin í Reykjavík
Samfylkingin fékk liðlega 27 þúsund
atkvæöi I alþingiskosningum 1995.
1 prófkjörinu um síðustu helgi greiddu
nær 11.300 atkvæði eöa 41,3% af
kjörfylgi í síðustu kosningum. Miðað við
kjörfýlgi á Reykjanesi ættu liðlega sjö
þúsund aö mæta á kjörstað nú um
helgina. Miðað við þátttöku í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi á liðnu
ári ættu hins vegar 12 þúsund að koma
á kjörstaði Samfylkingarinnar.
„gamla fólkið, öryrkjar, einstæðar
mæður og líka unga fólkið“ sé sátt
við sinn hlut.
Möguleikarnir
fyrir hendi
Eitt virðist hins vegar ljóst.
Ekki er hægt að draga aðra álykt-
un af prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík, en að sóknarfærin séu
til staðar. Hvort það tekst að nýta
þau tækifæri á eftir að koma í ljós.
Vísbending um það gæti komið
um þessa helgi í prófkjörinu á
Reykjanesi. Hlutfallslega þyrftu
liðlega sjö þúsund manns að taka
þátt í þvi til að jafna árangurinn í
Reykjavík eða fimm þúsund færri
en í prófkjöri sjálfstæðismanna
fyrir áramót.
Raunar má halda því fram að
sjö þúsund manns sé ekki sérstak-
ur árangur þegar haft er i huga að
i síðasta próf-
kjöri Alþýðu-
flokksins,
þegar Guð-
mundur Árni
Stefánsson og
Rannveig
Guðmunds-
dóttir börðust
um fyrsta
sæti, greiddu
um 8.800 at-
kvæði. Mun
færri fylgdu
krötum að
máli í alþing-
iskosningum
1995 og sam-
anlagt fylgi
Alþýðuflokks
og Þjóðvaka
var litlu
meira. Þátt-
taka í próf-
kjöri er því
ekki ávísun,
að öðru
óbreyttu, á
g o t t
brautargengi i kosningum. Þetta
vita sjálfstæðismenn í Reykjavík
af biturri reynslu, en 1979 héldu
þeir glæsilegt prófkjör þar sem lið-
lega 11.600 greiddu atkvæði eða
21% atkvæðisbærra manna. Leift-
ursókn Sjálfstæðisflokksins beið
hins vegar skipbrot í kosningum
sama ár.
23 gegn 25
2.447
Sjálfstæöis-
flokkurinn
* Frá kosningum hafa þrír þingmenn yfirgefiö Alþýðubandalagið.
I síðustu alþingiskosningum
fengu vinstri flokkarnir fjórir sem
að Samfylkingunni standa, 37,7%
fylgi eða yfir 62 þúsund atkvæði.
Fylgi þeirra var nokkru meira en
Sjálfstæðisflokksins, sem fékk
37,1% eða rúm 61 þúsund atkvæði.
Það sem er merkilegt i þessu sam-
bandi er að Samfylkingin er að-
eins með 23 þingmenn á móti 25
þingmönnum Sjáifstæðisflokksins.
Með öðrum orðum; hver þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins er með
töluvert færri atkvæði á bak við
sig en þingmaður Samfylkingar-
innar.
Samfylkingin virðist hins vegar
eiga nokkuð í land að ná því fylgi
sem flokkarnir höfðu í síðustu
kosningum. Nýjasta skoðanakönn-
unin sýnir að jafnvel prófkjörið í
Reykjavik hreyfði lítið við kjós-
endum. Það yrði gífurlegt áfall fyr-
ir vinstri menn ef Samfylkingin
fengi ekki a.m.k. þriðjung atkvæða
i maí komandi, þegar gengið verð-
ur að kjörborði. Þá er tekið tillit til
þess að græningaframboð Stein-
gríms J„ Hjörleifs og Ögmundar
fái 5-8%.
Það er alltaf varasamt að vera
með mikla spádóma um þróun í
stjómmálum, en leiða má sterk
rök að því að Samfylkingin liðist í
sundur eftir kosningar ef niður-
staðan verður ekki sú, sem að er
stefnt. Viðhorf Svavars Gestssonar
eins og það birtist fyrir prófkjörið,
rennir nokkrum stöðum undir
þessa fullyrðingu. í vefriti sínu,
Hugmynd, hafði hann áhyggjur af
þvi að Samfylkingin yrði ekki
í jafnvægi þar sem hætta
væri á að kratar yrðu í
efstu sætunum í
þremur stærstu
kjördæmunum.
„Þess vegna er
mikilvægt - frá
sjónarhóli sam-
fylkingarinnar -
að Alþýðubanda-
lagið vinni próf-
kjörið í Reykja-
vík. Það hefur þýð-
ingu fyrir þróun sam-
fylkingarinnar í bráð og
sérstaklega þó í lengd,“
sagði Svavar. Allir vita
hver niðurstaðan
varð.
því að fylkja sér um Samfylking-
una i Reykjavík," segir Jóhanna í
áðurnefndri yfirheyrslu hér i DV.
Það kann vel að vera að Jó-
hanna hafi rétt fyrir sér um ástæð-
ur mikillar þátttöku í prófkjörinu,
en hún hefur ekkert fyrir sér í
þeim efnum. En ef staðhæfingin er
rétt vaknar sú spuming hvemig
túlka eigi prófkjör sjálfstæðis-
manna á Reykjanesi. Rökhyggja
Jóhönnu leiðir ekki að annarri
niðurstöðu en að „fólkið" á
k Reykjanesi hafi verið að
K lýsa ánægju sinni með *
Wk störf og stefnu Sjálf-
Hk stæðisflokksins í rík- SSí
jtftfi isstjórn að
Tók fólkið völdin?