Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Page 26
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 JjV Hvað fær Kári skóinn? ' atft Av. % Þaö hafa veriö skrifaðar ófáar greinar um frœöilegt hlutverk gagnagrunnsins og tœknilega útfœrslu á honum. En minna hefur veriö fjallaö um fólkiö sem veröur dulkóöaö. Þaö hlýtur aö hafa einhverja sögu aö segja og meiri- hluti íslendinga viröist œtla aö leyfa sjúkraskýrslunni sinni aö renna sjálfkrafa inn í gagnagrunn íslenskrar erföagreiningar. Þaö er því tímabœrt aö taka púlsinn á nokkrum íslendingum og heyra hjá þeim safaríkar sjúkrasögur. Því þaö er ósjaldan þegar fólk kem- ur saman hér á landi aö sagöar séu sögur af slysum og sjúkdómum og geta slíkar sögur veriö hin mesta skemmtun. Þess vegna eru hér á síöunum fimm þjóö- þekktir íslendingar sem allir eiga sér einhverja sjúkra- sögu - misjafnlega safaríka þó. Magga Stína hefur brotnað alveg geysilega mikið og eign- ast stúlkubarn. Valli sport fjölmiðlamaður flaug einu sinní fram af kletti. Magga Stína tónlistarmaður: 4 fótbrot og 5 handleggsbrot Valli sport fjölmiðlamaður: Kirtlar og ófrjósemisaðgerð „Einu sinni flaug ég fram af kletti í beinni útsendingu í útvarpi," seg- ir Valli sport þegar hann er spurður hvað yrði það skemmtilegasta sem Kári fengi í gagnagrunninn frá hon- um. „Ég var á hjóli og að kynna eitt- hvert hjólasport og félagar mínir höfðu gleymt að útskýra fyrir mér hvaö væri þama rétt handan við klettinn. Ég var allur krambúlerað- ur eftir þetta og settur í gifs. Svo hef ég nokkmm sinnum brotnað á hest- baki og vélsleða. Ég keyrði líka einu sinni á klett á spíttbát." Þú og klettar eigið greinilega ekki vel saman? „Nei,“ hlær Valli og bætir því við að þegar hann hafi verið lítiU gutti hafi konumar á slysó þekkt hann með nafni. En hefurðu ekki verið með neina króníska sjúkdóma? „Ég hef nú eiginhga ekki legið á spítala út af neinum sjúkdómi síðan það vom teknir úr mér kirtlamir þegar ég var þriggja ára. Að vísu fór ég í ófrjósemisaðgerð fyrir tveimur ámm, ef þú ert að leita að einhverju svoleiðis. En það verður allt saman dulkóðað fram og til baka,“ segir Valli og nokkuð ljóst að honum er nákvæmlega sama hver veit hvaö um hann. Hvað finnst þér annars um gagna- gmnninn? „Mér er alveg nákvæmlega sama um þennan gagnagrunn. Annars hefði ég alla vega ekki sagt þér neitt.“ „Ég er alveg reglulega heilbrigður einstaklingur fyrir utan að ég hef brotnað geysilega mikið," segir Magga Stína, aðspurð hvort hún sé með bitastæða sjúkraskýrslu. Hvað er mikið? „Ég hef brotnað einu sinni á hvomm fæti og einu sinni á báðum fótum. Svo er það svipað með hend- umar. Ég hef kannski brotnað að- eins oftar á þeim. Einu sinni á báð- um, tvisvar á annarri og einu sinni á einni.“ Auk þess hefur Magga Stína eign- ast dóttur og eflaust þurft á ein- hverri smávægilegri læknisaðstoð að halda í gegnum tíðina. En það em brotin sem einkenna hana og Kári verður eflaust jafnundrandi og við þegar hann fær þetta sent með tölvupósti í gagnagrunninn sinn. „Ég veit ekki hvaö þetta er,“ seg- ir Magga Stína um brotin sín. „Fætumir fóm á skíðum og hand- leggimir fóm bara við mjög dular- fuliar aðstæður. Ég hef annars ekki brotnað siðan ‘96 - sjö níu þrettán - en þá handleggsbrotnaði ég.“ Er eitthvað fleira svona sem fer i gagnagrunninn frá þér? „Nei. Ég held ég sé í orden að öðm leyti. Ég hef annars unnið á sjúkrahúsi en hætti þegar ég veiddi botnianga upp úr ruslatunnu. Ætli það telji nokkuð." Hvað með fjölskylduna og erfðim- ar? „Dóttir mín er ekki orðin tíu ára, en það var þá sem ég byrjaði að brotna. Foreldrar mínir hafa annars aðallega verið í því að fá gat á höf- uðið. Stungu skærum inn i heilann á sér og eitthvað slíkt." En hvað finnst þér um gagna- grunninn sem slíkan? „Mér er bara nákvæmlega sama.“ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.