Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 TYW
<62 jfmæli
- /
*
Hl hamingju
með afmælið
17. apríl
85 ára
Helga Hannesdóttir,
Hæðargarði 33, Reykjavík.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Hlíðarvegi 16, ísafirði.
80 ára
Kristmann Jónsson,
Strandgötu 21A, Eskifirði.
75 ára
Pálína Magnea Pálsdóttir,
Skipholti 8, Reykjavík.
Roy B. Breiðfjörð,
Blikahólum 2, Reykjavík.
Sigurður Sigfússon,
Skarðsbraut 15, Akranesi.
70 ára
Anna Magnúsdóttir,
Sunnuflöt 25, Garðabæ.
Hún tekur á móti gestum á
heimili sonar síns að Sigur-
hæð 4, Garðabæ, á afmælis-
daginn milli kl. 15 og 19.
Hjalti Eyjólfsson,
Lágholtsvegi 15, Reykjavík.
60 ára
Konráð Halldór Júlíusson,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
Jónas Guðmundsson,
Stekkjarseli 3, Reykjavík.
Hallberg Kristinsson,
Iðufelli 2, Reykjavík.
50 ára
Halldór Halldórsson,
Frakkastíg 7, Reykjavík.
Pétur Sævar Kjartansson,
Hraunbæ 136, Reykjavík.
Jón Mar Guðmundsson,
Arageröi 17, Vogum.
Þorleifur Leó Ananíasson,
Dalsgerði 5G, Akureyri.
40 ára
Óskar Már
Ásmundsson
sölustjóri,
Seljabraut 52,
Reykjavík.
Helga Jóna Pálmadóttir
kennari.Tunguvegi 28,
Reykjavík.
Birgitte Heide,
Ljósheimum 4, Reykjavík.
Marjan Herkovic,
Vallarási 2, Reykjavík.
Þráinn Öm Ásmimdsson,
Brúarási 15, Reykjavík.
Ottó Sveinn Hreinsson,
BoUagörðum 89,
Seltjamarnesi.
Runólfur S. Steinþórsson,
BoUatanga 20, MosfeUsbæ.
Hörður Jónsson,
SólvöUum 9, Grindavík.
Lára Björk Kristinsdóttir,
Ránargötu 23, Akureyri.
Heiðar Eliasson,
Vestursíðu 26, Akureyri.
Hafdfs Jóna Kristjánsdóttir,
Lóurima 4, Selfossi.
Arnljótur Guðmundsson
Arnljótur Guðmundsson húsa-
smíðameistari, Beykihlíð 4, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Arnljótur fæddist í Sléttárdal i
Austur-Húnavatnssýslu. Hann var
átta ára er hann missti föður sinn
og ólst upp með systkinum sínum
hjá móður sinni sem hafði alltaf
sjálfstæðan búskap á ýmsum bæj-
um í Svínavatnshreppi.
Arnljótur stundaði nám í farskóla
í sveitinni, tvo mánuði á vetri í
fjóra vetur og vann auk þess al-
menn sveitastörf á búi móður sinn-
ar til fjórtán ára aldurs.
Arnljótur flutti til Reykjavíkur
1946, stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík, lauk þaðan prófum 1949,
lærði húsamíði hjá Magnús Vigfús-
syni frá Þorleifskoti í Flóa, lauk
sveinsprófi í húsasmíði 1951 og öðl-
aðist meistararéttindi 1954. Frá því
Arnljótur öðlaðist meistararéttindi
hefur hann verið sjálfstæður at-
vinnurekandi.
Arnljótur var einn af stofnendum
Kiwanisklúbbsins Esju 1970, forseti
hans 1979 og svæðisstjóri Þórssvæð-
is 1984-85. Hann var kosinn í stjórn
Meistarafélags húsasmiða 1984, var
gjaldkeri félagsins 1990-94 og hefur
verið formaður Meistarafélags
húsasmiða frá 1994.
Fjölskylda
Eiginkona Arnljóts er
Hrefna Magnúsdóttir, f.
20.3. 1934, textíllistakona.
Foreldrar hennar voru
Magnús Jónsson, frá
Breiðholti og Hrefna Egg-
ertsdóttir Norðdahl, frá
Hólmi við Suðurlandsveg
í Reykjavík.
Börn Arnljóts og Hrefnu
eru Ásdís Sólrún, f. 20.6.
1957, starfar hjá Almannavörnum
ríkisins, var fyrst gift Gunnari
Hreinssyni, f. 29.11. 1955, og er dótt-
ir þeirra Hrefna Marín, f. 1.3. 1977,
nemi í rafmagnsverkfræði við HÍ,
og er sambýlismaður hennar Finn-
ur Breki Þórarinsson, f. 29.7. 1974,
kerfisfræðingur, en seinni maður
Ásdisar Sólrúnar var Bjami Heiðar
Halldórsson, f. 21.10. 1952, og eru
synir þeirra Nökkvi Jarl, f. 3.9.1987,
Pétur Breki, f. 11.1. 1990, og Bjarni
Heiðar, f. 5.6. 1991, auk þess sem
stjúpdóttir Ásdísar er Helga Heið-
arsdóttir, f. 18.5. 1979, verslunar-
maður; Hulda Anna, f. 2.11. 1960,
námsráðgjafi og verkefnisstjóri hjá
Rannsóknarþjónustu HÍ, en sambýl-
ismaður hennar er Ágúst H. Ing-
þórsson, f. 22.8. 1961, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarþjónustu HÍ, en
sonur Huldu Önnu og fyrrv. sam-
býlismanns hennar, Sigtryggs Jóns-
sonar, f. 21.2. 1952, er
Unnar Steinn, f. 30.9.
1983, og börn Ágústs af
fyrra hjónabandi eru
Hjörtur, f. 18.10. 1983, og
Embla, f. 12.8. 1990; Guð-
mundur, f. 30.1. 1963, raf-
magnsverkfræðingur í
Sviþjóð, en kona hans er
Líney Björk Weisshappel,
f. 3.10. 1963, veitingamað-
ur, og eru börn þeirra
Diljá Björt, f. 11.8. 1989,
og Arnljótur, f. 28.7. 1994; Arnar
Þorri, f. 16.4. 1968, tæknimaður hjá
Öryggismiðstöð íslands og nemi á
Tölvubraut Iðnskólans, en sambýl-
iskona hans er Magnea Gunnars-
dóttir, f. 16.7. 1965, bankaritari.
Systkini Arnljóts eru Hannes, f.
3.4. 1925, lengi bóndi á Auðkúlu í
Svínadal en dvelst nú á
Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi;
Elín Sigurhjörg, f. 24.4. 1931, bóka-
vörður í Reykjavík, en dóttir henn-
ar er Áslaug Inga Þórisdóttir, f. 6.11.
1959.
Foreldrar Arnljóts voru Guð-
mundur Kristjánsson, bóndi í Slétt-
árdal, og k.h., Pálína Anna Jóns-
dóttir húsfreyja.
Ætt
Guðmundur var sonur Kristjáns,
ráðsmanns á Hafgrímsstöðum í
Tungusveit, Kristjánssonar, b. á
Hólkoti í Staðarhreppi í Skagafirði,
bróður Sigríðar á Þönglabakka,
langömmu Sverris, fóður Valgerðar
alþm. Kristján var sonur Jóns, b. og
hreppstjóra á Kimbastöðum, Rögn-
valdssonar.
Móðir Guðmundar var Elín Arn-
ljótsdóttir, f. á Syðri-Löngumýri í
Blöndudal, Guðmundssonar, alþm.
frá Guðlaugsstöðum, Amljótssonar.
Pálína var systir Guðrúnar,
ömmu Guðrúnar Agnarsdóttur,
fyrrv. alþm., og Ástríðar Thoreren-
sen forsætisráðherrafrúar. Pálína
var dóttir Jóns, b. á Brún í Svartár-
dal, bróður Guðmundar læknapró-
fessors, og Páls á Guðlaugsstöðum,
fóður Björns, fyrrv. alþm. á Löngu-
mýri, og Huldu, móður Páls Péturs-
sonar félagsmálaráðherra. Jón var
sonur Hannesar, b. og silfursmiðs á
Eiðsstöðum, Guðmundssonar, bróð-
ur Amljóts á Syðri-Löngumýri.
Móðir Pálínu var Sigurbjörg Frí-
mannsdóttir, hálfsystir Þorgríms,
afa Ásbergs borgarfógeta, fóður
Jóns, framkvæmdastjóra Útflutn-
ingsráðs íslands, og afa Valborgar,
fyrrv. skólastjóra Fósturskólans,
móður Stefán Snævarr heimspek-
ings," Sigurðar Snævarr hagfræð-
ings, og Sigríðar Snævarr, sendi-
herra í París.
Arnljótur verður staddur á æsku-
slóðum sínum í Húnavatnssýslu á
afmælisdaginn.
Arnljótur
Guðmundsson.
Sigrún Sturludóttir, fyrrv. kirkju-
vörður, Espigerði 4, Reykavjík,
verður sjötug á morgun.
Starfsferill
Sigrún fæddist á Suðureyri við
Súgandaíjörð og ólst þar upp. Hún
stundaði nám við Héraðsskólann á
Núpi og við Húsmæðraskólann Ósk
á Ísafírði.
Sigrún var kirkjuvörður við Bú-
staðakirkju, var gjaldkeri á Póst-
gíróstofunni og stundaði verslunar-
og skrifstofustörf.
Sigrún hefur tekiö virkan þátt i
félagsmálum af ýmsum toga. Hún
sat í stjóm Póstmannafélagsins, í
stjórn Bandalags kvenna í Reykja-
vík, i stjórn Kvenfélagasambands ís-
lands, í stjórn Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík og var formað-
ur þess, sat í stjórn Landssambands
framsóknarkvenna og var formaður
þess, sat í stjórn kvenfélagsins Ár-
sólar í Súgandafirði og var formað-
ur þess og formaður leikfélagsins á
Súgandafirði, situr í stjóm Kvenfé-
lags Bústaðasóknar og er formaður
þess.
Sigrún sat í áfengisvarnaráði, í
orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavik,
situr í skólastjórn Hússtjómarskól-
ans í Reykjavík og hefur tekið mik-
inn þátt í starfi IOGT og starfað
mikið með Framsóknarflokknum í
Sigrún Sturludóttir
Reykjavík.
Fjölskylda
Sigrún giftist 17.4. 1949 Þórhalli
Halldórssyni, f. 21.10. 1918, fyrrv.
verkstjóra. Hann er sonur Halldórs
Jónssonar, bónda á Arngerðareyri
við ísafjörð, og Steinunnar Jóns-
dóttur húsfreyju.
Dætur Sigrúnar og Þórhalls eru
Inga Lára Þórhallsdóttir, f. 1.9.1949,
aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á ísa-
firði, gift Elvari Bæringssyni bíla-
sala og eiga þau þrjú börn og eitt
barnabarn; Sóley Halla Þórhalls-
dóttir, f. 11.7. 1953, kennari í Njarð-
vík, gift Kristjáni Pálssyni alþm. og
eiga þau tvö börn, auk þess sem
hann á tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi og eitt barnabarn; Auður Þór-
hallsdóttir, f. 28.5. 1958, kennari, bú-
sett í Kópavogi, gift Siggeir Sig-
geirssyni rafeindavirkjameistara og
eiga þau þrjú börn; Steinunn Þór-
hallsdóttir, f. 16.10. 1966, markaðs-
fulltrúi, búsett í Kópavogi, í sambúð
með Einari Þór Einarssyni útsend-
ingastjóra og eiga þau eitt barn auk
þess sem hann á bam frá því áður.
Systkini Sigrúnar eru Eva Sturlu-
dóttir, f. 7.9. 1928, fulltrúi, búsett í
Reykjavík; Kristín Sturludóttir, f.
14.6. 1930, skrifstofumaður, búsett í
Reykjavík; Jón Sturluson, f. 21.10.
1932, rafvirki, búsettur í Reykjavík;
Eðvarð Sturluson, f. 23.3.
1937, umsjónarmaður á
Súgandafirði.
Foreldrar Sigrúnar
voru Sturla Jónsson, f.
24.8. 1902, d. 2.10. 1996,
oddviti og hreppstjóri á
Suðureyri við Súganda-
fjörö, og k.h., Kristey
Hallbjörnsdóttir, f. 22.2.
1905, d. 30.7. 1983, hús-
freyja.
Sigrún Sturludóttir.
Ætt
Sturla var sonur Jóns, formanns
og síðar íshússtjóra á Suðureyri,
Einarssonar, b. á Meiribakka í
Skálavík, Jónssonar.
Móðir Sturlu var Kristín Krist-
jánsdóttir, útvegsmanns á Suður-
eyri, Albertssonar. Móðir Kristínar
var Guðrún Þórðardóttir, b. í
Vatnadal, Þórðarsonar, bróður Guð-
ríðar Bjarnadóttur, móður Guð-
mundínu, ömmu Gils Guðmunds-
sonar, fyrrv. alþm. Guðríður var
amma Guðrúnar, langömmu Ólafs
Þ. Þórðarsonar alþm. og Kjartans
Ólafssonar, fyrrv. alþm. og ritstjóra.
Kristey var dóttir Hallbjamar,
ættföður Hallbjarnarættar, Odds-
sonar, pr. í Gufudal, Hallgrimsson-
ar, pr. í Görðum á Akranesi, Jóns-
sonar, stiftprófasts á Hólum, bróður
Skúla landfógeta. Móðir Hallgríms
var Þórann Hansdóttir
Scheving, klausturhald-
ara á Möðruvöllum, Lár-
ussonar Schevings, ætt-
föður Schevingættar.
Móðir Þórunnar var Guð-
rún Vigfúsdóttir, stúdents
á Hofl, Gíslasonar, rekt-
ors á Hólum, Vigfúsonar.
Móðir Odds var Guðrún
Egilsdóttir, systir Svein-
bjarnar rektors, föður
Benedikts Gröndals. Móðir Hall-
bjarnar var Valgerður Benjamíns-
dóttir, b. í Langeyjamesi, Björns-
sonar. Móðir Benjamíns var Ragn-
heiður Magnúsdóttir, sýslumanns i
Búðardal, Ketilssonar. Móðir Val-
gerðar var Sigríður Sigmundsdóttir,
gullsmiðs í Akureyjum, Magnússon-
ar, bróður Ragnheiðar. Móðir Sig-
ríðar var Valgerður Jónsdóttir, pr. í
Holti í Önundarflrði, Eggertssonar,
og Gunnhildar Hákonardóttur, pr. á
Álftamýri, Snæbjömssonar, bróður
Magnúsar, langafa Jóns forseta.
Móðir Kristeyjar var Sigrún Sig-
urðardóttir, b. i Gufudal, Jónssonar
og konu hans, Guðrúnar Níelsdótt-
ur.
Sigrún og Þórhallur taka á móti
ættingjum og vinum í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju sunnudaginn
18.4. milli kl. 16.00 og 19.00.
María Jónasdóttir
María Jónasdóttir, hús-
móðir og starfsmaður við
umönnun sjúkra, Skúla-
götu 76, Reykjavík, verður
sjötug á morgun.
Starfsferill
María fæddist í Lang-
húsi í Fljótsdal en ólst
upp á Þuríðarstöðum.
Hún var í bamaskóla til
íjórtán ára aldurs.
Á unglingsárunum
starfaði María í mötuneytum og
stundaði fiskvinnslu.
María flutti til Reykjavíkur 1954.
Jafnframt heimilisstörfum vann
hún í mötuneytum um árabil. Hún
lærði umönnun aldraðra, fatlaðra
og sjúkra og starfaði síðan við um-
önnun á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur, á Grensásdeild og i
Hátúni. Hún hætti störf-
um við sextíu og sjö ára
aldur.
María hefur starfað
mikið fyrir Rauða kross-
inn sl. tuttugu ár. Þá
starfar hún í félagssam-
tökum eldri borgara.
Fjölskylda
Eiginmaður Maríu var
Ólafur Indriðason, f. 4.10.
1921, d. 16.10. 1986, starfsmaður hjá
Vegagerð ríkisins og bifreiðastjóri
hjá KHB. Hann var sonur Indriða
Jóhannsson, bónda í Áreyjum og
Grænuhlíð í Reyðarfirði, og Kristín-
ar Hildar Einarsdóttur húsfreyju.
Börn Maríu og Ólafs eru Indriði
Páll Ólafsson, f. 6.12.1951, vagnstjóri
hjá SVR, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Eddu Ármannsdóttur hús-
móður; Soffla Guðbjört Ólafsdóttir,
f. 13.6. 1956, vinnur við bókband hjá
Bókvirki, gift Jóni Emil Kristins-
syni rafvirkja og eiga þau flögur
börn og tvö barnabörn; Jónas Ölafs-
son, f. 1.5. 1963, kokkur í Kaup-
mannahöfn, og á hann eina dóttur.
Fósturdóttir Maríu á vegum SOS
er Marita Saídí, f. 6.1. 1989, búsett í
Lilongwe í Malavi i Afríku.
Systkini Maríu: Ágústa, f. 9.4.
1927, d. 31.1. 1999, húsfreyja á Þuríð-
arstöðum í Fljótsdal; Þórhildur, f.
18.9. 1930, starfsmaður við Sjúkra-
húsið á Egilsstöðum; Þorsteinn, f.
11.4. 1932, bóndi á Arnaldsstöðum í
Fljótsdal; Hjalti, f. 12.12.1933, verka-
maður á Egilsstöðum; Jón Þór, f.
5.5.1935, fyrrv. bóndi í Hjarðarholti
í Stafholtstungum í Borgarfirði, nú
búsettur í Borgarnesi; Skúli, f. 21.6.
1936, fyrrv. hóndi á Lynghóli í
Skriðdal, nú búsettur á Egilsstöð-
um; Bergljót, f. 24.9.1937, fyrrv. hús-
freyja á Þorgerðarstöðum í Fljóts-
dal; Benedikt, f. 7.8. 1939, múrari á
EgÚsstöðum; Ásgeir, f. 29.8. 1941,
fyrrv. bóndi á Melum i Fljótsdal, nú
verkamaður á Egilsstöðum; Unnur,
f. 24.3. 1942, húsmóðir og starfar við
dagheimili á Selfossi, búsett á Sel-
fossi; Soffía, f. 21.6. 1944, húsmóðir
og starfar við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri, búsett á Akureyri.
Foreldrar Maríu voru Jónas Þor-
steinsson, f. 16.5. 1898, d. 11.5.1968,
bóndi á Þuríðarstöðum, og k.h.,
Soffía Ágústsdóttir, f. 8.7. 1906, d.
21.6.1944, húsfreyja.
María Jónasdóttir.