Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Page 38
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 JLlV - %ik Lögreglumaðurinn Peter John- ston í Kensington í London, sem sér um rannsókn á hvarfi Ragn- ars Sigurjónssonar, 57 ára fiskút- flytjanda úr Garðabae, segir að óneitanlega líti út fyrir að íslend- ingurinn hafl látið sig hverfa af ásettu ráði til að forðast skulda- daga, t.d. með hliðsjón af sakamáli á hendur honum. Hann segist þó verða að nálgast málið með alla möguleika í huga. „Vissulega hafa allir sitt frelsi og rétt á því að láta sig hverfa. En þar sem hvarf Ragnars hefur verið til- kynnt og kringumstæðumar liggja ekki fyrir eins og við vildum - með algjörlega óyggjandi hætti - þá verð- um við að halda leit áfram hér,“ seg- ir Johnston í viðtali við DV. Það sem liggur m.a. fyrir áður en Ragnar hélt af landi brott þann 2. apríl (föstudaginn langa) var t.d. að fáum dögum áður, þann 26. mars, sat hann í réttarhaldi í Hafnarfirði fyrir framan dómEu-a og sækjanda frá ríkislögreglustjóra, þar sem hann var ákærður fyrir tæplega 4ra milljóna króna fjársvik gagnvart Ní- geríumanni árið 1996. Það sakamál hafði t.a.m. verið í gangi hjá lög- reglu, ákæmvaldi og dómstól í meira en ár, án þess að fjölskylda Ragnars hefði um það vitneskju. Einnig liggur fyrir að Ragnar hafði leynt fyrir fólki ýmsum skuldum sem urðu m.a. til vegna langra og flókinna viðskipta i skreiðar- og fiskútflutningi. Hvernig bar hvarfið að DV ræddi einnig við Peter John- ston um með hvaða hætti hvarfið bar að. Ragnar keypti sér eins kon- ar hoppmiða til London með skömmum fyrirvara. Flaug út fostu- daginn langa, 2. apríl, og átti sam- kvæmt farseðlinum að koma aftur heim til íslands á páskadag, 4. apríl, án þess þó að fólk hér heima vissi hvenær heimferðin var skráð, sam- kvæmt upplýsingum DV. Hann tal- aði við eiginkonu sína í sima á hverjum degi eins og hann var van- ur í viðskiptaferðum. Mánudaginn 5. apríi ræddi hann við konuna án þess að geta þess að miðinn væri út- runninn. „Þetta var það síðasta sem konan heyrði frá honum,“ sagði Johnston. Ragnar hafði fram að þessu hegðað sér eðlilega gagnvart sínum nánustu. í ^ SHPBHIHWIIAHI1 iilllHISHHl Mm llsiinESlpl /'l m 7 ■W Peter Johnston lögreglumaður, með skjöl og Ijósmynd vegna hvarfs Ragnars Sigurjónssonar, fyrir framan lögreglustöðina í Kensington í London. Hann seg- ir rök hníga að því að íslendingurinn hafi ákveðið af ásettu ráði að láta sig hverfa, en kveðst samt verða að rannsaka aðra möguleika. DV-mynd Jonathan Evans - segir það auðvelt að fara upp í lest til Frakklands og láta sig hverfa sporlaust Daginn eftir, þriðjudaginn 6. april, var ákveðið að Ragnar og Nigel Francis, umboðsmaður í skreiðar- viðskiptum í London, skyldu hittast á Montana hóteli Ragnars við Gloucester Road í Kensington. Þessu lýsir Peter Johnston: „Ragnar hafði talað við Nigel Francis og ákveðið að hitta hann klukkan 11 að morgni þriðjudagsins 6. apríl. Þegar Francis kom þangað var Ragnar búinn að tékka sig út af hótelinu. Er þetta ekki undarlegt? Að ákveða fund en mæta svo ekki,“ sagði Johnston. Ragnar hafði engum sagt svo vitað sé að hann hafi ætlað að skrá sig út af hótelinu á þriðju- dagsmorgun. „Við höfum rætt við fleiri við- skiptamenn Ragnars sem við vitum um,“ sagði Johnston. „Enginn þeirra hefur séð Ragnar. Hann átti að eiga fund með Francis á þriðjudags- morgninum. Frá þeim tíma eru eng- ar vísbendingar um manninn. Þegar við tókum skýrslu af Nigel Francis var hann mjög hjálplegur og gaf okk- ur ýmsar upplýsingar um viðskipti og viðskiptamenn Ragnars." Engar vísbendingar um voveiflega atburoi Ragnar var fremur veill fyrir hjarta, tók hjartalyf og var með þau með sér í ferðinni. Þó liggur ekkert fyrir um að hann hafi veikst ytra. „Við vitum að Ragnar átti ham- ingjuríkt fjölskyldulíf," segir John- ston. „í því ljósi er undarlegt að hann hafi látið sig hverfa. Við vit- um hins vegar að Ragnar var veill fyrir hjarta. Hann tók lyf, og eftir því sem við komumst næst hafði hann nægileg lyf með sér í ferðina, en hefði fljótíega eftir hana þurft að endurnýja. í þessu sambandi erum við að reyna að finna slóð í hverri götu og á sjúkrahúsum eins og mögulegt er. í dag höfum við enga hugmynd um hvert hann hefur far- ið. Þetta er algjör ráðgáta." - Þú ert reyndur lögreglumaður. Hver er þín tiífinning um hvað varð af Ragnari? „Mín tilfinning er þessi: Það eru engar vísbendingar sem liggja fyrir um það núna að eitthvað voveiflegt hafi komið fyrir þennan íslending. Ekkert sem tengir hann eða aðra við glæpsamlegt athæfi. Kannski ákvað hann að eiga viðskipti annars staðar í heiminum án þess að segja neinum frá því - þó svo að slíkt komi ekki heim og saman við fyrri hegðun hans. Hvað varðar heilsu hans þá erum við að kanna öll möguleg sjúkrahús til að fullvissa okkur um að hann hafi ekki veikst. Ég hef því raunverulega enga hand- fasta vissu um hvað varð af mann- inum.“ Auðvelt að komast „ósáður" til megin- landsins „Okkur er sagt að Ragnar hafi átt í fjárhagsvandræöum í viðskiptum sínum," segir Johnston. „Þess vegna er sá möguleiki alls ekki úti- lokaður að hann hafi farið í felur. Um það eru hins vegar engin gögn, en við verðum að skoða það frekar. Við erum meðal annars að kanna á ferðaskrifstofum og víðar hvort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.