Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Síða 76
fc/rtr kl. 2 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ1999 sprakk í and- lit unglings ; Fikt tánings við að gera sprengju endaði með ósköpum þar sem hann var að hita saman saltpétur og sykur á heimili sínu í Kópavogi. Ætlun hans var að gera reyksprengju, sem er í tísku meðal unglinga um þessar mundir. Ekki fór þó betur en svo að allt sprakk í loft upp áður en yfir lauk. Drengurinn slapp með það að hár hans og andlit sviðnaði í látunum og heimilið fylltist af reyk. Hann var fluttur á sjúkrahús tii skoðunar. Mik- ill hvellur varð af og voru slökkvilið, sjúkralið og lögregla kölluð á vett- vang. Slökkviliðið reykræsti íbúðina, en enginn var heima nema drengur- inn sprengjuglaði. Að sögn félaga hans sem DV ræddi við er mikil , ásókn í saltpétur til sprengjugerðar. 'Jiftann sagði að vinur sinn hefði fengið uppskriftina að sprengjunni á Netinu, en klaufaskapur hefði valdið því að sprengingin varð. iWúsið fylltist af reyk eftir sprenging- una og slökkviliö ræsti út. DV-mynd s Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á vettvangi er þessi iðja stórhættuleg og táningurinn má hrósa happi yfir því að ekki fór verr. -rt Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag, 1. maí. Opið verður sunnudag- inn 2. maí, frá kl. 16-22. Síminn er 550 5000. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI Tvö rán Ungur maður kom hjólandi aftan að eldri konu, hrifsaði af henni vesk- ið og hafði það á brott með sér á leik- velli við Glaðheima í hádeginu í gær. í veskinu voru 20 þúsund krónur. Að sögn sjónarvotts er ræninginn 15-20 ára með ljóst burstaklippt hár. Hann var i blágrárri úlpu og á rauðbrúnu fjallareiðhjóli. Annað rán var framið síðdegis í gær fyrir utan Nettó í Mjódd. Kona hafði skilið seðlaveski eftir við hlið- ina á barni sínu í kerru. Þá kom að maður sem greip veskið. í því voru 50 þúsund krónur auk greiðslukorta. Maðurinn var sagður um þrítugt, f grænni úlpu og lágvaxinn. -hvs Sigmar B. Hilmarsson, efsti maður á lista Húmanistaflokksins í Vestur- landskjördæmi, verður seint talinn venjulegur frambjóðandi. Hann ferð- ast ekki á bil eins og þeir gera flest- ir, og sumir með bílstjóra, heldur á puttanum um kjördæmi sitt. Hann hefur tjald og svefhpoka meðferðis og gistir í tjaldinu á yfirreið um kjör- dæmi sitt. „Ég fékk far með fram- bjóðendum Samfylkingarinnar í fyrrinótt úr Búðardal til Akraness og þeir hýstu mig síðan í kosningaskrif- stofunni um nóttina," sagði Sigmar í samtali við DV í gær. - En finnst kjósendum það trú- verðugur frambjóðandi sem ferðast um á puttanum og býr í tjaldi? “Ég verð að viðurkenna að þegar maður kemur á framboðsfundina taka menn mig ekkert of alvarlega í fyrstunni en í lok þeirra eru allir hins vegar orðnir sammála um að þeir hafi heyrt rödd sem ekki hafi heyrst áður. Ég hef aiiavega náð að koma því á framfæri að okkur er full alvara og málflutningur okkar er nýr og það er tekið eftir honum,“ sagði Sigmar. Aðspurður um hvers kjördæmið þarfnaðist helst að hans mati sagði Sigmar að það væri hið sama og gilti um landið allt: „Við erum að horfa á þjóðfélag sem er með einhverja hæstu sjálfsmorðs- tiðni í heimi, unga fólkið okkar leit- ar sífellt meira í vímuefni og innbrot og rán fara vaxandi. Þetta ber vitni þjóðfélagi sem við viljum breyta," sagði Sigmar B. Hilmarsson. -SÁ Náttúrufræðistofnun: Kóngasnákur slapp úr búri - fannst eftir tvo daga Beltóttur snákur slapp úr búri á Náttúrufræðistofnun Islands við Hlemm um miðja vikuna og fannst ekki fyrr en eftir tveggja daga leit. Þetta var sami snákur og hafnfirsk- ir lögreglumenn gómuðu í garði á Áiftanesi um síðustu helgi eftir mik- ið at. Snákurinn hafði falið sig und- ir ofni og var við góða heilsu þegar hann fannst. „Við erum loks búnir að greina tegundina og hér er á ferðinni svo- nefhdur kóngasnákur, sem á heim- kynni sín í Ameríku. Ytra er þetta vinsælt gæludýr sem lifir á eðlum og músum. Hins vegar er ekki hægt að hafa tvo saman í búri því það endar alltaf með því að annar étur hinn,“ sagði Erling Ólafsson skor- dýrafræðingur sem stjómaði leit- inni að snáknum á Náttúrufræði- stofnun. Starfsfólk stofnunarinnar sýndi stillingu í þá tvo daga sem snákurinn lék lausum hala á vinnu- Kóngasnákurinn aftur í búri sínu eftir tveggja daga frelsi.DV-mynd E.ól stað þess, enda haföi það traustar heimildir fyrir því að skepnan væri ekki með eiturtennur. Verður snáknum eytt hið fyrsta. -Eflft Sigmar B. Hilmarsson, efsti maður á lista Húmanistaflokksins í Vesturlandskjördæmi, feröast um kjördæmi sitt á puttanum og býr í tjaldi á kosningaferðalaginu. DV-mynd dvó Frambjóðand- inn býr í tjaldi - og fer á puttanum um kjördæmiö Veðrið á morgun: Veðrið á mánudag: Upplýsingar frá Veðurstofu íslands V V Sunnudagur Viða léttskýjað Stinningskaldi Hæg suðlæg átt verður austan til en víða léttskýjað um landið vestan- Suðaustankaldi eða stinningskaldi og rigning, einkum vestan til á vert. Hiti 1 til 8 stig, mildast sunnan til. landinu. Hiti 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 81. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.