Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 6
LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 , •/Öflrf 'jfc . ' ..... ik "w stuttar fréttir Leitað eftir sjóslys i Óvíst var í gær hvort allir íar- J þegar og skipveijar á skemmti- I ferðaskipinu Sun Vista, sem sökk undan Indónesíuströnd aðfera- | nótt löstudags, hefðu bjargast. Yf- s ir 1 þúsund manns tókst að kom- J ast í björgunarbáta. Ekki afturhvarf 1 Massimo D’Alema, fbrsætis- I ráðherra Ítalíu, sagði í gær að morðið á hátt- settum ráðgjafa atvinnumála- ráðherra Ítalíu á fímmtudag- inn væri ekki aflurhvarf til hryöjuverkaár- anna á áttimda og níunda ára- tugnum. D’Alema sagði morðið árás á lýðræðið og draga þyrfti morðingjana fyrir dómstól. Leyft að ættleiða Samkynhneigðir í Danmörku, sem eru í skráðu sambandi, mega nú ættleiða stjúpböm sín. Lík í sýrubaði Likamsleifar nokkurra manna hafa fundist í kerjum með sýru í yfirgefínni bankahvelfmgu í bænum Snowtown í Ástralíu. Fjölmiölar fullyrða að líkin séu af þekktum bamaníðingum. Banvænn ostur Þrir yfirmenn hjá frönsku ostagerðinni Fromagerie de l’Armancon hafa verið settir í gæsluvarðhald eftir að kona og bam létust af því að hafa borðaö Epoisses-ost sem i var listeria- bakterían. Rekinn frá Togo Yfirvöld í Togo í Afríku vísuðu í gær framkvæmdastjóra mann- réttindasamtakanna Amnesty Intemational, Pierre Sané, úr landi stuttu eftir komu hans. Am- nesty gagnrýndi fyrir tveimur vikum mannréttindabrot í land- inu. Barak viðræðufús Ehud Barak, nýkjörinn forsæt- isráðherra ísraels, er reiðubúinn að láta af hendi þrjá fjórðu- hluta Vestur- bakkans, að því er háttsettur leiðtogi í sam- steypustjóm- inni segir í tímaritinu For- eign Report sem gefið er út í London. Tíma- ritið segir einnig að Barak muni stöðva framkvæmdir við smíði íbúða fyrir gyðinga á umdeildu svæði á milli Jerúsalem og Bet- lehem. Palestínumenn hafa beðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að stöðva byggingafram- kvæmdimar. Slátrari fær klósett Hinn einfætti 72 ára gamli her- stjóri Rauðu khmeranna, Ta Mok, sem handtekinn var í Norður-Kam- bódíu 6. mars, hefur fengið vestrænt klósett til sín í fangelsið. Lögfræð- ingur hans sagði við fréttamann Reuters að hann hefði átt erfitt með að nota hin hefðbundnu klósett Kambódíumanna þar sem fólk situr á hækjum sér vegna þess að hann er einfættur af völdum jarðsprengju. Ta Mok fékk viðumefnið slátrar- inn fyrir það að hafa á árunum 1975 til 1979 stjómað stórfelldum mann- drápum í landinu á valdatíma Rauðu khmeranna. Um 1,7 milljón manns létu lífið á þessu tímabili. Ta Mok og fyrrum félaga hans, Kang Khek Leu, fyrrum yfirmanni leynilögreglu Rauðu Khmeranna, er haldið í fangelsi á grundvelli laga frá 1994 sem banna kommúnísk stjómmálasamtök. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Heimildarmenn innan bresku stjórnarinnar um Kosovo: Litill arangur af loftárásunum Þrátt fyrir fréttir af liðhlaupi serbneskra hermanna í Kosovo er fjöldi þeirra í héraðinu enn 40 þús- und, sá sami og þegar loftárásir Atl- antshafsbandalagsins, NATO, hófust. Þetta hafði breska blaðið The Times eftir heimildarmönnum innan bresku stjómarinnar í gær. Talsmaður breska varnarmálaráðu- neytisins vísaði frásögn The Times á bug og hélt því fram að NATO væri að ná markmiðum sínum. „Það var aldrei markmiðið að drepa serhneska hermenn né aðra. Takmark okkar var að stöðva of- beldið og þjóðemishreinsanimar í Kosovo og að skaða hernaðarmann- virki,“ sagði talsmaðurinn. Heimildarmenn The Times segja ekkert benda til að serbneskir her- menn í Kosovo séu á leið frá hérað- inu þó svo að hernaðarmannvirki hafi verið eyðilögð eða skemmd. Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í gær að þau ætluðu ekki að leyfa tyrkneskum herflugvélum að fljúga í grískri lofthelgi til þess að taká þátt í loftárásum NATO á Júgóslavíu. Mikil andstaða er í Grikklandi við loftárásirnar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun fer stuðningur almennings í Þýska- landi við árásirnar einnig minnk- andi. 60 prósent studdu loftárásim- ar í apríl en 52 prósent nú. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, munu hittast nú um helgina í Stokkhólmi. Athisaari mun greina Annan frá stöðu mála eftir viðræður sínar í Moskvu við Talbott, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Tsjernomyrdín, samningamann Rússa í Kosovodeilunni. Átta þúsund eitt hundrað og tíu börn í Sofíu í Búlgaríu burstuðu saman í sér tennurnar í gær. Börnin ætluðu að reyna að komast I heimsmetabók Guiness og vera stærsti hópurinn sem kemur saman til slíkra verka. Jeltsín í frí til Svartahafs: Hækkar umdeilda í tign Áður Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hélt óvænt í frí í gær til Svarta- hafsins gaf hann nokkram ráðherr- um nýtt tækifæri. Hann endurskip- aði meðal annarra Igor Ivanov ut- anríkisráðherra og Igor Sergejev varnarmálaráðherra. Rússlandsforseti skipaði Nikolaí Aksijonenko, fyrrum ráðherra lest- arsamgangna, í embætti fyrsta að- stoðarforsætisráðherra og Vladimir Rusjajlo, fyrrverandi aðstoðarinn- anríkisráðherra, í embætti innan- rikisráðherra. Rússneskir fjölmiðlar segja Aksi- jonenko og Rusjajlo menn fjár- málafurstans Borís Berezovskís. Viðskiptablaðið Kommersant skrif- aði í gær að Berezovskí, sem hefur náin tengsl við fjölskyldu Jeltsíns, hefði nú tekið við stjóminni. Rusja- jlo hefur neitað öllum samskiptum við Berezovskí. Stepasjín heldur áfram stjómar- myndun á meðan Jeltsín er í fríi eftir dramatíska viku. Fyrst rak Rússlandsforseti stjórn sína, síðan komst hann hjá því að verða dreg- inn fyrir ríkisrétt og að lokiun var forsætisráðherraefni hans sam- þykkt í Dúmunni, neðri deild þingsins. Gert er ráð fyrir að Stepasjín muni heimsækja Jeltsin við Svarta- hafið í næstu viku til þess að ræða frekari ráðherraembætti. 9500 9000 Dow Jones London DwU 6456,8 JJW CAAfl JwU 4000' FT-SEIOO S 0 N D Frankfurt 5248,02 6000 í ‘HAAJ 2000 DAX40 - í8B88B8RBHhHBB8Bk . - S 0 N D erlendis i»»vi Flugfélög vara við öngþveiti í Evrópu í sumar Evrópsk flugfélög vara við I öngþveiti í sumar. Hvetja þau til samvinnu milli flugumferðar- stjóra hinna ýmsu landa, að því | er segir í breska blaðinu Fin- ancial Times. Búist er við meiri seinkunum : en hörmungarárið 1989 þegar ferðamenn urðu að bíða klukku- stundmn saman á flugvöllum um alla Evrópu. Þetta hefur blaðið eftir Karl-Heinz Neumeister, framkvæmdastjóra Samtaka evr- ópskra flugfélaga, AEA. í mars síðastliðnum voru seinkanir á þriðjungi alls flugs í Evrópu. Er það tvöfalt meira en í mars í fyrra. Óttast er að ástandið eigi eftir að versna vegna stríðsins í Kosovo. Breskur plötu- snúður á Spáni Ívar raðnauðgari Bretinn Richard Baker, sem er 34 ára, hefur verið fundinn sekur um að hafa nauögað tólf konum á milli 15 og 35 ára á S-Englandi í fyrra. Lögregla óttast að Baker, | sem starfaði sem plötusnúður í Torremolinos á Spáni, kunni að hafa nauðgað um eitt hundrað konum. í réttarhöldunum yfir Baker, sem haldin voru í London, kom fram að hann á að J hafe nauðgað fjölda kvenna á Spáni. Baker var handtekinn þar í fyrra eftir að tvær sænskar stúlkur sökuðu hann um að hafa gefið þeim lyfið Rohypnol áður en hann nauðgaði þeim. Hann var látinn laus vegna skorts á J sönnunargögnum. | Lögreglan telur að hann hafi nauðgað konum kerfisbundið á ferðamannastaðnum. Konurnar, j sem Baker réðist á, óttast að í þær séu smitaðar af alnæmi því J að hann hefur alltaf neitað að j gangast undir alnæmispróf Samkvæmt vitnum hótaði j Baker að myrða stúlkurnar j segðu þær til hans. Baker hefúr nokkrum sinnum setið inni | vegna nauðgana. Móðir hans i segir að honum nægi ekki 20 j stúlkur á dag. Faðir hans vill í láta gelda hann. Erfðabreyttur maís drepur fiðrildislirfur Erfðabreyttur maís getur 1 drepið fiðrildi. Þetta er niður- j staða rannsóknar sem fram- j kvæmd var við Comellháskól- J ann í Bandaríkjunum. Vísinda- menn fóðmðu fiðrildislirfur með ;■ frjódufti frá erfðabreyttum maís. Nær helmingur lirfanna drapst j eftir nokkra daga. Hinn helming- i urinn stækkaði minna en eðli- I legt er. Annar lifrahópur var fóðraður á frjódufti úr venjuleg- um maís. Sá hópur óx og dafnaði j eðlilega. Það sama gerðist með | þriðja hópinn sem fekk ekkert frjóduft úr maís. Gómaður við að reyna að leigja leigumorðingja Dansk-bandarískur milljóna- i mæringur, Flemming Larsen, I hefúr verið handtekinn í Kali- í fbmíu í Bandaríkjunum fyrir að . ætla aö kaupa þjónustu leigu- morðingja. Larsen á keðju stór- I markaða í Bandaríkjunum og (vildi hann ryðja úr vegi einum starfsmanna sinna sem hafði | lengi skuldaö honum fé. Larsen j ræddi vandamál sín á | hádegisverðarfundi með manni p sem hann hélt að væri | leigumorðingi. Daninn vissi ekki I að sá sem hann reyndi að fá til verksins var lögreglumaður er 1 tók samtal þeirra upp á segul- ; band.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.