Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 , •/Öflrf 'jfc . ' ..... ik "w stuttar fréttir Leitað eftir sjóslys i Óvíst var í gær hvort allir íar- J þegar og skipveijar á skemmti- I ferðaskipinu Sun Vista, sem sökk undan Indónesíuströnd aðfera- | nótt löstudags, hefðu bjargast. Yf- s ir 1 þúsund manns tókst að kom- J ast í björgunarbáta. Ekki afturhvarf 1 Massimo D’Alema, fbrsætis- I ráðherra Ítalíu, sagði í gær að morðið á hátt- settum ráðgjafa atvinnumála- ráðherra Ítalíu á fímmtudag- inn væri ekki aflurhvarf til hryöjuverkaár- anna á áttimda og níunda ára- tugnum. D’Alema sagði morðið árás á lýðræðið og draga þyrfti morðingjana fyrir dómstól. Leyft að ættleiða Samkynhneigðir í Danmörku, sem eru í skráðu sambandi, mega nú ættleiða stjúpböm sín. Lík í sýrubaði Likamsleifar nokkurra manna hafa fundist í kerjum með sýru í yfirgefínni bankahvelfmgu í bænum Snowtown í Ástralíu. Fjölmiölar fullyrða að líkin séu af þekktum bamaníðingum. Banvænn ostur Þrir yfirmenn hjá frönsku ostagerðinni Fromagerie de l’Armancon hafa verið settir í gæsluvarðhald eftir að kona og bam létust af því að hafa borðaö Epoisses-ost sem i var listeria- bakterían. Rekinn frá Togo Yfirvöld í Togo í Afríku vísuðu í gær framkvæmdastjóra mann- réttindasamtakanna Amnesty Intemational, Pierre Sané, úr landi stuttu eftir komu hans. Am- nesty gagnrýndi fyrir tveimur vikum mannréttindabrot í land- inu. Barak viðræðufús Ehud Barak, nýkjörinn forsæt- isráðherra ísraels, er reiðubúinn að láta af hendi þrjá fjórðu- hluta Vestur- bakkans, að því er háttsettur leiðtogi í sam- steypustjóm- inni segir í tímaritinu For- eign Report sem gefið er út í London. Tíma- ritið segir einnig að Barak muni stöðva framkvæmdir við smíði íbúða fyrir gyðinga á umdeildu svæði á milli Jerúsalem og Bet- lehem. Palestínumenn hafa beðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að stöðva byggingafram- kvæmdimar. Slátrari fær klósett Hinn einfætti 72 ára gamli her- stjóri Rauðu khmeranna, Ta Mok, sem handtekinn var í Norður-Kam- bódíu 6. mars, hefur fengið vestrænt klósett til sín í fangelsið. Lögfræð- ingur hans sagði við fréttamann Reuters að hann hefði átt erfitt með að nota hin hefðbundnu klósett Kambódíumanna þar sem fólk situr á hækjum sér vegna þess að hann er einfættur af völdum jarðsprengju. Ta Mok fékk viðumefnið slátrar- inn fyrir það að hafa á árunum 1975 til 1979 stjómað stórfelldum mann- drápum í landinu á valdatíma Rauðu khmeranna. Um 1,7 milljón manns létu lífið á þessu tímabili. Ta Mok og fyrrum félaga hans, Kang Khek Leu, fyrrum yfirmanni leynilögreglu Rauðu Khmeranna, er haldið í fangelsi á grundvelli laga frá 1994 sem banna kommúnísk stjómmálasamtök. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Heimildarmenn innan bresku stjórnarinnar um Kosovo: Litill arangur af loftárásunum Þrátt fyrir fréttir af liðhlaupi serbneskra hermanna í Kosovo er fjöldi þeirra í héraðinu enn 40 þús- und, sá sami og þegar loftárásir Atl- antshafsbandalagsins, NATO, hófust. Þetta hafði breska blaðið The Times eftir heimildarmönnum innan bresku stjómarinnar í gær. Talsmaður breska varnarmálaráðu- neytisins vísaði frásögn The Times á bug og hélt því fram að NATO væri að ná markmiðum sínum. „Það var aldrei markmiðið að drepa serhneska hermenn né aðra. Takmark okkar var að stöðva of- beldið og þjóðemishreinsanimar í Kosovo og að skaða hernaðarmann- virki,“ sagði talsmaðurinn. Heimildarmenn The Times segja ekkert benda til að serbneskir her- menn í Kosovo séu á leið frá hérað- inu þó svo að hernaðarmannvirki hafi verið eyðilögð eða skemmd. Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í gær að þau ætluðu ekki að leyfa tyrkneskum herflugvélum að fljúga í grískri lofthelgi til þess að taká þátt í loftárásum NATO á Júgóslavíu. Mikil andstaða er í Grikklandi við loftárásirnar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun fer stuðningur almennings í Þýska- landi við árásirnar einnig minnk- andi. 60 prósent studdu loftárásim- ar í apríl en 52 prósent nú. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, munu hittast nú um helgina í Stokkhólmi. Athisaari mun greina Annan frá stöðu mála eftir viðræður sínar í Moskvu við Talbott, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Tsjernomyrdín, samningamann Rússa í Kosovodeilunni. Átta þúsund eitt hundrað og tíu börn í Sofíu í Búlgaríu burstuðu saman í sér tennurnar í gær. Börnin ætluðu að reyna að komast I heimsmetabók Guiness og vera stærsti hópurinn sem kemur saman til slíkra verka. Jeltsín í frí til Svartahafs: Hækkar umdeilda í tign Áður Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hélt óvænt í frí í gær til Svarta- hafsins gaf hann nokkram ráðherr- um nýtt tækifæri. Hann endurskip- aði meðal annarra Igor Ivanov ut- anríkisráðherra og Igor Sergejev varnarmálaráðherra. Rússlandsforseti skipaði Nikolaí Aksijonenko, fyrrum ráðherra lest- arsamgangna, í embætti fyrsta að- stoðarforsætisráðherra og Vladimir Rusjajlo, fyrrverandi aðstoðarinn- anríkisráðherra, í embætti innan- rikisráðherra. Rússneskir fjölmiðlar segja Aksi- jonenko og Rusjajlo menn fjár- málafurstans Borís Berezovskís. Viðskiptablaðið Kommersant skrif- aði í gær að Berezovskí, sem hefur náin tengsl við fjölskyldu Jeltsíns, hefði nú tekið við stjóminni. Rusja- jlo hefur neitað öllum samskiptum við Berezovskí. Stepasjín heldur áfram stjómar- myndun á meðan Jeltsín er í fríi eftir dramatíska viku. Fyrst rak Rússlandsforseti stjórn sína, síðan komst hann hjá því að verða dreg- inn fyrir ríkisrétt og að lokiun var forsætisráðherraefni hans sam- þykkt í Dúmunni, neðri deild þingsins. Gert er ráð fyrir að Stepasjín muni heimsækja Jeltsin við Svarta- hafið í næstu viku til þess að ræða frekari ráðherraembætti. 9500 9000 Dow Jones London DwU 6456,8 JJW CAAfl JwU 4000' FT-SEIOO S 0 N D Frankfurt 5248,02 6000 í ‘HAAJ 2000 DAX40 - í8B88B8RBHhHBB8Bk . - S 0 N D erlendis i»»vi Flugfélög vara við öngþveiti í Evrópu í sumar Evrópsk flugfélög vara við I öngþveiti í sumar. Hvetja þau til samvinnu milli flugumferðar- stjóra hinna ýmsu landa, að því | er segir í breska blaðinu Fin- ancial Times. Búist er við meiri seinkunum : en hörmungarárið 1989 þegar ferðamenn urðu að bíða klukku- stundmn saman á flugvöllum um alla Evrópu. Þetta hefur blaðið eftir Karl-Heinz Neumeister, framkvæmdastjóra Samtaka evr- ópskra flugfélaga, AEA. í mars síðastliðnum voru seinkanir á þriðjungi alls flugs í Evrópu. Er það tvöfalt meira en í mars í fyrra. Óttast er að ástandið eigi eftir að versna vegna stríðsins í Kosovo. Breskur plötu- snúður á Spáni Ívar raðnauðgari Bretinn Richard Baker, sem er 34 ára, hefur verið fundinn sekur um að hafa nauögað tólf konum á milli 15 og 35 ára á S-Englandi í fyrra. Lögregla óttast að Baker, | sem starfaði sem plötusnúður í Torremolinos á Spáni, kunni að hafa nauðgað um eitt hundrað konum. í réttarhöldunum yfir Baker, sem haldin voru í London, kom fram að hann á að J hafe nauðgað fjölda kvenna á Spáni. Baker var handtekinn þar í fyrra eftir að tvær sænskar stúlkur sökuðu hann um að hafa gefið þeim lyfið Rohypnol áður en hann nauðgaði þeim. Hann var látinn laus vegna skorts á J sönnunargögnum. | Lögreglan telur að hann hafi nauðgað konum kerfisbundið á ferðamannastaðnum. Konurnar, j sem Baker réðist á, óttast að í þær séu smitaðar af alnæmi því J að hann hefur alltaf neitað að j gangast undir alnæmispróf Samkvæmt vitnum hótaði j Baker að myrða stúlkurnar j segðu þær til hans. Baker hefúr nokkrum sinnum setið inni | vegna nauðgana. Móðir hans i segir að honum nægi ekki 20 j stúlkur á dag. Faðir hans vill í láta gelda hann. Erfðabreyttur maís drepur fiðrildislirfur Erfðabreyttur maís getur 1 drepið fiðrildi. Þetta er niður- j staða rannsóknar sem fram- j kvæmd var við Comellháskól- J ann í Bandaríkjunum. Vísinda- menn fóðmðu fiðrildislirfur með ;■ frjódufti frá erfðabreyttum maís. Nær helmingur lirfanna drapst j eftir nokkra daga. Hinn helming- i urinn stækkaði minna en eðli- I legt er. Annar lifrahópur var fóðraður á frjódufti úr venjuleg- um maís. Sá hópur óx og dafnaði j eðlilega. Það sama gerðist með | þriðja hópinn sem fekk ekkert frjóduft úr maís. Gómaður við að reyna að leigja leigumorðingja Dansk-bandarískur milljóna- i mæringur, Flemming Larsen, I hefúr verið handtekinn í Kali- í fbmíu í Bandaríkjunum fyrir að . ætla aö kaupa þjónustu leigu- morðingja. Larsen á keðju stór- I markaða í Bandaríkjunum og (vildi hann ryðja úr vegi einum starfsmanna sinna sem hafði | lengi skuldaö honum fé. Larsen j ræddi vandamál sín á | hádegisverðarfundi með manni p sem hann hélt að væri | leigumorðingi. Daninn vissi ekki I að sá sem hann reyndi að fá til verksins var lögreglumaður er 1 tók samtal þeirra upp á segul- ; band.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.