Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 11
11 DV LAUGARDAGUR 22. MAÍ Hrópin heyrðust út í garð. Þar var ég á fjórum fótum og reyndi eftir mætti að ná upp tré með rótum. Ég leit upp í forundran þegar ég sá konuna koma hlaup- andi út og tengdamömmu á eft- ir. Af svip þeirra að dæma mátti ætla að eitthvað mikið hefði komið fyrir. „Dyrnar voru opn- ar,“ sagði konan andstutt, „og það fór randafluga inn.“ Hún dró andann svo hún mætti mæla. Tengdamamma var kom- in út að bíl sínum. Hún hafði verið að tygja sig til brottfarar þegar hinn óboðni gestur flaug inn í vorblíðunni. Dóttir hennar ákvað í skyndingu að fara með. Randaflugan gerði húsið óíbúð- arhæft á svipstundu. Skelfingarlistinn „Þetta var svona stór hlussa," sagði konan með hryllingi í rödd og látæði. Með handahreyf- ingum lýsti hún flugi hunangs- flugunnar en gat ekki frekar greint frá verustað dýrsins því hún hafði þotið út og skellt á eft- ir sér. Konunni er fremur vel við dýr að örfáum undanskild- um. Fyrst skal nefna mýs. Þær telur hún einna skelfilegastar. Af rottum höfum við sem betur fer ekkert að segja. Holræsakerf- ið er svo öflugt að það heldur þeim skaðdýrum frá okkur. Rottur eru að mati konunnar svo hræðilegar að þær standa utan við skala skaðræðiskvik- inda. Næstar músum standa kóngulær. Þótt íslenskar kóngulær séu meinleysisdýr kemst engin skynsemi að í huga konunnar í umgengni við þær. Skammt undan á skelfingarlist- anum eru svo fyrrnefndar randa- eða hunangsflugur. eitthvað Þær voru lokaðar inni í húsinu með randaflugunni. Þar sem ég stóð einn í garðinum vissi ég ekki hvort þær væru skelfingu lostnar í hnipri bak við sófa eða hugs- anlega á annarri hæð hússins án vitundar um óargadýrið. Ég réðst því til inngöngu knúinn áfram af eðli karldýrs- ins sem leggur allt i sölurnar fyrir maka og afkvæmi. Einn á móti einum Ég heyrði suðið í flugunni í stofunni. Dæturnar sá ég ekki. Fyrsta hugsunin snerist því um að bjarga þeim. Þegar betur var að gáð reyndust þær saman inni í herbergi og vissu hvorki af flugunni né óðagoti móður og ömmu. Að góðum ungmeyjasið skræktu þær þó aðeins þegar þær fréttu um erindið og báðu foður sinn að duga vel, loka her- bergisdyrum hið snarasta og koma ekki til baka fyrr en unn- ið væri á dýrinu. Ég stóð því einn andspænis ffugunni og lagði hernaðarplön. því að ég hefði hana undir Spurningin var bara hvort ég kæmi sár frá hildarleiknum. Flugan naut þess hins veg- ar að vera í ríflega þriggja metra hæð. Þangað náði ég ekki með góðu móti. Ég varð þvi að vígbú- ast. Flugna- eitur átti ég ekki. Það hvarflaði að mér að nota sömu baráttuaðferð og kona á vinnu- stað mínum hafði beitt við svip- aðar aðstæður. Hún eyddi hálf- um hárlakksbrúsa á systurflugu þessarar áður en yfir lauk. Ég hvarf hins vegar frá því enda fráleitt markviss baráttuaðferð. Vopnabúr heimilisins er fá- breytt og stýriflaugar engar. Hugsanlegt var að reyna að komast að flugunni með ryksugurana en ég hvarf frá þvi. Það var ekki drengilegt at. Þá hugleiddi ég að vinna á flygild- inu með kústi en hætti líka við það. Ég var ekki viss um að ná því í fyrsta höggi. Loks brá ég á það ráð að ná í áltröppur. Með því var hægt að komast í návígi við fluguna þótt um leið setti ég sjálfan mig í aukna hættu. Þarna var ég kominn í eins kon- ar landhernað í stað loftárása. í fyrsta lagi var hætta á að flugan sneri vörn í sókn og réðist á mig og í annan stað gat ég, í krappri vörn, dottið úr áltröppunum og fótbrotið mig. klæddan yfir föllnum andstæð- ingi. Þótt þær undruðust múnd- eringuna leyndi svipur þeirra því ekki að faðirinn hafði vel dugað. Öryggi heimilisins var borgið. Staðan gagnvart konunni, að ekki sé minnst á tengdamóður- ina, er önnur en fyrr. í raun get ég litið á mig sem stríðshetju, mann sem vílar ekkert fyrir sér, fórnar sér fyrir fjölskyld- una. Reynslan segir mér að vísu að slíkur sigurljómi fölni fljótt og afrekið gleymist en ég nýti mér þá daga sem gef- ast. Er á meðan er. Kynbundið hlutverk Ég er ekki vel að mér í skor- dýrafræðinni en man þó eftir randaflugum í mínu ungdæmi. Þær voru talsvert minni en randaflugur nútímans. Ekki veit ég hvað orðið hefur af þeim stofni. Svo er að sjá sem hluss- urnar, sem konan kallar þessar flugur, hafi hrakið þær smá- vöxnu frá gómsætum hunangs- blómum. Ein slík hafði nú villst inn í húsið úr garðinum þar sem hún átti sér tilverurétt. Réttur flugunnar var hins vegar enginn innan veggja. „Stelpurn- ar eru inni,“ hrópaði konan um leið og þær mæðgur brunuðu á brott. „Gerðu eitthvað,“ var það síðasta sem ég heyrði. Þar beindi hún máli sinu til mín, karlmannsins á heimilinu. Mér hlýnaði um hjartarætur. Þótt ég sé ekki veiðimaður í eðli mínu og sé i raun fremur illa við stórar flugur, hvort sem um er að ræða hunangsflugur eða geitunga, setti konan allt sitt traust á mig. í hendingu hurfum við aftur til fortíðar. Öll kynjaumræða síðustu ára og ár- tatuga hvarf sem dögg fyrir sólu. Ógnin sem af flugunni óg- urlegu stóð færði mér á ný alda- gamalt kynbundið hlutverkið. Mér var falið að takast á við þá ógn sem steðjaði að heimilinu og gera konunni kleift að snúa heim. Um leið varð ég að bjarga dætrum okkar frá hættunni. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðanitstjórí Það kom sér vel að ég var með vettlinga á höndum eftir átökin við tréð og ræturnar í garðin- um. Vettlingana taldi ég góða vörn kæmi til gagnárásar randa- flugunnar. Ég gægðist því fyrir horn og gekk síðan á suð flug- unnar. Andstæðingur minn var sem betur fer með hugann við annað en árás. Flugan var við þak- glugga og reyndi hvað ákafast að komast út. Henni líkaði vist- in innandyra ekki betur en svo. Þar sem ég er dýravinur var fyrsta hugsunin að reyna að bjarga flugunni lifandi út og sótti því glas og pappaspjald til þess að reyna að fanga hana. Flugan var hins vegar utan seil- ingar upp undir rjáfri. Dýra- vernd var því lögð til hliðar. Grípa varð til róttækra aðgerða. Örlög andskota míns voru ráð- in. Leitað vopna Vanmat á stóru flugunni var ástæðulaust en þrátt fyrir ákveðinn ótta gat vart farið hjá Ólgandi adrenalín En tröppurnar voru ekki nóg. Ég þurfti drápsvopn. Vettling- arnir dugðu ekki einir. í ör- væntingarfullri leit innanhúss fann ég snókerkjuða sonar mins. Hann varð að duga en ég vissi að mér gafst aðeins eitt tækifæri. Ég varð að hitta flug- una í fyrsta höggi. Blóðið streymdi um æðar mínar og adrenalínið ólgaði þá er ég stillti mér upp og bjó mig undir að leggja til andstæðings míns með spjóti þessu. Ég stóð í efstu tröppu álstig- ans og beindi kjuðanum að flug- unni likt og meistari sem tilbú- inn er að „sprengja" kúlnaþrí- hyrning á snókerborði. Eini munurinn á mér og meistaran- um var sá að ég sneri kjuðanum öfugt. Ég taldi stöðu mína gegn flugunni við þakgluggann betri með því að beita breiðari enda kjuðans enda við hlussu að eiga. Örsnöggt skaut ég fram kjuðan- um og felldi andstæðing minn í einu skoti. Flugan féll með dynk niður í stofusófann. Stríðshetja Stríðsöskur mitt varð til þess að dætur mínar skutust úr fylgsni sínu og sáu foður sinn standa efst í tröppu, vettlinga-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.