Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Qupperneq 30
30 sakamál
*★
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 JO'V
„Ég er saklaus!" hrópaði franski
viðskiptajöfurinn og stjómmála-
maðurinn Jean-Marc Deperrois ör-
væntingarfullur þegar honum varð
ljóst að kviðdómur hafði dæmt
hann í tuttugu ára fangelsi fyrir að
hafa myrt níu ára gamla stúlku með
því að koma eitri í hóstasaftina
hennar.
I dómsskjölum segir að í raun
hafi eitrið átt að bana eiginmanni
ástkonu Deperrois.
Hróp hins sakfellda heyrðust
meðan lögreglumenn færðu hann úr
réttarsalnum í Rouen, höfuðborg
Normandí. Kona hans, Anne-Marie,
féll grátandi saman.
EmilieTanay.
Eins og í reyfara
„Málið um eitruðu hóstasaftina"
gæti verið heiti á einni af sakamála-
sögum Georges Simenon sem fræg-
ur varð fyrir söguhetjuna í bókum
sínum, Maigret lögreglufulltrúa.
Rétt eins og margar sagna Simen-
ons byrjaði málið á heldur hvers-
dagslegan hátt í útborg, Gruchet-la-
Valasse, nærri Rouen. Fyrir hádegi
11. júní 1994 ætluðu hjónin Denis og
Corinne Tanay í boð hjá nokkrum
vinum sínum en vissu ekki hvað
þau ættu að gera við einkabarn sitt,
Emilie. Hún hafði verið með
bronkítis og var með mikinn hósta
en bað foreldra sina hvað eftir ann-
að að leyfa sér að fara á kjötkveðju-
hátíð síðdegis þennan dag.
Dóttirin var Tanays-hjónum eitt
og allt. Denis var verkamaður en
Corinne var ritari. Þrátt fyrir held-
ur takmarkaðar tekjur höfðu þau
sent hana í dýran einkaskóla. Hún
hafði því eignast vini sem áttu efn-
aða foreldra og meðal þeirra var
Jerome, yngsti sonur Sylvie og
Jean-Marcs Tocqueville. Hann var
einn ríkasti maður bæjarins en Syl-
vie var ritari Deperrois varaborgar-
stjóra. Hún bauðst til að gæta Em-
ilie meðan foreldramir færu í boð-
ið. Frú Tanay fór með dótturina til
hennar þennan örlagaríka laugar-
dag og kom með hóstasaft með sér.
Glasið setti hún á borð í eldhúsi
Tocquevilles-fjölskyldunnar.
Blásýrusalt
Frú Tanay skýrði síðar svo frá
fyrir réttinum að hún hefði blandað
hóstasaftina með ölkelduvatni áður
en hún hefði farið að heiman. í upp-
hafi hefði hún tekið aðra hóstasaft
úr lyfjaskápnum en af ótta við að
hún kynni að vera of gömul hefði
hún fleygt henni og keypt aðra með
miða sem á stóð „Josacine 500“.
Um fjögurleytið síðdegis fóm frú
Tocqueville, Jerome og Emilie á
kjötkveðjuhátíðina en þegar þau
komu heim fékk Emilie mikið
hóstakast. Frú Tocqueville tók saft-
ina og gaf henni af henni en stúlkan
gretti sig. „Þetta er ekki hóstasaftin
sem mamma gefur mér venjulega,"
sagði hún.
Nokkru síðar varð að kalla á
lækni. Hann sendi eftir sjúkrabU
sem ók stúlkunni á spitala. Tveimur
tímum síðar dó hún í sjúkrarúmi.
Síðar sama kvöld var gerð athug-
un á hóstasaftinni en fyrir utan
nokkra kekki gat rannsóknarmað-
urinn ekki fundið neitt athugavert
við hana. Fjórum dögum síðar
komst efnafræðingur lögregluemb-
ættisins hins vegar að því að blá-
sýrusalt var í hóstasaftinni.
Grunsemdir koma upp
í fyrstu var það kenning rann-
sóknarlögreglunnar að lyfjafyrir-
tækið hefði gert mistök. Ruglast
hefði verið á flösku með blá-
sýrusalti og hóstasaft. Yfírmenn fyr-
irtækisins urðu skelfmgu lostnir og
óttuðust að einhver starfsmanna
hefði bilast á geði og laumað eitri í
saftina. Voru allar sams konar
hóstasaftsflöskur innkallaðar í
skyndi. En rannsókn á þeim leiddi
ekkert óvenjulegt í ljós.
Rannsóknarmennirnir stóðu því
aftur á byrjunarreit. En ekkert
spyrst eins fljótt út og framhjáhald.
Lögreglan frétti brátt að frú
Tocqueville hefði verið ástkona
Deperrois og herra Tocqueville
stæði í vegi fyrir því að þau gætu
gengið í hjónaband. Þá kom í ljós að
Deperrois hafði keypt blásýrusalt í
apóteki um mánuði fyrir lát Emilie.
Var nú farið að hlera síma hans og
í einu samtala hans kom fram að
hann hefði fleygt blásýrusalti sem
hann hefði keypt fyrir fyrirtæki sitt.
Sagðist hann hafa gert það af ótta
við að verða bendlaður við dauða
stúlkunnar.
Kenningin
Deperrois var handtekinn
skömmu eftir að símtalið fór fram
og á hann borið að hann hefði myrt
Emilie. Ætlun hans hefði verið að
ráða herra Tocqueville af dögum.
Hann hefði laumast inn á heimili
Tocquevilles-hjónanna meðan frúin
fór með son sinn, Jerome, og Emilie
á kjötkveðjuhátíðina. Þar hefði
hann sett blásýrusaltið í hóstasaft-
ina í þeirri trú að það væri hjarta-
lyf herra Tocquevilles. Það lyf hefði
þá hins vegar legið í náttborðs-
skúffu.
Hinn fjörutíu og fimm ára gamli
Deperrois var einn kunnasti íbúi
bæjarins. Fyrir utan að vera vara-
borgarstjóri rak hann fyrirtæki sem
framleiddi ljósmyndavörur fyrir
iðnver. Hann átti eitt fallegasta ein-
býlishúsið í bænum og sumarhús
við Miðjarðarhafið. Kona hans var
sögu- og landafræðikennari við
einkaskólann sem Emilie hafði
gengið í. Þau hjón áttu tvo syni,
átján og tuttugu og fimm ára.
Jean-Marc Deperrois.
Tvísaga
Deperrois gerði þau mistök að
neita því í fyrstu við yfirheyrslur að
hann hefði keypt blásýrusaltið. Síð-
ar játaði hann það og sagðist hafa
keypt það fyrir fyrirtækið, en hafa
fleygt því, eins og fyrr segir, af ótta
Foreldrar Emilie á leið í réttarsalinn í Rouen.
Kona Deperrois og synir berjast fyrir
við að verða grunaður um
að hafa myrt Emilie.
Hann hélt hins vegar fast
við að hann hefði ekki
sett eitrið í flöskuna.
Hjón, bæði á eftirlauna-
aldri, sem bjuggu nærri
húsi Tocquevilles-hjóna,
sögðust tvívegis hafa séð
Deperrois opna dyr á húsi
þeirra með lykli. Lögregl-
an komst hins vegar að
því að úr gluggum húss
þessara gömlu hjóna var
ekki hægt að sjá útihurð
húss Tocquevilles-hjón-
anna.
Saksóknarinn, Marc
Gaubert, hélt því engu að
síður fram 1 réttinum að
Deperrois hefði haft lykil
að húsi ástkonu sinnar.
Ófullkomin fjarvistar-
sönnun
Deperrois hélt því fram að um-
rætt laugardagssíðdegi hefði hann
verið í húsakynnum knattspyrnufé-
lags staðarins og þar hcifði hann
i fá hann látinn lausan.
verið á þeim tíma, ef frá eru taldir
þrír stundarfjórðungar. Hann gat
meðal annars nefnt nöfn þriggja
persóna sem hann hefði hitt þar en
það fólk gat ekki munað hvort það
hefði séð hann þar umrætt síðdegi.
Að hann gat ekki gert grein fyrir
því hvar hann hafði verið stundar-
fjórðungana þrjá og að auki logið til
í upphafi um kaupin á blásýrusalt-
inu reyndist honum mjög í óhag. Þá
varð það ekki til að bæta úr skák
fyrir hann að sérfræðingar lögregl-
unnar sögðu blásýrsusaltið í hósta-
saftinni sömu tegundar og það sem
hann hefði keypt.
Það gagnaði ekki þótt verjandinn
benti á að hefði Deperrois viljað
gefa herra Tocqueville eitur hefði
hann vafalítið keypt það undir
fólsku nafni í apóteki langt frá bæn-
um en ekki undir eigin nafni í apó-
teki þar á staönum.
Loks var ástarsambandið við frú
Tocqueville til þess að beina enn
frekar grun að hinum ákærða.
Fram kom að þau hefðu þekkst í
æsku og hún orðið ástkona hans eft-
ir að hún gerðist ritari hans í ráð-
húsinu.
Ákæruvaldið hélt því fram að
Deperrois hefði fallið í freistni þeg-
ar hann sá lyfjaglasið á eldhúsborð-
inu í húsi Tocquevilles-hjóna.
Niðurstaðan var því sú að Deper-
rois var dæmdur á líkum. Hins veg-
ar hefur því verið haldið fram að
lögreglan hafi látið undir höfuð
leggjast að rannsaka ýmislegt annað
málinu viðkomandi. Þannig hafði
eldri manni í bænum verið gefið
blásýrusalt nokkru áður en Emilie
dó og hefði hann verið nágranni
Tanays-hjónanna. Konan var sett á
geðveikrahæli og á hana féll ekki
grunur um að hafa myrt Emilie.
Annað sem vakið hefur upp efa
um réttmæti dómsins eru deilur
móður Emilie og tengdaforeldra
hennar sem þoldu hana aldrei.
Þannig tók tengdafaðir hennar hana
einu sinni hálstaki en þá kom mað-
ur hennar henni til bjargar.
Andóf
Eftir dóminn fór hópur fólks að
ræða sín á milli að gera yrði breyt-
ingar á frönsku hegningarlögunum
■ svo ekki yrði lengur hægt að dæma
fólk fyrir morð á líkum einum. Til er
nú orðinn baráttuhópur sem krefst
aðgerða í málinu.
Þegar Corinne Tanay kom í hús yf-
irvalda dómsmála í Rouen til að fá
greiddar skaðabætur, jafnvirði um
sex milljóna króna, beið hennar þar
hópur þessa andófsfólks og hrópaði:
„Þú átt engan rétt á peningum.
Deperrois myrti ekki dóttur þina!“
Málið hefur verið til umræðu allar
götur síðan og sérfræðingar í dóms-
málum spá því að þar sem dómurinn
byggist ekki á beinum sönnunum séu
líkur á því að Deperrois verið látinn
laus eftir nokkur ár. Þeirri spurn-
ingu er því i raun ósvarað hver það
var sem kom eitrinu í hóstasaft ungu
stúlkunnar.
Efasemdirnar