Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Page 34
%/róvisjón LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 Okkar sögufrægu styrjaldir fela í sér persónulega grjótkasts- bardaga, steinsverðaskylming- ar og -rotanir í túninu heima hjá okkur sjáifum (einn á móti tíu mönnum sem hann þekkir mjög vel og sigrar). Við íslendingar höfum alitaf gert hlutina í návígi, tökum því okkar hlutverk hátíðlega og íslend- ingasögumar hefðu aldrei komist á skinnpjötlu ef við berðumst ekki ávallt til sigurs. Því var það, að þegar við mættum í Evróvisjón, með arfleifðina ólgandi í æðum, vissum við að við myndum sigra. Iföfðum líka uppfundið formúl- una að hinu eina sanna evróvisjónlagi og göldruðum upp úr henni Gleði- bankann. Gleðibankinn. Nafnið kom dálítið flatt upp á þjóðina sem þurfti að melta það með hamsatólginni bláedrú í há- degisfréttum um miðjan vetur. Gleði er ekki beinlínis islenskt afbrigði í geðflórunni. Um það vitnar sagan, með allar sínar myrku miðaldir þegar bannað var að syngja, dansa og hlæja og ef menn hefðu skráð heimildir af einhverri nákvæmni er eins víst að við ættum langar þrætur frá Þingvöll- um um að afmá orðið gleði úr tungu- málinu. En þess þurfti ekki, bannið eitt og sér nægði til þess að við yrðum fúllynd með afbrigðum og hélst sá háttur á þótt aldir liðu. I læri hjá þýskum Svo kom tórflistin aftur í landið og Jón Leifs skrapp til hins fúla landsins í Evrópu, Þýskalands (sem hannaði hinn tröllvaxna óperustÚ Wagners) til að kanna hvernig tæknilega væri hægt að koma íslensku sálarlífi í tóna. Og það varð auðvitað ekki gert nema með því aö sigra Wagner og sanna að til væri enn þungstígari, brúnahvass- ari og stirðari þjóð. Það sannaði hann svo um munaði í mjög löngum, flókn- um tónverkum sem öll hljóma eins og saman sé steypt bestu pörtunum úr öllum jarðskjálftum, eldgosum og snjóflóðum íslandssögunnar að við- bættum angistarópum drukknandi kvenna í Drekkingarhyl, þjáning- arstunum augnstunginna, handhogg- inna karla og bældum skelfingar- Stjórnlaus yfirdráttur í Gleðibankanum. degi uppgötvaðist að þjóðin var mjög glöð og hafði alltaf verið það - í laumi - og má reyndar telja það með merki- legustu uppgötvunum íslandssögunn- ar. Eins og oft vill verða þegar ein- hveijir þættir í sálarskaminu eru bældir mikið og lengi, þá trylltist þjóðin úr hamingju og kæti þegar gleðin var leyst úr læðingi; missti hreinlega stjóm á sér og við vissum að Gleðibankinn myndi hafa sömu áhrif á aðrar þjóðir. Við vorum orðin héraði en ekki meira. Svo unnum við ekki. Okkur var hafnað. Við það urðum við íslenskari en nokkru sinni áður í veraldarsögunni. Við trylltumst. Sökudólgar Við stóðum uppi, hetjulaus og stjörnulaus þjóð. Hvað er aumara? f Endanleg niðurstaða var sú að lag- ið hefði verið rangt, Evrópa kærði sig ekki um slíkan fíflagang sem Gleði- bankinn var og nú skyldi tekið sig saman í andlitinu og sent lag sem end- urspeglaði þá raunamæddu og þjök- , uðu þjóðarsál sem alltaf hafði byggt þetta land. Valgeir samdi Hægt og hljótt. Það hlaut að vinna. Öll þjóðin heyrði hvað þetta var fal- legt lag, sungið af enn fallegri ungri stúlku. Allt gekk upp. Ekki var það Önnu Mjöll að kenna. Við trylltumst út í skipuleggjendur keppninnar. Við trylltumst út í dóm- nefndina í hveiju landi. Við tryllt- umst út í evróvisjónlagaformið - sem við áttuðum okkur nú fyrst á að var meingallað, gamaldags og hallæris- legt. Við trylltumst út í erlenda fjöl- miðla. Við trylltumst út í Evrópu - alla - en þó mest út í hin Norðurlönd- in sem öll höfðu svikið okkur um tólf stigin. Sum þeirra gáfu okkur ekkert stig, þótt við gæfum þeim öllum stig. Við tryfltumst út í okkar keppendur; þetta hyski sem hafði verið borið á höndum þjóðarinnar, fengið að fara tfl útlanda, kaupa toUinn og aUt og rolað- ist svo ekki tU að vinna. Kostnaður sem við höfðum greitt af nýuppgötv- aðri gleði var orðinn að hrikalegri sóun á peningum. Ef ekki hefði verið búið að afnema gömul og góð lög úr lagasafninu er vísast að við hefðum slitið tunguna með rótum út úr kepp- endum okkar. Ef rétt er munað flúði einn þeirra aftur heim til Noregs, vel áttaður á þeim forna sið að þeir sem tapa eru ekki íslendingar. Þeir geta bara verið Norðmenn. Við syrgjum þá ekki, fari þeir vel. Sverrir og Stebbi voru sendir út meö Sókrates og áttu alls ekki að vinna. Evróvisjónkrónika: skrækjum bama sem hlusta á tröUin í fjöllunum stíga þungt til jarðar. Hin íslenska tónlistararfleifð var orðin að veruleika - tröUslega stór í sniðum og laus við óþarfa kæti. Gleðibankinn (þó ekki væri nema nafnið) var því stílbrot á öllum þeim þunga sem gerir Islendinga að íslend- ingum. Ekki bætti úr skák að lagið var mjög hressUegt. Var furða þótt tólgin storknaði í lúðrinum á landan- um? En tólg er bara tólg og fljót að bráðna í mátulega heitum uppáheU- ingnum, enda fór það svo að eftir há- alvöru tónlistarþjóð, laus undan oki aldanna, þjóð meðal þjóða. Ofboðslega smart. Evróvisionfararnir voru bæði hetjur að fornaldarsið og stjömur að nútímasið. Og svo var júbbílerað aUa vikuna á undan keppninni, á miUi þess sem nokkur tradisjónal áhyggju- búnt höfðu orð á andvökum sínum sem stöfuðu af angist yfir því hvar við ættum að halda keppnina árið 1997, því eins og frægt er orðið áttum við ekkert tónlistarhús - og eigum ekki enn utan eina litla og ákaflega smart byggingu í Kópavogi sem er góð og gild fyrir þá tónlist sem menn flytja 1 Það var árið 1986 sem við íslendingar ákváðum að heiðra aðrar Evrópuþjóðir með nærveru okkar í Evróvisjón - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Að taka þátt“ var fyrir aðrar þjóðir sem hafa ómerkilegri bókmenntaarf á bakinu og sagnfræði sem snýst um trúarbragða- og skoðanastyrjaldir og annað ópersónu- legt (ótal manns sem þekkjast ekki neitt að murka lífið hver úr öðrum).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.