Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 19
JL*V LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 19 Madonna alltaf að klúðra Kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven hefur loksins rolað því út úr sér hvers vegna hann og töfra- bomban Madonna hafa slitið sam- starfi um nýju kvikmyndina hans, Music of the Heart. Hann neitar að vísu að hafa hótað því að hætta við myndina nema Madonna yrði rekin og heldur þvi fram að þau hafi skilið í mestu vinsemd. Þau hafi aðeins verið ósammála um eitt smáatriði, þ.e. hvemig myndin yrði gerð. Kvikmyndin er byggð á reynslu konu sem kenndi börninn í fá- tækrahverfi á fiðlu. Madonna vildi láta endurskrifa handritið og beina sjónum að samskiptum við fullorðið fólk en það þarf varla að koma á óvart að Craven var því algerlega ósammála. „Ég sá að þetta myndi ekki ganga með Madonnu," segir hann. „Þetta var sameiginleg ákvörðun. Við töluð- um saman í mestu vinsemd og virðingu fyrir skoðunum hvort annars." Brotthvarf Madonnu skildi eft- ir sig autt sæti aðalpersónunnar í myndinni þangað til Meryl Streep tók það að sér á síðustu stundu. Nú þegar er farið að veðja á að Meryl fái óskarinn fyrir þetta hlutverk. Hins vegar efast menn um að Madonnu hefði tekist það þótt hún hefði. verið til friðs og leikið eftir því handriti sem leik- stjórinn valdi. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Eiríkur Smith myndlistarmaður eru standandi. í sófanum sitja Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður, Harpa Björnsdóttir sýningarstjóri og Hafdís Helgadóttir myndlistarmaður. nsx 3-Diska geislaspilan - Super T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Tónjafnari með ROCK - POP - JAZZ - 12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. HSX-S555 3-Diska geislaspilan -37 + 37 + 12 + 12W RMS magnari með surround kerfi - SUPER T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun. á geislaspilara - Al leiðsögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir aukabassahátalara ( SUPER WOOFER ) - Segulvarðir hátalarar. Vio erum í Jólahöllinni Eiríkur Smith situr fyrir svörum á Sjónþingi Náttúran alltaf með I tilefni af opnun yfirlitssýning- ar á verkum Eiríks Smith í Gerðubergi í dag verður efnt til Sjónþings með myndlistarmann- inum klukkan 13.30. Eiríkur Smith er fæddur árið 1925 og á að baki litríkan feril sem myndlist- armaður. Elstu verkin á sýning- unni, sem ekki sjást oft, eru frá lokum sjötta áratugarins, en þá fékkst Eiríkur við að mála strang- flatargeómetríu í anda frönsku abstraklistamannanna. Síðan færði hann sig yfir í lýriska abstrakt áður en hann fór að fást við margs konar raunsæi, sem skipta má niður í nokkur ólík, að- skilin tímabil. Sumir hafa gagnrýnt Eirík fyr- ir þetta meinta flökt hans og telja það merki um listamaðurinn hafi hlaupið á eftir tískustraumum. Harpa Bjömsdóttir sýningarstjóri þvertekur fyrir að það sé rétt og fullyrðir líka að Eiríki standi á sama um slíkar ásakanir. „Hann hefur alveg ráðið ferðinni sjálfir í sinni myndlist og hefur óhikað notað þær tjáningaraðferðir sem honum hefur þótt henta sér best á hverjum tíma,“ segir Harpa. „Ei- ríkur hefur mjög ákveðnar skoð- anir á myndlist. Hann er sann- færður um að hún eigi að lúta sjónrænum lögmálum og að slík upplifun sé höfuðatriði, en ekki tilvísanir út fyrir málverkið.“ Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, sem kemur til með að stýra umræðunum á Sjónþinginu, segir að þrátt fyrir að Eiríkur hafl oft verið fljótur að skipta um aðferð- ir og snúa baki við því gamla, megi finna rauðan þráð sem gangi í gegnum öll verk hans. „Rauði þráðurinn em tengsl Ei- riks við náttúruna. Það er sama hvernig veröldin veltist, hann hefur alltaf náttúmna með. Eirík- ur aðhyllist ákveðna dulhyggju og mystík. Hann er sannfærður um að það séu einhver öfl að verki i náttúrunni, ekki ósvipað Kjar- val,“ segir Aðalsteinn og efast ekki um að Eiríkur eigi eftir að ræða þetta allt saman í dag. Spyrl- ar á Sjónþinginu verða myndlist- armennirnir Daði Guðbjörnsson og Hafdís Helgadóttir. -MEÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.