Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 28
28 mik LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DV ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Kristín Marja segir Þórsteinu hafa verið lengi í huga sér. Hún hafi viljað skrifa konu sem ekki láti aðra segja sér hvernig hún eigi að vera. DV-myndir Hilmar Þór Það er ekki algengt að íslenskir rit- höfundar skrifi um samtíma sinn, varpi ljósi á það þjóðfélag sem við búum í hér og nú, kannski vegna þess að það getur verið frekar erfitt að greina hvaö er hvað og hvurs í um- hverii sem maður er sjálfur hluti af. Þó skjóta öðru hverju upp kollin- um sögur um þennan sérkennilega heim sem við lifum í dag og ein slík er „Kular af degi,“ eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem út kom hjá Máli og menningu fyrir fáeinum dög- um. Sagan segir frá Þórsteinu Þórsdótt- ur, kennara í efri bekkjum grunn- skóla í Reykjavík. Hún er kennari af hugsjón, hefur mætur á fegurð og fág- un, hvort sem er í mat, list, umhverfi eöa mannlífmu. Hún ræktar sína feg- urðarþrá og finnur leiðir til þess að veita henni útrás en í heimi sem fær- ist sífellt lengra frá því sem fagurt er og fágaö hlýtur heimur Þórsteinu [ skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Kular af degi, er aðal- persónan Þórsteina Þórsdóttir, kennslukona í efri bekkjum grunn- skóla, dregin skýrum og mögnuðum dráttum. Þórsteina segir ískyggi- lega sögu úr þeim harða, myrka heimi þar sem hún starfar stöðugt að skreppa saman og þrengja að henni - allt þar til spuming er orö- in um hvort hann stenst; hvort hann sé ekki bara sjálfsblekking; hvort Þórsteina sjálf sé ekki bara tíma- skekkja. Þótt Þórsteina sé sögumaður og les- andinn sjái umhverfi og atburðarás með hennar augum verður þó fljótt ljóst að hún er ffemur óáreiðanlegur sögumaður. Hún hefur „rörsýn" á umhverfi sitt og samfélag, telur sig ekki þátttakanda, heldur áhorfanda. Engu að síður á hún óafvitandi þátt í að hleypa af stað atburðarás sem verður til þess að hún missir tökin á þeim heimi sem hún telur sig búa í - og hvað er þá til ráða? Uppeldis- og skolamál í óiestri í „Kular af degi“ er dregin upp ískyggileg mynd af ástandinu í efri bekkjum grunnskólanna í borginni og þegar Kristín Marja er spurð hvers vegna hún dragi upp svo dökka mynd segir hún; „Vegna þess að ég tel uppeldis- mál og skólagöngu barna og ung- linga komin í þann farveg að ef ekkert verður að gert þá verði þetta eitt mesta böl íslensks þjóðfé- lags; meinsemd sem á eftir að éta þjóðfélagíð upp, innan frá. Stjómvöld þrasa um virkjanir og fiárfestingarbanka en forðast að ræða þessi mikilvægu málefni vegna þess að þau þora ekki að styggja foreldra, það er að segja hálfa þjóðina." Kristín Marja segir Þórsteinu hafa verið lengi í huga sér. Hún hafi viljað skrifa konu sem ekki láti aðra segja sér hvernig hún eigi að vera. „Ég var búin að finna fyr- ir hana ýmis störf úti í þjóðfélag- „Hvaö kennaranum viövíkur, þá held ég að það sé mannskemmandi að vera kennari á íslandi í dag. Það er eins og stéttin hafi tapað virðingu fyrir starfinu sínu. Maður sér allt of marga kennara leggja hart að sér til að vera vinsælir; gera nemendum til hæfis vegna þess að þeir óttast foreldrana. Kennarar eru að verða vinnuhjú foreldra, eins og Þórsteina segir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.