Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 32
32 ikamal LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 JjV Sunnudaginn 30. maí í ár voru tveir menn að veiða undir Gabriel- Faure brúnni í útjaðri Nancy í norðausturhluta Frakklands. Skyndilega varð öðrum þeirra ljóst að hann hafði sett í eitthvað. Hann dró inn línuna, en þá kom í ljós að á önglinum hékk strigaskór. Menn- irnir brostu hvor til annars, en skyndilega hvarf brosið af vörum þeirra. í skónum var fótur af manni. Fleiri fundir Daginn eftir hringdi maður til lögreglunnar í Nancy. Hann hafði fundið mannshöfuð í skuröinum sem Gabriel-Faure brúin lá yfir. Sá fundur vakti ekki síður athygli en sá fyrri. Svo gerðist það 25. júní að kynfæri fundust í sama skurði. Sérfræðingar komust brátt að þeirri niðurstöðu að þau væru af fimmtíu og fimm ára gömlum Þjóð- verja, Hans Gassen, en hann hafði setið í fangelsi i Frakklandi fyrir að selja stolna Mercedes-Benz-bíla. Nokkuð var síðan Gassen hafði horfið. Síðast hafði hann sést með Nadir Sedrati, Frakka af alsírskum uppruna. Þeir höfðu hist í íbúð Sedratis. Gassen hafði sést ganga inn í hana, en enginn hafði séð hann koma út. Froskmenn lögreglunnar fóru um allan skurðinn. Leit þeirra varð ekki árangurslaus, því þeir fundu hendur, fætur, bein, maga og brjóstkassa af karlmönnum. Alls fundust líkamsleifar sex horfinna manna. Sedratis kom í ljós langur af- brotaferill. Hann var sextíu og eins árs og kominn af al- sírskum foreldrum sem sest höfðu að í Isere. Nitján ára gamall gerðist hann fallhlíf- arhermaður til þess að geta tekið þátt í aðgerðum franska hersins í Alsir. Þar barðist hann af grimmd og drap bæði skæruliða og óbreytta borgara, þar á með- al konur og böm. Afleiðingin varð sú að honum var vísað úr franska flughernum og um hríð var hann á geð- sjúkrahúsi. Nýtt nafn Lögregluþjónar og tæknimenn við skurðinn í Nancy. Húsleit Klukkan hálfsjö að morgni 21. júlí síðastliðins hringdu lögreglu- menn dyrabjöllunni hjá Sedrati. Hann bjó þá í vel búinni íbúð í Nancy. Hann var þar þó ekki und- ir eigin nafni heldur lést heita Philippe Grossiort, en líkamsleifar þess manns voru meðal þeirra sem fundist höfðu i skuröinum. í íbúðinni fann lögreglan sex hnífa af þeirri gerð sem slátrarar nota, skilriki'hinna sex myrtu og eitt kílógramm af blásúru lútar- salti. Taldi lögreglan að Sedrati hefði notað það til að drepa fómar- lömb sín. Þeir myrtu vom ýmist menn sem Sedrati hafði setið í fangelsi með eða fyrrverandi nágrannar hans. En þrátt fyrir það sem fannst í íbúöinni neitaði hann því að vera sekur. Þegar farið var að kanna feril Þegar Sedrati var útskrif- aður af sjúkrahúsinu brá hann sér í gervi háttsetts fransks liðsforingja og skipu- lagði tombólu, en afrakstur- inn sagði hann að færi til hermanna sem hefðu fatlast í stríðinu í Alsír. Að fjáröflun- inni lokinni hvarf hann á braut með féð, en náðist og var dæmdur í fangelsi. Næstu þrjátíu og fimm ár var Sedrati tuttugu og þrisvar sinn- um dæmdur fyrir afbrot. Hann lést stöðugt vera annar en hann var. Loks fór hann að notfæra sér skilríki annarra. Það hófst árið 1982, eftir að hann kynntist Andre Gachy, þung- lyndum prófessor, á hvíldarheimili í Savoyen. Þeir urðu nánast óað- skiljanlegir og þegar Gachy út- skrifaðist sótti Sedrati hann. Síðan hefur enginn séð Gachy. Sedrati tók sér nafn prófessorisns. Hann sótti örorkubætur hans í hverjum mánuði, komst yfir bankareikning hans, settist að á heimili hans og var stundum í sumarhúsi hans. Þar kom þó að einhver, sem sagði ekki til nafns síns, kom með ábendingu rnn atferli Sedratis. Lögreglan hand- tók hann og hann kom síðan fyrir rétt í Charente-Maritime, en þar eð lík Gachys fannst hvergi var ekki hægt að sanna að hann hefði verið myrtur. Sedrati fékk því aðeins dóm fyrir að hafa nýtt sér skilríki hans, fé og eigur. Eftir að Sedrati var lát- inn laus fóru hann og maður sem verið hafði meðfangi hans að selja lífshættuleg lyf. Þá kynntist Sedrati Söndru. Hann var þá fjörutíu og átta ára en hún tuttugu árum yngri. Hann bauð henni á dýr veit- ingahús og næturklúbba. Hún seg- ir hann hafa verið ástríðufullan elskhuga. Hún varð ólétt eftir hann. En hún komst brátt að því að hann gat verið grimmlyndur. Er hún var eitt sinn aö taka til á heimili þeirra fann hún ferðatösku í skáp. Er hún fór að skoða tösk- una sá hún að i henni var falskur botn og þegar hún lyfti honum fann hún skilríki nokkurra manna. Þegar Sedrati kom heim spurði hún hann hvað hann væri að gera með þau. Hann brást illa við, dró hana með sér út í bíl og ók með hana út í skóg. Þar reif hann utan af henni öll fot, dró af sér belt- ið og húðstrýkti hana. „Ef þú segir eitt orð um þetta við lögregluna," sagði hann svo, „drep ég þig, kerl- ing.“ Sandra yfirgaf Sedrati, fékk inni á kvennaathvarfi og átti þar bam- ið sitt. „En honum tókst að fá um- gengnisrétt viö það,“ sagði hún sið- ar. „Ég fylltist af ótta í hvert sinn sem hann fékk það til sín, en sem betur fer kom ekkert fyrir.“ Undir öðrum nöfnum Fyrir fjórum árum skipti Sedrati enn um nafn. Hann lést nú vera maður að nafni Leon Krauss, sem kominn hafði verið á eftirlaun. Hann hafði komist yfir skilríki hans, sótti eftirlaun hans í hverj- um mánuði og bjó í húsi hans í Vil- leneuve Saint-Georges fyrir utan Paris. Hinn rétti Krauss hafði horf- ið sporlaust. Þrátt fyrir leit hefur lík hans ekki fundist, og er talið víst að Sedrati hafi myrt hann. PhOippe Grossiort er talinn vera næsta fómarlambið en það voru einmitt líkamsleifar hans sem fundust í skurðinum í Nancy. Sá sem næst er talinn hafa látið lífið fyrir hendi Sedratis var Gas- sen, sá sem setið hafði inni í Frakklandi fyrir að selja illa fengna bíla. Síöasta fómarlamb Sedratis var líklega Jacques Lauterbách en þeir höfðu verið nágrannar. Hann, eins og allir sem Sedrati er talinn hafa komið fyrir kattamef, var einmana og ættingja- og vinalaus. Það er talið hafa átt að tryggja að enginn myndi sakna þeirra. Neitar ásökunum Eins og að líkum lætur hefur mál Nadirs Sedrati vakið mikla at- hygli, ekki aðeins í Frakklandi sjálfu heldur víðar. Hann er sakað- ur um mörg morð og ferill hans þykir ekki til þess fallin að renna stoðum undir þær fullyrðingar hans að hann sé saklaus af þeim morðum sem hann er talinn hafa framið. Sjálfur gefur hann þá skýr- ingu að gamall meðfangi hans, Hans Muller, hafi myrt alla þessa menn og hafi það verið þáttur í átökum glæpamanna. Franska lögreglan tekur litiö mark á fullyrðingum hins ákærða og telur sig hafa fyrir því sannanir að hann sé einn hættulegasti raömorðingi í sögu franskra saka- mála. En hugsanlegt þykir að Sedrati hafi ekki aðeins myrt þá sem að ofan greinir. Fómarlömbin kunni að vera mun fleiri. Er sú ályktun meðal annars dregin af því að rannsókn á högum hans leiddi í ljós að hann kann aö hafa laðað til sín fleiri menn úr þeim hópi sem hann taldi auðveldast að blekkja. Þannig er ljóst að hann auglýsti i blöðum eftir „einmana mönnum sem hafa huga á að gerast einkabO- stjórar" og hét þeim góðum laun- um. Talinn hafa ætlað úr landi Rannsókn málsins hefur verið víðtæk og tímafrek. Ýmislegt hefur komið fram sem bendir til þess að Sedrati hafi ætlað sér að hagnast enn frekar á þeim óhæfuverkum sem honum eru gefin að sök. Þannig hefur lögreglan komist að því að hann hafði í hyggju að fara til Afríku til þess að selja þar á svörtum markaði persónuskilríki mönnum sem vildu komast ólög- lega til Evrópu og gátu borgað nægilega vel fyrir. En hvemig var þessi maður, sem talinn er einn hættulegasti raðmorðingi í Frakklandi fyrr og síðar, í daglegri umgengni? Leitað hefur verið til nágranna hans í Nancy. Þeir eru á einu máli um að hann hafi komið vel fyrir. Hann hafi verið kurteis í allri umgengni, ætíð verið vel klæddur og ekið í Volvo 748. Þá hafi hann gengið með stóra, svarta skjalatösku. En hvað var í töskunni? Flest bendir til þess að hann hafi meðal annars notað hana undir líkamshlutana sem hann kastaði í skurðinn i Nancy. Er hann hafi verið búinn að gefa fómarlömbum sínum eitrið hafi hann gripið til hnífanna sem fundust hjá honum. Líkamshlutana hafi hann síðan sett, einn eða fleiri í einu, í skjala- töskuna og ekið með hana út að skurðinum. Þetta er álit lögreglu- fulltrúa í Nancy. Dóms beðið Enn hefur ekki tekist að ljúka rannsókn þessa umfangsmikla máls. Blöð fylgjast vel með gangi þess, og margir biða réttarhald- anna, ekki síst með það í huga að þar kunni að koma fram skoðun sálfræðinga og geðlækna á því hvað búi að baki þeim óhugnan- legu glæpum sem Sedrati er talinn hafa framið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.