Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 41
J>V LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 trimm 49 Aldrei of seint að byrja að hlaupa - segir Orweli Utley, 56 ára, sem náð hefur gáðum árangri í víðavangshlaupum Stór hluti víöavangshlaupara hóf ekki að stunda íþróttina fyrr en nokkuð var liðið á ævina. Margir þeirra sem hefja ástundun víðavangshlaupa hafa náð eftir- tektarverðum árangri án þess að hafa nokkurn tíma á ævinni stundað aðrar íþróttir svo neinu nemi. Sú er reyndin um Orwell Utley. Hann er nú 56 ára en hóf að æfa víðavangshlaup fyrir um fimm og hálfu ári. Hann hefur náð verulega góðum árangri og á óformlegt íslandsmet í maraþon- hlaupi í aldursflokknum 50-60 ára, tímann 3:21:21 klst. „Mér fannst ég vera orðinn allt of þungur og heOsan var ekki í góðu lagi fyrir fimm og hálfu ári. Þá var ár síðan ég hafði hætt að reykja en ég hafði þó þurft að fara í hjartaþræðingu heilsunnar vegna. Ég er frekar lágvaxinn, 1,72 metrar á hæð en var þó 76 kg á þyngd og því allt of þungur," segir Orwell. „Þá fór ég að æfa hlaup og var að þvi einsamall fyrstu árin. Ég valdi mér hring í Élliðaárdalnum sem var um 10 km að lengd og hljóp hann 4-5 sinnum í viku. Á þessum tíma glímdi ég oft við ým- iss konar meiðsli og hlaupin gengu ekkert of vel hjá mér því kunnáttan var lítil. En fyrir um tveimur og hálfu ári rakst ég á auglýsingu frá Pétri Frantzsyni hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Ég ákvað að skella mér á æfingu hjá hlaupahópi þeirra, enda var það frekar einmanalegt að vera að gaufa þetta einsamall." Stöðugar framfarir Orwell tók miklum framfórum eftir að hann fór að æfa með Orwell státar af besta tima íslend- ings í maraþonhlaupi í aldursflokkn- um 50-60 ára. Námsflokkunum. Hann hljóp sitt fyrsta maraþonhlaup árið 1997 við Mývatn og góður tími hans kom jafnvel honum sjálfum á óvart. „Ég náði tímanum 3:48:40 klst. og var mjög ánægður með hann. Mývatns- maraþonið er fallegasta hlaupaleið sem ég hef nokkurn tíma augum lit- ið. Ég hljóp síðan aftur heilt mara- þon í Reykjavíkurmaraþoni síðar um sumarið og náði enn að bæta mig. Timi minn þar var um 3:31 klst. Næsta maraþonhlaup var Vormaraþon árið 1998 og þar var tíminn 3:26:35 klst. Hinu óopinbera meti að sögn Péturs Frantzsonar, tímanum 3:21:21, náði ég í sumar í Reykjavíkurmaraþoni." Orwell er duglegur við æfing- amar, enda dugir ekkert annað til Ofurmaraþon vid erfidar aðstæður Framboð yfirgengilegra ofur- maraþonhlaupa, sem ganga á ystu mörk mannlegrar getu, er alltaf að aukast. Fyrir nokkrum árum þótti nær óhugsandi að bjóða upp á 100 mílna hlaup (rúmlega 160 km), en nú er hægt að taka ’þátt í þannig hlaupum viða um heim. Stundum er boðið upp á að hlaupa þessa leið á ein- um degi, en í öðrum tilfellum er hægt að hlaupa hana á nokkrum dögum við sérlega erfiðar að- stæður. Erfiðast þeirra hlaupa er líklega alþjóðlega Himalaja- hlaupið (The Himalayan 100 Mile Stage Race) sem haldið er í ná- grenni fjallgarðsins ógnvænlega. Nýverið fór þar fram níunda hlaupið (dagana 28. október - 1. nóvember) og að þessu sinni mættu 36 ofurkappar til leiks. Þeir komu hvaðanæva úr heim- inum, frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Japan, Hollandi, Suður- Afríku, Hong Kong, Singapúr, Þýskalandi, Póllandi og Nýja-Sjá- landi. Þessar 100 mílur voru farnar á 5 dögum við afar erfiðar aðstæður í mikilli hæð yfir sjáv- armáli. Fyrsta daginn voru lagð- ar að baki rúmir 38 km, næsta dag um 32 km en lengst var hlaupið á þriðja degi, rúmir 40 km. Tvo síðustu dagana var hlaupið heldur styttra og meira niður i móti. Hlaup í mikilli hæð eru afar erflð, en þannig þrautir verkar frekar hvetjandi frekar en hitt á suma. Einn af þessum 36 ofur- hugum var í algjörum sérflokki, írinn Michael Collins sem búsett- ur er í Seattle í Bandaríkjunum. Hann lagði þessar 100 mílur að baki á samanlögðum 15 klst og 20 mínútum. Næsti maður var rúmri klukkustundu á eftir. Hlauparar voru af báðum kynj- um. Breska konan, Zelah Morall, hljóp á bestu tima kvenna, 19 klukkustundum og 38 minútum. Níunda alþjóðlega Himalaja- ofurmaraþonhlaupið fór fram um síðustu mánaðamót en þar voru hlaupnar 100 milur á 5 dögum. Það vakti athygli að aðeins einn hlaupari af 36 lauk ekki við hundrað mílurnar. Vinsældir ofurmaraþonhlaupa færast sífellt í aukana og ættu ís- lendingar ekki að vera eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum. Hér er hægt að bjóða upp á erfiðar aðstæður og nú þegar hefur Laugavegshlaupið milli Land- mannalauga og Þórsmerkur komist á landakortið í alþjóð- legri flóru slíkra hlaupa. Vel mætti hugsa sér að hægt væri að Hlaupahópur Námsflokka Reykjavíkur æfir nokkrum sinnum í viku allan árs- ins hring. að ná framförum. Hann æflr um þrisvar í viku að jafnaði með Námsflokkunum og hleypur því til viðbótar á sunnudögum með Laug- ardalshópnum. „Vegalengdin á æf- ingum hjá Námsflokkunum er yf- irleitt um 13-14 km á hverri æf- ingu, en simnudagamir eru um 18 km langir sprettir. Það er mér mikils virði að hlaupa í hópi, enda félagsskapurinn góður. Vellíðun- artilfmningin að loknum æflngun- um er yndisleg," segir Orwell. Orwell hefur náð að létta sig um 11 kiló frá því að hann fór að æfa hlaup- in. Hann er nú um 65 kg og hefur aldrei á ævinni verið í jafn góðri æf- ingu. „Ég gerði ekki mikið af því að stunda íþróttir á mínum yngri árum. Ég var i fótbolta á unglingsárunum eins og flestir jafnaldrar mínir en hætti því að mestu um 16 ára aldur- inn. Síðan er ekki hægt að segja að ég hafi stundað neinar hreyfiíþróttir fyrr en ég sneri mér að hlaupunum. Ég hef mjög gaman af þeim og er hvergi nærri hættur. Það er mjög freistandi fyrir mig að reyna við erfiðari þraut- ir en maraþonhlaup. Ég gæti vel hugs- að mér að skella mér í Laugavegs- hlaupið milli Landmannalauga og Þórsmerkur næsta sumar, segir Orwell. ______________________________________________ bridge íslandsmótið í tvímenningskeppni 1999: Ásmundur og Matthías með mikla yfirburði Úrslit íslandsmótsins í tvímenn- ingskeppni voru spiluð um s. 1. helgi í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Fjörutíu pör spiluðu þrjú spil milli para, samtals 117 spil og þegar upp var staðið höfðu Ásmundur Pálsson og Matthías Þorvaldsson sigrað með miklum yfirburðum. Þetta er annar sigur Matthíasar, sem hefir ekki spilað mikið undan- fama mánuði, en Ásmundur hefir unnið þennan titil oftar en nokkur annar. Gott ef þetta er ekki í níunda sinn, sem hann vinnur þennan eftir- sótta titil. Guðmundur Sveinsson og Ragnar Magnússon, sem unnu undankeppn- ina, byrjuðu keppnina með stæl og höfðu gott forskot eftir fyrri daginn. Ásmundur og Matthías voru þá í miðjum bekk, en Erlendur Jónsson og Sigurjón Tryggvason, og Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson, nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar, vom í næstu sætum. En í 26. umferð tóku Ásmundur og Matthías forystuna og héldu henni til loka móts. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Ásmundur Pálsson - Matthías Þorvaldsson 426 2. Erlendur Jónsson - Sigurjón Tryggvason 327 3. Aðalsteinn Jörgenson - Sverrir Ármannsson 317 4. Guðmundur Sveinsson - Ragnar Magnússon 296 5. Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 274 6. Sigtryggur Sigurðsson - Sigurður Vilhjálmsson 200 Auðvitað þarf bæði heppni og góða spilamensku til að vinna svona mót með miklum yfirburðum. Við skulum skoða eitt sýnishom frá mótinu. V/Allir Með Ásmund og Matthías í n-s, þá gengu sagnir á þessa leið: * KG1072 44 Á8 ♦ 6 * Á10986 Vestur Noröur Austur Suður Pass 3 hjörtu 3 spaðar dobl 3 grönd dobl pass pass pass Það er erfitt að áfellast austur fyrir að segja þrjá spaða, en að vísu er makker hans búinn að passa. Matthí- as er líklega vanur nokkuð þéttum 4 D 4 6 4* K763 4 KG10874 4 D3 4 A9854 ♦ 953 4 KG54 hindrunarsögnum frá Ásmundi og hann renndi sér á þrjá spaða. Auðvit- að gerði hann sér ljóst, að hann gæti lítið gert við fjórum tíglum, en and- stæðingamir áttu eftir að finna þann samning. Eins og spilið lá var lítil björgun í tígulsamningi og Ásmundur hefði áreiðanlega doblað hann eins og þrjú grönd. Allt var samt betra en þrjú grönd. Umsjón Stefán Guðjohnsen Ásmundur lagði af stað með hjarta- drottningu og sagnhafi taldi vænlegra að reyna við tígullitinn, en spaðalit- inn. Hann drap því hjartað í blindum, spilaði tígli og svínaði tíunni. Ás- mundur drap á drottninguna og fríaði hjartað. Sagnhafi drap og spilaði Forseti BSÍ, Guðmundur Ágústs- son, afhendir Ásmundi og Matthíasi sigurlaunin. meiri tígli. Ásmundur tók nú hjartaslagina og spilaði laufi. Þar með var vörnin komin með níu slagi og 1400 í sinn dálk. Það var gulltoppur og einn af mörgum hjá þeim félögum. Toppinn í hina áttina fengu ísak Sig- urðsson og Rúnar Einarsson. Þeir fengu 200 fyrir að vera rólegir á spil a- v. Stefán Guðjohnsen Húsasmiðjan Skútuvogi verður opin á sunnudögum frá kl. 13-17. fram að áramótum HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.