Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 49
33"%^ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
Nýirdagpassar
| Ferðamenn ! London geta á næst-
f unni sloppið við langar biðraðir við
ýmsa þekkta ferðamannastaði með
í; því að veifa nýja Lundúnapassan-
um. Passinn, sem er sá fyrsti sinnar
tegundar í borginni, veitir fólki að-
gang að
almenn-
ingssam-
göngum,
f kvik-
mynda-
húsum,
;; listasöfnum og skipulögðum göngu-
ferðum fyrir ferðamenn. Dagpassi
í kostar 18 pund, þriggja daga 42 pund
j og sex daga 72 pund og tekur gildi
írá og með 1. desember næstkom-
andi. Hægt er að afla frekari upplýs-
inga og bóka sig á slóðinni
1 www.londonpass.com á Netinu.
Lengsta sigling sögunnar
Einstök skemmtisigling hófst
þann 1. nóvember síðastliðinn þegar
264 metra langt
skemmtiferða-
skipið,
LegendsofSea,
lagði upp frá
Grikklandi í
sigiingu sem á
að taka 175
daga. Að sögn
forráðamanna skipafélagsins, Royal
Caribbean Cruises, hefur svo löng
sigling ekki verið áður í boði og
mun skipið, sem tekur 2076 farþega,
heimsækja fimmtíu borgir í átján
löndum í ferðinni. Segja má að há-
punktur ferðarinnar verði tvöfaldur
því skipið verður vestan daglínu
þegar árinu 2000 verður fagnað en
Imun síðan setja á fulla ferð og verða
austan daglínu og fagna árinu 2000
aftur daginn eftir. Hversu ótrúlega
sem það hljómar mun það hölða
j mjög til farþega að halda upp á ára-
j mótin tvo daga í röð.
kjölfar snjóflóða sem urðu tug-
um manna að fjörtjóni í Sviss, Aust-
urríki og Frakklandi síðastliðinn
vetur hafa stjómvöld í löndunum
hert snjóflóðavamir, einkum í
grennd við fjölmörg skíðalönd sem
löndin státa af. Menn hafa notað
sumarið til að byggja vamargarða
og í vetur verður fylgst með snjóa-
lögum á alls sextíu stööum i stað 45
áður. Þá ætla löndin þrjú að efla
upplýsingastreymi til ferðamanna
og verður hægt að nálgast þær á
nýrri heimasíðu sem komið verður
upp á næstunni á Netinu.
Þégar menn hugsa til næsta
gamlárskvölds, þegar árið 2000 geng-
ur í garð, dettur sjálfsagt flestum í
hug gleðskapur og önnur skemmt-
un. Lögreglan í París mun þó ekki í
veisluskapi en þar á bæ er nú haf-
inn umfangsmikill undirbúningur
Hp
undir kvöldiö góða Liðsafnaður lög-
reglu veröur mikill og ekki færri en
23 þúsund menn á vakt. Ekki mun
veita af, því gert er ráð fyrir að
milljón manna muni fagna á götum
úti auk þess sem rafinagnsleysi af
völdum 2000-vanda kann að valda
van'dræðum í ákveðnum borgar-
hlutum. Komi slík vandamál upp
verða íþróttahallir og aðrir stærri
samkomustaðir reiðubúnir að taka
á móti fólki sem neyðist tU að yfir-
gefa heimUi sín.
GlcesUegar
baðvöntr
Fáanlegar í stáli og gylltu
Croschill
^AGNAVBRS.
trðir
Guðmundur Jónasson, ferðaskrifstofa:
Á skíðum í Sviss og Colorado
Nokkrar skíðaferðir eru á döFmni
hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar á árinu 2000. Crans-
Montana-skíðalandið í Sviss verður
meðal áfangastaða og verða famar
flórar ferðir í allt. Um er að ræða
tvær vikuferðir í febrúar og tvær
páskaferöir. Flogið er um Frankfurt
og þaðan haldið tU Sviss.
Þá hefur VaU í Coloradoríki í
Bandaríkjunum enn orðið fyrir val-
inu hjá ferðaskrifstofunni sem hef-
ur skipulagt ferðir þangað undan-
fárin ár. VaU-skíðasvæðið er í hópi
þeirra vinsælustu í Bandarikjunum
og státar VaU af skemmtUegu bæj-
arlífi og fiölbreyttum skíðabrekk-
um. Flogið verður um Minneapolis
áleiðis tU Denver en þaðan er
tveggja stunda rútuferð tU skíðabæj-
arins. Ferðin stendur dagana 18.
Vail er einn vinsælasti skíðabær Bandaríkjanna.
febrúar tU 3.
mars næst-
komandi.
Ferðaskrif-
stofa Guð-
mundar Jón-
assonar efnir
tU skíðaferð-
ar tU Banda-
ríkjanna í
febrúar árið
2000. Undan-
farin ár hefur
ferðaskrif-
stofan boðið
skíðaferðir tU
VaU í Colo-
radoríki og
verður svo
einnig í vet-
ur.
Farsímar ógna fríði á veitingahósum:
GSM-símamir taka við af reyknum
Á veitingahús-
inu Vox 646 í New
York tekur þjónn
á móti gestum
með orðunum:
„má bjóða þér
reyklaust, reyk
eða farsímafrítt
borð?“ Þetta mun
ekkert einsdæmi
og æ fleiri veit-
ingahús ku hafa
orðið þess
áskynja að far-
símar eru háif-
gerð plága. Fátt
er líka meira
óþolandi, þegar
menn ætla að
njóta matar á
góðu matsölu-
húsi, en fólk á
næsta borði sem
talar hástöfum í
farsíma. Á veit-
ingahúsinu Vox 646 er mönnum til
að mynda vísað í sérstofu þar sem
þeir geta talað í símann að vUd, en
í sjálfum veitingasalnum er það
bannaö. „Ég tel að 99,9% gesta séu
ánægðir með þessa tUhögun enda
vandanum og oftar en
ekki felst lausnin í að
bjóða gestum í sérstök
herbergi þar sem aUir
geta talað í símann í
einu. „Farsímar eru að
verða svipað baráttu-
mál og reykingar voru í
upphafi tíunda áratug-
arins. Nú, þegar gestir
eru lausir við reykinn
taka símarnir við og
eru orðnir mesta um-
kvörtunarefni veitinga-
húsagesta í dag,“ sagði
AUan Ripp sem ritstýrir
Zagant-veitingahúsa-
bókinni í New York.
-cnn
Friður matargesta fyrir símaplágunni er orðið baráttu-
mál á mörgum veitingahúsum heimsins
vita jafnvel hrokafyUstu New York-
búarnir að farsímar þeirra eru
truflandi fyrir aðra,“ sagði Michael
Scheiman veitingamaður á Vox 646.
Veitingahús vestan hafs vinna nú
hvert af öðru við aö finna lausn á
Ný heimasíða fyrír ferðamenn á leið til Danmerkun
Aukajjónustuna við
íslendinga
Danska bUaleigan I.C.R. hefur um
nokkurra ára skeið þjónað íslensk-
um viðskiptavinum og viU enn auka
þjónustuna. Umboösmaður bUaleig-
unnar hefur nú sett upp fiölbreytta
heimasíðu á Netinu þar sem hægt
er að fá mjög fiölbreyttar upplýsing-
ar fyrir ferðamenn, sem aðra, auk
þess sem hægt er að panta þar bíla-
leigubU. Slóðin er www.fylkir.is.
I.C.R. hefur sérhæft sig í að leigja
bUa í Danmörku og býður svokaU-
aða „toU- og skattfrjálsa" bUa sem
eingöngu má leigja útlendingum og
eru því á mjög hagstæðu verði. Síð-
ustu ár hefur verið mikU aukning á
þjónustu við íslendinga eða um 50%
hvert ár. Fyrir utan að vera tUtölu-
lega ódýr leiga þar sem aUt er inni-
falið í leiguverði nema bensín og
flugvaUarskattur, þá er leiguverð
greitt við afhendingu.
Á síðunni má einnig finna upp-
lýsingar um hvaðeina sem tengist
ferðalögum tU Danmerkur: um
bændagistingu, farfuglasamtök,
ferðamálaráð Danmerkur, Tívolí og
margt fleira.
leit.is
og þér mimuð fínna...
- iEr mr 1
...yfir 300.000 íslenskar vefsíður.
Vi ■ A
raðilar óskast.,
Auðunn Jónsson
„Islands eina von"
er nú á leiðinni til Italíu og er góður möguleiki
á að hann vinni heimsmeistaratitil í
kraftlyftingum þar.
Hann er skráður númer 1 á heimslista
IPF www.ipf.com.
Þar sem Auðunn nýtur ekki opinberra styrkia
enn sem komiS er og engin íslensk fyrirtæki
hafastyrkt hann í baráttunni
- óskum vi5 eftir áheitum á Auðun á HM.
T.d. a5 borga 10 kr. á kíló sem
hann lyftir en hann [xirf að lyfta
980 til 1010 kg. til að sigra.
Vinsamlega skráið ykkur með
e-mail mailto:hjalti@isholf.is eða hríngið
í 897 8626 og skráið ykkur.
i^r/Qh^r
ffftsÁo
ontar
(affar
H FUJIFILM
Skipholti 31,568 0450
Kaupvangsstræti 1, Ak. 461 2850
VHUI BESTll FMMXfiUUNINA
SAMANBURÐUR Á ENDINGU Á UTMYNDAPAPPÍR
Niðurstöður Rannsóknar Wilheim Imaging Research
Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár
Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár
Kodak Portra III Professional pappír 14 ár
Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár
Agfacolor pappír gerð 11 13 ár
Copyright 1999 Wilholm Imaglng Research Inc.
www.fujifilm.is
FUJIFILM
FRAMKÖUUN
UM ALLT LAND